Vísir - 28.12.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 28.12.1915, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama staö, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kL 1—3. Sími 400— P. O. Box 367. Yfirfrakkaefni, Ulsterefni. Kápuefni. Skinn* Plyds. Astrakan» Tau. ■■■■.... | B e s t og ódýrast hjá .. o$ JDtttttt, ’ C' gufuhreinsað, lyktarlaust. cj Tilbúinn'Sængurfatnaður. GUÐM. BJARNASYNI Aðalstræti 8. Frá þýska þinginu AllmikiS hefir veriö rætt og rit- að um friðarhorfurnar í heimin- um nú um hríS. Páfinn hefir gert tilraunir til aó fá ófriöarþjóðirnar til aö hefja friðarsamninga og gera sáttaboö. Ford hinn ameríski stofn- ar til friðarleiSangurs til Noröur- álfunnar. En litlar vonir um á- rangur af þeim tilraunum. Fremur þótti þaö tíöindum sæta, er jafnaöarmenn í þýzka þinginu gerSu kunnugt, aö þeir ætluSu aö leggja fyrir þýska rikiskanslarann þessa fyrirspurn: Er ríkiskanslarinn viö búinn að skýra frá því, hver skilyröi hann vill fá uppfylt áöur en hann taki þátt í friSarumleitunum?“ Fyrirspurn þessi var til umræöu í þýska þinginu þ. 9. þ. m. 1. vara- formaður þingsins, jafnaöarmað- urinn Philipp Scheidemann rök- studdi hana og sagði meðal ann- ars: Sá sem veit sig svo sterkan, aö hann getur með jafnaðargeði þolað, að framkoma hans verði á- litin stafa af veikleika, hann get- ur talað um frið. Vér erum and- vigir öllum þeim, sem vilja heyja þenna ófrið til landvinninga, en sömuleiðis erum vér andvígr öll- um fyrirætlunum, sem eru í óhag Þýzkalandi eða öryggi þess. Auð- vitað erum vér algerlega andvígir því, að Elsass Lothringen verði látið af hendi....... Er stjórn- málamenn fjandþjóða vorra telja þjóðunum trú um þann möguleika, að afstaðan á vígvellinum geti breyzt nokkuð verulega oss í ó- hag, þá er slíkt hreint og beint glæpsamlegt athæfi. Ef blöð fjand- manna vorra fengju að ræða um friðarviljann, þá mundi friðarþrá- in brjótast út í öllum löndum. Fyr- 5 ir hönd bræðraflokks vors x Aust- urríki, lýsi eg því yfir, að hann er oss samþykkur í því að vilja verja föðurlandið og einnig í friðarvilj- | anum. Þýska þjóðin vill ekki eiga . í ófriði einum degi lengur, en það er nauðsynlegt til að ná settu marki. Sjálfstæði landsins er þýzku þjóðinni fyrir öllu. Vér getum sagt það hreinskilnislega, að við viljum fá frið, vegna þess að þýzka þjóðin er nógu voldug og á- kveðin í því einnig frainvegis, að vernda föðurland sitt og arin, ef fjandmenn vorir vilja ekki eiga frið við oss. Vér óskum að fyrstu, ákveðnu tilraunirnar til að leiða ófriðinn til lykta eigi upptök sin í Þýzkalandi. Ríkiskanslarinn, Bethmann-Hol- veg, svaraði fyrirspurninni þegar i stað. Ræðu sína endaði hann á þessa leið : Þegar að þvi kemur, að sagan á að fai-a að dæma um það, hver eigi sök á þessum ófriði og lengd hans, mun það koma í ljós hverj- urn skelfingum þekkingarleysið og yfirdrepsskapurinn getur komið til leiðar. En alla þá stund, sem þetta sambland af þekkingarleysi og sekt ríkir hjá valdhöfum fjandmanna vorra, og þeirra áhrif ráða yfir húgum þjóðanna, verða friðarboð frá vorri hálfu aldrei annað en heimska, sem aðeins gæti orðið til þess að draga ófriðinn á lang- inn. Fyrst verður að varpa grím- unum. Enn er barizt í þeim til- gangi að kúga oss. Vér komumst enga leið með friðaaræðum. Ef óvinrinir gera oss friðarboð, sem eru samboðin Þýzkalandi, erum vjer reiðubúnir að ræða þau. í meðvitundinni um unna sigra á vígvöllunum, vísum ér frá oss á- byrgöinni á þeim hörmunum, sem framhald ófriðarins leiðir yfir Norðurálfuna og allan heiminn. Vér munum ekki að nauðsynja- lausu lengja ófriðinn, að eins til að öðlast eina eða aðra tryggingu. f fyrri ræðum hefi eg skýrt-frá aðal- markmiði ófriðarins. Eg get ekki heldur x dag farið út í einstök at- riði. Eg get ekki skýrt frá því, hverrar tryggingar stjórn keisar- ans verður að krefjast, t. d. að því er Belgíu snertir, eða hvert vald verður að leggja til grundvallar fyrir þeim tryggingum. Eitt verða verða fjandmenn vorir að gera sér ljóst:. Því lengri og því grimmari sem ófriðurinn verður, eftir því hljóta þessar tryggingarkröfur að verða víðtækari. Hvorki að austan nje vestan mega óvinir vorir hafa yfirráð yfir innrásarhliðum, hvað- an þeir gætu á morgun ógnað oss grimmilegar en áður. Það er al- kunnugt, að lán Frakka til Rússa eru bundin því skilyrði, að Rússar auki vígi sín og járnbrautir í Pól- landi gegn oss. Og vér verðum að fá hernaðarlega og stjórnlega tryggingu fyrir þvi, að Frakkar eða Englendingar noti ekki Belgíu sem liðsöfnunarvöll. Fjárhagslegar framfarir vorar verðum vér einn- ig að tryggja. Jeg held ekki að í voru þýzka föðurlandi sé nokkur sá, sem ekki stefnir að þessu marki. Vér ógnum ekki smáþjóð- unurn og bei'jumst ekki þessari nauðungarbaráttu til þess að und- iroka aðrar þjóðir, heldur til þess að verja lif vort og frelsi. Þýzka stjórnin lítur enn sömu augum á ófriðinn og í upphafi hans og skoð- ar hann sem varnarófrið af Þjóð- verja hálfu, og hann getur að eins endað með friði, sem veitir oss tryggingu fyrir því, að ekki verði endurtekning á honum. Um það erum vér allir á einu máli. Það er styrkur vor. Áður en fyrirspurn jafnaðar- manna kom til umræðu, hafði kanslarinn haldið aðra ræðu um á- standið og auðvitað látið all-vel yfir því, en dómur þýzkra blaða um báðar ræðurnar eru misjafn- ir. T. d. segir Vossische Ztg., að kanslarinn hafi brugðist vonum allra, sem hafi vænst þess að hann mundi nú grípa tækifærið til að halda mikilfenglega ræðu. Ræð- an hafi að miklu leyti snúist um örgustu smámuni og aðallega beinst gegn ensku hræsninni. í Tageblatt er ritað: „Vér get- um hvorki fylgt þeim að málum, sem ekkert vilja, nje þeim, sem ekki vilja sjá neinn mun á sjálfum sér og á þeim, sem ætla að leggja undir sig allan heiminn ...Það er ýmsra skoðun, að vér verð- um að leggja undir oss hálfa Norðurálfuna til þess að tryggja T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifát. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alxn. samk, sunnd. 8*/j siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustrætí 12': Alm. lækningar á þriðjud. og föstud, kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar t Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Y ] \ I j ug besta blaðið, enda mest 1 llJll keyptur og mest lesinn. — En þegar veðrið versnar er valt að treysta því, að hann náist á götunni og ættu því 'allir að gerast fastir kaup- endur. — Skreppið inn á afgreiðslustofuna um leið og þið farið framhjá, eða hringið á síma 400 og pantið blaðið frá 1. jan. n. k., þá fáið þið það ókaypis til ára- móta og sent heim á hverjum degi fyrir 60 aura á mánuði — þó þið vilduð ti æfiloka. Vindlar stórir og smáir í stórkaupum fyrir kaupmenn altaf fyrirliggj- andi hjá Aall-Hansen Konfektrúsíur og Krakmöndur þurfa allir. Ódýrast í versl, B. H. Bjarnason. Blómsveiga failega og ódýra selur Versfunin „GULLFOSS". lairdamæri Þýzkalands, en þess er eklci gætt, að við það lengist ó- friðurinn og að vér þó að lokum að eins fáum ný landamæri til að verja.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.