Vísir - 06.03.1916, Page 4

Vísir - 06.03.1916, Page 4
T Baunir kaupa allir hjá Jes Zimsen. Lofthernaðurmn. — :o:— Allmikið hefir verið talað um það á þingi og í blöðum á Eng- landi, að tryggilegar ráðstafanir yrði að gera gegn lofthernaði Þjóðverja. Nýlega hélt Derby lávarðurræðu á fundi verkamanna í Liverpool. Hann sagði meðal annars: v/ið skulum í herrans nafpi hætta öllu þessu tali um hver beri ábyrgð- ina á því, að við vorum ekki und- ir ófriðinn búnir. Eg skal segja ykkur hver ábyrgðina ber. Þið gerið það allir. Hver einasti einn. Ef einhver stjórnmálamaður hefði komið fram þremur árum fyrir ófriðinn og sagt: »Eg þarf að fá tvær miljónir í viðbót til undir-. búnings undir þennan ófrið«, þá hefðum við allir hrópað einum rómi: Þi^ert enginn stjórnmála- maður« — og við hefðum lokað hann inni, þangað til núna — nú myndum við hleypa honum út og segja: Sannarlega eruð þér spá- maður«. Nei, talið ekki urn undirbúnings- leysi umfram þetta —: Við vorum ekki undir ófriðinn búnir, Út af lofiskipaárásum Þjóðverja, sagðist Derby lávarður samgleðjast áheyrendum sínum, af því að þeir væru þó aliir þarna saman komnir, því þeir hefðu sjálfsagt heyrt þess getiö að í þýskum blöðum væri sagt frá því, að loftskipin hefðu varpað sprengikúlum á Liverpool. (Skellihlátur.) Það væri annars ein- kennilegt, að Þjóðverjar vissu aldrei hvað Ioftskipin hefðu gert, þegar heim væri komið, en af því mætti ráða hve þýðingarlausar þessar loft- herferðir Þjóðverja væru fyrir úr- slit ófriðarins og hve lítil hætta Englandi stafaöi af þeim. Hann kvaðst altaf hafa búist við því, að ef árás yrði gerð á Eng- Jand þá kæmi hún frá sjónum. Gegn þeirri hættu yrði að heimta tryggingu — að herinn og flot- inn í sameiningu væri þess ávalt megnugur að brjóta slíkar árásir á bak aftur. — Úr yrði skorið í ófriðnum á vígvöllunum á Frakk- landi og Flandri en ekki á loft- skipum sem flýgi í blindni yfir landið. V[1 SIR ítalirogGrikkir Þrætur og einvígi. Hve grunt er á því góða milli ítala og Grikkja má nokkuð marka á atviki er nýlega kom fyrir í Aþenu- borg. Meðal hersveita þeirra er banda- nrenn settu á land í Korfu voru nokkrir ítalir, 50 manns að sögn. Út af þessu gerði þingmaður Korfu- búa, Sokolis, allhvassorða fyrirspurn til stjórnarinnar um það, hvort þetta hefði verið gert með hennar leyfi og fullyrti að annað lægi á bak við þessa landgöngu ítala á Korfu en sagt væri. Forsætisráðherrann kvað þetta ekki gert með samþykki stjurnarinnar, heldur þvert á móti hefði hún mót- mælt þessu kröftulega, en það heföi ekki verið ráðlegt að banna ítölum landgöngu með valdi, vegna þess að þeir væru bandamenn Frakka og Breta. En bandamenn hafi lofað að fara úr Korfu allir í senn svo fljótt sem ástæður leyfðu. Daginn eftir að þetta fór fram á þingi heimsótti sendiherra ítala for- sætisráðherrann og krafðist skýringar á ummælum Sokolis, og varð það til þess, að Skuludis ávítaði þing- manninn opinberlaga í þinginu næsta dag fyrir óviðeigandi ummæli um vinveitta þjóö. En Sokolis lýsti því yfir að hann væri enn sömu skoð- unar og áður og hefði ávitur for- sætisráðherra að engu. Eftir þetta gerði sendiherra ítala fyrirspurn heim til stjórnar sinnar um hvað hann ætti að gera, en vafalaust hafa stjórnirnar jafnað þetta sín á milli síðan. En blaðamaður einn ítalskur, fregn- riti blaðsins »Corriere della Sera« í Aþenu hefir skorað á Sokolis að eiga við sig einvígi. Frá Rúmeníu Nýlega hafa Rúmenar keypt 14 þús. hesta í Rússlandi. Kaup þessi benda ótvírætt í þá átt, að Rúmen- ar ætli sér í ófriðinn áður en lýkur. Þjóðhyíli Rúmeníukonungs fer vaxandi dag frá degi, og er talið að það stafi að mestu Ieyti af því, að kunnugt er að hann vill að Rú- menar skerist í Ieikinn, en fylgir þó fast fram stefnu stjórnarinnar í því fyrst og fremst að sjá hags- munum landsins borgið. Fyrir skömmu síðan kom nýr sendimaður frá Berlín til Rúmeníu og hafði þýska stjórnin gert boð á undan honum og mælst fast- lega til þess, að konungur veitti honum tafarlaust áheyrn. En þeg- ar konungi bárust þessi skilaboð, fór hann af skyndingu upp í sveit á dýraveiðar og var þar í tvo daga. Vildi hann með þessu sýna að hann væri enginn skósveinn Þjóð- verja. Frá Baikan. Það er nú orðið alllangt síðan, að sú fregn barst hingað, að mið- veldin væru að undirbúa áhlaup á Saloniki, en ekkert hefir orðið úr því. í enskum blöðum eru ýmsar sögur sagðar af ástandinu þar eystra sem gefa mönnum alt annað en glæsilegar hugmyndir um ástandið og samkomulagið milli Búlgara, Tyrkja og Þjóðverja. — Nýlega var sagt frá því í loftskeytum, að Búlg- arar hefðu skotið 5 Þjóðverja. — Eftir sögusögn enskra blaða varð það með þeim hætti, að nokkrir menn voru sendir frá einni herdeild Búlgara tit þorpsins Trun í nánd við Monastir til að sækja hey, en þegar þangað kom höfðu Þjóöverj- ar íekið alt hey sem þar var til og sett varðmenn til að gæta þess. For- ingi Búlgara skipaði mönnum sín- um að taka heyið hvað sem taut- aðí. Þýsku varðmennirnir létu sér ekki segjast og bjuggust til mót- stöðu, en eftir skipun foringja síns skutu Búlgarar fimm Þjóðverja með skammbyssum sfnum. Hjá þessari herdeild Búlgarahafa 140 hestar af 780 fallið úr hor.— Saga þessi er höfð eftir liðhlaupa einum úr herdeildinni. Einnig er það haft eftir liðhiaup- um úr liði Búlgara að það hafi verið áformað að senda stórar liðssveitir Búlgara til vígvallanna í Frakklandi og Rússlandi, en það hafi strandað á mótþróa hermannanna, sem þykj- ast þegar hafa gert skyldu sína og neita alveg að berjast meira. Það er jafnvel sagt að búlgörsku her- sveitirnar og Tyrkir þverneiti að taka þátt í áhlaupi á Saloniki, og að Tyrkir hafi nú flutt alt sitt Iið í burtu úr Makedoníu og Þrakíu. Það má að vísu segja að ekki sé mikið mark takandi á slíkum fréttum, en aðgerðaleysi miðveldanna á Balkan bendir til þess að þær muni þó eiga við rök að styðjast. Þau hafa tiltölulega lítið lið afsín- um mönnum suður á Balkan og líklegt er, að ef þau ættu að flytja meira lið þangað, þá yrði að senda meira lið til hinna vígvallanna. En aðgerðaleysi þeirra þar syðra ætti að stafa af því, að þeir hafi þar ekki nóg lið vegna þess að Búlg- arar og Tyrkir neiti að berjast. 2—3 herb., með eldhúsi, óskast 14. maí í Austurbænum. Uppl. í síma 151. [9 Tíl Ieigu óskast kúabú með öllú tilheyrandi, í Rvík, á næstk. vori. Tilboð óskast sem fyrst. A. v. á. [42 KAUPSKAPUR Morgunkjólar smekklegastir, vænst- ir og ódýrastir, sömuleiðislangsjöl og þríhyrnur eruávalt til sölu í Garða- stræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). [1 Morgunkjólar góðir og ódýrir fást og verða saumaðir á Vesturgöfu 38 niðri. [2 Morgunkjóiar hvergi betri né ó- dýrari en í Doktorshúsinu (Vesturg.) [3 Vönduð Ijósmyndavét 9x 12 cm. er til sölu. A. v. á. [30 Bækur til sölu. Opfindelsernes Bog og fleiri bæk- ur, innl. og útlendar, eru til sölu með mjög 'vægu verði. A. v. á, [38 Brúkaðar sögu og fræðibækur fást alfaf með niðursettu verði í Bóka- búðinni á Laugavegi 22. [40 Nýlegur barnavagn óskast til kaups Upplýsingar á Hverfisgötu 71 uppi. [49 Fermingarkjóll til sölu. A. v. á. [50 Stúlka óskast í vist frá 14. maí Uppl. á Lindargötu 1 D. [35 Stúlka óskast í vist á fáment heim- ili nú þegar og til 14. maí. næstk. Létt vinna, gott kaup. Uppl. á Njáls- götu 33 a. uppi. [60 Stúlka tekur að sér að þvo þvott og gera hreint. A. v. á. [61 Röskan dreng 14—15 ára vantar mig í sumar. Þorlákur Viíhjálmsson. Rauðará. [62 Dugleg og þrifin stúlka vön mat- artilbúningi og öllum húsverkum óskast í vist 14. maí. Hátt kaup í boði. Frú Hallgrímsson, Vestur- götu 19. [63 Stúlka óskast í vist tm óákveð- inn tíma, hálfan eða allan daginn eftir sainkomulagi, á BergstaðastrÆti 50. Sími 238. [64

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.