Vísir - 16.03.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 16.03.1916, Blaðsíða 3
VÍSIR Smith-Dorien hershöfðingi Breta, sem varð aö láta af herstjórn í Austur-Afríku, er nú kominn til London, Er hann enn mjög veikur. Skipatjón Breta í febrúar. —:o:— Skýrsla er nýkomin út um skipa- tjón Breta í febrúarmánuði. Hafa þeir mist 27 seglskip, samtals 7599 smálestir (netto), Sex af þessum skipum var sökt af óvinaherskip- um. Af gufuskipum hafa farist 42 skip, samt. 56856 smál. Tíu þess- ara skipa söktu óvinaherskip og voru þau samt. 26,651 smál. Einu gufuskipi litlu (586 smál.) sökti Zeppelinsloftfar. — Alls týndust 420 manns af farþegum og skips- höfnum. mel ^msum Vú\xm qq geickm, Jt^f^YYivtt. Sturla Jónsson, 40--50 stúlkur verða ráðnar til Siglufjarðar og Eyjafjarðar til síldarvinnu í samar, að v *M\sv ^rvtttvv? ^uyvoIJ Ste^ÍYissotv, LvUalvoUv. Heima kl. 12—2 daglega. Drekkið Mörk CARLSBERG Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fási alsiaðar Aðalumboð fyrir ísland Nathan 8* Olsen Oddur Gíslason yfirréttarmálaflutnlngsmaður Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Sími 26 Péiur Magnusson yfirdómslögmaður, Qrundarstíg 4. Sími 533 Heima kl. 5—6. Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrlfstofa Aðalstræti 6 (uppi.) Skrifstofutími frá kl. 12-1 og 4-6 e. h Talsími 250. Trygð og slægð [Eftir Guy Booihby. 89 ---- Frh. Þjóðverjinn hristi höfuðið. Svo sagöi hann stilt og gætilega: — Jæja, vinur minn, ef þér vild- uð koma með mér, þá skal eg tala við yður um máliö. Það eru svo margir sem segjast þekkja Jóhann Schmidt. En Jóhann þekkir þá ekki. Ef þér komið inn í skrifstofuna mína getum við talað saman þar. Browne fór á eftir honum inn fyrir tjaldið og kom þar inn í mjög þægilega eða jafnvel skraut- Iega útbúið herbergi. Á veggjunum héngu verðmætar myndir, og á milli þeirra ýmsir fágætir munir, sem safnað hafði verið saman frá hær öllum löndum Austurálfunnar. Alstaðar myndi herbergi þetta hafa v«rið talið einkennilegt, en á þess- um stað, þar sem svo mikið var um óþrifnað og skrýlsháttu, var það alveg einstakt. Þjóðverjnn bauð Browne sæti í stórum bambusstól. En áður en hann settist, afhenti Browne Þjóðverjanum bréfið frá Sauber. Schmidt opnaði bréfið og Ias það gaumgæfilega, og liðu nær fimm mínútur áður en hann tók til máls. Þessar löngu þagnir reyndu mjög á þolinmæði unga mannsins. Hann sá að þessi maður myndi ekki fara sér óðslega, þótt líf og velferð annara lægi við. Deyfð Austurlandabúans var hjá honum samfara seinlæti hans eigin þjóðar. — Nú, þegar eg hugsa mig betur um, þá man eg eftir herra Sauber, sagði hann loksins. Einu sinni vorum við mjög góðir vinir, en það er langt síðan eg hefi frétt nokkuö af honum. — Og hann ruggaði höfðinu hátíðlega, þangað til gleraugun voru rétt dottin af nefinu á honum. Endurminning- arnar, hverjar sem þær voru, virt- ust vera harla þægilegar, þó að Browne skildi ekki í hverju það lá. — En, svo við víkjum að efni bréfsins, sagði Browne í örvænt- ingu. Haldið þér að þér getið hjálpað mér? — O! það hefi eg ekki hug- mynd um, sagði Schmidt. Eg veit ekkert hvaö þetta er. Ef það væri kinverskt silki eöa dýrgripir, eða eitthvað þess háttar, þá gætuð þér ekki dottið ofan á neinn heppi- legri mann en Jóhann Schmidt. Browne vissi ekki hvað hann átti að segja. Án þess að vita vissu sína um að þetta væri rétti maðurinn, þorði hann ekki að ljósta upp leyndarmáli sínu viö matm, sem ekki virtist sinna neinu öðru í lífinu en að sitja með krosslagða fætur og fylla pípuna sína og reykja þangað til herbergið var orðið fult af tóbaksreyk. I fám orðum sagt, sagði Browne og lækkaði röddina, svo að ekki heyrð- ist til hans af öðrum en mannin- um sem gegnt honum sat, mér skildist á herra Sauber, að ef vin- ur manns hefði lent í þeirriógæfu, að neyðast til að dvelja Iengur á einhverjum ákveðnum stað, en heilsu hans eða hugarrósemi hentaði, þá væri ef til vill með yðar aðstoð VANDAÐAR og ÓDÝRASTAR Líkkistur seljum við undirritaðir. v Kisturnar má panta hjá ,, ' hvorum okkar sem er. Steingr. Guðmundsson, Amtm.st. 4. Tyggvi Arnason, Njálsg. 9. Til kaups óskast gott, stórt, en brúkað ferðakoffort. Jörgen Hansen, Hverfisg. 30. Vátryggið tafalaust gegn eldi vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason Sæ- og stríðsvátrygging Det kgl. oktr. Söassurance Komp Miðstræti 6, Tals. 254. A. V. TULINIUS. Aðalumboðsmaður fyrir fsland Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar. Skrifstofutími 8—12 og 2—8. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. t\mante$a. Prentsm. Þ. Þ. Clemenlz — 1916 hægt að koma honum þaðan í burtu. Schmidt tók nú í fyrsta sinn pípuna út úr sér og horfði á Browne. — Fyrirgefið þér, vlnur minn, en eg skil hvorki upp né niður í því sem þér segið, svar- aði hann. Ef staðurinn, sem vinur yðar dvelur á er óhollur fyrir heilsu hans, hvers vegna fer hann þá ekki þaðan? — Sannleikurinn er sá, herra Schmidt, sagði Browne þegar haun sá að hinn vildi ekki skilja hálf- kveðna vísu, að vinur minn einn er í haldi á eyju nokkurri. Hann er heilsulítill og vinir hans vilja ná honum þaðan í burtu. Mér hef- ir verið sagt, að ef samkomulag gæti náðst við yður, þá kynnuð þér að geta hjálpað honum til að flýja. Er það rétt? — Góði vinur, svaraði Þjóð- verjinn, nú verð eg að segja, að þér talið alt of ljóst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.