Vísir - 04.01.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 04.01.1916, Blaðsíða 3
V í,fS I R __________3 JDveWl ^wjjewaa sUtoti oo liampavtn S'«i\ \90 PRJÓNATUSKUR kaupir hæsta verði gegn peningum út í hönd, Kristián Jónsson, Sími 286. Frakkastíg 7. "OeWavsJöl S^óvt úroat, Jt^omvÓ. STURLA JÓNSSON. Unglings piltur Jlox & e getur fengið atvinnu við keyrslu vetrarlangt. Björn Jónsson. Frakkastíg 14. í&est aB aw:$&sa % ^vsv. er ómissandi öllum sem vilja góðan vindi! J*si aSe\ws\]í\^\ó$w 'JK.vfeÆ wvvat. Sturla fónsson. Oddur Gíslason yfirréttarmálaflutnlngsmaBur, i Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5. Sími 21 i Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aöalstræti 6 (uppi.) Skrifstofutími frákl. 12-1 og 4-6 e. h. Talsími 250. Péiur Magnússon yfírdómslögmaöur, Grundarstíg 4. Sími 533 Heima kl. 5—6. Sowóvð aw$t^s\w$w lvmawte$a« Vátryggingar. V átryggið tafalaust gegn eldi vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu ance Co. Ltd. Aðalu mboðsm. G. Gísason Sæ- og sfríðsvátrygglng Det kgl. oktr. Söassurance Komp. Miðstræti 6. Tals. 254. A. V. TULINIUS. AðsIrmbcÖEniaður lyrir fsland Clgarettur mest úrval í Lanðstjörnunni Prentsmiðja Þ. Þ. ClementzJ Trygð og slægð. Eftir Guy Booihby. 17 ---- Frh. Þú tekur ekki nægilegt tillit til annara. Þig vantar uppeldi. Eg ætla að reyna að ala þig upp þegar eg kemst til þess. Nú ætla eg að skilja við þig og lofa þér að fá tíma til að hugsa um það, sem eg hefi sagt. Eg man eftir dálitlu, sem eg þarf að gera, og nú ætla eg að ná mér í vagn og skilja við þig. — Mig rninnir, að þú segðir áð- an að þér findist þetta ekki vera veður til að aka í vagni. Mig minnir, að þú segðist ekkert hafa að gera og ætlaðir að fá mig til að hafa ofan af fyrir þér. John Grantham Browne, á eg að segja þér nokkuð. Þú ættir að ná þér í vagn og láta aka þér á vtfirringa- hæli. — Ónei, drengur minn, sagði Browne hlægjandi um leið og hann stökk upp í vagn, sem ók fram hjá. Eg hefi alt annað að gera, og miklu betra en það. Svo hvíslaði hann að ökumanninum: Ak þú mér að húsinu nr. 43 við German Park-veginn og flýttu þér eins og þú gelur. — Bíddu við, sagði Foote, og veifaði til hans regnhlífinni til þess að láta hann taka eftir, hvað eig- um við að ákveða um morgun- daginn? Með hvaða lest eigum við að fara og hefirðu sent símskeyti til skipstjórans um, að hafa skút- una tilbúna? — Það er enginn morgundagur til, sagði Browne,. engar járnbraut- ir, engir skipstjórar og að öllum líkindum engin skúta. Eg hefi gleymt bæði því og öllu öðru. Við skulum flýta okkur af staö, ökumaður. Vertu blessaður, Jimniy. Vagninn hvarf í þokuna. Jimmy stóð einn eftir steinhissa á götunni og horfði á eftir þeim. — Það er ekki nema tvent til, annaðhvort er Browne vinur minn orðinn brjálaður, eða þá að hann er meira en lítið ástfanginn, sagði Jimmy þegar hann sá vagninn hverfa í þokuna. Eg veit ekki hvort er frúlegra. Hann kom mér öllum úr lagi. Eg held eg verði að fara hér inn og vita, hvort eg hressist ekki við að fá mér eitt glas af sherry. Hvað eg gat verið vitlaus, að láta mér ekki detta í hug að gæta að því, hver hafði málað þessa mynd. En þetta er þó líkt mér. Mér dettur aldrei neitt í hug fyr en alt er orðið um seinan. Þegar hann hafði drukkið sher- ryið, þá kveykti hann sér í vind- lingi og lagði svo af stað heim til sín í Jermynstræti. Þegar hann gekk eftir gölunni hristi hann höf- uðið og sagði: Mér leiðist. Eg var áðan að tala um vitfirringahæli. Eg hefði átl að nefna stað, sem er miklu verri en nokkurt vitfirringa- hæli — t. d. St. George’s Hanover Square. En eitt er áreiðanlegt ef taka má mark á nokkru, að Algier fær ekki þá ánægiu, að líta framan í mig fyrst um sinn. 4. kapituli. Meðan Foote var í þessum hug- leiðingum ók Browne í mesta of- boði vestur borgina. Hann fór fram hjá Apsley House og skemti- garðinum. Síðan lagði hann leið sína eftir Kensington Gore og svo High Street. Þegar vagninn beygði inn í Melburygötuna var hann sem allra ánægðastur. Hann var ekki einungis ánægður með sjálfan sig heldur með allan heiminn. En þegar þeir voru farnir fram hjá vagnastöðinni og beygðu inn í götuna, þangað sem hann ætlaði, þá var úti með ánægjuna, Hann varð alt í einu meir eins og skóla- stelpa. Alt í einu nam vagninn staðar og ökumaðurinn sagöi: -r- Þokan er svo svörl hér, herra minn, að það er varla að eg geti greint að húsin, hvað þá heldur að eg sjái númerin. Nútner 43 hlýtur annaðhvort að vera hér eða við hinn endann. Ef þér viljið, þá skal eg skreppa og gæta að því.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.