Vísir - 18.01.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 18.01.1916, Blaðsíða 2
V f SI R '6L VISIR A f g r e i ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá U. 1-3. Sími 400.— P. O. Box 367. 3 eða 4 s t ú 1 k u r geta fengið tilsögn í hannyrðum. Kenslan fjölbreytt og ódýr — Afgr. v. á. Lei kfélagið og Ego. Vegna þess að eg þykist sjá það, að herra Ego, sem í ísa- fold ritar um sjónleika og fleiri listir, geri sér ranga hugmynd um það, hver skrifað hafi tyrir- spurnina í Vísi á dögunum, sem Nego stóð undir, finst mér rétt- ara að taka af allan vafa um það — en eg var fyrirspyrjandinn. En vegna þess að eg þykist sjá, að herra Ego hafi first all- mikið út af fyrirspurninni, skal eg gera nánari grein fyrir mála- vöxtunum. Það er misskilningur hjá Ego, að fyrirspurn þessi sé framkom- in vegna þess að mér hafi þótt hann of spar á »lofgerðar-gums« um einstaka leikendur. Yfirleitt finst mér nóg af »gumsi« í rit- smíðum hans. Eg hefði haft ágætt tækifæri til að athuga dóma hans um einstaka leikendur, ef eg hefði ekki einmitt viljað forðast það — af skiljanlegum ástæðum. Og því til sönnunar skal eg taka hér upp umsögn Egos um aðalleik- andann í Höddu Pöddu. Herra Ego segir að frú O. I. eigi það ekki til sem krafist sé af Hrafnhildi í svip, andlitsfalli og framkomu allrí. En í næstu málsgrein segir hann: Á fram- sögn hennar vill að vísu stund- um nokkuð bresta . . . en hinn þögli leikur, augnaráð og látæðis- tilbreytingar voru á köflum fyrir- taksgóðar . . .« — Eftir þessu á O. I. það ekki til, sem þarf til að leika hinn þögla leik, en þó er þögli leikurinn á köflum fyr- irtaksgóður 11 Eg verð að álíta, að slíkur dómur sé verri en enginn — að miimsta kosti fyrir dómarann. Tilgangur minn með fyrirspurn- inni var sá, að sýna fram á hversu óvandvirkur herra Ego væri í Kjörskrá, til bæjarstjórnarkosningar 31. þ. m. liggur frammi á bæjarþingstofunni frá 14. tii 27, þi m. að báðum dögum meðtöldum' Borgarstjórinn í Reykjavík, 12. janúar 1916. K. Zi m sen. dómum sínum. — Eg benti á tvö atriði, sem ekki snerta leik ein- stakra leikenda, en voru meira almens efnis. — Sem dæmi upp á dómarahæfileika var þögli leik- urinn miklu betri. En mér nægðu hin atr'ðin til að sýna fram á óvandvirkni Egos. Herra Ego hefir tekið sér það 'fyrir hendur að dæma um leik; með hve miklum rétti geta menn nú ráðið af umsögn hans um þögla leikinn. — Eg hefi tekið mér fyrir hendur að dæma um dóma hans, með þeim rétti, sem hver sá hefir, sem kann að gera mun á brjálaðri og óbrjál- aðri hugsun, auk þess réttar sem leiðir af því, að eg er einn þeirra manna sem dómarnir snerta. Herra Ego er ekki um að kann- ast við það, að hann telji íslend- inga yfirleitt standa að baki öðr- um þjóðum um Ieikhæfileika, og segir að ekki hafi verið hægt að draga það af orðum sínum, er hann kvað leik O. I. bera vott um óvenjumikla leikhœfileika — »mælt á íslenska vog«. — Segir hann nú að út úr þessu verði ekki annað dregið, en að hann telji O. I. standa að baki erlendum leikurum að leikhæfileikum. En skilur þá ekki maðurinn það, að ef þeir, vor á meðal, sem gæddir eru óvenjumiklum leikhæfilf'^ur.i — »mcelt á ísl. vog«, — stenda að baki erlend- um leikurum, þá hljóta þessir erl. leikarar að vera gæddir meiri hæfileikum en vér yfirleitt? Um þetta spurði eg og hefði átt að vera vandalítið að svara. Manninum er svo sem frjálst að álíta þetta, þó að eg raunar þori að fullyrða, að hann viti ekkert um það. — Én ef hann álítur það ekki, þá ber orðalag hans vott um óvandvirkni, Pað er als ekki svo að skilja, að við teljum það móðgandi að »mæla« leik okkar »á íslenska vog«. — En þerra Ego gerir það á þann hátt, að hann metur alt það besta sem gert er á þessa vog, sýnilega í því skyni að niðra leiknum, en erfiðleikana mælir hann á erlenda vog, er hann t. d. vill fá nýja og nýj* leikendur fram á leiksviðið, jafn- vel miklu tíðara en annarsstaðar gerist. — Þetta finst mér bera vott um löngun til að lasta, sem enginn heiðvirður dómari má láta verða vart hjá sér. Þar sem herra Ego mintist á það í. sambandi við Höddu Pöddu, hversu leitt það væri, að ekki skyldi vera meira til- streymi nýrra krafta í Leikfé- laginu, og sagði: »Á þetta eink- um við kvenna megin. í þessu leikriti eru t. d. 4 kvenna-hlut- verkin, Hadda Padda, Kristrún, bæjarfógetafrúin og Grasa kon- an, — 4 meiriháttar hlutverkin leikin af 4 systrum. Hversu sýnt sem þeim væri um að lelka, hverri í sinni röð, hlýtur þeim þó að verða erfitt o. s. frv.«, þá verð eg að halda því fram, að þessi ummœli verði ekki skilin á annan veg en þann, að óheppi- legt sé að láta 4 systur leika þessi 4 hlutverk í þessu leikriti, vegna þess, að þeim veiti erfitt »að afmá einkenni hins mikla skyldleika«. — Þó að Ego sjái sig nú til neyddan að klóra sig út úr þessu með því að hann hafi átt við alt önnur hlutverk í alt öðru leikriti, þá sýnir hann ekki annað með því en að -— penninn hefir hlaupið með hann í gönur. Og þó að eg hafi bent hon- um á þessa meinloku, þá er það engin ástæða til þess að reiðast mér og ausa yfir mig fúkyrðum — miklu fremur ætti það að verða til þess að hann segði al- veg skilið við pennaskrattann, sem sýnilega er ekki fær um að skrifa Ieik-dóma upp á eigin spýtur. Jakob Möller. T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v, d. 8-8. Id.kv. (i) H Borgarst skrifit. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafniö opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Samverjinn. Kvittanir fyrir gjðfum. Pe n i n g a r: o. Jhd. kr. 5,oo S. & T. Th. — 5,oo N. N. — 5,oo N. N. kona — 2,oo Þ. B. — 20,oo Matur og kaffi — 2,50 -+1,50 Sveinn — 2,oo —+4,oo Axel — 2,50 Ounnar — 8,15 Ouðrún Benónýsd. — 2,oo Anna Bjarnad. — 2,oo Samtals — 61,65 Þar eð matgjafir hafa nú farið fram með töluverðri aðsókn í 4 daga hefir að sjálfsögðu gengið á hinn Iitla forða er til var og væri því œskilegt að hjálpfærir vinir Samverjans gefi sig fram sem fyrst. 16/t 1916. Páll Jónsson. *— -......... ——rrr.é Blómsveiga fallega og ódýra selur { Verslunln Gullfoss. Kökur og Kex, margar tegundir, f á s t á v a 11 f Nýhöfn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.