Vísir - 06.04.1916, Side 2

Vísir - 06.04.1916, Side 2
VÍSIR VISIR A f g r e i ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá *kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá Id. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 ‘Jvá úU'óudum. Búöum lokað. Englendingar hafa nýlega sett lög, sem heimila stjórninni að loka búðum, sem af þýzku bergi eru brotnar. Er sagt frá því í T i m e s ný- lega, að þá hafi á einum degi verið lokað 14 slíkum búðum. í tölu þeirra var hin heimsfræga blýantaverzlun Johann Fa- b e r, sem hvert mannsbarn á íslandi þekkir af eigin raun. Líknársjóður »Times«, Stórblaðið „Time s“, eign Lord Northcliflte’s hefir gengist fyrir samskotum til Rauða kross- ins brezka. Námu þau í byrjun f. m. 3 405 511 sterlpd. og gert ráð fyrir, eftir fenginni reynzlu, að þau mundu komast upp í hálfa fjórðu miljón sterlingspunda, eða 63 miljónir króna, um þessi mánaðamót. Mun þetta mestu samskot, sem nokkurt eitt blað hefir nokkru sinni stofnað, og sýnir ljóslega hvert vald Times hefir, þóttrægt hafi verið, sem önnur Lord North- cliffe’s blöð, jafnvel hér úti á íslandi. Flugvélasjóður »Daily Mail« þá hefir annað blað Lord Northcliffe’s efnt til samskota til þess að auka flugvéla„flota“ Breta. það er heimsfrægt orðið hversu Daily Mail hefir lagt afskaplega mikið í sölurnar til þess að efla flugíþróttina, og það jafnt löngu áður en nokkur hafði hugmynd um að til styrjaldar kæmi. Nú hefir það sýnt sig að hið mesta gagn má verða að flugvélum í ófriði. Hefir blaðið því gengist fyrir samskotum til þess að koma upp nýjum vélum handa hernum. Nema þau samskot nú alt að 100 þúsundum punda, og nægja til þess að kaupa fyrir 50 nýjar flugvélar. Eins og kunnugt er, var Lord Northcliffe boðiö hið nýja ráð- herraembætti lofthernaðar, en hann hafnaði því sakir þess, að hann gæti eigi unnið saman með svo athafnalausri stjórn, sem þeirri, er nú sæti að völdum. Rússar hefja sókn. Rússar hafa hafið sókn gegn þjóðverjum frá Eystrasalti og suður undir Galizíu. Sýnast þeir nú hafa nægan her á að skipa og vera vel birgir af skotfærum. Má meðal annars marka það af tilkynningum þjóðverja sjálfra. í tilkynningu frá þeim 27. f. m. segir svo: „Rússar gerðu aftur í gær áhlaup á her Hindenburgs hers- höfðinga og sóttu fram af miklu kappj. Fyrir norðan og vestan Jakobstadt höfðu þeir svo stóran her og vel búinn að skotfærum að þess eru engin dæmi á aust- ur-vígstöðvunum fyrr. Auðvitað segjast þjóðverjar hafa heft framsókn Rússa, enda eru leysingar byrjaðar þar eystra og því óhægt um vik fyrir þá sem sækja á. Hollenzk blöð segja að þjóð- verjar hafi sent margar úrvals- hersveitir frá Flandern til austur- vígstöðvanna, en sett í þeirra stað landvarnarlið. Árnar Schelde og Lys eru í vexti og því minni hætta á að bandamenn hefji þar sókn. Fundir bandamanna. rulltrúar bandamanna hafa setið á ráðstefnu í Parísarborg. Byrjaði fundurinn 27. f. m. Voru þar saman- komnir fulltrúar frá átta þjóðum: Bretum, ítölum, Rússum, Belgíu-* mönnum, Japönum, Serbum, Portú- galsmönnum og Frökkum. Af hálfu ítala þeir Salandra forsætisráðherra og Sonnino utanríkisráðherra og Cadorna yfirhershöfðingi, en frá Bretum Asquith og Lloyd George. Ekkert var birt af því sem gerðist á fundinum. Viku síðar átti að halda annan fund í Rómaborg. Mun hann nú um það leyti að byrja. Þann fund ætlaði Asquith að sækja og halda beint þangað frá París. Bonar Law gegnir störfum forsætisráðherrans á meðan. Kafbátahernaður. Eins og skýrt hefur veriö frá í skeytum til Vísis, þá gera kafbátar bandamönnum mikinn usla. Til dæmis að taka söktu Þjóöverjar 7 skipum fyrir Frökkum og Bretum 27. f. m., en skömmu áður höfðu þeir sökt stóru farþega og flutninga- skipi suður í Miðjarðarhafi. Það hét Minneapolis og var 13,500 smá- lestir að stærö. Skip þetta var að mestu leyti eign Bandaríkjamanna þótt skrásett væri í Belfort á írland. Um líkt leyti skaut þýzkur kafbátur fundurskeyti á enskt farþegaskip í Ermarsundi. Var það á leið til Ind- lands, en átti að koma við í Frakk- landi. Skipið sökk ekki, en nokkr- ir menn drukknuðu þegar farþegar flýðu af því. Tuttugu og fimm Bandaríkjaþegnar voru með skipinu. Komust þeir allir lífs af, en sumir sárir. Tíðindamaður enskra blaða í Hol- landi kvaðst hafa frétt að Þjóðverj- ar eigi nú 300 kafbáta, Segir hann ennfremur að þeir hafi í hyggju að tilkynna hlutlausum þjóðum að þeir ætli sér að Ieggja algert hafnbann á England og muni skjóta í kaf öll skip, sem ætli sér að fara inn í land- helgi Breta. Politiken flytur þær fregnir eftir norskum ^kipstjórum að óvenju mik- ið sé um þýzka kafbáta í Norður- sjónum, og að þeir séu bæði stórir og hraðskreiöir. Wilson forseti hefir ekkert látið á sér bæra út af kafbátahernaði Þjóð- verja og hafa þó menn frá Banda- ríkjunum verið á nokkrum skipum, sem Þjóðverjar hafa sökt. Þess er jafnvel hvergi getið að hann hafi ritað þýzku stjórninni nýtt bréf. Sagan um Stóra-Björn og andarnefjuspikið Eftir J. F. Rönne. Frh. Björn þreif til hans og náði í buxnastrenginn. Eg kasta þér fyrir borð ef þú heldur ekki á- fram að róa. Hinir steinþögðu, litu ekki einu sinni við, en dulluðu með árunum. Loks gat hann sett Pránd á þóftuna og fengið hann til að taka við árinni. Björn fór síðan aftur í sæti sitt og var mikið af honum dregið. Skömmu síðar drógst ár Þránd- ar aftur, Björn lét sig það engu skifta, heldur sat kyrr og beit á jaxlinn. T I L M I N N I S: Baðhúsið opið d. 8-8, ld.kv. til il Borgarst.skrifst. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6; Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opiö sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstuð. kl. 12—1% Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Svona héldu þeir áfram nokkra stund. Úðinn var altaf jafn þétt- ur, en verstur var kuldinn. Sjór var sléttur en nokkur undiralda og myrkrið svo svart, að ekki sá spönn frá borðstokknum. — Björn heyrði við og við stunur í hásetunum. Sjálfur féll hann í nokkurskonar dvala en rankaði samt við sér þegar hann fékk kvalaköstin. Eitt skifti tók hann eftir því að þrjár árar drógust og í annað sinn að hann réri einn. Þá slefti hann 6inni ár líka. Loks tók að elda aftur. Björn sá að bátinn rak með straum und- ir brött fjöll, og fyrir stafni var vík eða fjörður, hann sá ekki hvort heldur var. Hann rétti úr sér og leit um öxl. Zebedeus sat á næstu þóftu hreyfingar- laus. — Björn hinkraði við, honum fanst sér vera ómögulegt að rísa á fætur til að vekja hásetana. Loks tók hann tygilhnífinn sinn úr skeiðunum og ýtti við Zebe- deus með hnífnum. Æ sagði Zebe lágt. Björn ýtti aftur við honum og þá æjaði hann hærra. Land kallaði Björn. Zebi leit upp. Rasmus, kallaði Björn og benti til lands. Zebedeus rétti út höndina og náði í lubbann á Rasmusi og kipti að sér. Æ, æ, æ. Takið nú til áranna, sagði Björn, um leið og hann kipti árinni upp í ræðið. Frh.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.