Vísir - 20.01.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 20.01.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR Höfuðbólið Lágafell ásamt Lækjarkoti fæst til ábúðar í far- dögum 1916, Á jörðinni er og fylgir henni: 1. Tvílyft íbúðarhús bygt af timbri að stærð 11 + 12 álnir með steinkjallara, ásamt viðbyggingu 8 + 11 álnir, einlyftri. 2. Fjós af timbri og járni yfir 15 kýr. 3. Heyhlaða áföst fjósinu af timbri, járni og steini sem rúmar 600 hestburði af heyi. 4. Fjárhús yfir 200 fjár, bygt að mestu af timbri og járni. 5. Vatnsleiðsla er bæði í íbúðarhúsinu og fjósi. 6. Tún jarðarinnar er að mestu slétt og gefur af sér í meðal ári 380 hesta af töðu, alt girt með gaddavír. 7. Útheyskapur jarðarinnar er út frá túninu, og allur heyskapur hennar hefir af 'dómkvöddum mönnum verið metinn alls 2000 i * i hestburðir. Hlunnindi jarðarinnar eru laxveiði í Leirvogum og hafa þar t. d. veiðst í þremur ádráttum 127 laxar síðastliðið sumar. Jörðin liggur 12 kílómétra frá Reykjavík og akbraut þaðan heim í hlað. Hagbeit fylgir jörðinni mikið góð, bœði sumar og vetrarbeit. Jarðir þessar geta einnig fengist keyptar ef um semur verðið og útborgað er minst 10,000 krónur. Lysthafendur snúi sér sem fyrst til undirritaðs eiganda jarðarinnar. Áíafossi 17. janúar 1916. Bogi A. J. Þórðarson. VISIR A f g r e i ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá U. 1—3. Sími 400.— P. O. Box 367. Gamlir menn, Flestir menn vilja lifa lengi. — Hvorki trúarbrögð né heitnsspeki megna að sætta menn við skjótan dauða. Menn vonast eftir að lifa lengi, en meðalaldur er alment ekki talinn meira en rúm 30 ár. Það er sagt að nýræðir menn hafi lifaö þrjá mannsaldra. í biblíunni er sagt frá því, að MethusaJem, afi Nóa, hafi orðið 999 ára. En vel má vera aö sá ára- fjöldi stafi af því, að ár hafi þá verið talið miklu styttri tími en nú. Og vantrúaðir eru menn á márgra hundraða ára aldur. Englendingar hafa sannar sagnir af mörgum fjörgömlum löndum sín- um. Þannig segir frægur enskur Iæknir, Harwey að nafni, frá því, að í greifadæminu Shrop hafi búið maður að nafni Thomas Parr, sem hafi orðið 152 ára. Til þess tíma hefði hann verið hinn ernásti og haft ágæta heilsu. En þá var hann boðinn til hirðarinnar fyrir forvitnis- sakir og varð það á að borða yf- ir sig. Hann var. annars mesti hófs- maður og fékk því svo illkynjaða magaveiki af þessu, að hann dó úr henni. Harwey gerði á honum Iík- skoðun, og fullyrðir hann, að ef þetta hefði ekki komið fyrir, hefði maðurinn getað lifað í mörg ár enn. Árið 1670 dó Henry Jenkins skipstjóri í York í Englandi úr kvefsótt, hann var þá orðinn 168 ára gamall. Tíræður hafði hann þá krafta í kögglum, að hann lék sér að því að synda yfir ár. Skömmu fyrir andlát sitt hafði hann verið leiddur sem vitní í máli, til að bera um atburöi sem skeð höfðu fyrir 140 árum. Voru þar í för með honum 2 synir hans, annarlOOára en hinn 102 ára gamall. Norskur bóndi, að nafni Ou- Wington var IðO ára þegar hann dó. Yngsti sonur hans af síðasía hjónabandi var þá 9 ára en átti 108 ára' gamlan bróður. Af þessu má sjá að langlífi get- ur"stundum gengið í ættir. Elsti maður sem menn vita ti) að nú lifi, eða var á lífi í haust er leið, er negri að nafni Bruno Cetrim, hann á heima í Buenos Aires í Argentínu og er 150 ára. Rússi einn, í Moskva, kvaðst fyrir skömmu vera yfir 140 ára. í Búlgaríu eru þeir flestir sem ná 100 ára aldri. Þar voru 3883 menn fullra hundrað ára, eftir síðustu skýrslum. Balkanbúar verða allra manna elstir. Næstir Búlgurum eru Rúmenar með 1084 tíræða menn og Serbar með 578. Álíka margir tíræðir menn eru á írlandi. Á Spáni 401, í Frakklandi 218, á Englandi 146, í Þýskalandi að eins78, oger það lítið af 60 miljónum íbúa. Þó eru í Belgíu enn færri, hlutfalls- lega, að eins 6 og í Danmörku 2. í Sviss er sagt að enginn sé svo gamall og hér á íslandi er víst eins ástatt. Að vísu er erfitt að segja fyrir víst um aldur gamalla manna. Fyr á tímum voru skýrslur ekki svo nákvæmar sem skyldi. En oft vita gamlir menn ekki nákvæmlega hve gamlir þeir eru. En þegar þeir verða þess varir að þeir eru skoð- aðir sem hálfgerö furðuverk, þá hættir þeim til að bæta við aldurinn. T. d. var maður einn norður f Húna- vatnssýslu fyrir 20—30 árum síðan, sem kvaðst vera kominn yfir tírætt. Hann hafði þá legið í kör all-lengi, en eftir kirkjubókunum að dæma var hann ekki nema rúmlega átt- ræður. Meðalaldurinn hefir farið hækk- andi á síöustu tímum. í Frakklandi eru til elstar aldursskýrslur, frá því um 1800. Eftir þeim aðdæmavar meðalaldurinn í Frakklandi þá 357, ár, en á tímabilinu 1870—81 komst hann upp fyrir 40 ár. Hve mikið meira er treyst á langlífi manna á sfðari árum en f fornöld, má sjá af því, aö á dögum Rómverja var gert ráð fyrir að tví- tugur maður lifði enn í 30 ár, 25— 30 ára gamlir menn í 25 ár, 30— 35j ára í 22 ár, 35—40 ára f 20 ár, 45 ára í . 4 ár, 50—55 ára í 9 ár, 55—60 ára í 7 ár og eldri menn en 60 ára í 5 ár. En á 16. öld var gert ráð fyrir því í Frakklandi að menn innan við tvítugt lifðu enn í 48—40 ár, 20—25 ára í 40—37 ár, 25—30 ára 37—34 ár, 30—35 ára í 34—31 ár, 35—40 í 30—27 ár, 50—55 ára í 20—17 ár, 55— 60 ára í 17—14 ár o. s. frv. Af þessu sést að á síöari tímutn hefir langlífið orðið miklu almenn- ara en í fornöld, hvað sem aldri einstakra manna Ifður. X. T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. ti) 11 Borgarst.skrifjt. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk.sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahæiið. Hcimsóknartimi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og háislækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Nýir menn. II. Maður er nefndur Rudolf Gúrtel- schmied, Hann var í her Austur- ríkismanna og misti bæði handleggi og fælur. Hann er 40 ára, stór maður og sterkur og stálhraustur. Hann klæðir sig að öllu leyti sjálfur. Fyrst stingur hann handleggjastúf- unum í tilbúnu hangleggina, en þeir eru tengdir saman með teygju- böndum, sem liggja þvert yfir bakið. Nú hefir maðurinn hreyfanlegar hendur og veitist ofur auðvelt að láta á sig fæturna. Á höndunum eru vetlingar, og sokkar og skór á fótunum; Gúrtelschmied færir sig nú í brækurnar og bregður axla- böndunum yfir axlirnar. Vestið og jakkann leggur hann á borð, sting- ur höndunum inn í ermarnar og kastar þeim yfir höfuðið. Þá er hann klæddur og kominn á ról, og engum dettur í hug, að maður þessi sé að miklu leyti vél. Hann er framúrskarandi fimur í hreyfinðum. Hann sest við borð, kveikir sér í vindli og teflir skák. Hann scst sjálfur á þríhjólaðan hjólhest, stýrir honum með tréhöndunum og stígur hann með tréfótunum, Hann hleyp- ur upp og niöur stiga og veitir þaö léttara en heilum mönnum, Og hann dansar viö stúlkurnar eins og hann væri í blóma lífsins. — Nafn hans flýgur um víða veröld. — Honum er boðið offjár til þess að láta sýna sig opinberlega. Hann hefir nokkrum sinnum látið taka af sér lifandi myndir og yfir hann rignir biðilsbréum frá blórnarósum miðveldanna. (Lausl, þýtt úr Politiken).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.