Vísir - 28.02.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 28.02.1916, Blaðsíða 4
VÍSIR Síðustu fregnir af ófriðnum (Framh. frá 1. síðu). 26/2. Þjóðverjar hafa safnað 200 þús. manna her norðan við Verdun og ætla að reyna að taka borgina hvað sem það kostar. Franskar flugvélar hafa varpað 244 sprengikúlum niður yfir Metz og þar í grend. Pýskur kafbátur sökti franska skipinu »Belle France* austast í Miðjarðarhafinu. Af 120 manns komust að eins 4 af. Nokkra duglega trésmiði og steypumenn vantar mig. Til viðtals á teiknistofunni í Skólastræti 5 B. Einar Erlendsson. Osiar, pylsur. ósæit kex, afbragð í Nýhöfn — segir sex. hunang, síróp. sardínur, lax, er sælgæii besta — reyn- ið strax. Sú sem tók sjal í misgripum á Ungmannafélagsskemtuninni á Uppsölum 26. þ. m. er vinsamlega beöin að skifta í Kirkjustræti 8, B. HÍ Bæjaríréttir SC mmm ....- . Afmælí í dag: Kristín Pálsdóttir, Kaupangi. Afmæli á morgun: Jórunn R. Guðmundsd., kaupk. Ólafur Oddson, ljósm. Afmæliskort með íslensk- um erindum fást hjá Helga Árnasyni í Safnahúsinu. Veðrið í dag: Vm.loftv.760 n. kul M Rv. “ 762 na.sn.vind. “ 1,0 íf. “ 768 n. hvassv. “ -1-2,3 Ak. “ 762 n. kaldi “ 0,0 Gr. “ U Sf. “ 762 logn “ 1,6 Þh. “ « Kolaveiðarnar hérna á höfninni eru reknar af miklu kappi, sem eðlilegt er, því þetta reynist vera uppgripaatvinna. Nýlega fengu tveir menn á tveim dögum 10 skpd. af kolum, en það gerir 20 króna hlut á dag. Þau eru tildrög tii þess, að byrjað var á þessum veiðum, að maður nokk- ur misti tösku í sjóinn og ætlaði að reyna að slæða hana upp, en fékk eintóm kol. Sagt er þó að taskan sé fundin. Húsnæðisleysið í bænum. Um það flutti Jón Þorláksson landsverkfræöingur langt erindi á fundi í Fram á laugardaginn. Ágrip af erindi hans mun birtast í Vísi á morgun. Auk málshefjanda tóku þeir til máls, borgarstjóri og Ágúst Jósefsson bæjarfulitrúi. Duglegur skósmiður getur fengið atvinnu nú þegar. A. v. á. 14 ára drengur heinlegur og reglusamur, getur fengið atvinnu á rakarastofunni í Hafnarstræti 16. Eeview of Reviews. Þegar Wiilam Stead fórst með Titanic tók sonur hans John Stead við ritstjórn tímaritsins »Review og Reviews* og hefir stýrt því síðan. Nú er hann genginn í herinn enn systir hans Estella Stead tekin við f ritstjórninni. Hún ætlar að stækka tímaritið og eftirleiðis á það að kosta 1 sh. heftið. Bruninn í Ortawa Það er nú komiö í ljós, að í þinghúsbrunanum í Ottawa brann handrit að sögu Kanada yfir síð- astliöna hálfa öld eftir Sir Wilfred Laurier fyrrum forsætisráðherra, og ýms skjöl þar að lútandi, sem ekki er hægt að fá aftur, Laurier gamli er mjög hugsjúkur út af þessu tjóni. Svíar og ófriðurinn. Það hefir svo mikið verið talað um Svía í sambandi við ófriðinn nú upp á siðkastið, að ekki er úr vegi að athuga hvað kunnugir segja um afstöðu þeirra. — í norsku blaði birtist fyrir nokkru síðar grein um þetta efni, og skal hér tekið upp aðalefni hennar. Nýkomið mikið úrval af Slaufum og Hálsbindum hvítum, svörtum. mislitum. Ekta Zephyr Hálslín, margar tegundir. Sparar peninga og er ætið nýtt. Fæst í £vxBm. S\£\xy3ssoyi&y. Hásætisræða konungsins 17. jan. var merkilegust fyrir það sem ekki var sagt í henni. Það var í fyrsta sinn, að ekkert var minst á vin- áttuna við önnur ríki. Þó var margt merkilegt í ræðunni. T. d. sagði konungur: »Frá ófriðarbyrjun hefi eg gert alt sem eg hefi getað til halda fast við hlutleysi ríkisins. Og mérhefir tekist það fram á þennan dag. Eg vona að það takist einnig framveg- vegis. En ófriðarþjóðirnar fótum troða æ meir og meir þjóðréttar- legar reglur. Gegn þessum til- raunum til að leggja atvinnumál vor undir erlent valdsvið, hefi eg hvað eftir annað orðið að beita mér«. Þeir sem kunnugir eru sænskum stjórnmálum vita, að þar í landi er til flokkur voldugra manna, sem vilja setja hart á móti hörðu. Þess- ir menn, sem kallaðir eru »aktiv- istar«, halda fram «aktivu« hlut- leysi. þ. e. vilja ekki láta lenda við orðin tóm, ef eitthvað er brotið í bág við hlutleysi Svíþjóðar. (Því hafa Svíar svarað eftirliti Breta með póstflutningi til landsins, með því, að banna póstsendingar til Rúss- lands og Englands um land sitt). Fremstur í flokki »aktivista«, er gamall foringi hægrimanna, Trygger justisráð. Hann sagði nýlega á þingi: »Svíar vilja ekki falla frá rétti sínum, og eru reiðubúnir að þola mikið þess vegna«. — Helsta málgang þeirra er: »Det nya Sverike*. En þess er ekki að vænta, að stefn- an eigi sér djúpar rætur í stjórn- málaflokki þeirra sjálfra. í flokki hægrimanna í Svíþjóö eru bænd- urnir aðal kjarninn. Þeir munu að vísu fylgja »aktivistunum* á leið og vilja hjálpa til að halda uppi al- þjóðalögum. — En að þeir vilji leggja í ófrið vegna þess máls? Nei — ekki á meðán stórveldi eins og Bandaríkin láta sér nægja að mótmæla yfirtroðslunum. Framh. Stúlka, 12—14 ára, óskast til að gæta barns. Afgr. v. á. Hraust og dugleg stúlka getur fengið góða vist 14. maí. A. v. á. Stúlka óskast 1. mars á Njálsgötu 62 (niðri). Stofa með forstofuinngangi er til leigu frá 14 maí nægtk. Uppl. á Bergstaöastíg 30 niöri. 2 herb. á góðum staö í bænum óskast nú þegar, til mánaðartíma. Þurfa ekki að vera saman en helst með húsgögnum. A. v. á. Undirritaðan vantar húsnæði 14. maí næstk. 3—4 herb. íbúð. Áreið- anleg, mánaðarleg greiðsla. B. Þ. Gröndal, Laugav. 73. 2—3 herb., með eldhúsi, óskast 14. maí í Austurbænum. Uppl. í síma 151. 2 herb. og eldhús til leigu frá 14. maí, fyrir barnlaust fólk. A. v. á. Fundist hefir víravirkis-hnappur. Vitja má á Skólav.stíg 17 B. Tapast hefir karlmanns fingra- vettlingur milli Hafnarfj. og Rvíkur. Skilist aö Eskihlíð. Morgunkjólar smekklegastir, vænstir og ódýrastir, sömuleiðis langsjöl og þríhyrnur eru ávalt til sölu 1 Garðastræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). Karlmannssokkar fást keyptir á Vesturgötu 53 B. Morgunkjólar góðír og ódýrir fást og verða saumaðir á Vesturgötu 38 niðri. Barnakerra óskast til kaups,’sami hefir barnavöggu til sölu. Uppl. á Laufásv. 20, kjallaranum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.