Vísir - 03.05.1916, Side 2

Vísir - 03.05.1916, Side 2
V„í SI R VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstrætf. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá ld. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. Iðnaðarmanna- áfengið Og umsjónarmaðurinn f allri sinni dýrð. Ósannindi, lygi og haugalygi, þaö eru röksemdirnar, sem umsjónar- maður áfengiskaupa hefir fyrir sín- um málstað og frammistöðu, þar sem hann í reiöi sinni fer af stað í 110 tbl. Vísis, því reiöur er hann, það er það eina, sem sú ritsmíð sannar. En af hverju varð hann sárreiðastur? Af engu öðru en sannleikanum í grein minni. Ef það var ósatt, sem eg sagði um úr- smiðinn og málarann, þá lá bein- ast við fyrir hann, að láta menn vita hvað eg Iaug miklu, með því, að segja blátt áfratn frá því, hvað hann hefir látið úrsmiði og málara fá mest, þ. e. hvað áfengisbókin heimilar þeim á ári, en ekki hve mikiö þeir þegar eru búnir að taka út. Eg fæ ekki séð að það geti verið neitt ieyndarmál, þegaráfeng- iö er eingöngu ætlað til iðnaðar. Umsjónarmaðurinn segir það á- reiðanlegt, að hann hafi kynt sér þörf hvers áfengisbeiöanda og kveðst myndi álíta starf sitt lítils virði, ef hann hefði ekki aflað sér áreiðan- legri upplýsinga heldur en eg hef aflað mér í stærstu úrsmíðastofu bæjarins (eg talaði um eina af þeim stærstu, sem þó ekki skiftir máli þar sem víst er að við eigum báð- ir við sömu stofuna). Ef eg gæti nú fengiö umsjónarmanninn til þess að gá að því í bókum sínum, hve mikið téð úrsmíðastofa hefir fengið af hreinum spíritus á umliðnu ári og til þessa dags, þá er hætt við aö hann yrði að láta sannfærast um það, að starf hans í þessum efnum hefir verið sérlega lítils virði, og að það er eg, sem fer með rétt mál í grein minni. Það er gleðilegt að umsjónar- manninum skuli þykja það réttara að athuga úrsmiðinn með 30 lítr- ana betur. Framvegis athugar hann vonandi alt betur. En mér finst ekki ástæðulaust að gefa líka svo litlar gætur að gull- smiðnum. Eg veit það vei, að hann hafði fengiö Ieyfi stjórnarráðsins til þess að fá 2 Iftra á mánuði. En þó stjórnarráðinu hafi yfirsést af ókunnugleika, þá bar enga nauð- syn til þess að umsjónarmaöurinn héldi vitleysunni áfram, eftir að hann hafði fengið völdin. Um- sjónarmaðurinn segir að mig varði ekki um af hvaða ástæðu hann ekki lét smiðinn hafa rneira en 18 lítra. Það getur vel verið. En ef hon- um sjálfum skyldi ekki vera það Ijóst, skal eg skýra það fyrir hon- um. Stjórnartíðindin með reglun- um komu ekki út fyr en í marz- mánuði, þangaðtil gyltu leyfisbrétin. Smiðurinn sótti ávísun á 2 lítra tii umsjónarmannsins stundvíslega fyrsta hvers mánaðar. Janúar, febrúar og marz eru 3 mánuðir, en 3 X 2 lítrar eru 6, og 18 og 6 eru 24. Hugs- unarlaust og prúttlaust hefir hann látið smiðinn fá afganginn, búinn , áður að láta hann hafa 3 ávísanir . á 2 lítra. } * Það er eins og umsjónarmaður- inn vifi hvað oröið muni af þess- um lítrum, því hann segir: »Og hvort sem það líkar belur eða ver, þá verður svo búið að standa*. — Og því býst eg alveg eins við. En með því er ekki sannað, aö það hafi verið rétt að láta smiðinn hafa áfengið, og síst var það vel gert. Þá er það trésmiðurinn. Þar verð eg að játa að eg hefi ekki verið nógu nærgætinn. Við nán- ari rannsókn kemur það í Ijós, að smiðurinn er mesti iðjumaður, en hann fer svo vel með það, að fæstir vita af því, — Hann vinnur fyrir sjálfan sig á nóttunni, og það hefir jafnvel komið fyrir, að hann hefir utn miðja nótt vakið upp í lyfjabúðinni, til að fá sér verkefni. Þaö var ekki honum aö kenna, að vökumaðurinn þar ekki kunni að meta þetta starfsþrek hans og bað hann heldur að koma að degi til. Það er synd að segja ekki frá hver hann er, því mörgum er hann mál- kunnugur. Eg geri það ef til vill næst. Annars væri það ekki ófyrirsynju að umsjónarmaðurinn liti á alla dýrðina, skoðaði alla dýrgripina, sem þessir tveir smiðir hafk lagt síðustu hönd á síðan þeir fengu bókina. Um málarann vill hann ekkert tala, sem ekki er heldur von, því héimildir mínar eru svo góðað að þær veröa ekki véfengdar. Umsjónarmaöurinn kallar það hugsunarvillu að eg tel hann út- gefanda að áfengisbókum þeim, er tilgreindar eru í grein minni, og þessi eina hugsunarvilla á að nægja til þess að sanna að eg sé sneyddur þeim koslum að segja satt og hafi sérstaka löugun til að segja ósatt. Hann vantar ekki áræöi til að draga rangar á- lyldanir, þó hann skorti einurð til að neita um áfengi. Þó að þetta sé nú aukaatriði, sem engu máli skiftir, þá skulum við samt líta á hugsunarvilluna. í reglunum stendur (4. gr.): »Hver sem þarfnast og ætlar að afla sér þessa áfengis til verklegra nota, .... skal fá sér áfengisbók, sem stjórnarráðið sér um að sé til hjá umsjónarmanni áfengiskaupa og hjá lögreglustjórum landsins*. — Hvernig eru svo þessar áfengisbæk- ur. Það eru eyðublöð heft í slíft og framan á þeim stendur að þær séu gefnar útað tilhlutun stjórnar- ráðsins. Þegar áfengisbeiðandi kem- ur til umsjónarmannsins og ætlar að fá sér bók, fyllir umsjónarmað- urinn út eyðurnar í bókinni, skrifar nafn mannsins, stöðu og heimili, lítratölu í tölum og bókstöfum, skrif- ar þvf næst undir og innsiglar með embættisinnsigli sínu. Áður var bókin eyðublað, nú er hún orðin áfengisbók tilgreinds manns, undir- skrifuð og innsigluö, Er það nú ýkjalangt frá sannleikanum, er eg tel umsjónarmanninn útgefanda að þeim bókum, sem hann undirskrif- ar og innsiglar. Er það ekki hann, t sem er í vandræðum meö sjálfan sig og áfengisbeiðendurna, og því sleppir hann ekki þessari vegsemd og lætur bæjarfógetann hafa allan vanda af þessu verki. Frh. Verkfallið. Eftir því sem séð verður, er verkfall það sem nú stendur yfir nokkuð einstakt í sinni röð. Verkfall er vopn, sem vand- farið er með, einkum þegar um svo stór fyrirtæki er að ræða sem togaraútgerð. Ef illa fer og samkomulag fæst ekki, er svo mikið í húfi, bæði fyrir þá sem beita vopninu og þá sem því er beitt gegn. --- Það er vopn sem ekki má leika sér að hvað lítið sem út af ber. Og ávalt verður að gæta þess, að reyna samn- ingaleiðina til þess ítrasta fyrst, því að bæði er það, að þó að verkfallið standi ekki nema nokkra daga getur það valdið stór tjóni og ef því er of oft beitt og út af smávægilegum atriðum, þá er hætt við því að það verði bit- laust. — F>að er líka vandtalað um verkfall, því að alt umtal snertir þar æstar tilfinningar. Verkfallið er viðurkent vopn, þegar um það er að ræða að vernda réttindi og hag vinnu- T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrif jt. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk. sunnd. 8’/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið Þ/,-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafniö opiö sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustrætl 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. lt)—2 og 5—6, þyggjenda. En hætt er við að allur fjöldinn missi samúð með verkfallsmönnum, ef ekki er sýni- legt annað en þeir hafi til verk- fallsins stofnað að þarflausu. En ef sannleikann á að segja, þá mun allur fjöldi manna líta svo á, að verkfallið á togurunum hafi verið gert af lítilli fyrirhyggju og að þarflausu. Aðaltilefnið til verkfalls þessa mun hafa verið það, að hásetar höfðu heyrt að útgerðarmenn myndu œtla að setja niður lifrar- verðið frá 1. maí, er samningar um það voru útrunnir. — Það var ekki nema eðlilegt að þeir reyndu að koma í veg fyrir það. En útgerðarmenn létu þegar í Ijósi, að þeir myndu fúsir að borga hásetum sama verð fyrir lifrina (sama lifrarhlut) og áður. Þá krafðist sjórn Hásetafélagsins þess, að hásetar yrðu lögskráðir »samkvæmt lögum Hásetafélags- ins«. Útgergarmenn vildu ekki taka þá tilvitnun inn í ráðningar bækurnar, en ganga að öllum kröfum, sem teknar eru fram í lögunum, en kröfðust þess, að hásetarnir yrðu ráðnir til ákveðins tíma. En þá strönduðu samning- arnir um stund. Þegar um það er að ræða, að ráða einn og einn mann á skip, þá skiftir það auðvitað ekki neinu máli, hvort ráðningartíminn erá- kveðinn eða ekki. En þegar því nær allir hásetar, á öilum togur- um, koma fram sem einn maður og útgerðarmenn geta átt það yfir höfði sér að þeir leggi allir niður vinnu t. d. í byrjun síldar- tímans, ef ekki er gengið að kröf- um þeim, sem þeir þá kunna að gera, eða stjórn Hásetafélagsins fyrir þeirra hönd, þá er öðru máli að gegna. Frh. á 4. bls.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.