Vísir


Vísir - 13.04.1916, Qupperneq 4

Vísir - 13.04.1916, Qupperneq 4
v rs'i r Hitt og þetta Rottur gera oft mikinn usla í appelsínu- göröum á Ítalíu, þær klifra upp í tré og naga ávextina. Á þann hátt eyðileggjast árlega margra þúsunda króna virði af appelsínum. Stór jörð. Stærsta bújörð sem þekkist er í Mexíkó. Hún er 25 danskar mílur frá norðri til suðurs og 34 mílur frá austri ttl vesturs. Á jörð þessari er framfleytt miljón nautgripa, 700 þús. fjár og 100 þúsundum hesta. Brauðverð lækkar. Um síðastl. mánaðamót lækk- uðu bakarar í London brauðverð um V2 penny eða frá 91/2 pence ofen í 9 pence og var gert ráð fyrir að þau mundu lækka bráð- lega um V2 penny í viðbót. Soldán gerður að marskálk. Mackensen hershöfðingi hefir nýlega verið sendur til Mikla- garðs. Átti hann að færa Tyrkja soldán marskálksstaf frá þýzka- landskeisara. Glæfraför. Eftirfarandi saga hefir nýlega verið birt í ensku blaði og er hún tekin úrrússneska blaðinu Russkoye Slovo. í her Rússa eru tveir bræður, Yusik og Yosik, eru þeir rússneskir í aöra ættina, en pólskir f hina. Sveit sú sem þeir voru í lá í skot- gröfum hjá Pripetflóunum. Dag nokkurn varð eldra bróðurnum ein- hver skissa á og var honum stefnt fyrir herrétt næsta dag. Um morg- uninn voru báðir bræðurnir horfnir úr skotgröfunum. Höfðu þeir skilið eftir kúiubyssur sínar en haft loð- kufla sína með sér. Þrem nóttum síðar komu bræð- urnir aftur til skotgrafanna og beidd- ust þess að þeim yröi fylgt til yfir- foringjans svo þeir gætu skýrt frá hversvegna þeir hefðu horfið. Með- an bræöurnir voru burtu heyrðu Rússar miklar sprengingar bak við herlínu Þjóðverja og næsta morgun sáu flugmenn Rússa að á einum stað hafði komið upp eldur og að þýzk flutningalest hafði sprungið í loft upp. Jbaxvxv. 'y.évxxvel ev evuuxxv séx^vvjex^um ^vavlveQ.a feawxval lo8u o^ ^Desh\x-JtasVuxéa1i&a^\ús- evguaxvuuav ^véx \ ^aeuuxu og oexBa \»eu ev á xuoU ^xeUa tajaxtaust ^éíUx a% Tó^uxu. Rvík 12. apríl 1916. Oddur Gíslason. Bræðurnir voru leiddir fyrir yfir- foringja hersveitarinnar. Hann skip- aði að setja þá f varðhald og gaf þeim að sök að þeir væru liðhiaupar. Foringjanum varð því orðfall er bræðurnir skýrðu honum frá aö þeir hefðu sprengt í Joft upp skot- færaforðabúr Þjóðverja tveim nóttum áður, Komu þeir með fjöl úr hurð- inni til sannindamerkis. Var skrifaö á fjölina á þýzku: »Oeymsluklefi nr. 66 P — 6 MK.« En því fóruð þið leyfislaust úr ykkar staö, spurði foringinn. Yosik skýrði honum frá að liann heíði verið hræddur um að herrétturinn mundi dæma sig í þunga refsingu fyrir yfirsjón þá sem sér hefði orðið á og kvaðst því hafa viljað gera eitthvað til þess að fá fyriigefningu hersveitarforingjans. Hann nefndi þessa ráðagerð við hersveitarforingj- ans. Hann nefndi þessa ráðagerð viö bróður sinnn og réði hann það með sér að fara líka, því annars, eins og hann sagði, mun mér verða hegnt fyrir að lofa þér að sleppa. Síðan skýrðu þeir frá hvað þeir heföu ratað í. Þegar þeir koiriu úr skotgröfunnm, skriðu þeir í myrkrinu inn í þéttan skóg, sem þar var nærri og komust þar í gegnum herlínu Þjóðverja, án þess þeirra yrði vart. Þegar birta tók voru þeir komnir út í skógarjaöar- inn hinumegin og sáu þar skamt á brott smáhóla, sem þeim þóttu grunsamlegir. V Þeir komust að raun um að í hólum þessum voru geymdar mikl- ar skotfærabirgðar sem Þjóðverjar áttu, enda var þar maður stöðugt á verði. Þeir leyndust í skógarjaðrinum um daginn, en þegar dimma tók, skriðu þeir til hólanna, og er þeir sáu sér færi á, réðust þeir á varð- manninn og drápu hann, án þess aö hann gæti gjört öðrum aðvart. Yosik sá hurð á einum hólnum og var hún ramlega læst, en þeim tókst að sprengja hana upp með byssustyngjum varðmannsins, Þeg- ar inn kom, tóku þeir að þreifa fyrir sér, og vildi þá svo vel til, að annar þeirra da!t um Ijósker. Síðan kveiktu þeir á Ijóskerinu og sáu þá að í hóinum voru geymd feyknin öll af fallbvssukúlum og púðri. Síðan opnuðu þeir kassa og helíu oiíu úr ljóskerinu « þá og kveiktu síðan eld í spítnarusli. Lögðu síðan þráð, vættan í olíu, frá eldinum til púðurkassanna og hlupii síðan sem fætur toguðu til skógarins. Þegar þeir höfðu skamt farið, heyrðu þeir hræðilega sprengingu og virtist sem jörðinni væri kippt undan fótum þeirra, og í sam bili varð önnur sprenging hálfu meiri en sú fyrsta. Kváðust bræðurnir ekki geta lýst henni, því þeir hefðu fallið í öngvit. Þegar þeir röknuðu úr rotinu, lágu þeir í lítilli gjá og skriðu þaðan inn í skóginn. í dögun hittu þeir fyrir bóndabæ í skóginum og þar fengu þeir að vera um daginn. Faldi bóndi þá úti á skemmulofti. Um nóttina tókst þeim að komast fram hjá varð- mönnum Þjóðverja, skall þó oft hurö nærri hælum að þeir yrðu teknir höndum. Þegar bræðurnir höfðu sagl sögu sína. báðu þeir foringjann að gera j alt sem í hans valdi sfæði til þess j að þeím yrði fyrirgefið. Saga þeirra reýndist rétt. Kom alt það sem þeir höfðu sagt vel heim við það, sem njósnarmenn og flugmenn Rússa höfðu séð, auk þess sem borðiö úr hurðinni sýndi hvar þeir höfðu verið. Rættist nú betur úr fyrir bræðrun- um en þeir höfðu búist við, því þeir voru báðir sæmdir St. Georgs ! krossinum. Dreng vantar til sendiferða. LUDVIG ANDERSEN, Kirkjustr. 10. "JCaupi? \ 5 v. Tvær kaupakonur óskast á góð sveiíaheimili. Uppl. á Vesturgötu 35. [140 Divan eða beddi óskast til leigu þangað til í vor. A. v. á. [134 Divan eð sofi óskast yfir sumar- tímann. A. V. á. [168 Fæði fæst í Ingólfsstr. 4. [8 Eitt herbergi til leigu frá 14. maí fyrir einhleypa. Forstofuinngangur. Húsgögn og ræsting ef óskað er. Rétt við miðbæinn. A. v. á. [154 2—3 herbergi og eldhús óskast frá 14. maí fyrir barnlaust fólk, heizt í Vesturbænum. A. v. á. [160 £ Eg óska eflir að fá ieigð 2—3 herbergi ásamt eldhúsi og geymslu, í má líka vera heil tasía, húsaleigan borguð fyrirfram ef óskað er. Ingvar E. Einarsson, stýrimaður, Uppl. á Frakkastíg 14. [167 KAUPSKAPUR Morgunkjólar smekklegastir, vænst- ir og ódýrastir, sömuleiðisiangsjöl og þríhyrnur eruávalt til söíu íGarða- stræti 4 uppi. (Gengið upp irá Mjóstræti 4). [1 Komiö og skoðið svumur og morgunkjólana í Doktorshúsinu Vest- urgötu. [68 Morgunkjólar úr góðu vaskataui fást á Vesturgötu 38 niðri. [97 1 kvenhjól og 1 karlm. eru til sölu. A. v. á. [136 Ódýr barnavagga fæst á Grettis- götu 44 A uppi, austurenda. [162 Sófi eða Divan óskast til kaups eða leigu. A. v. á. [163 Ný egg fást daglega á Grettisgötu 56 B. [164 Fermingarkjóll með hálfvirði er til sölu á Vesiurgötu 17. Ásta j Sigurðardóttir. [165 | Til sölu 4 stólar og sófi, og j stofuborð á Bergst.str. 41. [166 HÚSMÆiI

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.