Vísir - 07.04.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 07.04.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR A f g r e i ö s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræu*. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá U. 3-4. -v Sími 400.— P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 MnniO: Kait Ijós Franskur maður, að nafni Dus- saud, fann fyrir nokkrum árum að- ferð ^til þess að gera rafmagns- Iampana svo úr garði, að nota mætti nær ait afl rafmagnsstráums- ins - til þess að framieiða ljós, í stað þessað venjulega eyðist 80—90 prct. af aflinu til að framleiða hita. Ljós Dussaud's er því nær alveg kalten afar bjart. — Skömmu eftír að ófrið- urinn hófst, fór Dussaud og bauö hermálaráðuneytinu sína þjónustu, en einhvern veginn fór það svo, að ekkert varð- úr því, skrifstofu- hléypidómar bönnuðu honum allar leiðir. Hann var sendur úr einni skrifstofunui f aðra þangað til hann uppgafst eftir fjögra mánaðaárang- urslausar tilraunir til að koma sér á framfæri. Ári fyrir ófriðinn — 1913 — hafði firma eitt í Berlín keypt einka- rétt á uppgötvuninni fyrir Þýzka- land. Og það er einkennilegt, að 17. júlí 1914, hálfum mánuði áður en ófriðurinn skall á, geröi þýzki sendiherrann í París fyrirspurn um þaö til Dussauds, hvort hann hefði fundið upp nokkrar umbætur" á verkfærinu. — Og fjórum dögum síðar kom sama fyrirspurnin frá sendiherra Austurríkis. Nú halda menn að Zeppelins- skipin noti ljós þetta. Franskir flug- menn, sem hafa eit þau, segja að Ijósið frá þeim hafi algerlega blind- að sig. Og áhorfandí einn segir að stundum hafi svo bjart Ijós fallið á Parísarborg frá Zeppelinsskipum að nóttu til, að eins bjart hafi orð- ið á gölunum og að degi til f glaða sólskini. En hvað sem um það er, þá hefir Gallieni hershöfö- ingi nú ákveðið að láta gera til- raunir með þéssa latnpa, hvort ekki megi nota ljósið til þess að Ieita j uppi loftskipin þegar þau eru á ferð í þoku og þykku lofti. Brjóstsykurinn og sœtindín hans Blöndahls, áreiðanlega Ijúfengust og best. Sjálfs sín vegna heimta allir sœtindavinir afkaupmanni sínum brjóstsykur úr verksmiðjunni í Lœkjargötu 6 Pvík. Menthol best gegn hœsi og brjóstkvefi No. 77 (brendur), hinn þjóðarfrægi. t Rögnv E. Magnúsen frá Fagradal. <° Dálnn 13. rnarz 1916. Kveðja frá systur lians. Ársólin hló í fagta fjallasalnum er fyrrum meö þér lék eg bróðir kær, en burt hún fló úr sorgar djúpa dalnum er- dýra hjartað þitt ei lengur slær, Þín sái var sterk, sem slegin væri siáli og stíltur, þögull, gekstu þína braut. Þilt handtak fast og hugur fylgdi máli og hjariagæzkan var þitt aðal-skraut. Eg flyt þér kveðju frænda kærra og vina, þér fararheilla óska hinztu stund. Og biðjutn öll þig mætan okkur muna, er móður, föður sérð í Edenlund. Frá dætrum mínum hjartans huldu tónar f heitust andvörp falla í þfna sál, sem árstjörnur um ásýnd þína ljómar og endurspegla heiiagt kærleiks bál. Vertu nú sæll, þú kvaddir dimma dalínn og djúpið huída örugt lagðir á. Vertu nú sæll og faðmi drottins falinn brátt fæ eg þig að líta Kristi hjá. Arndis R. Magnúsen. Sagan nm Stóra-Björn og andarnefjuspikið Eftir J. F. Rönne. Frh. þeim miðaði nú drjúgum áfram því fallið var með þeim. Snemma um morguninn voru þeir komn- ir inn á víkina og sáu þar hús og bryggju og þar lentu þeir að lokum. Stórt Björn skreið í land, en svo var hann máttfarinn, að hann varð að hvíla sig við geymsluhússvegginn. Eftir það "fór honum að ganga betur og loks komst hann að neðsta hús- inu þar barði hann að dyrum með hnífskaftinu. þá var lokið upp glugga. Einn af heimamönnum rak höfuðið út um gluggann. Hvað gengur á ? Hver er úti ? það er Björn. 'Á, er það Björn. Eg man ekki til að eg hafi séð þig fyr — ertu fullur. Eg er veikur. Já eg þekki þá veiki, sagði heimamaður og ætlaði að loka glugganum, en Björn stakk hend- ínni í milli. það liggur á. Hvað liggur á? Mennirnir í bátnum. Nú fór heimamaður að spyrja Björn spjörunum úr. Hann var kaupmaður í þorpinu. — Síðan klæddist hann og gekk ofan að bátnum. Kaupmaðurinn varð svo skelkaður af því sem hann sá þar, að hann tók til fótanna og hljóp alt hvað af tók upp í bæ- inn tii þess að ná í menn til hjálpar. Björn settist á kassa og hallaði sér upp að geymsluhúss- veggnum. Ekki leið á löngu áður menn tóku að fiykkjast ofan að bryggj- unni og lintu ekki á spurning- um. En Björn var svo máttlaus, að hann nenti ekki að svara. — Menrt sáu líka að hér þurfti hjálp- ar við, síðar meir var hægt að seðja forvitnina. Veslings mennirnir voru nú dregnir hver á fætur öðrum upp úr bátnum. það varð að bera þránd, hinir gátu gengið ef tveir menn studdu þá. Björn raklest- ina óstuddur. Ekki inn í stofu! Ekki inn í stofu, sagði hann er hann sá að bera átti þránd inn, látið þá í úthýsi. þeir sem báru þránd staðnæmd- ust og hikuðu við. Látið þá í úthýsi, segi eg, við erum ekki í húsum hæfir. þeir sáu að Björn hafði satt áð mæla. Er þeir höfðu ráðgast um stutta stund, breiddu þeir hey á gólfið í kofa þar skamt frá, ©g lögðu mennina þar. Kaupmaðurinn varð aftur og aftur að segja frá því sem fyrir hann hafði borið um morguninn. En svo spurði einhver hvort ekki ætti að sækja sýslumanninn. Menn urðu forviða á því að TIL MINNIS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. ti) 11 Borgarst.skrifát. í brunastöð opiu v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg! op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Ahn. samk. sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankínn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 ¦ Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v.id. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið 1V.-21/, s!°d. Pósthúsið opið v.* d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12; Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5-6. þeim skyldi ekki hafa dottið þetta fyr í hug. Hlupu nú þrír menn á stað til að sækja hann. þegar hartn koni, gekk hópur- inn á móti honum, snéri síðan við og fylgdi honum ofan að bátnum. Sýslumaðurinn stóð lengi og virti bátinn fyrir sér með embættissvip. þorpsbúar stóðu hjá fullir fjálgleika og biðu þess að sýslumaður segði eitthvað. En hann sagði ekki eitt ein- asta orð.. þetta er þó ekki kólera ? Sýslumaðurinn náfölnaði og hopaði aftur á bak, en þá sté hann ofan á skott á hundi, en seppi tók að ýlfra mjög ámátlega. Við það sló enn meiri óhug á menn og þeir sem stóðu á bryggj- unni hypjuðu sig á burtu. Loks sagði sýslumaður að það þyrfti að sækja læknirinn. Brunasimarnir og götuljósin. Væri ekki hægt fyn'r bæjarstjórn- ina aö sjá um að kveikt yrði á lcvöldin á Jjóskerum þeiro, sem eru næst við brunasímana? það er ekki áhlaupaverk að finna þá um miðja nótt, ef eldsvoða ber að höndum, því ekki eru allir svo kunnugir aö þeir viti hvar næsti brunasími er. í bæjum og borg- um erlendis er látið loga alla nótt- ina við sítnana, og er það ljóskcrið merkt með rauðu gleri. svo strax bé hægt að átta sig á að þar sé brunasími. Mundi ekki vera ráðlegt að gera eitthvaö líkt hér? J. V. - B. Vísir telur mjög æskilegt aö farið s yrði eftir þessari uppástungu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.