Vísir - 23.05.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 23.05.1916, Blaðsíða 3
Drekkið CARLSBERG Pilsner Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást alstaðar Aðalumboð fyrir ísland Nathan & [Olsen. AtYÍnna. Sjómenn og^stúlkur vanar fiskverkun geta fengið góð kjör á Austfjörðum. Langur atvinnutími og reglubundin vinna. Fríar ferðir. Oerið svo vel að tala við mig frá 6—8 síðdegis á Stýrimannastíg 5. Kristinn Jónsson. NOKKRA MEN N rœð eg til símalagningar f sumar út um land* Hátt kaup! , BRYNJÓLFUR EINARSSON, Kárastöðum. í Reykjavíkurlæknishéraði er laust 1. júní 1916. Borgun fyrir sótthreins- un er 4 kr. og 2 kr. fyrir flutning á fötum til sótthreinsunar í Laugarnesi; Skriflegar umsóknir sendisi til undirritaös fyrir 28. þ. mán. Jón Hj. Sigurðsson héraðslæknir. CALLIE PEEEECTIOJST eru bestu, léttustu, einföldustu og ódýrustu báta- og verksmiðju mótorar sem hingað flytjast; Vanalegar stærðir frá 2—30 hk. verksmiðjan smíðar einnig utanborðsmótora, 2—27* hk. Mótorarnir eru knúðir með steinolíu, settir á stað með bensíni, kveikt með öruggri rafmagnskveikju, sem þolir vatn. Verksmiðjan smíðar einnig ljósgasmótora Aðalumboðsmaður á íslandi: O. Eilingsen, LÖGMENN mmm> < Pétur Magnússon, yfirdómslögmaður, Hverfisgötu 30. Sími 533 — Heima kl. 5—6 Vátryggið tafarlaust gegn eldl vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu Oddur Gfslason yflrróttarmálaflutnlngsmaöur Laufásvegi 22. Venjulega heima k). ll-12og4- Simi 26 Bogl Brynjólfsson yflrréttarmálaflutnlngsmaöur, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppi]. Srifstofutimi frá kl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — rance Co. Ltd. Aðalumhoðsm. G. Gfslason Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og. -28. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. Prentsmiöja Þ. Þ. Clementz. 1916, §eud\B UmanUga Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. 37 ----- Frh. Rupert var vanur vonbrigðum, sársauka og vanþakklæti. En hann bar mótlæti sitt með þolinmæði. Og sorgin varð honum jafnvel stundum til hugsvölunar. En þessi áreynzla hafði þreytt hann mjög undanfarna dagana síð- astliðnu. Hann fann til þess, án þess þó að gera sér glögga grein fyrir því. Þessi litli öfundarvottur, sem hann hafði látið í ljósi, þegar hann niintist á hið tilvonandi brúðkaup og hamingju Filipps, hefði átt að geta hjálpað honum til að skýra þetta fyrir sér. Ósjálfrátt varð honum að bera saman ástæður sínar og Chester- meres. Hin mikla velgengni vinar hans gladdi hann, en ekki var það nema mannlegt þó hann öfundaði Filipp af því að hamingjan skyldi gefa honum konu til að elska, sem clskaöi hann. Hann þráði heitt uppfyllingu vona sinna um hamingjuna, sem hann svo lengi var búinn að bíða eftir, þráði að sjá einhvern endir á öll- um þessum efasemdum og von- brigðum. Hann hafði komið, þenna morg- un, einmitt með þeim fasta ásetn- ingi að tala einu sinni enn við Rósabeilu, til þess að knýja fram einhver málalok þeirra á milli. En þegar hann kom í nánd við hana, frusu orðin á vörum hans í helkuldanum, sem af henni stóð. Þá lá við að vonirnar frysu einnig í hjarta hans, svo ekkert varð ur áformi hans. Smátt og smátt bældi hann nið- ur tilfinningar sínar, á göngu sinni fram og aftur uni herbergið. Hann fletti nokkrum nýjum bókum, sem lágu þar, og féll þá nafnspjald út úr einni þeirra. Hann las nafnið, sem á því stóð, og hleypti brún- um. — Ekki vissi eg það fyr að An- trobus væri gefinn fyrir bækur, sagði hann eins glaðlega og hon- um var unt. En hann sá brátt að hún myndi ekki þola sér mikið, eins og nú stóðu sakir. Rósabella leit við. — Hvaö hefir hann sent? spurði hún hálf hryssingslega. Featherstone hlakkaði yfir þessu, meö sjálfum sér. Þessi spurning hennar fasrði honum heim sann- inn um það, aö hún ekki einu sinni hefði gert sér svo mikið ómak, sem að líta á gjöf Edwards lávarðar. Rósabella brosti dauflega, reis á fætur og gekk til hans. — Þó hann kanske sé ekki mik- ill bókavinur þá er hann þó minn- isgóður, sagði hún um leið og hún tók af Rupert bókina, sem hann hélt á. Eg býst við að hann hafi hlotiö að heyra mig tala um þessar bækur í gær í veizlunni hjá fru Dorrilion. Ungi maðurinn leit á hana efa- samur og hálf-tortrygginn. — Antrobus er dálaglegur snáði, sagði hann eftir stutta þögn, á meðan Rósabella blaðaði í bók- inni. — Er hann það? Hún Iét bókina aftur og fleygði henni frá sér. Hún var fokreið yfir því, að svo leit nú út, sem Rupert ætlaði sér að yfirgefa hana af sjálfs- dáðum, án þess að vera rekinn burtu. — Já, eg ímynda mér hann sé það, hélt hún áfram. Og svo verð- ur hann nú hertogi einhvérn tíma bráðum. Og það gerir hann nógu frfðan þó ekkert væri annað. Rupert andvarpaði. Það var ætíð eins og rekinn væri i hann hnífur þegar Rósa- bella talaði á þessa leið. Honum fanst þá sín aðstaða verða svo ó- trygg. Hann skammaðist sín fyrir þessa hugsun. Hann var sjálfum sér svo trúr, að hann gat aldrei efast um trúnað annara, og þó — þó — bandið, sem samtengdi þau var svo veikt, og dag frá degi veiktist það meir og meir, svo eaki var annað fyrirsjáanlegt en það myndi slitna. Skilmálarnir fyrir trúlofun þeirra höföu verið svo glögglega ákveðn- ir aö ekki var um neitt að villast. Peningarnir hans höfðu verið hin eina ástæða fyrir því, að Rósa- bella hafði undirgengist á nokkurn hátt að binda sig. En hún hafði krafist frjálsræðis til þess að yfirgefa hann og taka öðrum, sem væri enn ríkari, ef henni svo sýndist. Hvers vegna mintist hann þessa nú? Og hvers vegna vaknaði nú nýr ótti í hjarta hans þegar hann stóð þarna og starði á nafnspjald Ed- wards. Rósabella virtist geta lesiö hvað bjó í huga Ruperts, þó hann mælti ekki orð frá vörum, Hún fylgdi hverri hreyfjngu hans með augun- um, og um leið og hún, eins og í leiðslu, las aftur nafn Edwards á nafnspjaldinu, datt henni nokkuð nýtt í hug.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.