Vísir - 14.12.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 14.12.1915, Blaðsíða 1
Utgefandi HLU TAFELAG Ritstj. JAKOB MOLLER SÍMI 400. Skrifstofa og afgreiðsla i Hótel Island SIMI 400 5. árg, ^ Þri ðjudaginn 14. desember 1915. ^ 370. tbl. G A M L A B I O Vei þeim yfirunnu. Vae victis. Stórfenglegur stríðs-sjónleikur í 3 þáttum. AfbragðS'Vel leikinn. Ástandinu i þeim löndum sem cfiiSiirinn 1914 og 1915 geysar, er hér í þessari mynd en nákvænar lýst en nokkur getur lesið um. Aðgm. kosta 50, 30 og 10 au. Kaupið efni f jólafötin 1 i Klæðaverslun SH. ANDERSEN &S0N Aðalstræti 16. 1 KT O Efnin eru seld P 1^1 D. jafnt þótt ekki H sé saumað úr þeim á 1 saumastofunni. 25» Blómsveiga fallega og ódýra selur Verslunin „GULLFOSS". Smásögur um tónsnillinga. xin. > Ahersla. Hljómlistamenn eiga oft fult í fangi með að gera skýra grein fyr- ir því, sem nefnt er t a k t og á - h e r s I a í söng. Það er því ekki annars að vænta, en að dómarar (lögmenn), sem oft gefast grannvitrir utan síns verk- sviös, þurfi ftarlegar skýringar á því efni, til þess að átta sig á hvað í því felst. Það er helst ekki ann- ara meðfæri en leikinna lögfræð- inga, sem geta búiö hugtökin skýr- um og ótvíræðum orðum og um leið skýrt mál sitt með lifandi dæmum. Það mun vera vandfundinn hag- ari maður í þessari grein, en Hen- ry Cooke, breskt tónskáld, sem uppi var um miðja 17. öld. Simskeyti frá fréttaritara Vísis. Khöfn. 31. des. 1915. YuanSki-Kai er orðinn keisari í Kína. Miðveldin hafa tekið 6500 Serba til fanga í fjöii- um Aibaníu. Orusta stendur yfir innan grísku landa- mæranna og má enn ekki í milli sjá. Um hann er þessi saga, Hann var kvaddur fyrir rétt, til að bera vitni sem sérfróður maður í máli út af þrætu um útgáfurétt einhverra tónsmíða. Urðu þá þessi orðaskifti meðal annars milli hans og lögmannsins, sem stóð fyrir vitnaspurningunum: — Nú, nú, herra minn, mælti lögmaðurinn; þér segið að þessi tvö lög séu eins, — en þó ólík. Hvernig ber að skilja það? — Eg sagði, að nóturnar á báð- um blöðunum væru nákvæmlega hinar sömu, svaraði Cooke, — en áherslunrar gjör-ólíkar, þar sem annað lagið er með fjórskiftum takti, en hitt þrískiftum. Við það skifta áherslu-nóturnar um sæti. — Hvað eigið þér þá við með áherslu í söng? spurði lögmaður inn með áfergju. — Eg tek 20 krónur fyrir hverja kenslustund ísöngfræði,svaraði Cooke með alvörusvip, en áheyrendurnir brostu. — Mig varðar ekkert um kenslu- skilmála yðar; eg krefst þess að eins, að þér skýrið fyrir hinum hátlvirta dómara hvað það er, sem kallast áhersla í söng. Cooke svaraði enn út af um stund og lögmaðurinn var orðinn æfur. Loks varð dómarinn að skerast í leikinn og kveða upp úrskurð um það, að Cooke skyldi svara spurn- ingunni. Og lögmaðurinn bar hana fram enn á ný: — Viljiö þér útskýra fyrir dóm- aranum — sem ekki er ætlast til að viti neitt í söngfræði —, hvað átt er við með áherslu í söng? Og vitnið svaraði: — Það er líkt um áherslur í söng eins og í mæltu máli. Þér setjið áherslur á einstök orð.til þess að gera yður befur skiljanlegan. í söng eru áherslur settar á sérstak- ar nótur. Eg skal nefna dæmi til skýringar: Ef eg segöi; »Þéreruð a s n i, herra lögmaður, kæmi á- herslan á asnann; en aftur á móti ef eg segði; Þ é r eruð asni, þá hvílir hún á yður — og eg vona að háttvirtur dómarinn sé mér samdóma um það*. sem er vel að sér í dönsku og reikningi og skrifar vel getur fengið atvinnu við ritstörf. — Umsóknir af- hendist fyrir 15. þ. m. í lokuðum umslögum, merkt: »S. B.« BÆJARFRETTIR Afmœli á morgun: Elinborg Hall, ekkja. Ingibjörg Sigurðard., kenslukona. Oddur Helgason Hlíðarhúsum. Þorlákur Magnússon, trésmiður, Jóla- og nýárskort með íslenskum erindum og við- eigandi myndum fást hjá Helga Arnasyni í Safnahúsinu. Erl. mynt. Kaupm.höfn 13. des,: Sterlingspund. kr. 17,90 100 frankar — 65,00 100 mörk — 73,35 Veðrið í dag. Vm.loftv. 749 a. st. kaldi u 4,5 Rv. “ 750 a. andv. ii 3,5 íf. “ 753 logn li 2,2 Ak. “ 752 s. andv. u » 1,5 Qr. “ 716 n. st. gola « » 0,5 Sf. “ 755 logn 11 1,1 Þh. “ 756 ssa. kaldi tt 3,0 Skipafregnir. »G u 11 f o s s« kom til Lerwick 11. þ. m. »S e r 1 i n g« í fyrradag á út- Ieið. Jólagjafir. Fyrstu jólagjöfina fékk Vísir frá Vöruhúsinu, einkar snoturt ísienskt veggaimanak fyrir árið 1916. NYJA BIO T'rt AÖxtitet*, Franskur sjónleikur í þrem þáttum, ákaflega spennandi, eins og aliir sjónleikar, er sýna snilli Nick Winlers og viður- eign hans við glæpamenn. Enskar bankanótur kaupir undirritaður hæsta verði gegn peningum út í hönd. B. H. Bjarnason, Rvfk. Til Jólanna! Jólatré Jólakerti. Spil o. flf fæst í verslun &unnars Dórðarsonar Sími 493. Laugavegi 64. Gefin saman í hjónaband laugardaginn 11. þ. m. Guðrún Helgadóttir og Quðm. Björnsson, skipstjóri frá Akureyri. Hólar fara til útlanda á morgun. Frh. á 4. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.