Vísir - 04.01.1916, Blaðsíða 2
V ÍSIR
VISIR
A f g r e í ð s 1 a blaðsins á Hótel
Island er opin frá kl. 8—8 á hverj-
um degi,
Inngangur frá Vailarstræti.
Skrifstofa á sama stað, inng, frá
Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá
kl. 1—3.
Sími 400.— P. O. Box 367.
gufuhreinsað, lyktarlaust.
Tilbúinn Sængupfatnaður.l| |||-
Lengi getur ílt versnað
iná til sanns vegar færa, ekki að
eins um gangverðsfargan einokunar-
stofnananna ísl., heldur einnig um
ritsmíðar málsvara þeirra, hr. »Merc.«
Annaðhvort er að hr. »Merc.« ekki
skilur, eður Iæst ekki skiija það, þótt
fullljóst hafi það áður verið sett
fram af mér í fyrri greinum mínum,
að mergurinn málsíns er sá, að rétt
á litið ber aðeins að skoða banka-
rekstur eins og hverja aðra stærri
verzlun, munurinn aðallega sá, að
bankarnir verzla með peninga og
verðbréf, en hinir með eina eða
fleiri vörutegundir, en af þessu ieið-
ir, að bankarnir eiga að vera háðir
sama viðskiftalögmáli eins og hver
önnur verslun, þ. e. að ef þeir gera
sig seka í glappaskotum, þá eiga
þeir einir að líða fyrir þau en ekki
viðskiftamenn þeirra aiveg eins
og fer um glappaskot annara fé-
sýslumanna, sem undantekningarlaust
verða að bera þau sjálfir einsog efni
þeirra ná.
Aðalmunurinn á skoðunum hr.
»Merc.« og mín er þvi innifalinn í
því, að mér skiLt, að hann vill að
bankarnir eigi ítök í vasa almennings
til uppbótar glappaskotum bankanna,
það vil eg ekki. Þessvegna sættir
hr. »Merc.« sig líka svo vel við það,
þótt bankarnir hér leggi á gangverð
enskra punda sterl. jafnvel heila kr.
á hvert pund og bjóði viðskifta-
mönnum sínum að öðru leyti slík
ókjör í viðskiftum sínum við Eng-
land og aðrar þjóðir.
Þessi sterka sonarást hr. »Merc.«
til bankanna finst mér aðallega stafa
frá þeirri hugsunarvillu, að vér séum
til þeirra vegna, en þeir ekki vegna
vor — og finst mér sllk kenning
koma fremur öfugt við almennar
fjármálakenningar.
Mér fyrir mitt leyti findist það
t. d. ekki ýkja ósanngjarnt þótt kaup-
jnenn yfirleitt gerðu þær kröfur til
bankanna, aö þeir með tilliti til gang-
verðs útlendra mynta ekki væru t.
d. mun verri en pósthúsin hér.
Samkvæmt verðlagstöflum Vísis frá
27. f. m. reiknuðu bankar vorir
gangverð enskra punda sterl. 20 a.
hærra en pósthúsið, franka 2 a. og
mörk 1 eyri hærra. Það þótt allir
viti, að gangverð pósthúsa á út-
Iendum mynlum er allsstaðar ann-
arsslaðar en hér sett langt um hærra
en gangverð bankanna, samanburð-
inn má Jesa í skýrslu Vísis. Rekst-
ur banka vorra er því sýnilega svo
langt á eftir tímanum, úr því 20 a.
framfærsla á hverju pd. sterl. -\- 9
a. í »provision« er ekki talin nóg
af bankavitringunum ísl. til að firra
bankana tapi við gangverðsbreyting-
ar. Með öðrum orðum telur póst-
stjórnin 20 a. framfærslu á hverju
pd. sterl. næga tryggingu fyrir því
að ríkið ekki bíði skaða við verð-
lagsbreytingu útlendrar myntar þ.
e. pd. sterlings, en bankarnir og hr.
»Merc,« segjast minnst komast af
með 52 a. pd. að meðtaldri »pro-
vision« til þess áð fyrirbyggja hugs-
aniegt tap á gangverðsbreytingu. —
Fremur finst mér nú starfræksla bank-
anna vera silakeppsleg, þegar hún
er orðin þetta miklu verri en póst-
húsanna.
Þótt eríitt sé að tala við mann
eins og hr. »Merc.« um verslunar-
og bankamál, þá ætla eg þó að
reyna að koma honum í skilning
um það, að eg einmitt í þeim kafla
greinar minnar, sem út kom í 363.
tbl. Vísis, 7. des, síðastl., með til-
vitnan minni til verslunatskýrslna ís-
lands 1912, töflurnar á 2. bls. hefi
Ijóslega bent á heppilegustu leiðina
út úr gangverðsfarganinu. Þar stend-
ur að viðskifti íslands við Brettand
hafi það ár numið alls 8710939 kr.
Þar af aðfluttar vörur fyrir 5468238
kr. og útfl. vörur til sama lands
fyrir 3242701 kr., en nú vita menn,
þakkað veri hinum stórum aukna
togaraútveg, að útfl. hefir farið og
fer stórum vaxandi með hverju ári
og verður að öllum líkindum inn-
an skams væntanlega jafn stór og
innflutningurinn, eða jafnvel stærri.
Mér er því spurn, hvort það ekki
mætti teljast meira »buissnes like«
að bankarnir reyndu að »koncent-
rere« (draga á einn stað) þessi við-
skifti, t. d. með aðstoð einhvers góðs
bresks banka og sníða gangverðs-
verðlagið á t, d. enskum myntum
með »Arbibvagi«, þ. e. með sam-
líkingarútreiknun á sýningarvíxla-
verðlagi í viðeigandi verslunarborg-
um. Til þess að takmarka þá á-
hættu, sem af því fyrirkomulagi
kynni að leiða, mætti t. d. reka
viðskiftin við breska bankann með
»a meta« (þ. e. þegar báðir aðilar
standa jafnt að vígi um vinning og
tap) fyrirkomulagi. Með þessu fyrir-
komulagi myndi núverandi handa-
hófsálagning banka vorra á verð-
gildi útlendra mynta úr sögunni. —
Þætti því gott ef hr. »Mere.« og
umbjóðendur hans, þ. e. bankarnir,
vildu taka þessa ttllögu til athug-
unar. (Frh.)
B. H. B.
Glæfraförin.
Saga frá Slesíu.
---- Frh.
L. hvíldist um stund, en tók svo
til starfa, svo að vagnarnir yrðu til
taks næsta morgun og litlu fyrir
kl. 11 var alt tilbúið. Lét hann
vélina vera í hægum gangi, þar eð
hann varð að leggja af stað aftur
að 6 stundum liðnum, en kyndar-
anum leyfði hann að ganga til hvílu
í vinnustofunni. Sjálfur ætlaði hann
einnig að taka á sig náðir,
en heyrði þá kallað á sig með
nafni. Var þar kominn Húbner
flndírsstöðvarstjóri og mælli á þessa
leið:
Eg varð mjög feginn að hitta
yður hér, eg þurfti einmitt að hitta
yður; eg var nefnilega að fá hrað-
skeyti til yðar.
Hraðskeyti til mín? spurði L. og
hrökk við.
Já, gerið svo vel og koma inn í
stöðvarklefann og þar skal eg fá
yður það. Var nú skamt í milli
til þess er L. hafði í höndum sér
skeytið. Hann las það skjálfandi
og var það á þessa leið:
Frá Vossowska til Tarnowitz
(embættismál).
»Vossowskastöð biður Tarnowitz
að tilkynna L. eimreiðarstjóra, að
sonur hans sé hættulega veikur.
Læknirinn er fjarverandi, og L. verð-
ur að konia með lækni með sér, er
hann kemur í fyrramálið með fyrstu
lestinni.
L. varð um stund sem steinilost-
inn. Honum veittist erfitt að gera
sér grein fyrir þessari voðafregn. En
sma'm saman skildist honum þó,
hver hætta var á ferðum. Einka-
barnið hans, yndi hans og ánægja,
var nú í hættu statt og honum var
gersamlega meinað að veita því
nokkura björg. Hann varð að vera
allan þenna tíma aðgerðarlaus, þeg-
ar hvert augnablikið var svo dýr-
mætt og gat ráðið lífi barnsins.
Á morgun, einni stundu áður en
þér leggið af stað, skuluð þér vekja
Schlutow lækni, er á heima hér rétt
við stöðina, mælti vörðurinn, og
biðjið harm um að fara með yður.
Hann getur svo verið kominn til
Vossowska kl. 8. Þetta er fráleitt
eins slæmt og þér haldið, mæðrum
hættir oft við að láta tilfinningarn-
ar hlaupa með sig í gönur.
T 1 L M I N N I S:
Baðhúsið opið v, d. 8-8, Id.kv. tíl 11
Borgarst.skrifst. í brunastöð opín v. d
11-3
Baejarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2
og 4-7
Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d
Islandsbanki opinn 10-4.
K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siðd
Landakotsspít. Sjúkravitj.tínii kl, 11-1.
Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við-
tals 10-12
Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3
Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9)
Helga daga 10-12 og 4-7
Náttúrugripasafnið opið Þ/,-21/, síðd.
Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1
Samábyrgðin 12-2 og 4-6.
Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d.
Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1
Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2
Ókeypis lækning háskólans
Kirkjustræti 12:
Alm. lækningar á þriðjud. og föstud.
kl. 12—1.
Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud.
kl. 2—3.
Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3.
Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið-
vikud. ld. 2—3.
L. var nú í mesta vanda staddur
og vissi ekki sitt rjúkandi ráð, en
ait í einu kom honum ráð í hug
— örþrifaráð. Hann skundaði heim
til S. læknis og hringdi nátlbjöll-
unni. Eftir örlitla bið, birtist lækn-
irinn í glugganum og spurði hver
þar væri.
Það er L. eimreiðarsfjóri, svaraði
hinn. Herra Iæknir, drengurinn
minn hefir fengið barnaveiki og er
hætt kominn.
Læknirinn fleyði ofan lyklakippu
og bað komumann opna dyrnar og
ganga svo inn, en kvaðst mundu
klæða sig á meðan. L. þreifaði sig
áfram upp stigann og stóð brátt
frammi fyrir lækninum, er var ung-
ur maður og hafði tæpast verið
Iæknir lengi.
Lýsið nú í skyndi veikindum
barnsins, svo að eg geti haft ein-
hver meðul með mér. Búið þér í
bænum? Nei, svaraði L. ogfórsvo
með andköfum að segja alia sög-
una. Gat hann þess, hvar hann
byggi, hversu hugleikið sér væri
um drenginn og hvernig hann hefði
fengið þessa voðafregn. Kvað hann
engan Iækni vera í grendinni, er
gæti brugðið nógu skjótt við. Lækn-
irinn virtist verða önugur og mælti:
Þér hefðuð þá ekki átt að vekja
mig svona snemma; kl. er að eins.
1 og fyrsta lestin fer ekki fyr en 5.
Á meðan er ekkert hægt að gera.
Komið í öllum bænum, herra
læknir, mælti L. Með guðs hjálp
getið þér bjargað dregnum mínum,
ef þér viljið. Eimreiðin mín er í
gangi, rétt við slöðina. Komið með
mér, því að á tæpri klukkustund
verðum við komnir til Vossowska
og drengnum er þá borgið.
Frh. á 4. síðu.