Vísir - 04.07.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 04.07.1916, Blaðsíða 3
V I S I R Olga SchidlowsVaia, sem fekk leyfi yfirhershöföingjann til að innritast* og sem síðan hefir verið sæmd heiðursmerki fyrir hreysti; Maria Bielowskara, sem lagði líf sitt í hættu til þess að bjarga Iífi deildar- foringja síns, Hennar riafn er og einnig í hávegum haft fyrir það, hve nösk hún er að sjá út þá sem njósnarar eru ; Olga Pietrovski, sem eiddi fylkingu sína áfram til tigijrs, með sverð foringjans í hendi sér eftir að hann (foringinn) var fallinn; Zoe Smirnoff, sem leiddi átta kvenhermcnn, félaga sína, í gegu um Karpathafjalla bardagann í fyrra og sá þrjár af þeirn falla við hhð sér og var sjálf send heim, særð þremur stórurn sárum ; frú María Malko, herforingja koua, sem var tekin til fanga af Þjóðverjum, og sem að komst upp hvers kyns var, jjegar hún þverneitaði aö ,'ara í bað ineð hermönnunum. Þessar konur Rússa, ásamt mörg- um fleiri, hafa vakið athygli verald- arinnar. Og spurning hinna þjóö- anna er: »Hvers vegna er þessi Brynhildur til að eins á Rússlandi?* Samuel N. Harpe, amerískur pró- íessor í rússneskum málutn, er ný- lega kominn úr tíutidu ferð sinni til Rússlanns, sem allar hafa verið gerðar í þeim erindum, að kynna sér þjóðfé' agsskipulag og siðferði þjóðarinnar. Hann segir: Aðalút- skýringin á þessu hernaðartiltæki rússnesks kvenfólks, er að þær eru frjálsari að samveru og sambúð við karlmennina, heldur en nokkur önnur kvenþjóð í Evrópu. Konur Rússa taka miklu meiri þátt í lífs- kjörum og starfi bænda sinna, en nokkrar aðrar konur á megirtiandi j Evrópu. En sérstaklega á þetta sér j stað um jarðeigendatlokkinn, sem og er mentaðri hluti þjóðarinnar. Siðferðisböndin erit slakari hjá þeint, heldur en hjá ensku konun- um, en siðferðishugmyndin er að j sama skapi hærri. í ríkisskólum eru kvennemendurnir auðvitað ekki í sörau bekkjum og námssveinarnir, en sömu prófessorar kenna þeim sömu lærdómsgreinarnar og hinum nemendunum. Og á kveldin koma þau öll saman — piltar og stúlkur — til að tala um póliiík, músik, listir og hvað annað, sem er á dag- skrá, sem rússneskir nántsmenr, konur jaínt sem karlar, sýna svo feikna mikinn áhuga og alvörn fyrir. Á Rússlandi er fullkomin, óhindr uð ög eðlileg vinátta, eða kannske réttara að segja kunningsskapur á milli karla og kvenna. Þar ertt engar gæslukonur ti) að þefa upp hvert fótmál ungu stúlknanna. Dótt- irin er frjáls að fara og koma þeg ar henni sýnist, og að vera hjá vinum og kunningjnm sínum, án þess að vera úthrópuð af slúður- kerlingum, né hellur þarf hún að vera heædd við að hún lteyri götu- stráka henda að sér háði og rudda- yrðum, Ungu stúlkurnar eru mik- ið af tímanum undir beru Iofti; þær rtða á hestbaki og spila marga leiki við pilta, en á kveldin koma þær heim, og sitja hjá fjöiskyld- unni og nágrönnum og ræða um landsins gagn og nauðsynjar. Oddur Gísiason yflrréttarimálaflutnlngsinaður Laufásvegl 22, Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 j Bogi Brynjólfsson yfirréttarmálaflutningsmaBur, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppi]. Srifstofutimi frá kl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — Féfur IVIagnússon, yfirdómslögmaöur, Hverfisgötu 30. Simi 533 — Heima kl. 5—6 * mammm Brunairyggingar, sse- og stríðsváiryggingar. A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími 254 Det kgi. octr* Brandassurance Comp. Vátryggir; Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. Siini 26 Nýir kaupendur Vísis fá Sögu Kvennhetjunnar frá Loos ókeypis fyrsí um sinti. I Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. 74 ----- Frh. Rósabella vildi helzt vera alein þessa nótt og hugsa um það sem ham hefði komið í næði. Þó að maður hennar kynni að undrast um hana lét hún ekki á sig fá, en það einungis gladdi hana að hugsa til þess að það kynni að valda honum áhyggju. — Eg get þó sært hann, að minsta kosti, hvað sem öðru líður, hugsaði hún með sér. Hún var tæpast með sjálfri sér. Herbergin voru auð, þögul og köld. Hún kveikti Ijós og settist niður. Húu sat alla nóttina í þung- um hugsunum. — Eg skal vinna leikinn. Eg skal hefna mfn duglega. Eg skal eyöileggja líf þeirra beggja og hamingju. Það var niðurstaðan, sem hún komst að þegar hún hafði hugleitt •hálið alla nóttina. XXIII. Frú Rósabella var nýkomin heim aftur í hús þeirra hjónanna, þegar fregnin um hið sviplega fráfail manns hennar barst henni. Hún tók eftir því, þegar hún kom heim, að vinnufólkið og þjón- arnir voru öll í æstu skapi. Allir voru með sorgarsvip. Hún hélt að það myndi vera sökum þess að það alt hefði verið hrætt um að eitthvað hefði orðið að henni þeg- ar hún ekki kom heim alla nóttina. En hún lét það ekki á sig fá. — Segðu lávarðinum að koma og tala við mig eftir litla stund, sagði hún viö þjónustumey sína, — Herra lávarðurinn er ekki heima, svaraði stúlkan. Hann var svo áhyggjufullur út af fjarveru yðar. Það var eins og hann væri dauðveikur. Viö vorum öll hrædd. Rósabella brosti aö þessu. — Láttu orð liggja fycir honum um að finna mig uttdir eins og hann kemur heim, sagöi hún. Hún varð nú í mjög vondu skapi. Það var af því að Antro- bus skyldi ekki vera heima. Hún lét skapbrigðin koma niður á þjóti- ustustúlkunni, sem nú gat í engu gert henni til hæfis. — Farðu burtu á augabragði, sagði hún við hana bálvond. Vog- aöu ekki að koma nálægt mér framar. Eg vísa þér hreint og beint t burtu úr vistinni undir eins, Kaup færðu ekkert, þar sem þú hefir reynzt ófær til að gegna störfum þírium. — Ó, fyrirgefið þér, frú, fyrir- gefið mér, sagði stúlkan kjökrandi. Eg vissi ekki — gat ekki vitað — Ó, leyfið mér að halda áfram, sagði hún með ákafa, þegar hún sá Rósabellu sianda á fætur. Það er einhver kominn, nýkominn, frá Chestermere-hölllnni, sem hefir ntiö- ur góðar fréttir að færa yður. Rósabellu rann undir eins reiðin til stúlkunnar. Og varð glöð við þó hún léti ekki á því bera. — Slæmar fréttir frá Chestermere- höllinni. Hvað gat það verið? Hvaö hafði borið við? Var Katrín dáin, eða þá lávarðurinn? Hún næstum óskaði aö svo væri. — Hvað ertu að fara með? Hvaða slæmar fréttir? Talaðu, mann- eskja! — Það — það er um lávarð- inn, sagði stúlkan. Hún var kjökr- andi, því alt vinnufólkið á heitnil- inu elskaði Teddy. Rósabellu brá við. — Er það um Chestermere lá- varð? spurði Rósabella nokkuð skjáifrödduð. — Nei, nei. Ekki Chestermere. Þaö er lávarðurinn hérna. Hann hefir meiðst mikið, — særzt til ó-. lífis. — Maðurinn minn, kallaði hún upp yfir sig. Hún varð náföl í framan. En hún náði sér brátt og spuröi í höstum rómi: — Hver er þaö sem flytur nú þessar vitleysislegu fréttir? Það er engin vitleysa, irú mín góð. Hér kom maður, sem bíður niðri. Hann bað tpig að segja yöur að hann héti Rupert Featherstone, og það með að Ed- watd lávarður hefði orðið fyrir siysi í Chestermere-höllinni. Og það væri ekki hægt að fiytja hann hingað, af því að — — Frúin bandaði óþolinmóðlega með hendinni. — Láttu herra Featherstone koma hingað til mín, sagði hún, eða, — bíddtt við, það er máske betra að eg fari og finni hann. Hún gekk niður stigann og hitti Featherstone í framstofunni. Og var auðséð á honum að eitthvaö alvárlegt var um að vera.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.