Vísir - 01.05.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 01.05.1916, Blaðsíða 4
V í S 1 R Bæjarfréttir, Frh. frá 1. síðu. Var gerður aðsúgur að skipstjór- anum, en Sigurjón gh'mukappi var þar nærstaddur og veitti honum lið og varð honum ekkert rnein gert. En svo er sagt, að viðureigninni lyki, að skipstj. og Ólafur hefðu haldið upp í bæ saman, en verið all-háværir. — Enn sögulegri hafði orðið för Ólafs út í Marz. Hafði hann haft fréttir af því, að skipstj. á Marz hygði tii brottfarar, en vildi ekki Iáta það »svo til ganga« orða- laust, og fékk sér því bát og réri við annan mann (Jónas frá Hryflu) út að skipinu. Skipstjóri og stýri- maöur voru í landi, en sáu tii ferða þeirra Ólafs og veittu þeim þegar eftirför. Þegar þeir \tigu- á skip, hafði Ólafur kvatt skiþsmenn til fundar aftur á, en skipstj. sleit þegar fundinum, tók fundarstjórann og fleygði honum á höfuðið niður í bát hans. En Jónas hafði þá ekki beðið boðanna, og skildi þar með þeim. Marz létti akkerum og hélt til hafs. Er það fyrirætlun skipstjór- anna á Braga og Maiz, að fá sér fleiri menn suður nieð sjó. Eggert Ólafsson og Rán Ingólfur Arnarson liggja aðgerðalausir hér á höfninni. Nýtt bréf hefir Vísi borist frá manni þeirn, sem kvaðst hafa íekið bréfin úr bréfakassanum á pósthús- inu. Þverneitar hann því, að hann sé heimagangur í pósthúsinu, þyk- ist hafa tekið öii bréfin úr kassan- um utan frá og fer hörðum orðum um póststjórnina. Ekki finnur Vísir ástæðu tii að birta brét þetta, en vill hvetja póststjórnina til að láta málið ekki falla niður við svo búið. Einkum er það óráðlegt, ef svo er, sem haídið er fiam. að einhver heimagangur í pósthúsinu sé valdur að verkinu, því að augljóst er að maður þessi er þá vís til að gera fieira þessu líkt, at fjandskap við yfirmenn sína-. Yerkfallið á iDOtnvörpungunum Sakir þess að vér höfum orðið þess varir, að algerlega rangar sögur berast meðal almennings um ástæðurnar fyrir verkfalli því, sem Hásetafélag Reykjavíkur hef- ir skipað fyrir um á bothvörp- ungum, leyfum vér oss að skýra frá því, er hér segir: í síðastliðnum febrúarmánuði gerðum vér svohljóðandi samn- ing við Hásetafélag Reykjavíkur: Á sameiginlegum fundi, er við undirritaðír stjórnarmenn í Félagi íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda, og Hásetafélags Reykjavíkur, höfum átt með okkur í dag, höfum við samið svo um, að hásetunum á botn- t vörpuskipum og öðrum þeim \ sem lifrarhlut ber, skuli greitt fyrir hvert fat lifrar sem fult er og í land er flutt kr. 35,00 — þrjátíu og fimm krónur — um næstkomandi -tvo mánuði, Marz og Apríi, en eftir þann tíma skal lifrarverðið vera hið almenna sem borgað er í Reykjavík nema stjórnir beggja nefndra félaga komi sér sam- an um f’ast verð til þess tíma, er síldveiði hefst í júlímánuði. Reykjavík 16. febrúar 1916. í stjórn „Félags íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda “. Th. Thorsteinsson. Thor Jen- sen. Jes Zimsen. Aug. Flyg- enring. í stjórn Hásetafélags Reykja- víkur“ Björn J. Blöndal. Jósep S. Húnfjörð. Jón Bach. Guðm. B. Kristjánssoh.“ Eins og skjal þetta ljóslega sýn- ir og sannar þá er með því gerð- ur samningur, sem var bindandi bæði fyrir Hásetafélagið og oss þangað til sildveiðar byrja i nœst- komandi jijlímánuði. í samningi þessum er viðurkent af Háseta- félaginu að útgerðarmenn skip- anna séu að minsta kosti til þess tíma, eigendur allrar iifrar, sem á skipin aflast, en aftur á móti er því lofað þar af hendi útgerð- armanna að þeir skuli greiða há- setum þóknun miðaða við það hversu mikil lifur fáist, og skuli upphæð þeirrar þóknunar ákveðin þannig: 1. Til loka aprílmánaðar þ. á. skuli greiða 35 kr. fyrir hverja tunnu af lifur sem í land er flutt úr skipi. 2. Eftir fyrsta maí og til loka samningstímans (byrjun sild- veiða í júlí) skuli þóknunin fara eftir því hvert verði alment verð á lifur hér í Rvík á þeim tíma. Um þetta þurfti ekki að verða neinn ágreiningur, en þó svo hefði orðið þá átti auðvitað að skera úr honum á þann hátt, semlandslög og réttarvenja segja til um, þegar svo stendur á, nefnilega með mati dómkvaddra óvilhSllra manna. Af þessu, sem nú er sagt, sést væntanlega ótvírætt, að háseta- félagið hafði gert skýlausan samn- ing við oss útgerðarmenn viðvíkj- andi lifrinni bindandi fyrir báða aðila, þangað til i jálímánuði nœstkömandi. En hvað skeður svo? Nú 27. þ. m. rýkur Hásetafélagið til, a'n nokkurs tilefnis frá vorri hálfu, Auglýsing. Við undirrilaðir skósmiðir í Reykjavík höfum séð okkur neydda til að hækka lítið eitt verð á ölium viðgerðum á skófatnaði sökum verðhækkunar á öllu efni, sem að iðn vorri lýtur. Rvík, 1. maí 1916. Kristján Jóhannesson. Guðjón S. Magnásson. Guðm. Jónsson. Vilhj. Kr. Jakobsson. Stefán Gunnarsson. Ármann Eyjólfsson. Ólafur Ólafsson. Guðbrandur þörðarson. Tómas Snorrason. Gunnar Herm. Vigfásson. Jón Vilhjálmsson. Páll Guðmundsson. Guðjón Gislason. Jóti Stefánsson. Oddur J. Bjarnason. Guðm. Magnásson. Björn Jónsson. Erlendur J. Hvannberg. pr. Lárus G. Láðvígsson Skóverslun, Jón Lárusson. Bjarni Sigurðsson. Arni Árnason. E'mar Jónsson. Hróbjartur Pétursson. Friðrik P. Welding. O. Thorsteinsen. Isienzkar karíöfiur. úrvals kartöflur frá Auðnum eru iil sölu í dag og á morgun. Finnið HJÖrt A Fjeidsíed. Hótel ísiand nr. 17, eða á Hússíjórnarskólanum á matmáistínuim. og gerir svohljóðandi fundar- ályktun: „þareð þeir tímar eru úti með aprílmánuði, er samið hefir verið um fast verð á lifur við út- gerðarmenn, ályktar fundurinn, að allir félagsmenn skuli tafar- laust ganga í land af togurum, fáist ekki lögskráð samkvæmt lögum Hásetafélagsins" og samkvæmt skýríngum háseta- félagsins, þá er meiningin með þessari fundarálýktun sú, og til- vtsun hennar í lög Hásetafélags- ins þýðir meðal annars það, að hásetar skuli vera eigendur allr- ar lifrar, sem á skipin aflast og þetta á að gangají gildi tafar- laust, sem er alveg þvert ofan í fyrgreindan samning, sem gildir þangað til í júlí. Vér væntum þess, að þetta at- ferli Hásetafélagsins þurfi ekki skýringa við. Málið liggur svo ljóst fyrir, að allir hljóta að sjá, að hásetajélagið er hér að svikja skýran og vafalausan samning, sem það hefir gert við oss. Efumst vér ekki um, hvernig allir heiðarlegir menn muni dæma slíkt atferli og um afleiðingarnar af þessum samningsrofum skul- um vér ekki ræða að sinni. Reykjavík, 30. apríl 1916 í stjórn „Félags íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda “ Thor Jensen. Aug. Flygenring, Jes Zimsen, Jón Magnásson, Magnás Einarsson. I KAUPSKAPUR mmœ. i Barnavagn óskast til kanps nú þegar. Afgr. v. á. [364 Silfurbelti og millur fást með tækifæi isverði. Upplýsingar á Bók- hlöðustíg 9 niðri. [365 i H Ú S IM Æ © I I 1 siór stofa með aðgangi að eld- húsi óskast frá 14. maí. Áreiðanleg borgun. A. v. á. [277 í VÍNNA 1 Telpa náiægt fermingaraldri ósk- ast í vist frá 14. maí, á fáment heimili. A. v. á. [270 Dugleg, þrifin stúika, helsi rosk- in og ráðsett, óskast 14. maí. Gott kaup í boði. Eggert Snæbjörnsson. Mímir. (307 Stúlka á feriningaraldri óskast í vist á barnlaust heimili frá 14. maí. Uppl. á Laugav. 19 B niðrí. [332 r TAPAÐ — FUNDIÐ 1 Tapast hefir silfurbrjóstnál theð laufi, á götum bæjarins. Skilist á Vatnsstíg 8. [366 Fundist hefir giftingarhringur með nafninu «Þóra», vitjist í Lág- iiolti Bráðræðisholíi. [367 ~7 ‘ Svartur hundur, með hvítan blett á bring og svört hundtík kolótt á löppum, er í óskilum hjá lögregl- unni. Vitjist innan 3. daga. [368

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.