Vísir - 05.08.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 05.08.1916, Blaðsíða 4
VISIR Briand. Síðan Gambetta Ieið, hefir engin franskur stjórntuálamað- ur notið eins mlkils trausts og Briand, núverandi forsœtisráöh. Eins og frá var skýrt í Vísi fyrir skömmu, var traustsyfirlýs- ing til frönsku stjórnarinnar sam- þykt í »neðri deild« franska þingsins með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða, 444 gegn 97, Nú hefir »efri deildin« — öldunga- ráðið — einnig gefið forsætis- ráðherranum Briand, traustsyfir- lýsingu því nær í einu hljóði, með 251 atkv. gegn 6. 5 Báðar þessar traustsyfirlýsing- - ar voru samþyktar eftir margra | daga leynileg fundarhöld, þar j sem Briand rakti fyrir þingmönn- um alla þá erfiðleika, sem stjórn- in hefir átt við að stríða, síðan í nóvembermánuði. Gaf hann öldungaráðinu nákvæma skýrslu um allar hernaðarframkvæmdir og daglegar ráðagerðir og fram- kvæmdir stjórnarinnar. Er það einróma álit manna, að eftir að hafa gefið slíka skýrslu hafi enginn stjórnmálamaður nokkuru sinni notið eins fullkomins trausts og Briand nú, eftir að öldunga- ráðið greiddi atkvæði um trausts- yfirlýsinguna, sem gert var á opinberum fundi. — Enda er það vafalaust öflugasti stjórnar- flokkur sem sögur fara af, sern nú hefir skipað sér um forsætis- ráðherra Frakka: 444 þingmenn í annari deildinni á móti 97 og 251 í hinni á móti 6! Petta er haft eftir einum öldungaráðs- meðlim: «Vér höfum ákveðið að mynda órjúfandi stjórnarflokk um hann, til þess að hann geti fram- vegis með fullum myndugleika ráðið fram úr hinum vandasöm- ustu málefnum þjóðarinnar á eins happasælan hátt og hingað til. Síðan á dögum Gambetta höfum vér aldrei heyrt slíks gét- ið. Vér fundum það allir, að það var hin sanna raust föður- landsins sem heyrðist af munni forsœtisráðherrans«. — 1 hinum örlitla minnihluta, er Clemenceau þektasti maðurinn. Hann hefir frá upphafi barist af mesta ákafa á móti Briand og spáð landinu hinum verstu óför- um, sökum festuleysis og óaf- sakanlegra glappaskota stjórnar- innar, Póttist hann þeim hnút- um nákunnugur sem formaður hermálanefndarinnar og utanrík- ismálanefndarinnar. — En eftir að taustsyfirlýsingin var samþykt, Simskeyti frá fréttaritara Vísis Khöfn 3. ágúst Álitiö er aö danska þingiö muni taka tilboði Bandaríkjanna um að kaupa Vesturheimseyjar Dana fyrir 25 miljónir dollara. Frakkar hafa náö þorpinu Fleury í nánd viö Thiaumont. hefir hann ekkert látið á sér bera, og daginn eftir lét hann aðstoð- arritstjóra sinn rita »leiðarann« í blað sitt um alt annað efni! Nafnlaus bréf. —o— Enskum stjórnarvöldum hafa bor- ist nafnlaus bréf í hrönnum frá Danmörku, þar sem bornar eru sakir á ýmsa kaupsýslumenn í Kaup- mannahöfn, í þeim tilgangi aö koma þeim í ónáð Breta og á svörtu töfluna. — Danskir kaup- sýslumenn hafa eins og kunnugt er orðið svo aö segja aö selja Bretum sjálfdæmi, og að lenda í ónáð Breta er fyrir marga sama sem fjár- þrot. — En brezka stjórnin hefir sannfærst um að þessibréf séu ekk- ert annaö en níðingslegar tilraunir rniður vandaöra manna til aö koma keppinautum sínum á kné. og feng- ið forstjóra dönsku verzlunarskrif- stofunnar í Lundúnum máliö til rannsóknar. — Sagt er aö komist hafi upp um tvo rógberana, en að þeir veröi ekki látnir sæta ábyrgð vegna þess, að tilraunir þeirra höfðu engan árangur borið. 200 ensk skip sleppa út úr Eystrasalti. Bretar segja, aö ein afleiðingin af ósigri Þjóöverja í sjóorustunni miklu hafi oröið sú, að síöan hafi 200 ensk flutningaskip komist leiö- ar sinnar út úr Eystrasalti og norö- ur Kattegat, án þess að hitfa þýzk herskip. — Er svo aö sjá, sem skip þessi hafi áöur legiö innilokuð í Eystrasaltshöfnum, því að látið er af því, hve þýðingarmikil sé þessi viðbót við brezka verzlunar- flotann. Húsbr.uni varð á Akureyri í fyrrinótt. . Hafði kviknað í kjallara hússins nr. 68 við Hafnarstræti, eign Sigurðar Pórðarsonar veitinga- manns, sem er næsta hús fyrir norðan pósthúsið. Hús Sigurð- ar brann til kaldra kola, og komst eldurinn einnig í pósthúsið, en tókst að slökkva. Sunnanvindur hægur var á, en norðan við brunasvæðið er ekkert hús á löngum kafla. Frá pósthúsinu. Næstkomandi þriðjudag, 8. þ. m. kl. 9 árdegis verður austan- póstur sendur með hestvagni, því að póstbílaferðir leggjast niður, en póstvagnaferðir taka við austur að Ægissíðu eins og segir í áætlun aukapóstanna 1916. Póstmeistarinn í Reykjavík 5. ágúst 1916. S. Briem. Ávextir niðursoðnir og sykraðir beztir og ódýrastir aö vanda í LIVERPOOL. RÚGMJÖL ágætt nýkomið í LIVERPOOL. Nautakjöt nýkomið. Loftur & Pétur. Sparisjóðsbók fundin. Vitjist á Nýiendugötu 19 B (niðri). [23 Fundust hefir budda með pen- ingum í. Vitjist á Hotel Island nr. 28. [24 Steinhringur hefir tapast síðastl. sunnudag. Skilist á afgr. [27 4 járnplötur eru geymdar hjá mér. Réttur eigandi vitji þeirra til Sæmundar v/ilhjáimssonar bílstjóra. Hittist dagl. viö Hotel Island. [28 Tapast hefir peningabudda með miklu af peningum í. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beðinn að skila henni á rakarastofu Árna Niku- lássonar í Pósthússræti 14 gegn góðum fundarlaunum. [29 r H ÚS N ÆÐ I 1 tU le\g\x: 3—4 herbergja íbúð í miðbœn- um með ýmsum þægindum, geta barnlaus hjón fengið 1. okt. Leigan er 75 kr. Tilboð merkt »89« sendist blaðinu. — Herbergi til leigu' fyrir ferðafólk í Lækjargötu 12 B. [305 Herbergi með húsgögnum tii leigu í Bárunni. [14 3—4 herbergi og eldhús óskast frá 1. oklober. Upplýsingar á Vesturgötu 38 (uppi). [18 2—3 herbergi og eldhús ósk- ast 1. okt. fyrir einhleypt fólk. Afgr. v- á. ________________________[21. 2—3 herbergi og eldhús óskast til leigu frá 1. október. C. Nielsen, afgreiðsla Gufu- skipafélagsins sameinaða. [262 Gott hús meö stórri lóð í Aust- urbænum fæst til kaups. Upplýs- ingar hjá Einari Markússyni í Laugarnesi. [25 I kaupskapur Langsjöl og þríhyrnur fást alt af í Garðarsstræti 4 (gengiö upp frá Mjóstræti 4). [43 Saumaskapur á morgunkjólum, barnafötum o. fl. er tekinn á Vesturgötu 15 (vestur- endanum). [217 Morgunkjólar vænstir og ódýrast- ir á Nýlendugötu 11 B. áður á Vesturgötu 38. [447 Morgunkjólar fást beztir í Garða- str. 4. [299 Bókabúðin á Laugavegi 4 selur brúkaöar bækur. Lágt verð. [3 Nýlegur möttull sem upphaflega kostaði 80 krónur fæst keyptur með tækifærisverði. A. v. á. [10 Til sötu með tækifærisverði svefn- herbergishúsgögn, legubekkur (chaiselounge) og ýmislegt fleira. Böðvar Gíslason á Laugav. 32 A. [22 Barnakerra til sölu í Tjarnar- götu 3 B. [20 Mikið af nótum fyrir píanó og harmoníum til sölu með tækifæris- veröi á Laugavegi 43 frá kl. 5—7 síðdegis. [26

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.