Vísir - 23.06.1916, Page 2

Vísir - 23.06.1916, Page 2
VlSIR VISIR Afgrelflsla blaflsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- uin degi, Inngangur frá Vallarstræti, Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Rltstjórinn tfl vlðtals frá kl. 3—4. Sítni 400.— P. O. Boz 367. Best að versla i FATABÚÐINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en i FATABÚÐINNI, Hafnarstr. 18. Siml 269 Einokun. Öll einokun er ill. Og ekki er hún bezt, þessi frjálsa einokun sem Steinolíufél er aö reyna að stneygja á þjóöina. Sú einokun er þannig vaxin, aö hún ætti að vera bönnuö með lögum, enda er hún alsendis ósamrýmanleg hugmyndum manna um frjálsa verzlun. — Og frá mínu borgaralega sjónarmiði fæ eg ekki skiiið að slíkt atferli geti staðist lögum samkvæmt. Hver er munurinn á því aö neyða menn á þennan hátt til að gera samninga og á öðrum nauð- ungarsamningum, sem að sjálf- sögðu verðttr að dæma ógilda ? Ef svo vildi til, að einhver einn kaupm. yrði í bili einn um það að selja rúgmjöl, ætti honum að leyf- ast að neita öllum um þá vöru, ef þeir vildu ekki skuldbinda sig til þess að verzla við hann einan með allar vörur til æfiloka. — Myndi nokkur dómstóll dæma þann samn- ing gildan og góðan? Eg veit þaö ekki, en mér viröist óhugsandi að slíkur samningur varði ekki refsingu fyrir þann, sem neyöir menn til að gera hann. Svo ætti það að vera að minsta kosti. En hvað á að gera við þessum ófögnuði ? Þaö er nú sjálfsagt fyrst og fremst að krefjast þess af næsta þingi að það semji lög, er ógildi og banni alla slíka samninga. En það er ekki nóg. Það er of langt að bíða eftir því, Kaupmenn veröa að setja rögg á sig og skora á landsstjórnina að skerast í leikinn. Til hvers eru og áttu Iög þau að vera, er síöasta þing samd', um að taka mætti vörur eignarnámi hjá mönnum, er þeir neituðu aö selja þær ? Voru þau sett aðeins til þess að sýnast? Nei, eg er þess fulltrúa, að lög þau hafi verið samin í fullri al- vöru og eg ber fult traust til stjórn- % arinnar um að hún muni framfylgja þeim, ef kaupmenn og vélbátaeig- endur hafa samtök um að kæra þelta atferli Steinolíufélagsins. Það er skiljanlegt, að stjórnarráðið þyk- ist ekki geta hafisl handa, meðan enginn eða aðeins einstaka kaup- maður kvartar undan þessu oki. En ef svo skyldi fara, sem eg býst ekki viö, að landstjórnin þyk- ist ekki geta skipað félaginu að selja olíuna, þá er það skylda henn- ar að taka í taumana á annan hátt. Þá á hún að styrkja vélbátaeig- endur og kaupmen til þess að afla sér oiíu annarsstaðar frá. jáfnvel gæti hún notað sér þann rétt, sem henni hefir verið gefinn til þess að taka að sér alla steinolíuverzlun landsins um hríð, — Það er neyð- arúrræði, en- skárra þó en að láta beita landsmenn slíkum brögðum, sem hér er um að ræða. En það skilst mér, að ef nokk- uð á að gera í þessu máli, þá vei öa kaupmenn að hafa samtök um það og beita sér fyrir það. — Og fyrst og fremst má vænta góðs af kaupmannastétt bæjarins í þessu efni, enda á hún hægasta aðstööu að öllu leyíi og hetir með sér öfl- ugan félagsskap. G. G. Xútarnir frá Siglufirði —o— Skipstjórinn á Goðafossi hefir beðið Vísi að birta eftirfarandi at- hngasemd, út af símfregninni sem Vísi barst frá Akureyrt um brenni- vínskútana, sem vélbáturinn Báran átti að hafa fundiö fram af Siglu- firði daginn eftir að Goðafoss fór þar um: »Er eg hafði lesið grein þá, er Visir flutti 20. þ. m., þar sem Goðafoss er nefndur í sambandi viö 3 brennivínskúta, sem áttu að hafa fundist á sjónum fram af Siglu- firði, átti eg tal við M. Kristjáns- son alþm. á Akureyri, sem var far- þegi á bát þeim, sem á að hafa fundið kútana. En hann (M. Kr.) hafði ekki oröið var við þennan fund, sem Vísir getur um. Það er annars undarlegt, hve blöðin hér fyrir sunnan Ieggja þessi skip okkar f einclti, en ef til vill er þaö vegna þess aö þau eru íslenzk, því aldrei heyrist neitt slíkt um útlendu skipin, af hverju skal eg ekki um segja. En ef blööin sjá sér ekki fært að láta okkur njóta réttar okkar og sannmælis^ heldur skrifa um okkur ástæðulaus- ar greinar, sem ekki verða sönnur á færðar, en miða að því að sverta okkur í augum almennings, þá væri betra að við værum látnir hlutlausir. T. J. Júliníusson*. Hvernig sem á því stendur, þá hefir Vísir orðið þess var, að það er álit manna að bannlagabrot eigi sér ekki síður stað á skipum Eim- skipafélagsins en öðrum skipum sem hingað sigla. En ekki þykist Vísir hafa hallað þar máli útlendum skipum í vil, enda aídrei haft neitt sérstakt skip að umtalsefni í sam- bandi við bannlagabrotin. I um- ræddu símskeyti frá Akureyri, sem fréttaritari blaðsins verður að bera aðalábyrgðina á, er þess getið, að Goðafoss hafi verið nýfarinn vestur um, er kútarnir fundusf; en ekkert fuilyrt um að hann hafi skiliö þá eftir. En auðvitað veröur ekki annað ráðið af skeytinu, en að svo hafi verið. — Hugsanlegt er að Bárumenn hafi haft kútana með- ferðis lengra að, en sagan um fund þeirra sé tilbúin sem vörn gegn ákærum á þá um bannlagabrot. — En ólíklegt þykir Vísir aö tíðinda- maður hans hafi logið sögunni upp. Annars er það ekki eins óskiljan- legt og skipstjóranum kann að virð- ast, að iandsniönnum sárni það og þcir hafi fremur orð á því, sem þykir fara aflaga á ísl. skipuuum, því »sá er vinur sem til vams segir«. En að því eru mjög lítil brögð, og niá óhætt fullyrða að það stafi af því, að sáralítið verði með réttu fundið að framferði skipanna, En eins og um hnútana er búið, er ómögulegt að krefjast þess afskip- stjórunum, og því síður stjórn fé- lagsins í landi, að þeir geti varnað einstökum mönnum af skipshöfninni eöa farþegum aö brjóta bannlögin. Þaö væri þeim ókleift verk og hlýtur að koma mest til kasta lög- gæzlunnar í landi. Vísi er því óhætt að fullyrða að umrædd símfregn hefir ekki átt að vera nein hnúta til skipstjórans á Goöafossi, enda er þaö alkunnugt um hann, að hann er einhver reglu- samasti og duglegasti skipstjóri sem nú fer með skip hér við land. Unnur Olafsdóttir. Með Gullfossi síðast kom stúlk- an Unnur Ólafsdóttir, sem dvalið hefir í útlöndum til lækninga við valbrá, er hún hefir verið haldin af, og er nú að mestu heil af orðin. Hefir hún gert það sem ekki mun altítt um sjúklinga að hún hefir stundað nám mik- ið í hannyrðum erlendis, jafnframt T I L MINNIS: Baflhúsið opið v. d. 8-8. Id.kv. ti.l 11 Borgarst.skrifsl. i tirunastöfl opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd, 8'/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssirnfnn opinn v. d, daglangt (8-0) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, síðd Póstlnlsið opíö v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknart'rni 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskóians Kirkjustrætf 12: Alrn. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12-1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud, kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3, Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2..3. iandsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. 1 SatmasUSa | | Vöruhússins. i K & |j Karlm.fatnaðir best saumaðir! | Best efni! j g ssssg Fljótust afgreiðsla! sssjí® j því að ganga til lækninganna sem eru langar og þreytandi, þó til góðs leiði. Áður en hún fór til útlanda- hafði hún gengið á Landakotsskóla, og getið sér þar góðan orðstír. — Hefir hún hin bestu meðmæli kennara sinna er- lendis um nám sitt, og mun hafa þókt þar afbragð annara kvenna erlendra og innlendra. íslendingur. Um leðri-Háls söluna á jörðinni 1909, og nú í vor hefir Vísi verið tjáð þefta: Jörð- in var seld i vor fyrir 18 þús, en ekki 20. 1909 seldi landsjóður jöröina fyrir eitthvað um 5000 kr. en vitanlega húsalausa, og hús og mannvirki, sem Þórður Guömunds- son hefir gert á jörðinni eru talin 9—10 þús. kr. virði. Auk þess hefir ábúandi auðvitaö gert miklar jaröabælur, sem öll sanngirni mælir með að hann fái verð tyrir, en ekki landsjóður. Vafalaust má telja að sama máli hafi verið aö gegna um Rifkelsstaði, aö ábúandi hafi verið búinn að gera miklar jarðabætur á jöröinni og húsa er hann seldi hana í vetur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.