Vísir - 21.05.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 21.05.1916, Blaðsíða 3
VfSIR Utsæðiskartöflur komu með í Islandi í gœr. Johs, Hansens Enke Laura Nielsen Atvinna. Kartöflur Pantið í tíma. koma með Botníu. 3 0^5. ^atvsetis &tvfte Laura Nielsen. Sjómenn og stúlkur vanar fiskverkun geta fengið góð kjör á Austfjörðum. Langur atvinnutími og reglubundin vinna. Fríar ferðir. Gerið svo vel að tala við mig frá 6—8 síðdegis á Stýrimannastíg 5. Kristinn Jónsson. NOKKRA MENN « rœð eg til símalagningar í sumar út um land. Hátt kaup! BRYNJÓLFUR EINARSSON, Kárastöðum. St&ttlUr vatxUt \ sUdaYu'uiYiu ^\avJ\ovt. Semjið við Guðleif Hjörleifsson. Hittist daglega á skrifstofu Hásetafél. í Aðalstræti 8, kl. 4—6 e. h Kaupakona óskast á gott heimili. Upplýsingar gefur Gunnar frá Selalæk. MAÐUR sem getur lagt til hest og vagn óskast til að fara upp að Reykj- um Mosfellsveit á morgun eða þriðjudaginn. Guðný Ottesen, Klapparst. 1 B. ^^LÖGMENN I Pétur Magnússon, yfirdómslögmaöur, Hverfisgötu 30. Sími 533 — Heima kl. 5—6, Oddur Gfslason yflrróttarmálaflutningsmaöur Laufásvegl 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4- Simi 26 Bogi Brynjólfsson yflrréttarmálaflutnlngsmaöur, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppi]. Srifstojutimi frá kl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — *>)\$\. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. 1916. Vátryggið tafarlaust gegn eldl vörur og husmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgðgn, vöru- aiskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. ttttv&tvfe^a Barátta hjartnanna Efdr E. A. Rowlands. 35 ---- Frh. Hún heföi getaö lúbarið hann stundum, þegar hann sat og var aö tala um tilvonandi giftingu vin- ar síns og lét dæluna ganga um yndisleik Kalrínar Forber og hina einlægu ást sem drægi hana og unnusta hennar saman. í einiægni og af sannfæringu dáðist Ruperl aö Katrínu, og þreytt- ist aldrei á að samfagna Filiþp. Featherstone áleit aö þettá hjóna- band væri hið ákjósanlegasta, og lét ekki það álit sitt liggja í lág- inni. Auövitað haföi honum ekki getaö dottið í hug aö þetta um- ræöuefni væri Rósabellu ógeöfelt, og þegar hún nú svaraði honum svona stygglega iöraöist hann eftir að hafa látið í ljósi ótta sinn viö- vlkjandi heilsufari hennar. Hann vissi að henni haföi jafnan veriö ógeöfelt að minst væri á það. Það var líkast einhverri á3triðu hjá henni. Viöbjóöur Rósabellu á öllum veikindum gat einungis jafnast við hinn óstjórniega ótta hennar fyrir dauðanum. Rupert hafði séð hinar fögru varir hennar og kinnar veröa ná- fölar aðeins ef minst var á dauð- ann. Þess vegna hafði hann ætíð forð- ast að vekja athygii hennar á neinu því, sem sorglegt var eða hrylli- legt. Og honum þótti nú fyrir við sjálfan sig, að hann skyldi hafa vikið frá þessari reglu. Og ætíð þegar honum datt í hug þessi ein- kennilegleiki Rósabellu, var hann vanur að segja við sjálfan sig, að það bæri Ijósan vott um veikleika kveneðlisins sem fólgið væri í hjarta hennar. Þessi einkennilegleiki sýndist koma illa heim viö hið vanalega hugrekki, kaida og rólega sjálfstæði sem mótaöi alla framkomu hennar í daglega lífinu. Hann álasaði nú sjálfunt sér harðlega fyrir að hafa svona af- dráttarlaust látið kvíða sinn í Ijósi. Hann reyndi nú af fremsta megni aö eyða þessu, og eftir að hafa fjörlega skeggrætt um hitt og þetta vék hann umræðunni að hinu fyrir- hugaða brúökaupi Fiiipps. Rósabella hrökk við og beit á vörina. — Aðeins þrír dagar þangað til, sagði Rupert fjörlega. Hamingjan góöa! Eg get ekki ímyndaö mér Filipp í hjónabandi! Mér finst það alveg óhugsanlegt! En hvað hann verður hamingjusamur. Eg sáröf- unda hann, sagöi Rupert og stundi viö. Rósabella hló nú lágt og kulda- lega. — Þú ert þá, eftir því, líka ástfanginn af ungfrú Forber, sagði hún og leit á hann snögglega. Rupert stokKroðnaði fyrst, en varð síðan náfölur af geöshrær- ingu. — Ó, segöu ekki þetta, jafnvel ekki í spaugi. Þú veizt það særir mig. Þú — þú hlýtur að skilja það, Rósabella, vegna hvers eg öf- unda Filipp einmitt núna. Ungfrú Grant leit undan og út um gluggann, því ait í einu datt henni þetta í hug: Máské hann tali við h a n a, horfi á h a n a, al- veg á sama hátt og Rupert talar við m i g og horfir á mig. Þessi hugsun var svo bitur og særandi að hún hefði getað rekið upp skelfingaróp. Henni fanst það svo hræðilegt afbrot, gegn yfirburðgm fegurðar sinnar, aö það væri hugsanlegt að hann gæti sýnt þá lotningu, sem hann neitaöi henni um, þeirri konu, er hann nú ætlaði að ganga að ciga. Henni fanst alveg ómögulegt að trúa því að Chestermere hefði í raun og veru gefið nokkurri ann- ari konu hjarta sitt. Hin voldugu áhrit sem hún hafði haft á hann og valdið sem hún haföi haft yfir honum, í hvertsinn er þau höföu hizt, komu nú svo skýrlega fram í endurminningunni. Og það var einungis hin ákaflega sterka hégómagirni hennar er gerði henni þessa endurminningu svo dýrmæta. Rósabellu hefði verið ætlandi skarpari dómgreind. Hún þekti heiminn út og inn. Þessi þekking var henni meðfædd. Og jafn-glögg og eftirtektasöm og húu jafnan haföi veriö, síðan á barnsaldri, gat ekki hjá því farið að hún skildi fyr en skall í tönnunum. Flest fólk, sem orðið hafði á vegi hennar haföi hún farið með eins og væru það Ieikbrúður gerð- ar handa henni. Hún sá það strax \ út og breytti við það samkvæmt þvt. Þetta var meðfædd glöggskygni, sem þroskaðist meö aldrinum, og varð einhver sterkasti þátturinn aðdráttarafli hennar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.