Vísir - 10.07.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 10.07.1916, Blaðsíða 2
V ISI R VISIR A f g r e 1 ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degf. Jnngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. irá Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá k!. 3—4. Sítni 400.—' P. O. Box 367. Best að versla i FATABÚÐINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en í FATABÚÐINNI, Hafnarstr. 18. Simi 269 Bretar og verzlun vor. Einsog írá hefir verið skýrt hér f blaðinu oftar en einu sinni, ákváðu Englendingar og bandamenn þeirra í vetur, að reyna með öllu móti að koma í veg fyrir aðflutning matvæla til Þýzkaiands. Og nú fyrir skömmu síðan var Lundúna- samþyktin frá 1907 um siglingar á ófriðartímum, feld úr gildi, einmitt í því skyni að Bretar fengi frjáls- ari hendur í þessu efni. í fyrra sumar settu Bretar skilyrði fyrir flutningi á ull héðan til Norður- landa, og í vetur og vor leyfðu þeir ekki flutning á salti, kolum og olíu hingað til landsins, nema með því skilyrði, að afurðir þær, sem þessar vörutegundir yrðu notaðar, beint eða óbeint, til að framleiða, yrðu ekki fluttar til Norðurlanda eða Hollands. Það er því furðulegt, að nokkur maöur skuli halda því fram í al- vöru, að til þess myndi aldrei hafa komið, að Bretar gerðu alvöru úr því, að hindra tlutning á matvæl- um héðan til Þýzkalands um Norö- urlönd, er þeir þegar höfðu gert þessar ráðstafanir einmitt til þess. Þó er þessu haldið fram í blaðinu «Landið« þ. 7. þ. m. Grein sú sem þessu er haldið fram í, og heitir »Samningarnir viö England«, er sýnilega skrifuð í því skyni að gera sem mest úr bönd- um þeim, sem hafi verið lögð á verzlun vora meö samkomulagi því, sem gert var við England út af væntanlegu flutningabanni. Hver eru þá þessi bönd? Hvar er þeirra að leita? Þeirra getur hvergi verið að leita annarstaðar en í reglugerð þeirri, sem Stjórnarráðið gaf út um vöruflutning frá landinu. í þeirri reglugerð er ekkert haft lagt á flutningana annað en það, að skipin skuli skyld til að koma við í biezkri höfn. Það er því sýnilegt að þessarar regiugerðar vegna, ge!a íslendingar selt hverjum sem er afurðir sínar. Landið segir, að Norðurlönd muni ekki fást til að gera boð í vörurnar og ekkert vátryggingarfé- lag muni fást íil að taka ábyrgð á þeim. — Hvers vegna? Vegna viðkomunnar í brezkri höfn? Nær öll skip sem héðan hafa farið með farm til útlanda hafa komiö við í brezkri höfn og þó fengist kaup- endur að farminum og ábyrgðarfél. til að vátryggja. Nei, ástæðan er sú, að Bretar hafa ákveðið að hindra flutninga á afurðum vorum til Norðurlanda. Mundi nú nokkur maður vera svo einfaldur, að ætla, að þessi ákvöröun hefði ekki komist til íramkvæmdar, ef stjórnin hérna hefði ekki ákveðið að skylda flutn- ingaskip, sem héðan fara, til þess að koina við í brezkri höfn? Þessi ákvöröun Breta, að koma í veg fyrir flutninga til Þýzkalands, er algeriega sjálfstæð ákvörðun og einsog áður ér sagt, miklu eldri en þetta íslenzka reglugerðarákvæöi, sem í sjáifu sér er ekki annað en staðfesting á því fyrirkomulagi sem verið hefir, því flest skip hafa af fúsum vilja komið við í Bretlandi, til að komast hjá frekari töfum, sem leitt heföi af því að þau yrðu tekin og flutt til brezkrar hafnar svo og svo langt úr leið, er þau ef t. v. jafnvel voru nær komin til ákvöröunarslaðar síns. • Bretar hafa leyft sér að hindra flutning á ýmsum vörum til Norð- urianda og Hollands, gert upptæka heila skipsfarma án þess að greiða verð fyrir, vegna þess að þeim þótti sýnt að vörurnar ættu að fara til Þýzkaland^. Það þarf því meir en lítinn ba'rnaskap til þess að leggja trúnað á það, að þeir hefðu látið ísland sleppa, Landið segir, að óþarft hafi ver- ið að sækjasi eftir samkomulagi við Breta, íslendingar hefðu getað feng- ið salt, kol, olíu veiðarfæri o. s. frv. frá Ameríku eða öðrum hlut- lausum löndum. — En hefðum vér þá verið betur eða ver settir? Blaðið játar að kol frá Ameríku myndu hafa orðið mun dýrarí. En hvað var þá í aðra hönd? Setjum svo, að einskis samkomu- sags hefði verið leitaö og að ís- lendingar gætu fengið allar nauð- synjar frá Ameríku og öðrum hlutlausum löndum. Þá mundu Bretar eins fyrir því hafa gert fisk, síld, lýsi, kjöt og ull að bannvöru og gert upptækan hvern farm, sem héðan hefði átt að flytja til Norö- urlanda. Þessu þýðir ekki að neita, því j við höfum dœmin fyrir okkur. * T. d. má nefna skipsfarm einn, sem danskur maður að nafni Thorger- sen fékk frá Ameríku og átti að fara til Svíþjóðar. Bretar tóku skipið og gerðu farminn upptækan og borguðu ekki einn eyrifyrir. Farmurinn var feitmeti. Thorger- sen hafði vátrygt farminn og vá- fryggingarfl. borgaði, en hefir nu kært hann fyrir sviksamlegt athæfi, aö leyna því að farmurinn átti að fara til Þýzkalands, en því neitar hann. Ef nú svo er ástatt, að íslending- ar gæti ekki fengið boð í afurðir sínar frá Norðurlöndum, þá er það þó sýnilegt, að ekki hefði verið unt að umflýja það ástand í trássi við Breta. Á hinn bóginn lá viö borð, að íslendingar yrðu í vand- ræðum með aö koma afuröum sínum frá sér. Hvaö átti að gera við þær afurðir, sem ekki er unt að selja anuarstaðar en í Hollandi eða á Norðurlöndum ? Markaö varð að reyna aö fá fyrir þær. Frh. Minnisbikar Eftir Johan Bojer, —o — Frh. Eg leit á marghleypuna, sem hékk á veggnum, en lét hana eiga sig og gekk út tii dyranna og opn- aði. Og úti í snjónum standa tvær mannhræður, önnur mesti væskill, blár af kulda, með gleraugu, en hinn digur og hokinn. Þeir virt- ust hafa vaðiö lengi í snjónum og báru þennan einkennilega svip, sem menn og skepnur hafa þegar neyö- in knýr þá til að heimta alt um- svifalaust og umyröalaust. «Góðan dag«, sögðu þeir, tóku í húfuna og voru kurteisir, en gengu samt ákveðið nær. «Góðan dag segi eg«. «Við vildum gjarnan fá roat og gefa hitað okkur dálítið*, segja þeir. »Gerið þið svo vel og komið inn«, svaraði eg. »Þaö er kalt að ferðast um skóginn núnac, En þeír standa kyrrir inni í gang- inum með húfurnar í höndunum. »Megum við ekki fara inn í eld- húsið», segja þeir. En þá datt mér gott ráð í hug, því nú var eg bæði húsbóndi 'og hús- móðir í húsinu. — »Gjörið svo vel, komiö inn í borðstofuna*, sagði eg og opnaði dyrnar fyrir þá. »Og hvað viljið þið fá að borða«. T 1 L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifit. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alin. samk. sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tímf kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Lltián 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Heiga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugrípasafnið opið lVj-21/, siðd. Pósthúslð opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráösskrifstoiumar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustrætl 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl, 12-1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tanniækningar á þriðjud, kl. 2—3. Augiílækningar i Lækjargötu 2 á rcið- vikud. kl. 2-3. landsféhiiðir kl. 10—2 og 5—6. Þeir fóru báöir inn í stofuna, en stóðu svo kyrrir, snéru húfunum í höndunum og horfðu niður á skóna sína. Þeir voru alveg hissa á svona góðum viötökum og virtust helzt vilja flýja á burt. »Hvað við viljum að borða?«, sögðu þeir — »já, það er alveg sama; smurt brauð, graut eða eitt- hvað annað«. »Eða dálitla steik«, spurði eg. Þeir litu hvor á annan og horfðu svo tortrygnislega á mig. »Já, það væri ágættc, sögðu þeir, »en við höfum svo lítinn tíma og getum ekki beðið«. Eg kallaði á stúlkuna og bað hana að steikja dálítið kjöt. »Og hvað viljið þið svo drekka ?« Drekka I Þeir litu aftur tortrygnislega á mig, eins og þeir væru hræddir um að eg væri að gera gys að þeim. »Við drekkum hvað sem er«, sagði maöurinn með gleraugun. »Vatn eöa mjólk eða dálítinn kaffi- sopa«. »Eða eina flösku af öli ?« »Öli, já, en . . .« »Og eitt glas af rauðvíni ?« — Rauðvín — hm. Þeir horfðu aftur hvor á annan og nú var sem þeim fyndist of mikið koinin af því góöa. Svo bað eg stúlkuna að sækja öl og eina rauðvínsflösku,og þegar alt var tilbúið settist eg að borðum með þeim. Frh. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.