Vísir - 25.03.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 25.03.1916, Blaðsíða 2
YÍSIR VISIR A f g r e i ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kL 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl SaumastofaD á Laugavegi 24 Bjarnaborgin og Morgunblaðið. —:o:— Grein mín í »Vísi* í gær um Bjarnaborgarkaupin hefir stigið rit- stjóra »Morgunblaðsins« óþægilega til höfuðsins. Eftir lítilli athuga- semd að dæma, sem hann lætur t blað sitt flytja í dag, skilur hann grein mína þannig, aö eg álíti að »menn brenni« fremur »inni« í »borginni« ef bærinn kaupi hana! Eg vil frábiðja mér þenna skiln- ing á greininni, bæði vegna sjálfs míns og bæjarstjórnarinnar, enda mun enginn maður með fuliu viti skilja hana þannig nema ritstjóri »MorgunbIaðsins.» Vilji ritstjóri »Morgunbl.« enn halda fram þess- um skilningi, þá vil eg skora á Hann aö fá einhvern mann til að halda honum fram með sér og rök- styðja og standi hann uppi sem glóp- ur ella. — Vill ekki ritstj. reyna að trúa því, að í húsi, sem bærinn notar aðallega handa þurfamönnum sfnum, verði aðallega konur, giftar og ekkjur, börn og gamalmenni? Eg held hann geri það þegar hann hugsar sig um. Hitt ætlast eg ekki til að hann skilji, þó allir skilji það aðrir, aö slíku fólki muni verða óhægra um bjargráð í eldsvoða, en karlmönnum og kvenmönnum á besta aldri, íausu og liðugu, og er þó ekki með því sagt að eg telji þesshátíar fóiki óhætt í Bjarna- borg í snöggum eldsvoða. Ekki ætlast eg heldur til, að ritstj. sjái það, sem þó má vera öllum í aug- um uppi, að bæjarstjórn höfuðstað- arins getur ekki látið sér sæma að hafa hjálparlitla nauðuga þurfamenn sína í þeirri hættu, sem prívat-hús- eigendur geta boðið fólki af öllu tagi, sem undir hana gengst af fús- um vilja. Eg ætla að nota tækifæriö og benda á eitt enn, er eg gleymdi í Metusalem fóhannsson í Hafnarfirði selur með góðu verði: Segl og segldúk, síldarnet, ádrátt- arnætur, blakkir, kaðla og fleira. — Enn fremur Sængurfatnað. Skipstjóra og stýrimann vantar á gufuskip sem á að stunda síldveiðar á Eyjafirði í sumar. A. v. á. Til leigu nú þegar eða 14. maí lítið hús í Hafnarfirði á fyrirtaks góðum stað fyrir kaffi- eða matsölu. — Semjið sem fyrst við eigandann » Talsími 10 eða 13. Aðalfundur í Framfarafélags Reykjavíkur verður haldinn sunnudaginn 26. marz kl. 5 síðdegis í Iðnaðarm.húsinu. 1. Lagöir fram endurskoðaðir reikningar. 2. Leitað samþykkis fundarins um tillögu félagsstjórnarinnar um fjárveitingu úr sjöði fálagsins. 3. Kosin stjórn. Stjórnin. grein minní í Vísi. Bjarnaborg er á öðrum enda bæjarins, og því afarlangt frá brunastöð og slökkvi- tækjum, og er það ekki lítið atriði, þegar ræöa er um eldsvoðahættu. Annars er þetta mál alvarlegra en svo, að menn ætti að láta sér sæma að ræða nm það með rakalausum slettiorðum, eins og Morgunblaðið í gær. Bæjarstjórnin ætti að vera einfær um aö verja gerðir sínar í þessu máli, og bera ábyrgð á þeim, enda býst eg við að henni muni lítt duga vörn Morgunbl. og ábyrgð þess, ef þetta mál skyldi ráðast illa. En af því að allir vita að ritstjóri Morgunbl. kann ekki að færa rök fyrir máli sínu, þá má fyrirgefa honum þetta gönuhlaup, nema fyrir honum vaki í þessu máli eitthvað líkt því og geta mátti sér til um hug hans í haust er Ieið, þegar hann óskaði þess í blaði sínu, að borgarísjaki, sem stóð á skipaleið norður á Húnaflóa ræki ekki að landi. 23. marz 1916. Árni Árnason frá Höföahólum. ReMuíl - drifatai. Það er þakkarvert hvað sem gert er til þess að fræða almenning um bjargráð og björgunartæki fyrir skip og báta. Því miður hefi eg ekki séð grein þá, Ipr hr. Sveinbjörn Eg- ilsson hefir ritað í Ægi um rek- dufl, en þess væri full þörf að geta þeirra ítarlega í einhverju víðlesnu blaði, því þaö er minstur hluti sjó- manna á opnum bátum, sem hafa gagn af því, þó hægt sé að fá að sjá þau hér í Reykjavík. Mér find- ist því nauðsynlegt að lýsa þeim svo að menn út um land geti búið sér þau til sjálfir, eða í það minsta viti hvað það er, sem verið er að tala um, því mér finst nafnið »rek- dufl«, sem hr. S. E. notar, vera svo .villandi, að fáir muni þeir er viti við hvað er átt, mér finst því miklu nær að nefna það því nafni er næst liggur notkunar vegna, nfl. rekak- keri eða drifakkeri, þar sem áhald þetta er notað til þess að halda bátn- um upp í ölduna í stórsjó, enda munu flestir íslenzkir sjómenn Ieggja aðra meiningu í orðið »dufl«. Drif- akkeri er ekki ætlað að fijóta ofan T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrifjí. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk.sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til viö- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið Þ/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaöahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. lcl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. ttf leigu ásamt 2 herbergjum á besta sfað í bænum nú þegar. A. v. á. á, heldur mora í kafi, annars yrði það að Iitlu gagni. Drifakkerið sem hr. S. E. hefir útvegaö til fyrirmyndar, er gagn- ólíkt því drifakkeri er hr. M. And- ersen formaður stnábátsins »Ocean« er lagöi leið vestur um Atlantshaf 1886 ráðleggur, en hvort betra er skal eg láta ósagt; reynzlan mun þar sem annarsstaðar skera úr. Drif- akkeri það er hann ráðleggur er ferhyrndur segldúksftötur, saumaður úr 4 segldúksþríhyrnum er mætajt í miðju og svo fest á trékross, en kaðallsaumaður á yztu brúnoghring- ir í endum á öllum krossálmunum fyrir kaöla, en úr einu horninu hang- ir járnlóð mismunandi að Þyngd eftir stærð flatarins, til þess að halda því réttu á rönd og f kafi, svo það veiti mótspyrnu er aldan rís og bát- urinn togar í með 30 faöma færi (gildum og sterkum kaðli) dregur það bátinn ef brotsjór er það upp í holskefluna að sjaldan mun saka, þó hún falli. Hvaða nöfn eða hvert áhaldið er heppilegast má deila um, en hvað sem því líður á hr. Sveinbjörn Eg- iisson þakkir skiiið fyrir að hafa hreyft þessu máli og hrynt því af stað, en ákjósanlegast væri að hann vildi rita um það ítarlegar í eitt- hvert aðalblaðið svo sjómenn víðs- vegar út um land geti kynst þessu 0 sem öðru er að bjargráðum sæfara lýtur. Þorst. Finnbogason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.