Vísir - 05.08.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 05.08.1916, Blaðsíða 2
VISIR VISIR Aígreiðsia blaðsins á Mótei Isiand er opin irá k!. 8—7 á hverj- nm degl, Inngangur írá Vaiiarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðaistr, — Ritstjórfnn tll vlðtais frá kl. 3—4. Sími 400.— P. O. Box 357. Best að versla i FATABÚÐINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrlr herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngrl. Hvergi betra að versla en i FATABUÐINNI, Hafnarstr. 18. Síml 269 Tólfkóngavitsvefarinn. Hann er enn að vefa í Þjóð- stefnu. Meðal annars á sá hand- iðnaður hans að fræöa lesendur blaðsins um, að eg sé heimskur, óskýr í hugsunum og »sannarlegt fíflc. Ekki nenni eg aö eltast við vað- al hans lið fyrir liö, því hann er engu líkari en málæöi drukkins manns, sem enga stjórn hefir á tungu sinni og á enga heila hugs- un til aö íklæða orðum. Botnlaust þvaður, sem bezt hefði átt við að enda með hinum landfræga hor- titti: »og gillir horn á því sem er« ! Þaö er skiljanlegf, að tólfkonga- vitsvefaranum sé það hugleikið, að reyna aö koma þeirri skoðun inn hjá almenningi, að menn, sem eru þektir aö því í héraöi sínu, aö þeir vilji ekki vamm sitt vita, geti hæg- lega breyst svo, er þeir koma inn í þinghúsið, að ekki sé einu þeirra oröi trúandi og að þeir séu þá reiðubúnir að selja sannfæringu sína fyrir hvað sem er. Ef menn fengj- ^ ust alment til að trúa því, þá mundi , að líkindum eins geta tekist að telja i I þeim trú um, að þeir menn gæti ! orðiö heiöarlegir þingmenn, sem enginn veit til að hafi gert ærlegt handarvikáæfi sinni, ogmenu alment furöa sig á, aö látnir eru ganga lausir. Og ef menn tryöu því, að menn, sem alment eru álitnir greindir og gætnir heima hjá sér, verði að heimskingjum, þegar þeir fara að fjalla um almenn mál á alþingi, þá gæti hugsast aö blekbullarinn í Þjóð- stefnu ætti eftir að öðlast almanna- traust sem spekingur. Það er algengt um grunnhygna menn, þegar þeir eru reknir í vörð- urnar, aö þeir brigsli andmælend- um sínum um heimsku, í stað þess að finna orðum sínum stað. En slíkar röksemdir hafa þann kost, að þeim þarf ekki að svara. Og þær eru ekki fremur svaraverðar, þó þær komi frá mönnum, sem taldir eru náttúrugreindir menn, en aldrei hafa nent að brjóta neitt mál til mergjar og eru orðnir blindir og heimskir af sjáifsáliti og leti. Eg veit ekki hvorum flokknum tólfkongavitsvefarinn heyrir til, og tel það engu skifta. Að endingu skal eg að eins víkja að einni staöhæfingu tólfkonga- vitsvefarans : Hann segir að eg sé að reyna til aö ógna óháðum bænd- um með því hugsjóna- og sann- Ieikshatri, sem risið hafi á móti »skoðunum« Einars Benediktssonar. — Eg verð að játa það, að eg veit ekkert við hvaö hann á meö þessu. Fyrst og fremst hefi eg aldrei ógnað óháðum bændum. Eg hefi aðeins bent þeim á, að það mundi ekki vera vænlegt til sigurs fyrir þá, að bera á borö fyrir kjós- endur landsins staölausar ærumeið- ingar um »gömlu mennina« og látlausan vaðal um breytingar og endurbætur án þess að marka nokkra stefnu eða nefna nokkrar ákveönar endurætur eða ný áhugamál, sem þeir ætli aö berjast fyrir. Um skoð- anir E. B. hefi eg ekkert sagt. Þekki þær ekki. Hefi aldrei heyrt þær nefndar á nafn. Veit ekki til að hann liafi nokkurn tíma haft nokkra skoðun á nokkru landsmáli — sem kend veröi við hann persónulega. Eg veít að hann hefir í æsku dáðst að föður sínum og tekið upp stefnu hans í stjórn- arskrármálinu og viljaö fá «danskan prins« fyrir landstjóra hér. Eg veit að hann heldui því stundum fram, aö Danir einir ráöi yfir «almennu málunum«, en stundum að þau heyri undir þjóöfund. í sambands- málinu var hann alveg stefnulaus 1908, því að um »uppkastið« fann hann ekkert í þingræðum föður sins. Að því er hann segir sjálfur, þá var þaö hann, sem kom því til leiðar að Sigurður Eggerz og fylgis- menn hans hurfu frá því, eftir þing 1914, að fá stjórnarskrána stað- festa á þeim grundvelli, sem þing- iö ætlaðist til. En þó hefir enginn farið jafn svæsnum svívirðingarorð- um um þessa skoöanabræður hans og hann. En þó svo væri, að E. B. eða óháöir bændur hefðu einhverja skoðun eða hugsjón eða nýja stefnu til að berjast fyrir, þá væru æruleysisásakanir þeirra til »gömlu mannanna* engu réttmætari fyrir þaö. — Og þeir menn, sem þykjast ætla að berjast fyrir nýjutn stefnum og finna ekki aðra heppi- legri leið til þess, en að bera logn- ar sakir á þá menn, sem þeir telja sér andstæöa, — þeir eru sannar- leg fifl. Reykvikingur. Aths.: Grein þessa var Vísir beðinn fyrir aö flytja um síðustu helgi, og hún hefir legið hjá blaðinu síöan. — En betra er seint en aldrei. Gula dýrið. Leynilögreglusaga. ---- Frh. Hann setti fótinn í hraðgjaifa- skörina og »Grái Örninn* þaut áfram með enn meiri hraða en áður og hækkaði sig um leið svo að nú var hann jafn hátt í lofti og hin flugvélin, eða þrjú þúsund fet yfir sjávarmáli. Flugvélarnar nálguðust hvor aðra. Eftir tfu mínútur sá Tinker hana greinilega. »Hver fjandinn«, sagði hann. »Þetta er farþega flugvél og hún stór. Mér þætti gaman að vita hvert hún ætlar sér að fara. »Örninn« hefir þó meiri hraða og eg mun bráðum ná henni*. Tinker var farinn að verða var við djöfulinn, sem ásækir alla loftfara — svefninn. Þegar heitt er í veðri og ferðin gengur vel fer svefninn að sækja að flug- mönnunum og oftar en einu sinni hefir það komið fyrir, að menn hafa sofnað við stýrið og beðið bana af. Þess vegna tók Tinker þessum eltingaleik feg- ins hendi, hann hélt honum glaðvakandi, því hann þurfti sí- felt að hafa hugan hjá sér og gæta að keppinaut sínum. Hvort stýrimaðurinn í hinni flugvél- inni hafði séð hann, vissi hann ekki fyrir víst. Að minsta kosti leit ekki út fyrir að hann gæfi nokkurn gaum að honum ennþá. Tinker brosti og jók hraðann. Hraðamœlirinn hreyfðist frá 70 til 80, frá 80 til 83 mílur á klukkustund, og þann hraða lét hann nægja, Því nær sem hann koms hinni óþektu flugvél því meir undrað- ist hann stærð hennar og flug- afl, en hún mundi þó ekki reyn ast jafnoki »Gráa Arnarins* að skjótleika á beinu flugi, það vissi hann. Ennþá sást ekki til lands, þær þreyttu fluglð yfir Bristolflóanum. Tinker sá að flugvélin sem hann elti hafði breytt lítið eitt stefnu til norðurs, er mundi bera hana nær Wels ströndinni. Tinker fylgdi eftir og jók hraðann. Þegar nær dróg sá hann að stýrimaðurinn á hinni flugvélinni hafði veitt honum at- T I L MINNIS: Baðhúsið oplð v. d. 8-8, ld.kv. ,til 11 Borgarst.skrifst. i brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbankl opinn 10-4, K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8’/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.timi kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 LandSBiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugrípasafniö opið r/,-2'/, siðd. Pósthúsið opiö v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6: Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahæiið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Klrkjustrætl 12 t Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þrlðjud. kl. 2—3. Augnlækuíngar 1 Lækjargötu 2 á mið- vikud, kl. 2-3. andsféhirðlr kl. 10—2 og 5—6. hygli og aukið hraðann, því nú dróg heldur sundur með þeim. »Hann er þá til með að reyna sig«, sagði Tinker við sjálfan sig. »Hann hefir verið furðu Iengi að átta sig. Nú, það er bezt að lofa honum að hita sér þangað til við komum á móts við Westward Hol Leið- in sem hann heldur núna mun að vísu draga mig yfír flóann að Wels ströndinni. Jæja, eg verð ekki Iengi að fljúga aftur yfir um«. Brátt varð Tinker var við að flugvélin hafði meiri hraða en hann hafði búist við. Hún hafði aukið hraðann og nú drógst »Örninn« aftur úr. Tinker herti flugið. Hraðamælirinn sýndi að hraðinn vœri 95 mílur á klukku- stund. Þá fór að draga saman aftur. Hann hafði allan hugan við hina flugvélina og gætti ekki að hvert hann fór, fyrr en hann sá háa kletta fyrir neðan sig. Þá vissi hann að hann hafði ekki aðeins farið fram hjá West- ward Ho I heldur var hann kom- inn langt úr vegi. »Okkur hefir áreiðanlega geng- ið allvel, sagði hann við sjálfan sig. »Eg verð líklega að snúa við að svo búnu. Eg hitti þig kanski aftur uglan þín og þá skal eg lofa þér að taka á því sem þú hefir til!« Prh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.