Vísir - 22.02.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 22.02.1916, Blaðsíða 4
VISIR CALLIE PEEFECTION eru bestu, léttustu, einföldustu og ódýrustu báta- og verksmiðju- mótorar sem hingað fiytjast. Vanalegar stærðir frá 2—30 hk. Verksmiðjan smíðar einnig utanborðsmótora, 2—2% hk. Mótorarnir eru knúðir með steinolíu settir á stað með bensíni, kveikt með öruggri rafmagnskveikju, sem þolir vatn. Verksmiðjan smíðar einnig Ijósgasmótora. Aðalumboðsmaður á íslandi: O. Eliingsen. ^Ferð um Miðríkin. Ástandinu lýst. Hollenskur maður ferðaðist ásamt konusinni um Miðríkin fyrirskömmu. Þegar hann kom heim, ritaði hann ferðasögu í blaðið Telegraaf í Am- sterdam og er útdráttur úr henni birtur í enskum blöðum. Kveðst hann halda að hann skýri frá ástand- inu í Þýskalandi og Austurríki, eins og það er, hlutdrægnislaust með ðllu. Það sem maður fyrst veitir eftir- tekt, bæði í lestunum og á járn- brautarstöðvunum, er það hve mik- iö er alstaðar af særðum hermönn- um. í hverjum bæ og jafnvel í smá þorpum, biaktir rauði krossinn yfir einu eða fleiri húsum, til merkis um að þar séu særðir menn. Þá tekur maður og fljótt eftir því hve fátt er um miðaldra menn. Á ökr- unum sjást næstum ekki aðrir en konur, börn og gamalmenni. Eg tók ennfremur eftir því að eg sá aldrei gullpening á allri leiðinni. Vorum við þó þrjár vikur á ferð- inni. Þegar við fórum frá Þýska- Jandi og heim, þá var gáð í budd- urnar okkar mjög gaumgæfilega og spurt hvort við hefðum gull, Milli Cleve og Kölnar kom þýsk- ur foringi inn í vagninn okkar. Hann var sár. Hann bar járnkross- inn — eins og flestir þýskir her- foringjar. — Við tókum tal saman. Hann sagði mér, að hann hefði verið í orustunni viö Marne, en ekki sagðist hann hafa vitað það fyr en síðar, að Þjóðverjar hefðu hörfað þar undan. „Það eru tveir hlutir, sem við berum mikla virð- ingu fyrir“, mælti hann, „fyrst og fremst stórskotalið Frakka og fram- ganga Englendinga í bardögum.“ Eg sagði að enski herinn heföi þó oft verið kallaður málalið og fleiri óvirðingarnöfnum, en hann svaraði: „Það stendur á sama, þeir berjast hraustlega, þetta eru alt »sportsmenn«.“ Stórskotalið Frakka gat hann ekki nógsamlega lofað. Öllum er kunnugt um það af blöðum og flugritum Þjóðverja, að á þá var um eitt skeið runnin sig- urvíma. Þegar þeir höfðu tekið Antwerpen, sögðu þeir: „í næstu viku förum við til Calais“, o. s. frv. Nú er sú víma runnin af þeim, þeir eru nú ekki ofsakátir, þeir virðast miklu fremur vera svart- sýnir. Þeir Iáta auðvitað mikið af því, hve langt þeir séu komnir inn í óvinalöndin, þeir hafi tekið alla Belgíu, þriðjunginn af Frakklandi, stóran skika af Rússlandi og nú séu þeir á Jeið um Serbíu til Tyrk- lands og þaðan suöur til Suez- skurðsins. En bak við þetta leynist þó hjá þeim efi um það að vel muni fara. Ef sagt var við þýskan mann í fyrra að svo gæti farið að Þýska- iand yrði undir, þá brást hann reið- ur við og kvað það óhugsandi. En nú segir hann: »Ouð má vita hvernig þetta fer«. Ef talað er um það að ómögulegt sé að sigra Eng- land og Rússland ef þessi lönd haldi ófriðnum til streitu, þá er svarið nú: »Getur það átt sér stað?« En í fyrra: »Við skulum og munum sigra«, Oft vorum við spurð ,að því, hvort ekki mundi hægt að byrja friðarsamninga, ef allar hlutlausar þjóðir óskuðu þess og findu ráð til að hrinda þeim á stað. Kaup- maður, sem var i vagninum sagði: »Sjáið hversu margir eru fallnir og særðir — og hversvegna?* og tók síðan að formæla »die grossen Herren* (stórmennunum). Við komum til Kölnar um nón- bilið og átum miðdegisverð skamt frá járnbrautarstöðinni. Hann var ákaflega rýr, kostaði þó 9.50 mörk fyrir okkur bæði, þar með talin tvö glös af öli og þjórfé). Það var auöséð á útslrikuninni á matarseðl- inum að maturinn hafði hækkað í verði. Okkur var sagt, að síðustu þrjár vikurnar hefði verð á matseðl- inum veriö endurskoðað einu sinni í hverri viku. Ekki gátum við feng- ið steiktar kartöflur, því feitina þurfti að spara. Á leiðinni frá Frankfurt kom fyrir okkur atvik, sem sýndi prússneskan anda. í vagni okkar voru sæti handa fjórum og við vorum fjöguríhon- um. í ganginum stóðu tveir ungir hermenn, báðir sárir og fölir í fram- an. Þegar við vorum sest niður opnaði prússneskur herlæknir hurð- ina og spurgi hvort autt pláss væri í vagninum. Við kváðum nei við því, það væri ekki nema fjórum mönnum ætlað sætí. »Þarsemfjór- ir geta setið, geta fimm setið«, sagöi læknirinn og settist niður. Á leiðinni varð mér oft litið fram- an í sáru mennina út í ganginum. Mér og konu minni þótti akaflega Eldspítur ágæt tegund, mjög ódýrar, í smásölu og stórsölu í Liverpool C e m e n t nýkomið til H|f Timbur & Kolaversl. Rvfk. Drengur getur fengið atvinnu nú þegar á skriistofu hér í bænum. Afgr. v. á. Stívelsið Colmans í stærri og smærri kössum fæst í verslun SuBtn. ^vtssonar. Laugavegi 42. leitt að þeir skyldu þurfa að standa þar, líklega í fimm kiukkutíma. Loks spurði eg læknirinn: »Eru þetta sárir menn?« Læknirinn svaraði stuttur í spuna og án þess að Iíta upp úr blaðinu: »Það veit eg ekki*. Eg reiddist af þessum hrottaskap mannsins og sagði að eg og kon- an mín vildum gjarnan lofa þeim að sitja í okkar sæti ef þeir væru sárir og það þó viö væruni ekki þýsk heldur hollensk. Læknirinn virtist skilja sneiðina, en hann lét ekki standa á sér og sagði: »Ef þeir eru sárir, þá verður séð um þá«. Við bnðum svo mönnunum inn 'til okkar og gáfum þeim vindla og ávexti og áttum við þá langa viðræðu. Komumst við þá að raun um að mikill fjöldi hermanna hefir nú fendið nóg af ófriðnum. Þessir menn formæltu líka stórmennunum Framh. Vatnsdæla fundin við hafnargarð- inn. Réttur eigandi vitji hennar að KIöpp við Klapparsíg. Hvít hæna með bláa tusku um annan fótinn, tapaðist í gær. Skilist á Hverfisgötu 66 A. 2 háseta vantar á opið skip. Hátt kaup í boði. Uppl. á Hverfisg. 84. Stúlka óskast í vist á Norðurl, frá 14. maí á ágætisheimili. Gott kaup. Uppl. á Bókhlöðuslig 7 (uppi). Stúlka óskast í vist 14. maí. Get- ur fengið að fara í síld fyrir sjálfa sig ef um semur. A. v. á. Stúlka óskast í vist á Seyðisfirði. Uppl. á Laufásvegi 39. Unglingsstúlka óskast um Iengri eöa skemri tíma á fáment heimili. Afgr. v. á. Stúlka óskast á iítið heimili fyrri hluta dags til 14. maí. Afgj. v. á. Stúlka, 12—14 ára, óskastfráH. maí til að gæta barns. A. v. á. Morgunkjólar smekklegastir, vænstir og ódýrastir, sömuleiöis langsjöl og þríhyrnur eru ávalt til sölu í Garöastræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). Karlmannssokkar fást keyptir á Vesturgötu 53 B. •-------------------:áí—_____!_______ Grammophon til sölu, með úrvals- lögum. Uppl, á Klapparstíg 1 A. Tvennar hjólbörur eru til sölu á Bjargi við Sellandsstíg. 3—4 herbergja íbúö með e!d- húsi vantar mig 14. maí. Guðm. Guðmundsson, skáld, Laugaveg 79. v Eitt herbergi er ti] leigu með forstofuinngangi frá 14. maí. A.v. á. 2 lítil herbergi og eldhús óskast frá 14. maí, helst utan til íbænum. Afgr. v. á. 2 herbergi og eldhús er til leigu frá 14. maf. Afgr. v. á. 2— 3 hetbergi með eldhúsi ósk- ast til leigu frá 14. maí . Vestur- bænum. A. v. á. 3— 4 herbergi, ásamt eldhúsi og geymsluplássi, óskast frá 14. maí — helst nálægt miðbænum. — Tilboð merkt »385« sendist afgr, Vísis. 2 he.bergi óskast til leigu frá 14. maí, fyrir barnlaus hjón. A. v. á. Stórt herbergi með forstofuinn- gangi er til leigu fyrir einhleypa frá 14. maí. Uppl. á Laugavegi 66.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.