Vísir


Vísir - 01.02.1916, Qupperneq 4

Vísir - 01.02.1916, Qupperneq 4
VÍSIR Alþingiskjörskrár eru lagðar fram á bæjarþingstofunni í dag og liggja frammi dag hvern frá dagmálum til miðaftans tii 15. þ. m. Kærur yfir skránni komi til borgar- stjóra fyrir 22, þ. m. Borgarstjórinn í Reykjavík, 1. febrúar 1916. K Zimsen. mam tmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmm^mmmmm^mmmmmmmmmmm^^mmm^^mmm^m^mmmmmmmmmmmmmmmm^^^^^^^^^m^^~ Aðalball Skautafélagsins verður næstkomandi laugardag kl. 8l/2 síðdegis í B á r u b ú ð. Allar nánari upplýsingar í Bókaverslun ísafoldar. Krýning Kínakeisara. —:o:— Uppreist i Kína. Krýning Yuan Shi Kai’s á að fara fram 9. febrúar. Sendiherrar Þýskalands og Austurríkis hafa til- kynt, að þeim hafi verið faliö að viðurkenna hið nýja keisaraveldi. Talið er víst að nokkur hlutlaus riki muni feta f þau fótpsor. Eitt hérað í Kína, Yunnan, hefir mótmælt keisaradómi Yuan Shi Kais, og sagt sig úr lögum við aðra hluta ríkisin. En keisarinn treystir því, að sú uppreist muni ekki breið- ast út, og að hægt verði að bæla hana niður með hervaldi. Heldur hann að krýningin muni gera enda a óvissu þeirri, sem ríkir í hugum Iýðsins og koma í veg fyrir að ó- ánægjan breiðist út. Fréttir frá Suður-Kína segja, að menn þar séu mjög andvígir Yuan Shi Kai, einkum vegna þess, að hann hafi ekki komið neinum endurbót- um í framkvæmd. Þó er ekki talið líklegt að þar verði hafin uppreist ef hann færi nú þegar að beitast fyrir umbótum í Iandinu. Komið í N Ý H Ö F N og kaupið ávexti Appelsínur, Epli, Vínber. Saumastofan á Laugavegi 24 . Saumar og sníður og leysir alla vinnu fljótt og vel af hendi. Silfurbúin svipa fundin. Ómerkt. Vitjist á Laugaveg 119 (miðhæö). Magnús Eiríksson. Kven-svipa, merkt Guðrún, tap- aðist frá Baldurshaga að Geithálsi. Finnandi er vinsamlega beðinn að skila henni á afgreiðslu Vísis, Úr fundið. Vitja má á Vestur- götu 33. Sá sem tók Regnkápu í misgrip- um í Goodtemplarahúsinu síðastl. sunnudagskvöld, er beðinn að skila henni til Úlfars Karlssonar Óöins- götu 3, og vitji sinnar. Peningabudda og regnhlíf tapaöist frá Ásg. GunnJ. & Co. að H. P. Duus A deild. Skilist á Laugaveg 58 (niðri). Prentsmiöja Þ. Þ. Clementz. KAUPSKAPUR Morgunkjólar smekklegastir, vænstir og ódýrastir, sömuleiðis langsjöl og þríhyrnur eru ávalt til sölu í Garðastræti 4 uppi (Gengið upp frá Mjóstræti 4). Morgunkjólar frá 5,50—7,00 fást hvergi ódýrari né betri en í Doktorshúsinu við Vesturgötu. Verslunin Bókabúðín á Lauga- vegi 22 selur brúkaðar bækur mcð miklum afslætti. Ágætur olíuofn er til sölu á Lauga- vegi 5 (uppi). — VINNA - Stúlka óskast í vistá Óðinsgötu 1. LEIGA 2 duglegir drátthestar eru ti! leigu 1. maí, aktýgi og vagn geta fylgt með ef um semur, einnig hey og hesthús. A. v. á. H ÚS IM ÆÐ I Herbergi óskast til leigu nú þegar. A. v. á. 1—2 herbergi til leigu fyrir ein- hieypa frá 14. maí. A. v. á. 2 lítil herbergi og eldhús, annað- hvort á Lindargötu eða Laugavegi, óskast til leigu 14 maí. A. v. á. Kvennhetjan frá Loos. ---- Frh. Þegar þeir voru búnir að drekka kaffið, neyddu þeir hana til að stoppa í sokkana þeirra, sem allir voru götóttir. Þeir fóru burt um miönættið, en sögðu henni að hafa húsið opið, því þeir mundu koma aftur, Hún vakti alla nóttina, en þeir komu ekki. Eg hélt áfram leiðar minnar, en þegar eg loksins kom á bóndabæ- inn var enga mjólk að fá, þvf hann var í eyði, alt fólkið flúið, en Þjóðverjar höfðu rænt öllu og stolið. Gömul, örvasa vinnukona var ein að fiækjast þarna; sagðist hún hafa verið skilin eftir þegar fólkið flúði. Hún skalf af hræðslu, en var samt að hugsa um, að hús- bændunum mundi þykja við sig, að hún hefði orðið að láta alla lykla af hendi við Þjóðverja. Eg vildi fegin hafa tekið hana með mér heim til mín, en hún var svo hrum, að eg var hrædd um, að hún gæti ekki gengið svo iangt. Eg kom henni fyrir í kjallaran- um, svo hún væri óhult þegar kúlnaregnið kæmi og iofaði að vitja hennar þegar eg gæti. Eg flýtti mér heim og var mér órótt, því mig grunaði að Þjóð- verjar mundu vera komnir á heim- ili mitt. Svo var h'ka. Búðin var full af þessum óþjóðalýð. Eg Iit- aðist um eftir foreldrum mínum og voru þau þar út í horni, um- kringd af hermönnum og náföl í framan. Þegar eg kom inn gripu þeir til vopna sinna, alveg eins og eg, 16 ára gömul telpa, væri þeim hættuleg! Á bjagaöri frönsku spurði liösforinginn mig hvaöan eg kæmi. »Úr sveitinni*, svaraði eg. »Hafið þér séð franska hermenn ?« »Nei.« Liðsforinginn hvesti á mig augun, en eg horföi djörf á hann, því þó að eg yrði svona hrædd við fyrsta þýska hermanninn, sem eg sá, þá var eg nú hvergi smeik. »Þér eruð frönsk? »Já«. Nú fóru þeir að tala saman þýsku eg skyldi þá ekki en eg sá á tilburðum þeirra að þeir voru að tala um að hafa gætur á mér. Fyrst um sinn létu þeir sér nægja að heimta vín að drekka. Eg sótti það i kjallarann, en áður en þeir þyrðu að drekka það, skipuðu þeir mér að drekka af því fyrst. Eg er óvön að drekka vín og var því dálítiö hrædd viö, að það mundi svífa á mig og að eg ef til vill gæti ekki gætt mín, en í sama bili kom einn félagi þeirra hlaupandi inn og sagði eitthvað við þá. Gleymdu þeir þá víninu og mér, gripu vopn sín og hlupu út. Heyrðum við nú skothríð í áttina frá kirkjugarðinum og hélt hún áfram til kvelds. Þetta var slæmur dagur. Við höfðum lokað að okkur húsinu, en það var auðvitað lítil vernd í því. Við gægðumst út um glugg- an fyrir ofan gluggatjöldin og sá- um að Þjóðverjunum fjölgaði óð- um. Þeir brutust inn í húsin og rændu og stálu; t. d. hjá slátraran- um beint á móti okkur námu þeir á burtu heilan kindarskrokk og hálft naut, frá bakaranum báru þeir marga mjölsekki og úr skóbúð nokkurri allan skófatnað, bæði á karla og konur o. s. frv, Alt í einu komu tveir hermenn með einn af borgurum bæjarins á milli sín. Átti að drepa hann eða hvað? Hann var náfölur og átti bágt með að halda sér uppi. Eg frétti síðar að dauðasynd hans hefði verið, að þegar hermennirnir heimt- uðu af honum tóbak, þá tók hann upp vindlingaveski sitt og bauö þeim úr því, en þeim fanst þelta vera að gera gys að þeim. Þeir voru ólmir í tóbak og voru nýbúnir að sópa innaii vindia og tóbaksbúð ekkju einnar í næstu götu. í Loos eins og öðrum hertekn- um borgum höföu öll vopn, sem til voru í bænum, verið geymd í bæjarþingssalnum. Nú tóku her- mennirnir að henda þeim út á stræt- ið og mölbrjóta þau, nema hvað eg sá að sumir þeirra stungu á sig óskemdum skammbyssum. Um kl. 4 komu þeir aftur inn til okkar. Þeir höfðu ekki fyrirað berja að dyrum, heldur töku hurð- ina af hjörunum í einu í vetfangi. Um morguninn höfðu þeir tekið ýmislegt úr búðinni okkar, en ekki beinlínis farið fram eins og ræn- ingjar. Nú fengum við að sjá verk- lagið þeirra! Það var alveg einstakt hvað þeir voru fljótir að tæma búðina. Þeir tróðu út vasa sína og það sem þeir ekki kæröu sig um skemdu þeir. Eg stóð hjá og horfði á aðfarir þeirra, mér var þungt niðri fyrir og eg gat ekki stilt mig um endrum og sinnum að banda út hendinni eins og til að mótmæta. »Það liggur illa á yður fröken«, sagði einn hæðnislega. Eg sneri við honum bakinu, en hann tók ekki eftir því, hann var svo önnum kafinn við að fylla mal- poka sinn niðursoðnum matvælum. Aðrir komu inn og voru öfund- sjúkir yfir öllu herfanginu sem fé- lagar þeirra höfðu náð í. Urðu ryskingar nokkrar, en svo fóru þeir niöur í kjallarnn og sóttu sér vín. Þeim lá svo mikið á að þeir brutu fiöskustútana í staðinn fyrir að taka tappann úr þeim.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.