Vísir - 03.08.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 03.08.1916, Blaðsíða 2
VlSlR VISIR A f g r e i ö s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—7 á hverj- um degl, Inngangur frá Vallarstrætl. Skrifstofa á sama stað, inng. irá Aðaisir. — Ritstjórinn tll vlðtals frá kl. 3-4. Síml 400.— P. O. Box 367. Best aö vcrsla i FATABÚÐINNI! Þarfást Rognkápur, Rykfrakkar fyrlr herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri som yngri. Hvergi betra að versla en i FATABUÐINNI, Hafnarstr. 18. Sími 269 Mjólkurverðið NI. Það hefir verið tilnefnt, að mjólk- inn hækkaði upp í 30 aura Hterinn Ekkí Iegg eg til að það verði meira, en heldur ekki með nokkru móti minna. Mér dett- ur í hug, að þeir sem veigra sér við meiri hækkun, hugsi líkt og Þorvarður Þorvarðarson bæjarfull- trúi, þegar hann lagði til, að bæj- arbúum yrði selt gasiö lægra verði en það nú í raun og veru kostar bæjarsjóð, en vinna svo tapið upp eftir ófriðinn, með því að lækka verðiö þá ekki eins fljótt, eða eins mikið og aðrar ástæður leyfðu. Það hygg eg að yfirleitt takist ekki að rugla svo hugi mjólkur- kaupenda að þeir segi viðskiftavin- um sínum, mjólkurframleiðendum, stríð á hendur, með því að stofna til samtaka um að kaupa mjólkina ekki þessu veröi, mun og fæstum þurfa að benda á, að niðursoðin útlend mjólk verður miklum mun dýrari en sú innlenda með nefndu verði. »Mjólkurþurfi« bendir á mjólkur- verð á nokkrum stöðum hér á landi til samanburðar við mjólkurverð Reykjavíkur, en það sannar harla lítið í þessu efni, vantar að sýna i í hverjum hlutföllum framleiðslu- skilyrðin eru á þessum stöðum, og hver hagur mjólkurframleiðanda er. En lítum fjær oss. Mjólkurverðið í Khöfn er nú 28 eða 30 aurar lítirinn, Danmörk hefir þó ólíkt betri mjólkurframleiðsluskilyrði en nágrenni Reykjavíkur, etida öllu lægra mjólkurverð þar en hér fyrir stríðið. En hvað um Hafnarfjöröp* Því get eg ekki svarað. En ef þar er hægt að fá næga og ódýra mjólk, þá virðist þar standa opin leið fyrir Reykjavíkurbæ, og það er gott að það komi nú í Ijós, hvort Reyk- víkingar þurfa eða vilja gefa það verð fyiir mjólkina, sem mjólkur- framleiðendur í nágrenni Reykja- víkur telja sig þurfa að fá fyrir þessa vöru sína, til þess þeir að minsta kosti geti lifað sæmilegu lífi. Hitt virðist ekki mega koma til mála, að þessir menn eignist neitt, svo sem nú er þó talið að eiga sér stað um aðra sveitabændur, og áreiðanlega mun rétt vera meö marga, að eg nú ekki nefni ýmsa sjávarútvegsbændur, Því ef það er rétl, að bæjarmeun geti fengiö mjólkina ódýrari, meöal annars með því að bæjarélagið sjálft taki að framleiöa mikla mjólk, þá eru nú ef til vill heppilegir tímar fyrir hina gömlu framleiðendur, að snúa við bfaðinu, þeir sem hafa sauöfjárlönd fækki kúm, en fjölgi ám, en hinir skifti alveg um atvinnu, Á mörg- um jörðum í nágrenni Reykjavíkur mun mega hafa frá 40 til 80 ær á kýrfóðrinu, og þar sem nú mun láta nærri að áætla megi «brutto« arö kýrinnar 500 kr., en ærinnar 18 kr., þá má geta nærri, hvort fráleitt væri að breyta hér til um búskaparlag, ef Reykvíkingar þurfa ekki eða vilja ekki greiða mjólkur- framleiðendum sanngjarnt verð fyrir mjólkina, heldur leitast viö að kúga þá til þess að seija mjólkina því verði, sem þeir sjálfir telja hæfilegt að órannsökuðu máli, Það eru einstakir menn sem koma af stað deilum um þetta mál og vekja tortrygni og ef til vill ó- vildaranda milli mjólkurframleiðehda og mjólkurkaupenda, eg hygg að allur fjöldi mjólkurþurfa finni, aö mjólkurhækkun er bæði eðlileg og óumflýjanleg, aðeins þakkavert hve lengi hefir dregist að mjólk hækkaði í verði. En hitt er eðlilegt að mjólkurkaupendur taki þessari verð- hækkun meö áhyggjum og kvíða, eins og hverri annari verðhækkun á þessum ófriðartímum, en að sumir þó kvíöi því jafnvel meira, að þeir fái ekki keypta eins mikla mjólk og þeir vildu, eöa þyrftu, sökum mjólkurskorts á rnarkaðinum, stafandi af grasbresti, misjafnri nýt- ingu heyja, lítt fáanlegu útlendu fóðri o. fl. Lágafelli 29. júlí 1916 Benedikt Einarsson. Gula dýrið. Leynilögreglusaga. ---- Frh. Bleik þakkaði og spurði: »Hversu mörgum mönnum haf- ið þér á að skipa?« Morrison hugsaði sig um litla stund og sagði svo: »Þeir eru sex«. »Þá héld eg væri heppilegast að skipa þeim í þrjá flokka til þess að vera á verði, tveir í hverj- um flokki, en þér Morrison get- ið haft umsjón með þeim. Með því móti gætum við haft stöð- ugt gætur á þessum bletti og nokkrum hluta leikvallarins næstu daga. En verðum við hepnir með þetta start okkar, þá getur skeð að eg þurfi að eins yðar hjálp og nágranna yðar einii dag«. »Eg skal sjá um þetta alt. — Nú skulum við leita að hinum og skipa svo vörð«, sagði Morri- son«. Þá tók majór Hart til orða: »Ef annar hvor ykkar, herrar mínir*, sagði hann og sneri sér til leitarmannanna, vill bjóðast til að halda vörð, þá skal eg gerast annar aðili«. Annar þeirra gaf sig strax fram. Því næst fór Morrison að láta hina vita þetta skipulag. Bleik var ánægður, því nú vissi hann að staðurinn mundi verða vel var- inn þangað til birti. Hann sneri þangað sem bifreiðin var og beið eftir Morrison. Hann kom eftir svo sem tíu mínútur og settist hjá honum í vagninn. »Eg hefi séð fyrir þessu öllu«, sagði hann. »Þeir sem ekki þurfa að vaka œtla að reyna að sofna á meðan hinir halda vörð. Um miðnætti fer eg aftur og athuga hvorr alt er með feldu«. Þegar þeir komu heim til Morri- sons fóru þeir beint inn á skrif- stofu hans, þar sem hann geymdi hina brotnu kylfu er fundist hafði I skóginum. Bleik athugaði nákvœmlega kylfuna og bar hana fast upp að Ijósinu. Skaftið var brotið ná- kvæmlega í miðju. Það var sterk- legt úr góðum viði og höggið hlaut að hafa verið þungt úr því skaftið hafðl brotnað svona hrein- lega. Hann lagði skaftið til hlið- ar og athugaði kylfuhausinn. Svo brá hann hendi ofan í vasa sinn og dróg upp stóra smásjá og brá fyrir auga sér. Það var eitt- hvað framan á hausnum sem hafði vakið athygli hans. Og nú sá hann í gegn um stækkunar- glerið að bletturinn sem hann hafði séð var ekki moldarblettur. Bletturinn var á stærð við tvegg- eyring, — dökkbrúnn að lit. — Bleik athugaði blettinn dálitla stund. Alt í einu tekur hann éitt- hvað á milli fingra sinna af kylfu- hausnum og ber upp að Ijósinu, Það var stutt svart hár. Hann iagði frá sér kylfuna og athug- aði hárið í stækkunarglerinu. Svo T I l. M I N N I S: Baðhúsið oplð v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrifat. i brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Isiandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8l/, siðd Landakotsspít. Sjúkravltj.timi kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Nátiúrugripasafnið oplð síðd. Pósthúslð opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1. Sarnábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d, Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustrætl 121 Alru. lækningar á þrlðjud. og föstud, kl. 12-1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud, kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—4. Augnlækningar t Lækjargötu 2 á mið- vikud, kl. 2—3. andsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. sneri hann sér að Morrison og sagði: »Þetta ar merkileg uppgötvun Það er engi efi á að þetta er mannshár og eg er illa svikinn, ef dökki bletturinn á kylfuhausn- um er ekki mannsblóð. Eg ætla að kylfuskaftið hafi verið brotið af þungu höggi«. Frh. Bisp heitir skipið sem Vísir fyrir nokkru síðan skýrði frá að Iandstjórnin hefði tekið á leigu til vöruflutninga. Nú eru öll hin blöðin búin að skýra frá þessu, en telja skipið vera segl- skip, og einhver þeitra hafa sagt það 9 —10 hundruð smálestir að stærð, og það er altalað utn allati bæ og líklega alt land. En sann- leikurinn er sá, að skipið er gufu- skip, 1200 smál. að stærð. — Það sem veldur þessum rugbngi er lík- lega það, að Jónatan kaupm. Þor- steinsson haföi- leigt seglskip f Arne- ríku til olíuflutninga. — Eins og kunnugt er stöðvuðu Bretar Bisp á dögunurn, i Englandi, en nú er enn kotnin frétt um að liann sé fariun þaðan. Djóðver jar ogltalirsemja Síðustu samningar sem Þjðverjar og Italir hafa gert sín á milli eru dagséttir í apríl s. I. Með þeim

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.