Vísir - 23.12.1915, Blaðsíða 3

Vísir - 23.12.1915, Blaðsíða 3
v rsji r t‘}ú$Jenga sUtow 03 feampav\n S\m\ V90 Námsskeið í bifvélafræði við Stýrimanna- skólann byrjar 4. janúar. — Þeir sem ætla sér á skólann gefi sig | fram við JESSEN Vélskólastjóra. Ekkert stríð kostar það, að fá mikinn og góðan jólamat, ef þér að eins snúið yður í tæka tíð til Matardeildarinnar í Hafnarstræti Sími 211. SlaAtt\$éta$ SvÆurtands. Sími 211. Jóla-gluggarnir sýna Jólaverðið hjá Guðmundi Egilssyni, Laugavegi 42 Skoðið gluggana eftir 10 í kveld! Prentsmiðja P. P. Cleme ntz.. ódýr og góðu'r j ó 1 a m a t u r, fæst hjá StátttY$éta$\ SttBttvawd^. Chairman og Vice Chair Cigárettur eru bestar. *W| REYNI_Ð Þ Æ R Pœr fást í öllum betri verslunum og í heildsölu hjá T. Bjarnason, Umboðsverslun Templarasundi 3 Sími 513 Jólavindlana bestu t. d. Cobden, Maravilla, E1 Arté, Brigde og margar aðrar tegundir œttu allir að kaupa hjá Jes Zimsen. Trygð Og slægð. Eftir 8 Guy Bootby. Frh. — Hvernig á eg nú að komast heim? spurði stúlkan. Eg er hrædd um, að mér verði ómögulegt að ganga svona langt. Og hingað upp, kemst enginn hestur, svo ekki er til neins að senda eftir honum. Browne hugsaði sig um stundar- korn. Miliónaeigendur eru vanir að fmynda sér, að þeim sé ekkert ómögulegt, ef þeir einungis hafi ávísanabók í vasanum og svo lind- arpenna, til þess að fylla hana út. En nú varð hann að játa, að þessi skoðun var röng. Ein leið var fær og bæði vissu hvaða leið það var. En Browne blóðroðnaði þegar hann hugsaði um hana. — Ef eg mætti bera yður niður á aðalveginn, þá gæti eg auðveld- lega fengið léttivagn til þess að koma yður heim, stamaði hann. — Haldið þér, að þér g e t i ð borið mig? sagði hún með alvöru- svip, sem að rninsta kosti var að hálfu Ieyti uppgerð. Eg er nokkuð þung. Það verður að geta þess hér, að Browne hafði á slæpingsárum sín- um unnið mörg verðlaun ílyfting- um, en af hæversku vildi hann ekki minnast á það. — Ef þér viljið treysta mér, þá held eg að eg geti gert það, sagði hann. Svo hóf hann stúlkuna upp í fangiö án þess að bíða eftir svari. Hann bar hana í áttina til þorps- ins. Það var enginn tími til að tala saman, svo að þau þögðu bæði mest alla leiðina. Þegar þau að Iokum komu niður á veginn — þennan undra veg, sem er einna furðulegastur af öllu því, sem Me- rok hefir að sýna — þá setti Browne stúlkuna niður á þúfu og kallaði á dreng, sem hann sá þar skamt frá og sendi hann heim að gisti- húsinu til þess að biðja um hjálp. Þegar drengurinn var farinn, þá snéri Browne sér að stúlkunni. Hún var náföl af sársauka, sem hún hafði orðið að þola á meðan stóð á þessu stutta ferðalagi. En hún reyndi alt hvað hún gat, að láta sem minst á því bera. — Eg get aldrei nógsamlega þakkað yður alt, sem þér hafið fyrir mig gert, sagði hún, og það Ieið skuggi yfir andlit hennar þegar hún mintist þess hve hætt hún hafði verið komin. — Eg er mjög þakklátur fyrir, að eg skyldi at tilviljun vera þarna staddur, svaraöi hann með alvöru- svip. Ef eg má gefa yður heiiræði, þá vil eg ráðleggja yður að fara mjög gætilega ef þér framvegis ferðist um fjöllin hér, Ieiðsögu- mannslaust, um þetfa leyti árs. Þokan er fljót að koma og göt- urnar eru ávalt hættulegar. — Þér getið verið viss um það, að eg skal fara gætilegar framvegis, svaraði hún auðmjúk. En nú skul- uð þér ekki vera að bíða lengur, eg hefi þegar tafið yður alt of lengi; Eg er alveg örugg hér. — Þér tefjið mig ekkert, sagði hann. Eg hefi ekkert að gera. Og þar að auki get eg ekki hugsað til þess að skilja við yður fyr en eg hefi séð yður komna á leið heim að gistihúsinu. Hafið þér verið lengi í Merok? — Tæpa viku, svaraði stúlkan. Við komum hingað frá Hellesylt. Browne fór að hugsa um, hver þessi »við« væru. Var stúlkan gift? Hann reyndi að sjá hvort hún hefði hring á hendinni, en höndin var falin í kjólfellingunum. Fimm mínútum síðar komu þangað hestvagn og ökumaður. Rétt á eftir kom þangað einnig eldri kvenmaður, lafmóð af göng- unni. Undir eins og hún sá stúlk- una, valt út úr henni straumur af orðum. — Rússi, sagði Browne við sjálf- an sig. Eg fann, að það var út- lendingshreimur í röddinni, en uú skil eg. Browne var hálf ufan við sig af því, að hann var þarna viðstaddur á meðan frúin lét dæluna ganga, því að fionum fanst] þetta vera hálfgerð skammaræða, þótt hann skildi ekkert einasta orð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.