Vísir - 22.05.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 22.05.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR Afgreiösla blaðsíns á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstrætl. Skrlfstofa á sama stað, inng. frá Aöalstr. — Ritsrjórinn ti! vlötals frá kl. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. Konungssonur látinn í ófrlðnum. Franska blaðiö «Le Temps* skýr- ir frá því, að konungssonur einn er tekið hafi þátt í ófriðnum, sé nýlátinn. Sjálfur var hann ekki frægur niaður, en faðir hans, Be- hanzin konungur í Dahomey í Afríku, var frægur fyrir harðstjórn sfna og mannakjötsát. Frakkar tóku hann höndum og fluttu hann til Frakk- lands og höfðu hann þar í haldi. Sonur hans gekk í her Frakka og þegar ófriðurinn hófst, fór hann til vfgvallarins og gekk þar svo vel fram, að hann var brátt sæmdur heiöursmerkjum og gerður aö und- irforingja. En hann varð brjóst- veikur af lífinu í skotgröfunum og leiddi sú veiki hann til dauða. Einn son hafði hann átt með saumastúlku í París. Kaþólski presturinn og jafnréttið. NI. Og að slíkir menn kæmu inn í kaþólska byggingu með guðsorða- bækur væri hin mesta vanvirða fyrir hina kaþólsku kirkju. það er víst alsiða eða ætti að minstá kosti að vera það um all- an hinn mentaða heim, að meta manngildi einstaklinganna eftir dyggðum þeirra og mannkostum og hversu vel þeir standa í stöðu sinni, en ekki eftir því hvert starf- ið er, sem þeir leggja stund á eða hvort það saurgar hendur þeirra og klæði eða ekki. Kristur bauð að gera allar þjóð- ir jarðarinnar að sínum lærisvein- um. Og það ætti að vera hægt að kenna öllum mönnum kristi- legar dygðir. En hvort prestur- inn í Landakoti álítur ómögulegt að kenna skóurum og sóturum kristilegar dygðir, það læt eg hann einan um. En eg vil ráðleggja honum, sem éinum afkirkjunnar þjónum, að reyna til að útrýma öllu því, sem hann álítur að geti komið á einhvern hátt í bága við kenningar Krists eða staðið kristn- inni fyrir þrifum; því öllu ber að útrýma, sem getur verið því til fyrirstöðu, að hægt sé að gera allar þjóðir að hans lærisveinum. Séu skóarar og sótarar einnig hæfir til að vera lærisveinar Krists, er þá ekki ranglátt að nefna þá með fyrirlitningu einsog prestur- inn gerði í svari sínu til mín í vetur í ísafold? En ef prestur- inn álítur að þeir séu eitthvert illgresi, sem þurfi að uppæta, þá finst mér að hann ætti að taka rögg á sig og útrýma þeim úr kirkjufélaginu sem fyrst. En þá yrði hann fyrst að geta sýnt það að hann þyrfti ekki að nota verk- in þeirra sjálfur. Hann yrði þá fyrst og fremst að ganga skólaus alia daga, hvert sem hann færi. Og þó hann fengi auknafnið „skólausi prest- urinn" þá yrði hann að gera sér það að góðu. Hvað sóturum viðvíkur, þá hygg eg að það sé engu síður nauð- synlegt starf þeirra, en starf skó- smiða og annara starfsmanna. þó að sótarastarfíð hafí verið og sé enn fyrirlitið af mörgum, þá get- ur það þó kostað bæði mörg mannslíf og margar hörmungar- stundir að vanrækja það starf. Og öllum ætti að vera það ljóst - hversu ranglátt það er að fyrir- Ílíta það starf sem ómögulegt er , að vera án. Hvað sem presturinn í Landa- koti kann að segja um þetta, þá get eg ekki álitið skóara eða sót- arastöðu neitt óvirðulegri en t. d. kaþólska prestsstöðu. Af því að eg vil ógjarna standa í deilum við aðra, og af því að þetta er í fyrsta skifti sem eg hefi lent í ritdeilum, þá vil eg geta þess að eg ætla ekki að svara prestinum oftar í þessu máli. En ef hann langar til að rausa við sjálfan sigveitthvað meira um þetta, þá er honu'm það velkomið mín vegna. Sœmandur S. Sigfússon. Hver vill fram- kvæma? Eg hefi oft furðað mig á því j hversu lítið er gert að því hér að útbreiða þekkingu meðai al- mennings á þeim lögum, sem varða svo mjög hvern kjósanda í landinu, svo sem stjórnarskip- unarlög og kosningarlög iands- ins. í öðrum löndum veit eg að mönnum er léttur aðgangur, á j ýmsa lund, að slíkum lagasetn- j ingum. Eg hefi t. d. séð »grund- [ vailariög* prentuð í smá vasa. kverum eða handbókum er menn bera oft á séreðahafa við hend- ina af öðrum ástœðum og hafa því gott tækifæri til að gjöggva sig á lögunum ef þá langar til. Það eru ekki allir, sem hafa Stjórnartíðindin við hendina, þótt þeir þyrftu að athuga einhverat- riði í þessum lögum, sem eg nefndi í upphafi, og svo er það ritverk ekki sérlega aðgengilegt fyrir almenningeða létt í vöfum. Mér finst það væri ómaksins vert fyrir stjórn landsins að at- huga hvort hún gæti ekki stuðl- að að því að stjórnarskipunar- lögin og kosningalögin væru gef- in út í sérstökum pésa. Eg held ekki, að þeir peningar sem til þess væri væri varið, gætu taiist á glæ kastað. Einkum finst mér ástæða til þessa þar sem nýlega hefir orðið breyting á þessum lögum og þar með alveg ný teg- und kjósendá sköpuð í landinu og tvennar nýjar kosniugar til alþingis fyrir dyrum á þessu ári og þœr fyrri alveg nýs eðlis. Eg býst ekki við, að neinn einstakur maður taki sér fram um það að gefa þessi lög út í sér- prentun, af þeirri ástæðu að það mun ekki álítast beinn gróða- vegur, þó eg sé þeirrar skoðun- ar að margir mundu finna hvöt hjá sér til þess að kaupa slíkan pésa. Eg hefi því stungið upp á því hér að stjórnin hlaupi nú undir bagga og komi verkinu í framkvæmd. Hygg eg þá, að kverið yrði svo ódýrt að engum væri ofvaxið að kaupa það og veit eg fyrir víst, að margir mundu þakka stjórninni fyrir þá fram- takssemi. Annars skal eg ekkert um það segja hvort landstjórnin þykist hafa neitt reiðufé til slíkra hluta. Eg hefi vakið máls á þessu atriði af því mér virðist það vera ómaksins vert, að menn athugi það. L L. Islenskur taflmaður íblaðinu »Universityof Wash- hington Daily«, sem gefið er út í Seattle, birtist 24. mars grein um Hallgrím Hermann son Her- manns Jónassonar trá Þingeyr- um. — Er þar hprið á hann mikið lof fyrir frægan sigur er hann vann í tafli nýlega. Vann hann þar tafl- kappa mikinn, er Billinger hét og unnið hafði sér nafnbót sem taflkappi Norðvestur-Bandaríkj- anna. Hailgrímur lék tuttugu og Tl LfM I N N IS: Baðhúsið opift v. d. 8-8. Id.kv. til It Borgarsi.skrif.4i. í brunastðð opín v. d •11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. ki. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk.sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Siúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7. Náttúnigripasafnið opiö P/,-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilssíaðahæiið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskóians Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Cyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á tr.ið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. hefir altaf starfsfólk á boðstólum — óskar líka eftir margs konar fólki níu leiki og tapaði þar að eins einum. Þann leik vann BiIIinger þessi. Hefir Hermann hlotið heiðurspening þann, er héitið var fyrir þetta tafl,, sem yfir stóð á milli allra beztu manna sem völ var á. Par á meðal var taflkapp- inn Wright frá Nevada. Lb. Hvería iieim aftur. Þessir íslendingar lögðu af stað heim til gamla Fróns á þriðjudag- inn var: F. H. Berg trésmiður frá Wynyard. Hann er ættaður af Akureyri, hefir verið hér vestra í 16 ár og fer heim til ættstööva sinna. Kristján Björnsson, einnig frá Wynyard, kom frá Akureyri fyrir rúmu ári og fer þangaðaftur. Þorkell Jdnsson og koua hans frá Tantallon í Saskatchewan, hafa þau verið hér vestra um tveggja ára tíma; hann er einnig trésmiður, korn frá Reykjavík og fer þangað. Guöm. Bjarnason bakari frá Winni- peg, kom hann frá Reykjavík fyrir nokkrum árum og fer þangað. Ungfr. Össurina Quðbjartsdóttir frá Winni- peg, kom hingað frá Patreksfirði og ætlar þangað. Ungfrú Ouörún Stefánsdóttir og ungfrú Mekkin Johnson frá Winnipeg, komu báð- ar hingað frá Austfjörðum og fara þangað. (Lb. 20. apríl); *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.