Vísir - 27.03.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 27.03.1916, Blaðsíða 4
V f'S l R sted til kl. 1 og fylgdi hann þeim sjáiíur til dyra og varð þá einkis var. En þegar vakið var npp á 3. tímanum fór Lárus fram í and- dyrið og var þar þá alt fult af reik, en fólkið fór út um bakdyrnar. Starf siökkviliðsins. Pað er agalegt að vakna við kall brunalúðursins að nóttu til hér í Reykjavík í öðru eins veðri og verið hefii hér undanfarna daga og nœtur. Og mikill ótti mun hafa gripið þá fiesta sem vökn- uðu við það í nótt. Mun mörgum hafa flogið í hug, að mestur hluti bæjarins myndi nú brenna til ösku. Og óhætt er að segja að betur hafi farið en á horfðist, er" að eins eitt hús brann. Að siökkviliðinu tókst að hindra útbreiðslu eldsins má að sjálfsögðu þakka ágætri framgöngu þess. Lagði það alt kapp á að verja eldinum eð brjótast út og tókst það svo vel, að hitinn frá húsinu varð ekki meiri en svo, að ekki tók hélu af gluggum á nœsta húsi í fárra faðma fjarlægð, og tókst að slökkva eldinn f húsinu um kl. 8 í morgun. Var austurhluti þess þá allur brunn- inn innan, en alt húsið síendur þó uppi. Vesturendi hússins er lítt brunninn innan. Mest gagn reyndist að mótordælunni eins og í vor. En flt er til þess að vita, hve seint bæjarstjórninni hefir gengið að ná í slöngu á hana. Varð að notast við sömu slöngu og í vor, en hún er nú gauðrifin. Eitthvert ólag var á dælunni um tíma en fljót- Iega tókst að bæta úr því. Afstaða næstu húsa. Hús standa mjög þétt á þrjá vegu við húsið sem brann. Að norðan hin stóra bygging Jóns Sveinssonar, nr. 14 við Pósthús- stræti og hús Árna Nikulássonar rakara. Að vestan: hús Jóns Sveinssonar, nr. 3 við Templarsund; öll úr tré. Að austan eru hús- in í Lækjargðtunni, stór tréhús og bakhús inni í garðinum rétt hjá húsinu sem brann. En fyrir sunnnan er allstórt autt svæði að Iðnaðarmaanahúsinu. En þó að húsin standi þétt, þá varð afstaða þeirra til þess að hjálpa slökkviliðinu, því húsið sem brann stóð í skjóli. Stórhýsi Jóns Sveinssonar við Pósthússtræti stóð áveðurs við það, og vindurinn mátti sín lítils, og sló honum þannig fyrir hús Árna Nikulássonar, að hann stóð norð-austan á bálið, en það varð tii að bægja því frá húsunum við Lækjarg. en í suð-vestur er steinhús Sigurjóns Sigurðssonar í svo mikilli fjarlægð að því staf- aði lítil hætta af. Pað húsið sem hættast var við að kviknaði I hefir sennilega verið nr. 14 við Pósstræti því að það stóð Jang- næst brunanum, en ekki varð hiíinn á því meiri en svo að ekki tók hélu af glugga sem bálið blasti við. Og úr því að slökkvilið- inu tókst að koma í veg fyrir að eldurinn brytist út í gegn um járnið, var hættan auðvitað lítil. A11 ir rólegir. Tiltölulega fáment var á brunasvæöinu, og í húsunum í kring voru allir rólegir. Eitthvað var byrjað að flytja úr húsinu nr. 12 við Lækjargötu, en ekkert flutt úr öðrum húsum. Sáu menn þeg- ar að slökkviliðið hafði algerlega náð valdi yfir eldinum og því á- stæðulaust að fiytja út. T j ó n i ð af þessum bruna er tiltölulega lítið. Höfðu þeir Blöndal og Fjeldsted báðir vátrygða innanstokksmuni sína, en auðvitað ekki svo hátt, að þeir hafi ekki beðið nokkurt beint tjón af brunanum, auk þess óbeina, sem altaf er samfara slíkum óhöppum og oft og einatt •r óbætanlegt. Uppboð á heyi, stör og tööu, verður haldið á Vesturgötu 17 (pakkhúsinu) þriðjudaginn 28. þ. m. kl. 12 á hádegi. [ TAPAЗ-FUNDIÐ ] Budda með 5 kr. í o, fl. hefir tapast. Skilist í prentsm. Vísis gegn fundarlaunum. [278 r KAUPSKAPUR I Morgunkjólar smekklegastir, vænst- ir og ódýrastir; sömuleiðislangsjöl og þríhyrnur eruávalt til sölu íGarða- stræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). [1 Morgunkjólar góöir og ódýrir fást og verða saumaðir á Vesturgötu 38 niðri. [2 Morgunkjólar hvergi betri né ó- dýrari en í Doktorshúsinu (Vesturg.) _____________________________[3____ Barnavagga til sölu í Bankastræti 10. [271 Handvagn nýr eða brúk- aður óskast til kaups. Árni Eiríksson, Austurstræti 6. [255 r — VINNA 1 Vinnukona óskast á gott heim- ili í Borgarfirði frá 14. niaí í vor. Afgr. v. á. [248 Röskan dreng til snúninga, vant- ar mig nú þegar eða 1. apríl. — L. Bruun, Skjaldbreið. [249 Röskur drengur getur nú þegar fengið atvinnu í rakarastofunni í Bankastræti 9. [261 Lipur stúlka, fermd í haust eða vor óskast frá 1. apríl eða 14. maí til aðstoðar húsfreyju á tveggja manna heimili. A. v. á. [269 Stúlku vantar í bakarí frá 14. maí eða 1. júlí. A. v. á. [275 Stúlka óskast í vist frá 14. maí Laugaveg 42, niðri. [276 Mann vantar í vinnu yfir lengri tíma. Uppl, á Frakkast. 25 [277 [ H ÚS N ÆÐ I ] Nýr Panser kvenhjólhestur er til sölu. A. v, á. [231 Brúkaðar sögu og fræðibækur fást altaf með niðursettu verði í Bóka- búðinni á Laugavegi 22. [40 Nokkur folaldaskinn til sölu á Bakkastíg 5 (niðri). [280 Barnlaus hjón óska eftir 2—3 herbergjum ásamt eldhúsi 14. maí. Fyrirframborgun ef óskað er. A. v. á. [234 Herbergi til leigu fyrir einhleyp- an frá 1. apríl. Fæöi fæst á sama stað. Ingólfsstr. 4. [273 í Ingólfshúsinu eru 2—3 herbergi til Ieigu, ásamt aðgangi að eldhúsi og geymslu 14. maí næstk. Aöeins fyrir einhleypt fólk eða barnlaus hjón. [279 Matth. Ólafsson. Mótorbátur og fiski- kutter til sölu. 16 tons mótorbátur úr aik meö 22 hesta 2ja ára gamalli Dan- vél góðri. — Fiskiskonnert 48 tons koparseymd, henni getur fylgt 32 hésta Alfa mótor. Fiskikútter 69 tons. 16 hesta Avance mótor að eins lítið brúkaður. Lysthafendur snúi sér til O. Ellingsen, Reykjavík, sem gefur allar frekari upplýsingar. Til síldarvinnu á Eyjafirði yfir síldveiðatímann raeð eg nokkrar duglegar stúlknr. Hátt kaup. Sigurjón Pétursson Hafnarstræti 96

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.