Vísir - 25.07.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 25.07.1916, Blaðsíða 3
VlSIR Nýir kaupendur V í s i s fá blaðið ókeypis fyrst um sinn til mánaðamóta* Stangaveiði fyrir eina stöng fæst leigð í Elliðaánum. ' Uppl. í verslun Sturlu Jónssonar. ^VATR YGGING A^J Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími 254 Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nielsen, LÖGMENN □ Oddur Glslason yflrróttarm&laiflutningsmaður Laufásvegl 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 _______Simi 26______ Pétur Magnússon, yfirdómslögmaöur, Hverfisgötu 30. Sími 533 — Heima kl 5—6 . Bogi BrynjjóHfsson yflrréttarm álaf lutnlngsmaður, Skrifstofa i Aðalstræti 6 [u-pi]. Srifstofutimi frá kl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — óskast til að bera YISI út um bæinn. Umboðssala mín á Síld, Lýsi, Fiski, Hrognum og öðrum íslenskum afurðum mæiir með sér sjálf. Áreiðanleg og fljót reikningsskil. ■«««■ ÍNGVALD BERG Bergen, Norge. Leitlö upplýsínga hjá: Sfmnefnl: Útlbúi Landsbankans á Isafirðl, Bergg, Bergen. Bergens Prvlatbank, Bergen. Pylsur! Cervelat og Spegepylsur jást \ 3tá MaltBitrakt-öl, Central og Reform 5*st \ I fjarveru minni gegnlr Kristín Jónasdóttir. Ijósmóðlr. Stýrimannastíg 8, störfum mínum, Þórdfs Jónsdóttir, IJósmóðir. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz 1916. Dóttir snælandsins. Eftir jack London. 17 ---- Frh. — Uss! Það er ekkert að þakka. Eg myndi sýna hverjum sem væri sama greiöa. — Og söngkonum Iíka? spurði hún brosandi. Hann gretti sig dálítið, en sagði svo; — Eg veit ekki einu sinni hvað þér heiiið og kæri mig beldur ekki um að vita það. — En eg veit hvað þér heitið, herra Vance Corliss! Eg sá nafnið yðar á farangrinum yðar. Og þér megið nú til að koma og heim- sækja mig þegar þér komið til Dawson. Eg heiti Frona Welse. Verið þér sælir! — Þér eruð þó ekki dóttirhans Jakobs Welse? kallaði hann á eftir henni, þegar hún hljóp af stað. Hún snéri sér við og kvaðst vera Það. Del Bishop var alls ekki óró- Iegur útaf því hvernig ferðalagið hafði gengið. — Maður getur verið viss um, hafði hann huggaö sig viö kvöldið áður þegar hann lagöist fyrir, að Welse-fólkiö kemur ætíð niður á fæturna. Og þegar hann nú mætli Fronu sagöi hann blátt áfram: — Góðan daginn. Það er auð- séð að yður hefir liðiö vel í nótt, án þess það sé mér að þakka. — Þér hafið ekki haft neinar áhyggjur mín vegua, vona eg? spurði hún. — Áhyggjur! Hver þá? Eg, kanske? Ónei, það datt mér sízt í hug. Eg hafði nóg að gera að bölva vatninu þarna. Mér er illa við vötn og sjó, þó eg vitaskuld sé ekki vitund sjóhræddur. — Þú þarna, Pétur, kallaði hann til eins af Indíánunum. Nú er um að gera aö heröa sig, svo við ná- um til Lindermann-vatnsins ekki seinna en um miðjan dag. — Frona Welse, tautaði Vance Corliss fyrir munni sér, aftur og aftur þar sem hann sat við tjald sitt. Honum fanst þetta eins og draumur, og var að reyna að full- vissa sig um að svo væri þó ekki. Hann horfði á eftir henni, þarsem hún og félagar hennar voru að hverfa bak viö skógarkjarriö, og hann tók ofan hattinn og veifaði til hennar. Og hún veifaði til hans aftur með göngustafnum sínum. 5. k a p í t u I i. Staða Jakobs Welse í mannfé- laginu var að niörgn leyti sérstök og einkennileg. Hann var stór- kaupmaður, og það í landi þar sem engin verzlun, í vanalegum skilningi, átti sér stað. Jakob var maður viljasterkur og nokkuð fiarðgerður. Og allir, sem hann átti nokkur viðskifti við uröu að hlýða boði hans og banni. Aleinn og án hjálpar annara hafði hann náð undir sig valdi því og yfirráðum, sem hann nú hafði. Yfir hundrað þúsund mílna svæði náði vaidboð hans, og þorp og borgir risu upp eöa hurfu að geöþótta hans. Mentun hafði hann ekki mikið af aö segja í uppvextinum. Móöir hans var eini kennarinn, sem hann hafði notið tilsagnar hjá. En síðar aflaði hann sér sjálfur ýmis konar þekkingar af fræðibókum og var að náttúrufari hagsýnn maður og þrekmikill. Hann varö fyrstur til að komast með gufubát tit Yukon. Þótti það afreksverk mikiö í þá daga. En hann lét nú ekki þar við sitja. Gufubátafloti hans óx bráð- lega og fyrirtækin fjölguöu, sem hann beitti sér fyrir. Fram með mörg þúsund mflna aðalám og þverám bygði hann verzlunarbúðir og vörugeymsluhús. Á eyju í Behritigshafinu, skamt und- an landi, bygði hann stóra mið- stöð fyrir verzlun sína. Og stór gufuskip hafði hann í förum um Kyrrahafið. Hann hélt nú skrifstofu- þjona i tugatali, á vetzlunarskrif- stofum sínum í Seattle og San Francisco, enda var verzlunin um- fangsmikil. Fóik hafði flykst til gull-lands- ins. Og áður en Jakob Welsesetti á stofn vöruforðabúr sín, hafði sultur og neyð rekið flesta burtu þaðan aftur. En nú gátu menn orðið verið þar vetrarlangt að gull- náma vinnu. Hann hvatti menn til vinnu, útvegaði þeim nauðsynj- arnar, og lánaði þeim sem þess þurftu með. AUs staðar bygði hann vöruhús þar sem líklegt var að þau gætu þrifist. Og umherfis þau risu svo upp þorp og bæir. Hann var sí-ötull og óþreytandi, hafði augun alls staðar og vann að öllu með stakri atorku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.