Vísir - 26.06.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 26.06.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel lsland er opin frá kl, 8—8 á hverj- um degi, fnngangur frá Vallarstrætl. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórinn til vlðtals frá kf, 3-4 Sími 400,- P. O. Box 367. Best að versla í FATABÚÐINNI! Þarfást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dömur og hörn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en í FATABÚÐINNI, Hafnarstr. 18. Simi 269 Matvælaskoituriim í Þýzkalandi. Nýlega stóð eftirfarandi grein f enska blaðinu »Daily News«: Hve áríðandi þaö er, að fast skipulag koroist á malvælapakkasendingar til brezkra herfanga í Pýskalandi, sést af frásögn undirforingja eins sem nýkominn er frá Þýzkalandi. Undirforingi þessi hafði særst, verið tekin til fanga og sendur til Munster, þar eru í gæzlu eitthvað | um 200 manns. Hann var svo ' heppinn að verða einn af þeim fáu, ' i sem látnir voru lausir í stað særðra þýzkra hermanna, og félagar hans í varöhaldinu höfðu falið honurn að skýra frá því, þegar hann kæmi heim, hve óábyggilegar matvæla- sendingarnar væru. .Sumir fá fimm eða sex pakka með hverri póstferð<, sagði hann við fréttaritara blaösins, »en aðrir hafa ekki fengið einn einasta pakka svo mánuöum skiflir. Eg var einn af þeim sem gæfan brosti við, en yður að segja, þá hálfskammaðist eg mín fyrir þaö. — Því, sjáið þér til, þeir sem ekki fá matarpakka að heiman reglulega, hálfsvelta í varð- haldinu í Munster. Ef Þjóðverjar hefðu matvælin til, þá veit eg að þeir létu fangana fá nóg, en þeir svelta sjálfir. Alt og sumt sem við fengum var brauð og vafn og þunn súpa. Þess vegna eru þeir, sem enga matarpakka fá að heiman, tilneydd- ir aö ganga á milli manna og biðja þá um að gefa sér. — Og eftir minni reynslu, þá er lítiö varið í aö fá nóg þegar aörir fá ekkert. Sumir, þeir forsjáiu, halda spart á og safna sér forða til sulfardaganna. Þeir eru vissir að koma fyrir sig dálitlum fyrningum. Aðrir — þeir léttúðugu — selja það sem þeir geta ekki torgað, þeim sem ekkert fá, og spila síðan um skildingana sem þeir fá fyrir það. — Greyin! Það má ekki taka hart á þeim fyr- ir það« . . . Hugsanlegt er aö vísu, aö þessi grein sé sett saman aðeins til þess að »sýna« matvælaskortinn í Þýzka- landi, en ef svo er, þá er það ekki ókænlega saman sett, Og undarlegt er það að sömu sagnirnar um sult fanganna í Þýzkaland eru sagðar í sænskum blöðum eftir Rússum. — En vera má, að Þjóðverjar spari óþarfiega mikið matinn viö fangana og sjái fekki eftir Bretum aö fæða þá. Sókn Rússa, Hvað gera miðveldin? —o— Ófarir Austurríkismanna eru engu óalvarlegri fyrir Þjóðverja en þá sjálfa. Þess vegna verða Þjóðverj- ar að koma til hjálpar. En hvern- ig geta þeir það ? í enskum blööum er þetta sagt um áslandið: Þeir þora ekki að veikja her sinn norðurfrá til neinna muna, en senda þó alt það lið sem þeir geta án verið suður á bóginn. — Fyrsta hjálparliðið sem þeir sendu var ein herdeild af lífverðinum, sem veitti ofsalegt viðnám gegn íramsók Rússa hjá Lutzk, en fekk. ekki stöðvað þá varð fyrir miklu mannfalli og mist| marga fanga. Hindenburg sendi æösta herfor- i ngja sinn, Ludendoff, til aðstoðar Friedrich erkihertoga. - Á 20—30 mílna orustusvæði gæti hugsast að y firburðahershöföingi hefði getað rétt við bardagann, en þessi mað- ur, hvort sem hann er nú afburða- maður eða ekki, kom of seint til vígvallar sem er 300 mílur á lengd, Af sóknarliöi Austurríkismanna var helmingurinn þá þegar fallinn, særöur og hertekinn. Einn maður og fáeinar herdeildir gátu enga hjálp veitt þeim. Það er því augljóst, að tii þess að hjálpa bandamönnum st'num verða Þjóðverjar að hefja gagná- hlaup einhversstaðar annarsstaðar. Talað hefir verið um, að þeir mundu reyna að setja her á land í Finnlandi. En það sem gerst hefir Eystrasalti nú nýlega bendir fremur til þess, að Þjóðverjar veröi að fara varlega á þeim slóðum, þar sem rússneskir eða brezkir kafbátar og rússneskir tundurspiilar hafa sökt þýzkum flutningaskipum og hrakið önnur til sænskra hafna. Og eftir skellinn sem floti þeirra fekk fyrir vestan Jótland, er ólíklegt að þeir reyni að beita honum fyrir sig. Líklegast er því að þeir reyni að gera gagnáhlaup á Rússa á nyrðri vígstöðvunum, en þar eru Rússar ágætlega undir það búnir áð mæta þeim. Þegar er Brusiloff hershöfð- ingi hóf sóknina suður frá, tóku Þjóðverjar að herða á stórskota- hríðinni norðurfrá, en hingað til hafa þeir ekkert unniö á, Og hjá Riga hefir Rússum jafnvel miöað lítiö eitt áfram. En yfirleitt má heita að herlínan sé óbreytt. Japönsk skotfæri. Sagt er að sigursæld Rússa stafi að mestu leyti frá því, að þeir hafi fengið fallbyssuferlíki af alveg nýrri gerð frá Japan. Eru fallbyss*- ur þessar miklum mun veigameiri en þær sem áður hafa þekst í ófriðnum. Kúlurnar sem notaöar eru í byssur þessar eru einnig frá Japan og í þeim er sagt að sé nýtt sprengiefni, sem skari langt fram úr því sem áður hafi þekst. Czernovits. Rússar hafa nú tekið þá borg, Hún hefir eiginlega ekki neina sérlega hernaðarlega þýðingu í venjulegri meikingu. Hún cr í suðausturhorni Bukovinu, skamt frá iandamærum Rjmeníu. Hún mynd- ar nokkurskonar hlið inn í Buko- vinu, og í gegnum það hlið streymir nú her Rússa inn í Austur-Buko- vinu, inn á milli Austurríkis og Rúmeníu. Um borgina liggja járnbrautir frá Lembergtil Bucharest höfuðborgar Rúmeníu og margar aðrar járn- brautir. Nú er sagt aö Rússar hafi lagt undir sig nær alla Bukovinu og er ekki óiíklegt að framsókn sú rétt við landamæri Rúmeníu hafi þau áhrif hinu megin viö landamærin, að bandamönnum bætist brátt nýir bandamenn þar austur frá. Læknapróf Fyrri hluta læknaprófs við Há- skólann hafa lokið': Hinrik Thorarensen með 721/, st. Jón Bjarnason með 70 — Kristján Arinbjarnars. með 63*/g — Há fyrsta einkunn hjá þeim öllum. — Undir fullnaðarpróf í læknis- fræði ganga 2 stúdentar, Jón Jó- hannesson og Vilmundur Jónsson, en því prófi er ekki lokið enn. T I L MINNIS: Baðhtíaið opið v, d. 8-8, ld.kv. til U Borgarst.skrifit. i brunastðð cpm v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alin. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjiíkravítj.tími ki, 11-1. Landsbankitni 10-3. Bankastjórn til við- tals 1012 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssímtnn opinn v. d, daglangt (8-d) Heiga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið Vlt-2‘l, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-b. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaöahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þióðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjusireetf 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12-1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augniækningar i Lækjargötu 2 á rr.ið- vikud. kl. 2—3. landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Vöruhússins. Karlm.fatnaðir best saumaðir! Best efni! ssss® Fljótust afgreiðsla! sssss óskast nú þegar. Hátt kaup í boði. Nánari upplýsingar á afgr. »ÁLAFOSS«, Laugav. 34. Kýmni (Hjá clómaranum). Dómarinn: »Eruð þér í nokkru vitorði með þessi áfengis- ankeri ? Á k æ r ð i: Nei, en eg heyrði kallað uppi á þilfari: »Tilbúnir með akkerin*. ewa. í nýjustu enskum blöðum er þess getið, að ekkert sarakomulag hafi enn komist á í deilum íra. En Lloyd George reynir enn af öllum mætti að koma sættum á milli írsku flokkanna og foringj- anna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.