Vísir - 09.03.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 09.03.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR Douaumont að nafni, en þá virðist hafa verið lokið framsókn þeirra. í Ioftskeytum þeim, sem hingað hafa borist síðustu dagana, er sífelt talað um að enn stæðu ákafar orustur kringum Douaumont og Poivre- hæðina, sem er skamt fyrir norðan og vestan vígið. Allir þessirstaðir sem nú hafa verið nefndir eru fyrir norðan Verdun og austan Maas-fljótið. Mælt er að Pýskalandskeisari hafi verið þarna viösladdur og horft á þegar Douaumont-vígið var tek- jð með áhlaupi. Það gerði Brand- enborgarhersveit og er hún talin einver hraustasta hersveitin í her Þjóðverja önnur en lifvörðurinn. Orusta þessi hefir verið ákaflega mannskæð. í Ioftskeytunum var sagt fyrir skömmu að manntjón Þjóðverja væri þá orðið 150 þús. og eftir því sem frést hefir með björgunarskipinu >Geir« frá Fær- eyjum, þá var það samkvæmt sún- skeytum þangað talið 225 þús. manns. Þjóðverjar segja að Frakk- ar hafi beðir ógurlegt manntjón. Um mánaðamötin þóttust þeir hafa ■hertekið 10 þús. manns á þessum slóðum. Frakkar bera á móti því. Þeir hafi einmitt hörfað undan úr fremstu skotgröfunum og Iátið fall- byssurnar gæta sín. Með því móti hafi þeir getað forðast mikiö mann- fall. En um Þjóðverja sé öðru máli að gegna, því þeir hafi þurft að sækja fram gegn kúlnahríð fall- byssanna og vélbyssanna. TJppþot í þing-i Prússa. Jafnaðarmenn boða stjórnar- biltingu. Ensk blöð flytja þá fregn eftir símskeytum frá Amsterdam að upp- þot mikið hafi orðið á þingi Prússa nýlega. — Þingmaður einn af flokki íhaldsmanna, Osten að nafni, réð- ist á jafnaðarmenn með allsvæsn- um ásökunum um skort á föður- Iandsást. Flokksmenn hans tóku undir meö honum og æptu : »Svik- arar við föðurlandið«, en jafnaðar- menn æftu á móti. Osten las upp kafla úr flugriti, sem dreyft hafði verið út í Essen. Meðal annars stóð þar: Heimilisfeðurnir eru sendir til blóðvallarins, og bændurnir standa í hlöðudyrunum og neita að senda varning sinn á markaöinn. En al- þýða manna er látin svelta. Víst er um það, að svín og menn eru ekki metnir á sömu vog á þessum tímum. Þegar þetta var Iesið varð óskap- legur gauragangur í þingsalnum. i En þrátt fyrir allan hávaðann heyrð- ust hróp jafnaðarmanna: »AIveg rétt«, og varð þá enn meiri gaura- gangur. Jafnaðarmaöurinn Stroebel hóf síðan umræður um frið. Vildi hann láta gera tllraunir til að koma á stað friðarsamningum, og kvaðst sannfærður um að hvorugir mundu nokkurntíma vinna fullnaðarsigur. Sagði hann að ófriðurinn mundi enda á hruni allra þeirra ríkja sem VISIR A f g r e í ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá U. 2-3. Sími 400.— P. O. Box 367. \ feætvum Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 O r u s t a n við Verdun í úllendum blöðum erú skýrslur um orustuna við Verdun fram að mánaðamótunum. Hún hafði þá staðið í viku. Mánudaginn 21. þ. m. stóð látlaus skothríð og fram á næsta dag. en þá tók fótgöngulið Þjóðv. að sækja á. Á þriðjud. náðu þeir á sitt vald Haumontskóginum og næsta dag Haumontþorpi. Á fimtudaginn mistu Frakkar Brabant, Samogneux og Ornes, en þá viröist framsókn Þjóöverja hafa stöövast um hríð. Eftir þessa 5 daga orustu hafa þá Frakkar hörfað undan á 19 mílna (enskra) svæði, sumstaðar 4 mílur. Fallbyssur Þjóðverja voru þá ekki nema 7 mílur frá Verdun. Síðla næsta dag, eða á föstudaginn, tóku Þjóðverjar eitt af útvígjum Verduns, Kvennhetjan frá Loos. --- Frh. lagði blítt hendina á öxl mér: ,Komið þér nú“, sagði hann. Hinn særði var borinn heim til mín aftur það þótti ekki óhætt að flytja sjúkrahælið á meðan að óvinirnir væru enn að ráta um rústirnar. Móðir mín vissi ekkert um, hvað við hafði borið, en hún sá á mér, að eitthvað stórkostlegt mundi hafa komið fyrir mig. Eg var að fram komin af þreytu og geðshræringu. Hún sagði mér að setjast og gaf mér kaffibolla. En eg var ekki með sjálfri mér. Elna huggunin var að samviska mín sagöi: „þú hefir frelsað særðan hermann!“ Eg held það komi einungis fyrir í skáldsögum að kona, sem hefir komist í lífsháska og varist eins og eg, haldi jafnvæginu eft- ir sem áður. Eg ætlaði alveg að sleppa mér, en þá tók lækn- irinn það ráð sem dugði. „Ungfrú mín góð“, sagði hann, »nú verðið þér að fara að hjálpa mér aftur“. Um mörg sár var enn eftir að binda og var það hepni fyrir mig áð eiga nú annríkt. En hver hryllingin tók við af annari. í garðinum lá fult af dauðum og deyjandi mönnum. Eg gleymi aldrej skoskum hermanni, sem lá meðvitundarlaus á börunum, þegar hjúkrunarmennirnir komu með hann. Annar fóturinn hafði verið skotinn af honum, en hann hafði náð í hann og hélt hann honum dauðahaldi,fast þrýstum að brjóst- inu, svo ómögulegt var að ná honum af honum. þegar hjúkr- unarmennirnir fundu hann hopp- aði hann enn um á einum fæti, með hinn í faðminum, en svo datt hann um og þeir tóku hann. Nóttin kom og var hræðileg. Við gátum ekkert ljós haft til þess að óvinirnir skyldu ekki miða á okkur, en urðum að kveikja á eldspítum þegar við þurftum að ganga um, svo ekki gengjum við ofan á þessa dauð- veiku menn. Einn ungur piltur hafði óráð og söng alla nóttina og var það hörmulegt að hlusta á. — Annar sem innyflin höfðu skemst í við skotsár kvaldist af þorsta og kallaði í sífellu : W a- t e r, vatn, vatn! En að gefa honum að drekka var sama, sem að drepa hann og eg hafði því ekki annað ráð en að dýfa fingri mínum í vatn og strjúka varir hans. það er ómögulegt að hugsa sér meiri kvalir og meiri eymd en eg heyrði og sá þessa nótt. Um kl. 11 kom önnur sprengikúla niður á húsið okkar, en veggurinn datt út á stræiið og drap engan sjúkling fyrir okkur. „Að hugsa sér“, sagði hr. Burns, „að þetta skuli samt vera óhult- asti staðurinn fyrir sjúklinga vora!“ þegar leið á nóttina kom Eng- lendingum liðsauki, sá eg þá í fyrsta sinn Hindúa. Einnig komu hjúkrunarmenn með vagna til að flytja burt þá sjúklinga er þurfti að skera og fór dr. Burns með þeim. „þakka yður fyrir hjálp- ina“, var alt sem hann sagði við T I L M I N N I S: Baðhúsið opið «•. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarstskrifjt. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk.sunnd.8Vj siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið Þ/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5 —6. *)} \ 5 \ . í honum ættu, — ef til vill með stjórnarbyltingu. Hóla-strandið. f enskum blöðum frá 28. þ. m. er skýrt frá því, að Hólar hafi slranclað hjá Rattray Head. Skips- höfninni, 15 manns, var bjargað. mig og grunaði mig þá lítið að hann mundi muna eftir mér og sýna mér þann sóma, að tala um mig við yfirvöldin ensku. En þó að fjöldi sjúklinga hefði verið fluttur burt, þá var nóg eftir og til að annast þá kom nú enskur læknir, sem talaði mikið betur frönsku en dr. Burns og félagi hans. Hann lét mig hjálpa sér og var ánægður yfir þeirri æfingu sem eg þegar hafði fengið. „Við erum tveir læknar“, sagði hann brosandi við mig. Loksins var þessi langa nótt á enda og birti af degi, sunnudag- inn 26. september. Læknirinn hvíldi sig dálítið og tók fram nestispoka sinn og bauð mér að borða með sér, en eg gat ekki borðað og enn iiðu 2 dagar áður en eg gat borðað eða sofnað. Klukkan tíu um morg- uninn heyrði eg hljóð og brá mér, því eg þekti rödd litlu syst- ur minnar. Eg stökk út í garð- inn, þaðan kom hljóðið, og mætti eg þá hjúkrunarmanni með syst- nr mína í fanginu. Systkinum mínum fanst skothríðin minni og stálust því út, en varla var Mar- grét litla komin upp úr kjallar-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.