Vísir - 24.07.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 24.07.1916, Blaðsíða 3
VfSIR •IHHPNÍIH Nýir kaupendur Vísis fá blaðið ókeypis fyrst um sinn til mánaðamóta* HHHiHHH Stangaveiði fyrir eina stöng fæst leigð » í Elliðaánum. Uppl. í verslun Sturlu Jónssonar. 12^=3 Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. Tulinius, Miöstræti 6 — Talsími 254 Det kgl. octr. Brandassurance Cotnp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- atskonar. Skrifstofuíími8-l 2 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nlelsen. L LOGMEIMN Oddur Gfslason yfirréttarmálaflutnlriKsmaÖur l.aufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 _____________Sími 26__________ Pétur Magnússon, yfirdómslögmaður, Hverfisgötu 30. Sími 533 — Heima kl 5—6 . Bogi Brynjóifsson yfirréttarm álaflutningsmaOur, Skrifstofa i Aðalstræti 6 [urpi]. Srif stofutimi frá kl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — $end\% auG^svtvgav 5)tetv^\xr óskast til að bera VISI út mn bæinn. 10-15 karlmenn hefi eg verið beðinn að ráða í síldarvinnu fyrir norðan nú þegar Hátt kaup í boði yfirdómslögmaöur. Staöarstað, Fríkirkjuveg 19. Heima kl. 11 —12 og 4—5. Til ferðalaga er áreiðanlega bezt bezt aö kaupa niður- soðiö Kindakjöt í Mardeild Siáturfélagsins, Hafnarstræti — Sími 111 Prentsmiðja P. Þ. Clementz 191 ó. Regnkápur nýkomnar * í Fatabúðina. Dóttir snælandsins. Eftir Jack London. — Eg skal vaka og gæfa því að eldurinn í ofninum deyi ekki, sagði hann eftir dálitla stund. — Hvaða þvættingur, sagði hún, Eins og það gæti í minsta mála bjargað mannorði yöar, sem þér virðist svo hræddur um að sölni, Við eyrum ekki stödd í neinu menn- ingarlandi nútia, Við erum á leið norður undir heimskaut. Farið þér nú bara rólegur að sofa. Hann ypti öxlum. Átti það að vera til merkis um að hann væri því samþykkur. — En hvað á eg að gera ? — Náttúrlega hjálpa mér til að búa um. Leggið þér nú pokana þarna langsum. — Ne, ne, ekki svona, göfugi herra! Þaö eru bæði hnútur og vöðvar í skrokknum á mér. Þeim hentar ekki slíkur frá- gangur. — Nú, nú. Ýtið nú pok- anum hingað! Eftir hennar fyrirsögn kom hann nú pokanum fyrir á gólfinu. Og það var á alt annan hátt en hann var vanur að gera. Enda sá hann nú, að þeir tóru miklu betur en vant var, og rúmið myndi verða miklu betia. — Já, sagði hann við sjálfan sig. Nú skil eg hvers vegna eg hefi sofið svo illa undanfarið. Og nú lagaði hann pokana sína enn betur. — Það er auðséð að þér eruö ekki vanur sleðaferðum, sagði hún, um leið og hún breiddi yfirábreið- una ofan á og settist niður. — Nei, máske ekki, svaraði hann. En hvað þekið þér til sleðaferöa, með leyfi að spyrja? — Nóg, til þess að geta hagað mér eftir því sem bezt hentar, sagði hún og hagræddi eldiviðnum í kringum ofninn. — Hlustið þér á hvernig storm- urinn hamast, sagði hann. Eg held að hann sé altaf að herða á. Tjaldið riðaði til og frá. Og á milli hviðanna heyrðu þau að vatnið streymdi í lækjum niöur tjalddúkana, Hann rétti út hendina og strauk henni niður eftir einum dúknum. Það handtak varö orsök í að tjaldið fór undir eins að leka þar, og rann vatnið niður á mat- vælakassann. — Þetta megið þér ekki gera, hrópaöi Frona og stökk nú á fætur. — Hamingjan góöa, svaraði hann, þér eruð býsna spræk þó þér hafið gengið alia Ieið frá Dyea í dag. Hafiö þér ekki megnustu harðsperrur? — Jú. Og það hreint ekki svo litlar, játaði hún hreinskilnislega. Þar að auki er eg syfjuö. — Góða nótt, sagði hún svo Iitlu síðar. Hún vafði sig nú inn í hinar mjúku og hlýju ábreiður. En rétt á eftir kallaði hún til hans Heyrið þér, eruð þér vakandi? — Já, sagði hann lágt, hinu- megin við ofninn. Hvað er nú um að vera? — Klufuð þér nokkrar spýtur til uppkveikju í fyrramálið? — Uppkveikju, át hann eftir, hálfsofandi, uppkveikju til hvers? — Náttúrlega til þess að kveikja upp með í fyrramálið. Þérmegið nú til að fara á fætur aftur og gera það. Hann hlýddi orðalaust. Og áður en hann var búinn var hún stein- sofnuð. Það var orðið albjart þegar hún vakuaði. Óveðrinu var slotað. Sólin skein í heiöi. Alt um kring voru menn komnir til ferðar með tjörg- ur sínar á bakinu. Frona bylti sér á hina hliðina. Morgunmaturinn var tilbúinn. Var það steikt svínakjöt og kartöflur. — Góðan daginn, sagöi hún. — Góðan daginn,] svaraði hann og stóð á fætur og þreif vatnsföt- una. Eg vil ekki segja að eg voni að þér hafið sofiö vel, því eg veit að svo hefir verið. Frona hló. — Nú ætla eg ut að sækja vatn, sagöi hann. Og þegar eg kem aft- ur vona eg aö þér verðið tilbúin til að borða morgunmatinn. Að loknum morgunverði sat Frona fyrir utan tjaldið og baðaði sig í sólskininu. Sá hún þá alt í einu menn, sem hún kannaðist brátt' við. Þeir komu meðfram vatninu. Hún klapp- aði saman lófunum af gleði. — Þarna kemur þá dótið mitt. Eg er viss um að Del Bishop er nú sæmilega sneyptur af því að hafa orðið á eftir. Svo snéri hún sér aö tjaldbú- anum, um Ieið og hún lét Ijós- myndavéiina og ferðakistuna á bak sér og sagði: — Nú verð eg að kveöja yöur. Þakka yður kærlega fyrir viðtök- urnar. að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.