Vísir - 23.12.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 23.12.1915, Blaðsíða 2
VISIR VISIR A f g r e i ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá U. 1-3. Sími 400.— P. O. Box 367. j oa 5)úwci,| gufuhreinsað, lyktarlaust. | i I | Tilbúinn Sængurfatnaður.|ifij J^amCdmjfhna'XM Frá Saloníki. Þýsk blöð láta mjög mikið af því, aö ástandið í Saloníki sé ískyggilegt. Þangað hafa flestir flóttamenn frá Serbíu leitað, og virðist svo sem helmingur allra íbúa Serbíu sé nú sestur þar að. Auk þeirra eru þar hersveitir banda- manna og Serba þar mjög fjöl- mennar. Matvæli eru mjög af skorum skamti í borginni. Safnast fólkið saman fyrir utan brauðsölubúðirnar á hverjum degi, en oft verða marg- ir að hverfa frá án þess að fá nokkuð, en þeir sem nokkuð fá verða að borga það óbærilegu verði. Ekki er beint fullyrt að hungurs- neyð ríki þar, en gefið í skyn að margir muni deyja úr sulti, þó aö ekki sé frá því skýrt í blöðum. En það er þó talið ganga krafta- verki næst, hve vel hefir tekist að afla öllum þeim fjölda, sem saman er komin í borginni, viðurværis. Ameríka auðgast. Eins dauði er annars brauð. Þessi fregn hefir verið símuð frá Washington til London. Ársskýrsla sú, sem fjármálaráðu- neytið lagði nýlega fyrir Sanrbands- þingið, byrjar á að Iýsa því að einstök velmegnun sé ríkjandi alstaðar í Iandinu. Járnbrautirnar hafa stórgrætt og járn- og stáliðnaöurinn hefir tekið feikilegum framförum, Uppskeran f landinu varð ágæt og bómullar- ríkin, sem voru illa stödd í fyrra, hafa nú náð sér aftur. Fjár- hagur ríkisins hefir aldrei verið líkt því eins góður og nú. Trésmíðaverksmiðjan Vikingtir á tsafirði fæst til kaups með tœkifœrisverði. Eignin er verksmiðjuhúsið, tví lyft með porti og 5 álna risi. Alt úr steini. Stærð 24 -j- 16. Ketiihús, einlyft, 8 -j- 10, úr steini. 2 skúra við verksmiðjuna, að stærð 10 + 12 og 10 + 10. Uppsettur gufuketill ca. 70 hkr. Rafmagnsvél með tilheyrandi gufuvél ca. 12 hkr. Gufuvél til að drífa með vinnuvélarnar ca. 24 hkr, 12 trésmíðavinnuvélar. Allar vélar eru upp settar með til- heyrandi reimum og axel-leiðningum. Lóðin sem eigninni fylgir er ca. 4000 □ áln.. Allar nánari upplýsingar ásamt myndum af eigninni hjá Símar 405 og 485. Jólaverð, sem aðrir kalla, hef<r altaf verið í versl. á Bergstaðastræti — en þó gefur verslunin 5 — 10 % afslátt af nær öllum vörum til 1. janúar 1916 og meira ef keypt er fyrir kr. 5,oo í einu. — Hvar fáið þið ódýrari vörur? —Gætið hagsmuna yðar og verslið í vevstunxnYvx á JB**3staBastt»tt 33. yavtpYaeau'. Gætið hagsmuna viðskiftavina yðar og kaupið jölahveitið V\\í 6. 3* yavsteeu^ Ingólfsstræti 9. Baðhús Reykjavtkur verður opið í dag þ. 23. írá 8 árd. til 10 síðd. og á aðfangadagimi frá 7 árd. til 4 síðd. Húsmæður! Munið eftir að kaupa hina alkunnu sætsaft frá Sanítas, hún er drýgst og fæst hjá öllum kaup- mönnum.-- Til SÖlu: Borðstofuskápur, konsolspegill, gólfteppi, dívanteppi, toilett- kommóður, þvottaborð með marmaraplötu, tveggja manna rúm, fjaðra- madressa standlampi með skerm, hengilampi, klæðaskápur, chaise- longue, ýms eldhúsáhöld o. m. fl. Alt mjög vel vandað og í góðu standi. — Afgréiðslan vísar á. T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v, d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.akrifjt. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, síðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafniö opið V/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud, kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. TT / „ ' „ er elsta dagblað bæjarins | ] v I r og besta blaðið, enda mest I 1 M X 1 keyptur og mest lesinn. — En þegar veðrið versnar er valt að treysta því, að hann náist á götunni og ættu því allir að gerast fastir kaup- endur. — Skreppið inn á afgreiðslustofuna um Ieið og þið farið framhjá, eða hringið á síma 400 og pantið blaðið frá 1. jan. n. k., þá fáið þið það óksypis til ára- móta og sent heim á hverjuin degi fyrir 60 aura á mánuði — þó þið vilduð- til æfiloka. JÁ, EF þIÐ komið í KOLBRÚN og kaupið þar í dag, þá getið þið verið viss um þið verslið ykkur í hag! j I einu sári. ÍLæknir einn við enska herinn hefir sagt frá því, hvað hann hafi fundið í einu sári. Eftir orustuna við Loos var tnaður einn borinn inn á skurðar- borðið, haföi hann fengiö sár í hægra nárann,ogskeytiö tætt holdiðfráslag- æðinni, sem liggur niöur í lærið, en ekki skaddað hana, síðan hafði það farið á kaf í lærið. Læknirinn skar frá því og fann þessa hluti í sárinu: Blað af vasahníf mannsins. ^ Hluta af hnífskaftinu. Buxnatölu og Sjálft skeytið sem reyndist að vera flís af þýskri sprengikúlu. Mannitium vegnar vel.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.