Vísir - 06.08.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 06.08.1916, Blaðsíða 3
VlSIR Drekkið CARLSBERG PILSNER Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fási alsiafiar Aðalumboð fyrir ísiand Nathan & Olsen. LÖGMENN I | VATRYGGINGAR aEBmæmam íWB&WrM 1hm>- Oddur Gfslason yflrréttarmálafiutrtingssinaSur Lauíésvegí 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími 254 Dot kgL octr« Brandassuranco Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. Pétur Magnússon, yfirdómslögmaður, Hverfisgötu 30. Sími 533 — Heima kl 5—6 . Bogi Btrynlólfsson yfirréttarmálaflutningsmaöur, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [u pi]. Skrifstofutimi frákl. 12— og4—6 e. — Talsími 250 — Verslunarmaður Reglusamur maður, 24 ára — af mjög góðu fólki kominn — óskar eftir atvinnu við verslun sem innanbúðarmaður eða pakkhús- maður, nú þegar eða í haust. Getur tekið að sér skriftir á kontór i viðlögum. Tiiboð með kaupi sendist afgr. blaðsins mrk. 14. Regnkápur, Manchetskyrtur, Flibbar o. fl. Stórt og ódýrt úrval nýkomið með e.s. ISLANDI. a3 Mexsla \ <JaAa5tt5\t\tú. Nýkomið: Reyktur Lax — Pylsur: Parísar-, Malakoff-, Spege-, Salami-, Cervelat-, Hestep , Tungup. — Riklingur Cfc'i EOLASPAEINN kom nú aftur með Islandi Dóttir snælandsins. Eftir Jack London. 29 ---- Frh. — Þetta er hreint ekki skemti- legt umtalsefni, svaraði Corliss. — Já, — en eg vil nú fá full- komnar upplýsingar um konuna. Hún er falleg, mjög falleg. Sýnist yður það ekki? — Hún erj falleg, — falleg á hátt og föllnu englarnir. — En eigi að síöur faileg. ~ Jæja, þá það! Ef þér nú endilega viljið kalla þaö því nafni. Og hún er eins grimmúðug, kald- lynd og vond kona, eins og hún er fögur. — Og samt sem áður hitti eg hana aleina og grátandi niður við ána. Og eg held nú, að eg, af því eg er sjálf kvenmaður, hafi séð á henni nýja hlið, sem þér enga hug- ttynd hafið um. Og þettá haföi þau áhrif á mig að eg einungis gat hugsað sem svo: Ó, hvað þetta er sorglegt, alt saman sorglegt. — Og í vikunni sem leið, tók hann fram í, tapaöi hún í spilum á einni einustu nóttu þrjátíu þús- undum, sem Jack Dorsey átti, — Dorsey sem áður var búinn að tví- veðsetja eignir sínar. Morguninn eftir fanst hann liggjandi úti í fönn- inni og marghleypan hans tóm hjá honum. Hann þagnaði því einhver kom inn í anddyrið. Sá sem inn kom var æði þungstígur. — En við erum vinir, samt sem áður, sagði hún íhasti. Ogsvaraði hann játandi með augnatilliti sínu. — Eg vona að eg geri ekki ó- næði, sagði Davíð Harney, — hann var sá, sem inn kom. — Hann leit íbygginn til þeirra beggja, sem höfðu setiö þar tvö ein á tali, og rétti þeim um leið hendina ávíxl. — Nei, hreint ekki, svaraði Cor- liss. Okkur hefir leiöst að enginn skyldi koma. Og ef þér hefðuð nú ekki verið svo vænn að koma hér við, þá hefðum viö líklega farið að kýta, Haldið þér ekki það, ungfrú Welse? — Ekki er nú alveg rangt til getið, sagði Frona. Eg held, meira aö segja, að við höfum verið byrj- uð að rífast. — Já, þér eruð auðsjáanlega nokkuð æst, sagði Harney íbygg- innn, um leið og hann hlammaöi sér óboöinn niður á legubekkinn i stofunni. — Hvernig horfir við með hall- ærismálin ? spurði Corliss. Eru yfir- völdin farin að láta nokkuð til sín taka? — Þau þurfa þess ekki. Faðir hennar Fronu var ögn hygnari en þau. Hann hræddi mannfjöldann í burtu. Þrjú þúsund eru alfarin niður eftir ánni og næstum því jafnmargir eru komnir af stað til vörugeymzluhúsanna. Það var ein- mitt það sem Jakob Welse hafði reiknað út og ætiast til. Og svo ruku allir af stað, sinn i hvora átt- ina, og tóku með sér alla sína hunda. — Heyrið þér, herra minn. Reynið þér nú að »spekúlera« í hundum. Þeir verða ákaflega dýr vara í vor þegar ferðastraumurinn byrjar aftur. Eg er búinn að ná mér í rúmt eitt hundrað af þeim, og ætla mér að græða að minsta kosti hundrað dollara á hverjum einum þeirra. — Haldið þér það? — Ef eg uú held það! Já, það getið þér alveg krossbölvaö yður upp á. Og svona í laumi skal eg trúa yður fyrir því að eg ætla að senda nokkra af mönnum mínum af stað í næstu viku til þess að kaupa fimm hundruð af beztu hundunum sem fáanlegir eru. Já, hvort eg held það! Eg er nú orðinn of kunnugur hérna í land- inu til þess að hægt sé að slá ryki í augun á mér. Frona fór að hlægja. — Já, en sykur skortir yður nú samt sem áður, sagði hún. — Ja, eg veit ekki, svaraði hann og brosti. En nú man eg að eg náði í dagbiað, sem ekki er nema fjögra 'vikna gamalt. — — Og hvað er að frétta? — Hægt á stögin, sagöi Harney og bandaöi frá sér með hendinni. — En eruð þér þá búinn að lesa blaðið? spurðu þau bæöi. — Já, já. Hverja einustu línu — auglýsingar og alt saman. — Segið mér þá — byrjaði Frona. — Þegið þér nú hreint og beint, ungfrú góð, unz eg er búinn að segja yöur það, sem eg ætlaöi að segja. Blaðið kostaði mig fimtíu dollara, — eg náöi í manninn, sem átti það, rétt um leið og hann beygði inn á brautina til Klondyke. Eg keypti blaðið undir eins. Þessi bjáni hefði hiklaust getað selt það fyrir hundrað dollara, hefði hann haft vit á að halda í það þar til hann kom inn í bæinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.