Vísir - 09.05.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 09.05.1916, Blaðsíða 2
ViSIft VISIR Afgrelðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá Id. 3—4. Sími 400.— P. O. Box 367. * Flugmaðurinn N a v a r r e. ----- Frh. Meö mestu frekju svaraði hann: Þau eru alveg eins og þau, sem þér eruð nýbúinn að skoða. Höf- uðsmaðurinn Iét sér þetta Iynda og var Navarre þegar skipaður flug- maður eins og hinn. Þetta var í nóv. 1914. Honum var fengin Maurice-Farman flugvél, og átti hann að vera njósnarmaður stórskotaliðs- ins. Hann var samt ekki ánægður með þaö, og einu sinni er hann sneri heim aftur úr njósnarferð, gerði hann einhverjar fimleikabyltur í loft- inu, sem urðu til þess að hann var sendur til flugmannaskólans í Villa- coublay. Þar er hann spuröur um hvort hann sé vanur að stýra »sól- hlíf* (paresol), þannig nefnist ein tegund Ioftbáta, Hann hafði aldr- ei komið upp í þessháttar loftfar, en með mestu stillingu svarar hann : Eg hefi aldrei fengist við annað. Honum er þá fengin »sólhlíf« til reynslu og hann stýrir benni svo aðdáanlega að allir halda að hann sé þaulvanur. Loksins er hann þá búinn að fá það sem hann vill. í janúar 1915 fór hann með flugmönnum til Reims, og nú bíð- ur hann einungis eftir leyfi til að ráðast á Þjóðverja. Á »Sólhlifinni« er rúm fyrir 2, stýrimann og skyttu. Navarre er stýrimaður og flýgur svo vel, að allir félagar hans segja um hann að hann sé »ás«, það er mesta lofs- yrði meðal flugmanna, og eru þeir fremur sparir á að hrósa hver öðr- hann. Það var í marzmánuði síð- astlið ár, að hann í fyrsta sinni réðist á þýzkt loftfar. Hann flaug fyrst hátt upp og steypti sér svo niður á óvinaloftbátinn, eins og haukur á dúfu. Hraöinn var svo mikill að skyttan misti alveg and- ann og gleymdi að skjóta, og Þjóö- verjum varð sömuleiöis svo bylt við, að þó flugvél hans væri að ! öllu óskemd, þá flýtti haun sér samt að koma sér undan. 1. apríl 1915 eyðilagöi hann fyrstu flugvélina fyrir Þjóðverjum, og á þessu eina ári sfðan, hefir hann að minsta kosti eyðilagt 13 aðrar þýzkar flugvélar og tekið þátt í 40 bardögum í loftinu. — Einusinni barðist hann í einu við 5 svo nefnda »fokkera« — en þeir eru hraðskreiðastir allra þýzkraloft- fara — og eyðilagöi 2 þeirra — Þann dag kom sér vel fimleiki Navarres, því hann trylti al- gjörlega mótstöðumenn sína með því alt í einu að láta »SóIhlífina« sína detta mörg hundruö metra eða með því aö steypa stömpum o. s. frv. frh. Raddir almennings. Útsölur. Margar aðferðir eru notaðar til þess að féflétta fólk. Ein al- gengasta aðferðin eru hinar svo- kölluðu »útsölur«, þar sem látið er í veðri vaka að allur sávarn- ingur sem á boðstólum er hafð- ur sé seldur með slíku gjafverði að annað eins hafi aldrei þekst. — Og skorað á fólk að nota nú tækifærið, þvf að slíkt bjóð- ist aldrei aftur. — En sannleik- urinn er sá að flest af því sem selt er, er annað hvort 'gallaðar vörur, sem ekki hefir verið unt að selja fullu verði, eða þá af- slátturinn er als enginn, bara skrifað eitthvert verð á hlutina,svo hátt, og slegið af því svo miklu að söluverðið verður það sama og það var áðui! — Og selj- andinn hlær með sjálfum sér, þegar hann sér á eftir kaupand- anum sem fer út úr búðinni með fult fangið af þessum varningi og heldur að hann hafi gertfyr- irtakskaup. Það hvað vera algengt í versl- unum, sem reknar eru hér sem útibú frá erlendum verslunum, að þær hafa á boðstólum ýms- an varning sem hrúgast hefir upp í verslunum eigandans er- lendis og ekki hefir verið hægt að selja þar fyrir nokkurt verð. En þegar þær eru komnar hing- að er verðið sett á þær sem fyrsta flokks vörur. Og þær eru keypt- ar sem slíkar. — Og alt er nógu gott í íslendinginn! Vert væri að eftirlit væri haft með slíkum fyrirtækjum. KAUPMAÐUR. Mislitar andlitsslæður. í útlendum blöðum sér maður oft varað við því að nota mis- litar andlitsslæður (»slör«). Slæð- ur þessar eru litaðar úr ýmsum efnum og í þeim efnum eru oft ýms eiturefni sem eru mjög skað- leg fyrir húðina. Kvenfólk virð- ist hafa mesta dálæti á þessum ýmsu »regnbogans litum* ogal- títt er að sjá konur ganga með blá, f jólublá og ýmislega lit slör. — En skyldu þær ekki fara variegar í þeim efnum er þær heyra eftirfarandi sögu: f Pétursborg bar það við ný- Iega, að ung stúlka var á gangi í rigningu. Hún hafði bláa slæðu fyrir andlitinu. Slæðan varð renn- andi vot. — Eftir nokkra stund fékk stúlkan ákafa verki í augun og brátt hljóp í þau bólga, sem gerði stúlkuna alveg blinda. — Slæðan var rannsökuð og kom þá í ljós að zink var í bláalitn- um í slæðunni og hafði það vald- ið blóðeitrun. KONA. um. Navarre heldur þvf fram, að til þess að vinna sigur i loftinu sé ekki nóg að vera hraustur, heldur líka mjög fimur. Þegar hann er að eltast við þýzka flugmenn fer hann að eins og ránfugl. Hann hringsnýst í kringum þá, þýtur ef til vill 30 metra í loft upp, og stingur sér svo niður með svo miklum hraða, að óvinirnir komast ekki undan. Hann byltir vélinni sinni á alla vegu svo óvinirnir vita aldrei hvernig þeir eiga að miða á Hinar margeftirspurðu og viðurkendu ískÖkur frá kr. 1 upp í 5 kr. og Inni halda alskonar: Ávextir, Vanille og Nuka. ís eftir óskum. Fást að eins í Conditori & Cafe (Nýja Land). Sími 367, Su'Sjóxvssotv. T I L M I N N IS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til II Borgarst.skrifjt. í bruna9töð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið 17,-2'/, síðd, Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6; Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartimi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og fóstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á fðstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. SUt fett vantar mig 14. maí eða 1. júní. Oott kaup. Ingibjörg Thors. Á götum Berlínarborgar hafa verið ræktuð 45000 tré. Ef þau tré stæðu öll í þyrpingu myndi það vera álitlegur skógur. Tré þessi eru ekki að eins til prýðis í borginni, heldur hafa þau mikil bætandi áhrif á and- rúmsloftið. I ensku blaði er sagt, að póst- stjórnin enska eyði 18 milj. potta af fljótandi gúmmí til að bera aftan á frímerki. í musteri einuí Japan er líkn- eski, sem er 60 fet á hæð, veg- ur 440000 pund af því eru 400 pund hreint gull. Meðal negra í Vestur-Afríku er algengasta karlmsnnsnafnið: Anna. Fyrir nokkrum árum iausteld- ingu niður í hús eitt Chalons í Frakklandi. I húsinu lá 20 ára gömul stúlka í rúminu, hún hafði verið alveg máttlaus í fótunum frá því að hún var á 6. ári, en hræðslan verkaði svo kröftug- lega á hana, að húu spratt á fætur og hljóp út úr húsinu. — Sagt er að hún hafi ekki orðið máttlaus síðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.