Vísir - 09.06.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 09.06.1916, Blaðsíða 2
VlSIR sem hafa í hyggju að fara héðan frá Reykjavík á fund ung- mennafélaga á Þingvöllum sunnud. 25. þ. m., gefi sig fram við hr. verslunarmann Ólaf Gíslasun í Liverpool fyrir 15. þ. mV, svo menn vili hvenær leggja skuli af stað og hverjir eiga samleið. Nýkomnar afarstórar birgðir af — &6t$pappa 3^as^\tvupappa — ^tt^apappa í Bankastræti 7. ÞORVALDUR & KRISTiNN. VISIR A f g r e i ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—S á bverj- um degi. Inngangur frá Vaiiarstræti. Skriislofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn ti) viötais frá kl. 3—4. Sítni 400,— P. O. Box 367. Best að versla í FATABÚÐINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en í FATABÚÐINNI, Hafnarstr. 18. Sími 269 Svfar og Rússar. Álandseyjar. —o— í hafinu milli Rússlands og Sví- þjóðar liggja Álandseyjar. Þær eru fjölmargar, um 300 að tölu og liggja dreift á takmörkum Botniska flóans og Eystrasalts, norðan vfð mynni Finska flóans. Rússar liafa yfirráð á eyjunum, en samið hefir veriö um aö þeir mættu ekki byggja þar nein varnarvirki, eða víggirð- ingar. Á stærstu eynni, Álandí lá vígið Bamarsund, en ensk-franski flotinn eyðilagði það árið 1854. Árið 1908 kom það til tals að Rússar víggirtu eyjarnar á ný. Sví- ar mótmæltu því, enda líta þeir svo á með réttu, að það geti örðið þeim hættulegt, því aö Rússar gætu þá stöðvað allar skipagöngur inn í Botniska hafið. Leituðu Svíar styrks hjá Þjóðverjum, en fengu enga áheyrn og sneru sér því til Breta og Frakka og gengu þeir í málið og fengu Rússa til að Ioía því, að gera engin vígi á eyjunum. Fyrir nokkru síðan barst sú fregn hingað, að víggirða ætti Álandseyj- ar og fylgdi það sögunni, að Svíar væiu æstir mjög út af því tiltæki Rússa og þætfu brotnir á sér samningar. Halda Svíar þvf fram, að þessar tiltektir séu fyrir- boði þess að Rússar fari með ófriði gegn Svíþjóð. í sænska þinginu bar prófessor Steffen fram fyrirspurn til stjórnar- innar um, hve mikið væri hæft í þessum fregnum og hvað stjórnin ætlaði að gera til að koma í veg fyrir þessar fyrirætlanir Rússa. — Þjóðin stóð á öndinni af eftirvænt- ingu og Þjóðverjasinnar í Svíþjóð notuðu tækifærið til að egna hana til ófriöar gegn Rússum og banda- mönnum þeirra. Það er álit manna, að ekki verði hjá því komist, að eyjamar verði víggirtar. Ef Rússar geri það ekki þá muni Þjóðverjar gera það. Fyrst framan af ófriðnum höfðu Þjóðverjar öll yfirráð í Eystrasalti og lögðu sprengidufl norður í Botniska flóa. En siðan Bretar sendu kafbátana inn í Eystrasalí er breyting orðin á þessu. — Það er engin von til þess, að Rússar vilji leyfa Þjóðverjum að ná þess- um yfirráðum aftur. Þeir verða því að tryggja sér það, að Þjóð- verjar nái ekki Álandseyjum á sitf vald. Því hver sem hefir þar vígi og herskipastöðvar, hefir öll yfirráð í Éystrasalti, og Rússar væru þá algerlega innihiktir og óvinaflotinn á næstn grösum við höfuðborg þeirra. Aktivistarnir í Svíþjóð krefjast þess, að eyjarnar verði viðurken.dar hiutlausar, meðan á ófriðnum stend- ur og Svíum fengin yfirráð yfir þeim. — En þessi kiáfa nær vitan- lega engri átt. Fyrst og fremst yrðu Svíar þá að víggirða eyjarnar, ef trygging ætti að vera fyrir því, að Þjóðverjar taki þær ekki af þeim, og í öðru lagi hafa bandamenn enga tryggingu fyrir því, að Svíar gangi ekki í ófriöinn með Þjóð- verjum, sem þá fengju eyjarnarsem eins konar heimanmund. Þessi krafa »aktivistanna« getur þvf ekki leitt til annars en ófriðar milli Svía og bandamanna, en það er einmitt þeirra (aktivistanna) inni- legasta ósk. Ekki kemur mönnum saman um það, hvort Rússar séu bundnirlof- orðum viö Svía í þessu efni. Rúss- ar hafa ekki lofað Svíum að víg- girða ekki eyjarnar, þeir hafa lofaö Bretum og Frökkum því. En auð- vitað kjósa þeir (Br. og Fr.) held- ur að Rússar geri það en Þjóð- verjar eða Svíar. Og ekki síöur fyrir það, ef satt er, aö kafbátar Breta hafi aöalbækistöð sína þar í eyjunum. Gætnari menn í Svíþjóð halda því fram, að Svíar séu í engu bet- ur settir, þó Rússar víggirði ekki eyjarnar heldur t. d. Þjóöverj- ar. Því að yfirráö Þjóðverja í Eystrasalti séu Svíurn engu hent- ugri en Rússa. Þá sé nær að reyna að fá Rússa til að heita því, að rífa niður þau varnarvirki, sem reist kunni að verða, í ófriðarlok. Utanríkiráðherra Svía svaraði fyr- irspurnum próf. Steffens á þá leið, að stjórnin myndi hafa vakandi auga á máli þessu, og gæta hags- muna Svía af fremsta megni í þessu sem öðru. — Sagt er að allir flokkar hafi látið sér það svar nægja. — En um Iíkt leyti kom fram lil- laga í þinginu, frá »aktivistum«, um að lagðar yrðu fram 52 milj. króna til aukins herbúnaðar og fylgir stjórnin þeirri tillögu, — Líkur eru því til, að málinu sé ! ekki lokið meö þessu goðasvari stjórnarinnar við fyrirspurn Steffens, enda eru sumir ráðherrarnir fylgj- andi aktivistum. Er talin hætta á því, að stjórnin klofni á málinu, og að ekki verði unt að mynda nýja stjórn, nema með því móti, að Svíar gangi í ófriðinn með Þjóðverjum, eða »aktivista«hreyf- ingin verði kveðin rækilega niður af öflugum meiri hluta. En til þess mun þurfa öfluga stjórnmála- baráttu. Verkfallið, ---:o:~ Frh. Það er mjög fjarri þeim sem þetta ritar að neita því að hásetar hafi rétt til að setja fram kröfur sínar og fylgja þeim fast eftir. f viðskiftum öllum verða menn að fara eins langt og komist verður meö heiðarlegu móti; það eru lög hinnar frjálsu samkepni. En þegar um það var að ræða, að hefja verkfall, þá bar fyrst og fremst að gæta þess, hverjar líkur væru til að það ynnist. Fyrir ein- staka háseta hafði það ef til vill ekki svo mikla þýðingu, hvort há- setar unnu verkfallið eða töpuöu því, — þeir fengu þá að minsta T 5 L MINNiS: Baðhúsið opið v, d. 8-8, ld.kv, iil U Borgarst.skrifát. i hrunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. ÍO-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Isiandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasain 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglsngt (8-0) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1. Satnábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifiisstaöahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ó k e y p i s læktiing háskólans Kirkjustræti 121 Aiin. lækningar á þriðjud. og föstud, kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á fðstud. ki. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargóíu 2 á mið- vikud. kl. 2-3. ndsféhirðir kl. 10—2 og 5 —6. kosti hvíld, meðan á því stóð — áður en þeir áttu að fara að »fást við kóðin á Hva!bak«, eins og einn þeirra komist að orði og sumum þótti vel sagt. — En það gengur uæst glæpi við gott málefni að stofna til óþarfs verkfalls, sem aliar líkur eru til að tapist, meðan verka- mannahreifingin er eins ung og hún er hér. Tapað verkfall flæmir svo og svo marga úr félagsskapnum og enn fleiri frá honum.sera ekki voru í hann komnir. Það áttu leiðtog- arnir að sjá, við því áttu þeir að vara og leggja alt kapp á að koma í veg fyrir það — einnig þeirsem »aðeins hafa orðið við tilmælum* . . . o. s. frv. En að hverju leyti var gálaus- lega að farið og hvers vegna voru líkur til að verkfallið tapaðist? Þar sem verkamannasamtökin eru oröin gömul, er það stéttartilfinn- ingin sem gerir verkföllin voldug, varkfalls-»mórallinn« — djúpt inn- rætt tilfinning um, að það sé sví- viröilegt að vera »verkfallsbrjótur«. Hér er þessi tilfinning ákaflega veik, af því að hreyfingin er svo ung. Þetta sést ljóslega af því, að eng- inn botnvörpungaháseti, sem ekki var í félaginu, taldi sér skylt að taka þátt í verkfallinu, og mátti þá nærri geta hvernig aðrir litu á það mál. Hér skarar hver eld að sinni köku. Þessvegna var ákaflega hættu- legt að Ieggja út í verkfaíl hér, Og það var ekki síöur hættulegt fyrir það, að einmitt á þeim tíma sem verkfallið hófst var hér fjöldi manna óráðinn. Menn, sem sumir hverjir höfðu haft sáralitlar tekjur upp úr vetrarvertíðinni, menn, sem ef til viil höfðu lengi mænt vonaraugum til botnvörpunganna, og hefir mjög sennilega mörgum hverjum ofboðið atferli verkfallsmanna. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.