Vísir - 08.03.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 08.03.1916, Blaðsíða 2
Ziíiim VISIR A f g r e i ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstraeti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá U. 2—3. Sími 400.— P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 Wilson fastur fyrir. —:o:— Wilson forseti kallaði helstu þing- menn úr báðum deildum fyrir sig, skömmu fyrir síöastl. mánaðamót, og tilkynti þeim að hann mundi kalla heim sendiherra Bandaríkjanna f Þýskalandi, ef nokkur bandaríkja- þegn léti lífió við það að þýskir kafbátar söktu f nþfga^kipum, hvort heldur þau skip væru vopnuð eða óvopnuð. Flokkur hans, demokratar, er tví- skiftur í þessu máli. Vilja sumir að samþykt verði yfirlýsing í þing- inu um, að Bandaríkjaþegnar séu varaðir við því að taka sér íar með skipum ófriðarþjóðar, En geri þeir það samt sem áður, þá njóti þeir ekki verndar Bandaríkjanna. Forsetinn situr fastur við sinn keip og nýtur í þessu máli stuðn- ings mótflokksins (republikana), Þessi yfirlýsing hefir enn eigi komið til atkvæða í þinginu, að því er Ioftskeyfi herma, er hingað hafa borist. Kvennhetjan frá Loos. --- Frh. ekki eftir nema einn bekkur og hann var allur götóttur eftir kúl- urnar eins og Iíka hurðin sem gekk að litlu göngunum er lágu að kjallaratröppunni. Enskir hjúkrunarmenn hafa all- ir skammbyssur í ól um brjóstið, en annar af þessum mönnum, sem með mér voru hafði skilið sína eftir heima hjá mér, en hinn varð að taka af sér sína, því hún varð fyrir honum þegar hann ætlaði inn í mjóu göngin með börurnar. Eg sá að hann lagði hana á bekkinn og tók svo aftur börurnar. En stigagatið var svo mjótt að þeir komust ekki með byrði sína nema í efstu þrepin í stiganum og þeir snéru því við og létu börurnar niður VÍSIK fjandsamleg. Það hafði snert við- kvæmu strengina hjá þeim að sjá telpuhnokkann, sem kalla mátti ó- málgabarn og þeir buðu henni súkkulaði og allra handa góðgæti til að koma til þeirra. Eftir þetta fór telpan oft upp úr skotgröfinni og henni var jafn- óhætt þarna á milli tveggja elda, eins og á bak við skotgrafirnar. — Þióðverjar vildu ekkert mein gera henni og einu sinni fór hún alveg aö fremstu skotgröfinni þeirra. Þegar við að átta dögum liðn- um fórum út úr skotgröfunum tjl að hvíla okkur, tókum við litlu dóttur herfylkisins með okkur og hún fékk ekki framar að leika sér á milli skotgrafanna. Brytinn okkar tók hana að sér, því hann átti sjálfur börn heima og hann var mjög upp með sér af því hvað hann kynni vel að klæða og af- klæða barniö og hvað hann væri passasamur með að baða þaö á morgnanna. Allir hermennirnir gerðu sér dátt við hana og hún við þá. Mánuði eftir að hún fanst, var farið að hugsa um nafn handa stúlkunni. Philip Impey, sem hafði fundið hana var þá íallinn, og var henni því gefiö nafnið Phyllis, sem var dregið af nafni hans. Þegar hún hafði verið í sex mánuði undir verndarvæng herflokksins, særðist sögumaðurinn, og var fluttur á sjúkrahús á Englandi. Phyllis fór með honum og var með honum á sjúkrahúsinu og varð þegar upp- áhald allra þar, bæði sjúklinga og hjúkrunarkvenna. Þessi fósturfaðir hennar flutti hana til Bedford og kom henni þar fyrir, en hún verður framvegis undir verndarvæng herfylkisins. Enginn veit neitt um foreldra T I L M I N N I S: Baðhúsið opið «•. d. 8-8, Id.kv. ti) 11 Borgarst.skrifat. í brunastðð opín v. d 11-3 Baejarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. 'samk. sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjómarráösskrifstefurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lsekning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eynia-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. *}Caup\B *\) \ $ \. barnsins, eða hvernig stendur á því að hún var þarna í gjótunni hjá La Basse. Helst er þess getið til, að fólk hennar hafi flúið snögglega og í skelfingu, því að barnið er hrætt við þýska hjálm- inn. Henni þykir vænt um her- mennina, en ef þeir setja upp hjálm, verður hún hrædd, En hún var svo ung, að hún gat ekki einusinni sagt til nafns síns. Hún er þétt- vaxin telpa, rjóð f kinnum með ljósgult hár. Þegar hún fanst, var hún vel klædd. En hvort sem móöir hennar er lifandi eða dáin, þá er það víst, að vel verður séð fyrir henni af herdeildinni frá Bred- fordshire. Barn í skotgröfunum. Enskur blaðamaður var á ferð milli Manchester og Northamton, en í Leicester steig undirliðsforingi einn upp í vagninn og bar 4 ára telpu- hnokka á handleggnum. Blaðamað- urinn spuröi hvort hann ætti barnið. En hermaðurinn svaraði að það væri nú eftir því hvernig á það væri lit- ið, eiginlega ætti herflokkurinn sinn krakkaangann, síðan sagði hann þessa sögu: Fyrir hér um bil 8 mánuðum var herflokkurinn sem eg heyri til aö fara í skotgrafirnar og fann þá einn hermaðurinn, Philip Impey hét hann, barnið í gryfju við veg- inn. Enginn okkar mátti snúa við og við höfðum það því með okk- ur í skotgrafirnar og bjuggum þar um það sem best við gátum. Hún náði sér fljótt eftir vosbúðina og kuldann í gryfjunni sem hún hafði legið í og hljóp fram og aftur eftir skotgröfunum og varð brátt eftirlætisgoð ailra. Dag nokkurn hálffylti skotgröf- ina af sprengingu, en þegar her- mennirnir höfðu náð sér eftir áfall- ið var farið að leita að barninu, það hafði verið skilið eftir sofandi á afviknum stað í skotgröfinni — og þar fanst það í værum svefni. Skotgrafir Þjóðverja voru í 150 stikna fjarlægð og spildan á milli var ekki sem óhultastur leik- völlur. Enginn sem mat líf sitt nokkurs, hefði viljað ganga þar um ótilneyddur, jafnvel ekki reka höf- uðið upp úr gryfjunni. Það vakti líka almennan ótta er þess varð vart morgun einn að barnið var komið upp úr skotgröfinni |Þjóð- verjamegin. Óp og köll heyrðust frá Þjóðverjum en þau voru ekki á gólfið hjá mér rrieðan að þeir athuguðu hvort hægt væri að víkka stigagatið. Með því að kjallarinn var mjög rúmgóður gat það vel borgað sig að gjöra þetta, því hér gátu margir særð- ir menn komist fyrir þangað til hægt var að koma þeim burt úr bænum. þeir gáfu mér bend- ingu um að gæta hins særða meðan þeir færu að sækja ein- hver verkfæri til að brjóta með múrinn-------------------------------— (Hér vantar í frásöguna því ritvarslan hefir strikað úr nokkr ar línur, eins og víðar í þessum parti). Nú kom fyrir hið sama og komið hatði fyrir mig nokkrum stundum áður. Tveir þjóðverjar höfðu leitað hælis í húsi þessu, en þegar þeir sáu okkur hafa þeir orðið hræddir og falið sig, því þeir hafa auðvitað óttast að hjúkrunarmennirnir væru vopn- aðir. þegar þeir.voru farnir og ekki var nema dauðveikur mað- ur og kornung stúlka eftir fanst þessum félögum að óhætt mundi að gjöra vart við sig og skutu á okkur tveimur kúlum. Sú sem mér var ætluð þaut yfir höfuðið á mér, um leið og eg beygði mig yfir særða manninn, en svo fór hún nærri að hún tók lokk úr hárinu á mér. Hin kúlan lenti á gólfinu nokkra þuml- unga trá börunum. Eg þarf ekki að taka það fram, að mig grunaði ekki að hér væru neinir óvinir. Eg hrökk við þegar hleypt var úr byssunum. Eg stökk upp í ofboði og að bekkdum þar, sem skammbyss- an lá------------------------- í gegnum götin á hurðinni sá eg tvo menn og var eg hissa á að þeir skyldu ekki hafa hitt okkur, því þeir voru einungis nokkur fet frá okkur —----------- þegar svona stendur á, er hug- urinn svo fljótur að eftir á veit maður ekki hvernig atvikin urðu, einhverjar ósjálfráðar eðlishvatir stýra gjörðum manns. Eg veit einungis að eg hugsaði um særða manninn, en eg held ekki að eg hafi hugsað neitt um sjálfa mig þegar eg gekk að hurðinni — Hjúkrunarmennirnir höfðu heyrt skotin og komu hlaupandi; þeir sögðu mér síðar að eg hefði staðið upprétt þegar þeir komu að mér, en að eg hefði verið náföl! Fáum mínútum seinna kom dr. Burns, en áður en hann gat at- yrt mig benti hinn særði á hurð- ina og sagði nokkur orð sem eg ekki skyldi. Læknirinn leit inn í göngin og kom svo til mín þar sem eg stóð eins og rótgróin á gólfinu. Hann brosti til mín og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.