Vísir - 15.01.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 15.01.1916, Blaðsíða 2
VfSlR VISIR A f g r e í ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 1—3. Sími 400.— P. O. Box 367. Aiie fiesant talar. Mjög eru rómuð hin miklu og góðu áhrif rœðusnillingsins nafntogaða, Annie Besant, á til- heyrendur sína. Ber flestum saman um það, sem eg hefi séð minnast á hana og ræður hennar, að þær stund- ir sem þeir hlustuðu á hana, vildu þeir einna síst missa úr iffi sfnu. Virðist svo sem margir þeirra er sjá hana og heyra, líti á hana sem hreinleikann, orkuna og elsk- una, klædda í persónu. Þeim ber saman um, að fáum takist að hlúa að öllu þvf hrein- asta og besta í sál hvers eins, jafnvel og henni. Og margir kristnir menn segja að hún efli Krists-trú þeirra, betur en nokkur annar. Ber þeim ekki saman við klaus- una í »Bók æskunnar*, þar sem sagt er, að »Annie Besant hafi orðið æstur mótstöðumaður kris- indómsins*. Nefni eg þessa klausu á nafn, vegna þess, að þar er, mér vit- anlega, í fyrsta sinni nefnt nafn Annie Besant opinberlega á ís- lensku. Lít eg svo á, að sú ósanna umsögn um hana, hafi nógu lengi staðið óhrakin. Sannleikurinn er, að Annie Besant hefir a 1 d r e i verið mót- stöðumaður kristindómsins. Hún hefir alla æfi sína verið hin fyrsta í því, að kosta kapps um að lifa eftir fegurstu kennmg- um Krists. Þessvegna þarf enginn sem dáir Krist, að óttast að lesa bækur hennar. Krists-lundin — umburðarlyndið og kærleiksþelið, til alls og allra, er aðaíeinkenni lundarfars hennar og frœðslu. í þetta sinn læt eg nægja að færa í íslenskan búning umsðgn um áhrif persónu hennar, eftir merkan höfund, Aage Holsöe. Hann hlustaði á hana í Queen’s Hall í Lundúnum, 18. júní 1914. Hélt hún þá hinn mikla fyrir- lestur sinn, sem mikið hefir ver- ið talað um. — »Hvers vegna trúum vér á komu heimsfræðara«. \ — (Why we believe in the com- ; ing of a World-Teacher). Væri vel ef 1;sá fyrirlestur kæmi á ís- lensku áður en langt líður. Aage Holsöe segir þá: »Það er miðsumarkvöld. — Lundúnaborg baðar sig í skraut- legu Ijóshafi. Strœtin eru full af veisluklæddu, kátu fólki, sem gmeygir sér hvað fram hjá öðru, 7 milli ótal mótorvagna, sem þjóta þvert og endilangt í allar áttir. Hópur manna leggur leið sína upp Regens Street, burt frá hlægjandi og háværum mann- grúanum. Þeir eru einnig klædd- ir hátíðafötum. En þeir tala lágt — ef þeir tala — og andlit þeirra eru alvarleg. Eg á samleið með þeim. Fyrir utan dyrnar á Queen’s Hall, treðst hver um annan þver- an. — Þar er jarlinn og iðnaðarmað- urinn, indverskir stúdentar og fátækar konur og ferðamenn frá Asíu, Evrópu og Ameríku. Fólk af öllum stéttum, ferða- menn frá öllum heimshlutum, safnast saman og fylla hinn mikla sal. — Frú Annie Besant ætlar að tala um væntanlega komu heimsfræðara. Allar stúkur og sæti hins veg- lega bogamyndaða sals, eru troð- fyltar eftirvæntingarfullum áheyr- endum. Rafmagnsljósið er hul- ið rauðum Ijóshlífum. Frá svöl- unum fyrir ofan rœðustólinn ómar hægur hljóðfœrasláttur. — Leikið er á orgel og fiðlu. Eg þekki ekki lagið sem leikið er. Tónar þess eru mér ókunnir. Það er ekki vanalegur kirkjusöng- ur, en dásamlega áhrifamikill og blíður. Mér virðist eins og þessir svífandi tónar dragi hulu frá sál- arsjón minni. Opni mér nýan sannan heim, takmarkalausan, dýrðlegan. —-----------Allir eru staðnir á fætur. Inn um dyrnar til vinstri handar, kemur kona. Hún er skrýdd hvítum hjúpi, sem liggur í djúpum fellingum, mjallhvít fyrir hærum. Koma hennar hefir fádæma áhrif á hinn mikla mannsöfnuð. Það er eins og hún béri eitt- hvað með sér, sem gagr.tekur menn, eitthvað sem þeir geta ekki lýst, og sem þeir ekki vita hvað er, en sem þeir finna þó að er, í raun og veru, og krefst takmarkalausrar virðingar. Áheyr- endurnir heilsa henni um stund, með þessari hljóðlausu lotningu. Hún nemur staðar á leiðinni til rceðustólsins, og beygir höf- uðið í kveðjuskyni. Samstundis endurómar salur- inn af löngu fagnandi lófaklappi og aðdáunarópum. Nú stendur hún í ræðustóln- um. Dálítil stund líður áður en hún byrjar mál sitt. Þögn er um ’ allan salinn, eins og við dánar- beð. Augu hinna mörgu þúsunda hvíla á hvítklæddu konunni. — Yndisleg ástúð, sem orð fá ei lýst, Ijómar frá augum hennar, ' frá andliti hennar og höfði, frá henni allri. Það er eins og Ijós- geislar streymi frá henni, Ijós- geislar, sem menn sjá ekki með vanalegri sjón, en sem menn finna að eru raunverulegir. Annie Bansant talar —«. Svo farast Aage Holsöe orð um áhrif persónu Annie Besant. Einnig minnist hann á mál- snild hennar, þá málsnild, sem komið hefir Bernhard Shaw ný- lega til þess að kalla hana »hinn mesta ræðusnilling Englands, Evrópu og máske alls heimsins*. (The greatest orator in England, in Europa, perhaps in the world«). Má vera að sumum detti í hug, að Aage Holsöe geri nokk- uð mikið úr Ijóma þeim er stafi frá Annie Biesant persónulega. Það geta þeir einir dæmt um, sem hafa séð hana augliti til auglitis, hinir ekki. En ótrúlegt er það ekki, að bjart sé um hana, því mikla birtu bera bækur hennar með sér, til þeirra sem lesa þær og skilja. Það veit undirrituð af eigin reynslu. Maria Jóhanns. Kinnhesturinn. Smásaga frá stjórnarbyltingunni. Frh. ----- Qreifinn de la Borderie sagði þessi orö í svo mikilli örvænttngu, að póstafgreiðslumaðurinu horfði hðggdofa á hann. Maöurinn íslitna þjónsbúningnum, var hann hinn ó- vægni húsbóndi á Charmilly, greif- inn sem menn alment óttuðust og hötuðu? Greifafrúin stóð grafkyr við hlið hans og var hin tígulegasta þrátt fyrir duiarklæðin. »Því miður«, sagði Arrault stam- andi. »Eg hef ekki ráð yfir nein- um ökumanni. Það veit guð, að eg ann velgerðarmanni mínum af heiium huga, en eg á ómögulegt meg að aka fyrir yöur, Um miö- nætti koma hingað hermenn — eða ræningjar öllu heldur— frá París, en ekki veit og í hvaða erindnm þeir eru. Að eins einn ökumanna minna er enn úti. Vonaiidi kemur hann bráðlega. En eg get ekki neytt hann til að fara aftur út, ef hann vill ekki gera það af fúsu. geði«. »Við höfum fé«, sagði greifinn, Rétt í þvf heyrðu þau til póstlúð- ursins úti á veginum. »Nú er hann kominn«, sagði pó8tafgreiðslumaðurinn. Hann fór til dyra. Vagninum var ekið inn í garðinn. »Hæ, vinur minn! Leystu ekki frá. Komdu hingað inn fyrst!« ökumaður hlýddi og gekk til stofu. Hann kom ekki þegar auga á hreyfingarlausu þyrpinguna í einu horni herbergisins. »Jacques«, sagði Arrault, »það eru hérna tveir ferðamenn, sem þurfa að hafa hraðan á. Þú verð- ur nú aö flytja þau, þó að áliðið sé orðið. Þú skalt fá vikulaun fyr- ir það, ef þú nærð til næstu póst- stöðvar fyrir ruiðnætti. T I L M I N N I S; Baðhúsið opið v, d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarstskrifit. í brunastðð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 ' Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlári 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12-1. Eyma-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Þaö lyftist heldur brúnin á öku- manninum, er hann heyrði tilboðið. »Við verðum komin þangað kl. 11, við getum lagt af stað að tveim mínútum liðnuni . . . .« Greifinn og greifafrúin höfðu fært sig nær honum í eftirvæntingu eftir að heyra svarið. Hann þekti þau, skildi hvernig í öllu lá, hop- aði á hæl, krefti hnefann og sagði hörkulega: • Herra Arrault, það er of fram- orðið. Óveður í aðsigi. Eg ek ekki, hvað sem í boði er. Nú fer eg og geng til hvílu, góða nótt!« »Hvað þá?...........« hrópaði póslafgreiöslumaðurinn höggdofa. »Með öörum orðum, eg vil ekki hjálpa greifanum de la Borderie til að flýja! — Enn síður vegna þess sem okkur hefir fariö í milli og ekki hefir verið bætt fyrir*. Framh. Skrítla. —o— Eftirfarandi skrítla er sögð í ensku blaði um viðureignina á Gallipoli- skaga: Bretar höfðu handtekið tyrknesk- an hermann og spurðu hann spjör unum úr. Meðal annars sagði hann þ«im að hann hefði verið laun- skytta. Kvaðst hann auk málans fá verðlaun eftir þvf hve marga óvini hann legði að velli. Tiltók hann hvað hann fengi fyrir að skjóta ó- breyttan liðsmann og gat hann þess að hann fengi tvöfalt hærri verð- laun fyrir að hitta undirforingja og þrefalt hærra fyrir sveitar- höfðingja o. s. frv. Var hann þá spurður hvað þeir fengju fyrir að skjóta mann úr herforingjaráðinu, »Eru það mennirnir með rauða borðann á húfunum?* spurðiTyrk- inn. Og var því játað. »Við skjót- um ekki á þá. »Það Iiggur dauða- refsing viö, jatnvel bara aðsæraþá*.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.