Vísir - 03.04.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 03.04.1916, Blaðsíða 3
I VLSIR Chairman og ViceChair Cigarettur eru bestar, REYNIÐ ÞÆR. Pœr fást í öllum betri verslunum og í heildsölu hjá T. Bjarnason, Umboðsverslun Templarasundi 3 Sími 351 vantar Drengi til að bera Vísi út um bæinn. T ■ sem kynnu að vilja selja Laugar- P 01 jP nesspítala, um eitt ár frá 14. maí ‘ næstkomandí að telja, hérumbll 50 Iftra nýmjólk, helmflutta á hverjum morgnl í hús spftalans, sendi mér tiiboð sín með lægsta verðl fyrir 15, aprii næsk Laugarnesspítala 18. marz 1916. Ejnar Markússon. Ráðvönd, verslunarvön og lipur Stúlka getur fengið a t v i n n u við innanbúðarstörf við verslun KONRÁÐS HJÁLMARSSONAK, Norðfirði. Semjið við Jónas Andrésson, til viðtals í Bernhöfts- bakaríi daglega kl. 12. Otna og eldavélar frá Svendborg, stærst úrval í bænum. Laura Nielsen. LOGMENN Prentsm. Þ. Þ. Clementz — 1916 Oddur Gíslason yfirréttarmálaflutníngsmaOur Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Sími 26 Pétur Magnússon yflrdómslögmaOur, rundarstíg 4. O Sími 533 Heima kl. 5—6. Bogl Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaöur. Skrifstofa Aöalstræti 6 (uppi.) Skrifstofutími frákl. 12-1 og 4-6 e. hj Talsími 250. J||^ATiRYGGINGA^U Vátryggið tafalaust gegn eldi vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. 1 Aðalumboðsm. G. Gíslason Sæ- og stríðsvátrygglng Det kgí. oktr. Söassurance Komp Miðstræti 6, Tals. 254. A. V. TULINIUS. Aöalumboðsmaöur fyrir fsland Det kgl. octr. Brandassurance Comp Vátryggir: Hús, húsgögn, vðrur alskonar. Skrifstofutími 8—12 og 2—8. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. Trygð og slægð Eftir Guy Boothby. 107 ---- Frh. Vélstjórinn og skipstjórinn fóru nú í burtu. Og þegar dyrnar höföu iokast á eftir þeim settust hinir við að fhuga málið. Það var ekki svo auövelt að komast að niðurstöðu um það hver valdur væri að þessu. Ef verið var að leita að þeim, þá var hætt við að sendur yrði bátur um borð og leitað í skipinu stafn- anna milli áður en þeir væru vissir um að maðurinn væri um borð. Verra gat ekki komið fyrir en að hann fyndist. En hvar átti að fela hann? Þeir brutu heilann um þetta árangurslaust. Þeir gátu engan stað fundið sem væri örugur, Maas stakk upp á að geyma hann í skipskistunni. ~ Þar leita þeir fyrst af öliu, sagöi Andrew. Sá eini staður sem mér getur dottið í hug er að við geymum hann í ieykháfnum. Eg get farið þangað með honum til þess að sjá um að hann geri eng- an hávaða. — Þetta er ágæt uppástunga, sagði Browne. Þar er nóg rúm og þar leita þeir aldrei. Ef þér viijið taka að yður að koma honum þangað, þá ætla eg að finna ungfrú Petrowitch á meðan. Segja henni hvað fyrir hefir komið og hvað við ætlum aö gera. — Og er ekkert sem eg get gert til hjáipar, sagði Maas og reis nú upp. — Jú, sagði Browne. Þér getið haft auga á herskipinu og sagt okk- ur þegar það er komið ískyggilega nærri. En meöal annara orða. Hvar ætli Foote geti verið? Það er ekki líkt honum að vera fjar- staddur þegar eitthvað er um að vera. Hann beið ekki eftir svari en hljóp nú niöur til Katrínar. Hann barði á dyr og bað Katrínu að klæða sig eins fljótt og hún gæti. Stúlkan hefir Iíklega heyrt á rödd- inni að eitthvað óvenjulegt væri á seyði því hún var fljót að klæða sig og þá sá Browne að hún var náföl. — Hvað hefir komið fyrir? spurði hún. Eg sé að það er eitt- hvað slæmt. Segðu mér alt fyrir alla muni. — Það hefir dálítið óskemtilegt komið fyrir, sagði Browne. í fyrsta lagi hefir einhver óþokki skemt svo vélina í skipinu að við ekki komumst af stað. En |jað sem verra er, er það að rússneskt her- skip er á leiö hingað til okkar. — Rússneskt herskip! hrópaði hún óttaslegin. Heldurðu að það sé að leita að okkur? — Það get eg ekki sagt fyrir víst, sagði Browne. En það er ekki þaö ólíklegasta. — Ó, Jack, Jack! hrópaði hún æst. Hvað sagöi eg ekki í upphafi? Þetta er alt mér að kenna. Eg vissi að eg myndi færa þér óham- ingju. Nú hafa orð mín ræzt. — Þetta er hreint ekki þér að kenna, svaraði Browne. Það eru áreiðanlega brögð í tafli. Annars hefði þetta ekki komið fyrir. Browne varð hissa á aö hún skyldi ekki minnast á gamla mann- inn föður sinn. Hún hlýtur að hafa lesið í hug hans því að nú sagði hún hálf stamandi: — Eu ef þetta er rússneskt her- skip, hvað verður þá af veslings föður mínum? — Við ætlum að fela hann, svaraði hann. Andrew hefir tekið það að sér að koma honum á ör- uggan stað. Þar verður hann unz skipið er horfið aftur. Trúðu mér, þeir skulu aldrei taka hann. Þau þögðu bæði dálitla stund. Þá sagði Katrín: — Það væri voðalegt ef þeir næðu honum einniitt þegar hann er að sleppa, — Þeir skulu ekki taka hann, hélt Browne áfram. En þú, góða mín, æítir nú að fara og segja frú Bernstein hvað fyrir hefir komið. Ef Rússar senda bát um borð, þá ætla eg að biðja þig að vera al- klædd og koma upp á þilfar, því að þeir munu viija fá að leita einn- ig í þínu herbergi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.