Vísir - 12.01.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 12.01.1916, Blaðsíða 2
VÍStR VISIR A f g r e i ö s 1 a blaösins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstrætí. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viötals frá W. 1-3. Sími 400.— P. O. Box 367. $sM&&s§ð ^fÆttX o$ ÍDuwa, gufuhreinsað, lyktarlaust. Tilbúinn Sængurfatnaður. Herþjónustuskylda á Bretlandi. —o— Rétt fyrir áramótin ákvaö breska ráöuneytiö að leggja fyrir þingið frumvarp um herþjónustuskyldu ókvongaðra manna á herþjónustu- aldri. Telja margir aö með þessu sé stigið fyrsta sporið til þess að almcnn varnarskylda verði leidd í lög á Bretlandi. Áður en ófriðurinn mikli hófst, voru ýmsirXmerkir menn á Eng- landi því fylgjandi, að landherinn væri aukinn að mun. Það voru einkum hershöfðingjarnir, sem béldu þessu fram,^ Lord Roberts o. fj. Stofnuðu^þeir félag til að vinna að þessu. Þóttust þeir sjá, að ef Eng- lendingar lentu í ófriöi á megin- landi Norðurálfunnar, þá gæti ekki hjá því farið að þeir yrðu að senda her þangað, en til þess höfðu þeir of lítið af æfðu liöi. Mönn- um þessum varð þó lítið ágengt meöan friður hélst í álfunni. Lands- 1 tnenn voru því yfirleitt mótfallnir, að landherinn væri aukinn og her- þjónustuskyldu máttu þeir ekki heyra nefnda. Báðir sfjörnmála- flokkarnir voru og andvígir þess- ari stefnu, einkutn þó frjálslyndi flokkurinn. Á Bretlandi er meira Btjórnfrelsi og einstakling3frelsi en i flestum öðrum löndum og þakka Bretar það því, að landsmenn hafa ekki verið herþjónustuskyldir og aö stjórnin hefir ekki haft, síðan á dögum Stuartanna, ráð yfir her, sem mótstööumönnum hennar slæði stuggur af. Hún hefði því aldrei getað ktígað þjóðina til hlýðni. Telja Bretar þaö eitthvert mesta böl þjóð- anna á meginlandinu að þær hafi oröið að koma á hjá sér almennri varnarskyldu. Bretar sendu í ófriðarbyrjun tvær höfuðdeildir (Army Corps, um 72 þús. manns) til hjálpar Frökkum. íEoxo&v&ar *a 5)\\)atv\epp\ xv^&omui, Sturla Jónsson. Varð það brátf augljóst, að meira liös mundi við þurfa. Tóku þeir þá að safna Jiði og gekk það all- vel i fyrslu. í öndverðum ágúst- mánuði 1914 heimilaði þingið stjórn- inni að auka herinn svo að hann yrði 500 þús. manns, og mánuði síðar var henni leyft að bæta Vs milj. við. Eins og áður er sagt, brugðust. Bretar vel við áskorun stjórnarinnar um að ganga í her- inn. Var sagt að fleiri heföu boð- ið sig fram, en hægt var að búa aö vopnum og hertýgjum. Var enn samþykt 12. nóv. 1914 að aukaher- inn um 1 milj. mar.na. En er leið á veturinn fór liðssöfnunin að ganga dræmara. Tók þá að fjölga þeim mönnum, sem töldu réttast að'lög- leiða hejþjónustuskyldu. Sú stefna fékk þó ekki verulegan byr fyrr en á síðastliðnu sumri. Fóru Bretar þá að sjá að styrjöldin múndi verða langvinn, og að þeir yrðu að taka á því sem þeir ættu til, svo banda- mönnum yrði sigurs auðið. Sam- steypuráðuneytjö var þá tekið við völdum og voru margir ráðherr- anna fylgjandi herþjónustuskyldu, einkum afturhaldsmenn. í fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar var herinn enn aukinn um 1 milj., svo nú var stjórninni heimilt að hafa 3 milj. manna undir vopnum. En liðsöfnunin gekk ékki að ósk- um, Þá var það að þeir sem fylgdu fram herþjónusfuskyldu fengu leitt í lög, að samin skyldi skráyfiralla menn á herþjónustu a'dri. Þótti þeim auðsætt, aö sú skrá gæti kom- ið að góðu haldi síðar, ef varnar- skylda yröi lögleidd. Og þeirsem vildu halcla áfram að fá menn til að ganga sjálfviljuga í herinn, vildu einnig fá meiiti skrásetta til þess að hafa skrána til leiöbeiningar víð liösöfnunina. í haust var svo komið, að nokkr- ir af ráðherrunum ætiuðu að segja af sér embættum til þess að kosn- ingar yrðu látnar fara fram um þaö, hvort herþjónusta skyidi í lög leidd eða ekki. Var sagt að tveir af for- ingjum frjálslynda flokksins væru í þeim hóp, þeir Lloyd Oeorge og Winston Churchill. Ekkert varð þó úr því, heldur urðu menn ásáttir um að fela Lord Derby að safna sjálfboðaliði. Átti það að verða þrautatilraun til að fá menn í her- inn af fúsum vilja. Meðan á þess- ari liðssöfnun stóð hét Ásquith stjórnarformaður kvæntum mönnum, sem gáfu kost á sértil herþjónustu, því, að þeir skyldu ekki kaliaðir i herinn ef nægilega margir ó- kvongaðir menn gæfu sig fram. — Liðssöfnun Derby lávarðar var lokiö um miðjan desembermánuð. Lýsti Asquith yfir því í 'þingingu nokkr- um dögum síðar, að liðssöfnunin hefði gengið ágætlega, vildi þó ekki segja hve margir hefðu boðið sig fram. Þó gat hann þess, að ókvæntir menn hefðu dregið sig nieira í hlé en viö hefði mátt búast og endur- tók loforð sitt til kvæntra manna. Baö hann um ieyfi til að auka her- inn um 1 milj. manna og var það samþykt. Þannig stóðu sakir þegar þingfundir hættu fyrir jól. Þeir menn og þau blðð sem fylgja fram herþjónustuskyldunni notuöu vel þetta loforð stjórnarfor- mannsins. Kröfðust þeir þess að ? tekin yrði ákvörðun um það hvort hægt væri að Jíta svo á, að nægi- lega margir ókvæntir menn hefðu gefið sig fram. MiJJi jóla og nýárs átti ráöuneytið marga fundi með sér um málið og varð það loks ofan á, aö frumvarp skyldi Iagt fyrir þingið eftir nýár um her- þjónustuskyldu ókvæntra manna. Ráðherrarnir voru þó ekki allir á sama niáli. Er sagt að Runciman verslunarráðherra og McKenna fjár- málaráðherra hafi greitt atkvæði á móti því að lögleiða herþjónustu- skyldu. Telja þeir að af henni sé framleiðslu og fjárhag landsins hæifa biíin, en Bretum og banda- mönnum þeirra sé mestur styrkur að því, að þetta tvent sé í góðu Tl L M I N N IS: Baðhúsið opið v. d. 8-8. ld.kv. til 11 Borgarst.skrifjt. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 -, Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið l1/,-2'/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á fðstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. lagi, þar sem peningarnir ráði svo miklu um úrslit ófriðarins. Arthur Henderson ráðherra og foringi verkamanna var og sagður mótfallinn frumvarpinu. Kvaddi hann verkamannaforingja til fundar við sig á gamlársdag til að heyra álit þeirra Er líklegt að verka- mannafundurinn hafi tjáð sig and- vígan frumvarpinu, því að Hen- derson og fulltrúar verkamanna, sem sæti áttu í ráðuneytinu, hafa nú sagt af sér, sbr. skeyti til Vísis, 9. þ. m. Um þingmenn íra er það kunn- ugt fyrirfram, að þeir muni greiða atkvæði gegn herþjónustuskyldu. Eru þeír hræddir um að þeim óvinveitt stjórn á Euglandi kunni sfðar meir að nota hervald gegn ír- landi. írar eru yfirleitt ándvígir herþjdnustuskyldunni, enda átti frimi- varpið ekki að ná til írlands. Þó að Bretar hætti nú við að hafa málalið eða sjálfboðalið ein- göngu, þá er óvíst að þeir leiði almenna varnarskyldu f lög. Því mun þjóöin mótfatlin ennþá. En þó að almennri varnarskyldu yrði komið á, þá mundi hún ekki vera í gildi nema meðan styrjöldin stendur yfir. Hefir Asquith stjórn- arformaður margsinnis gefið yfir- lýsingar f þá átt. Þaö verður held- ur ekki annað sagt, en að sjálfboða- liðsfyrirkomulagið hafi reynst Bret- um vel. Þeir hafa með þvíkomið ið upp næstum því jafnstórum her, að tiltölu við fðlksfjölda, og þau rfki höföu, sern hafa komið á hjá sér almennri varnarskyldu, og auk þess haldið út meira en helmingi' srærri flota en nokkurt annað ríki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.