Vísir - 07.08.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 07.08.1916, Blaðsíða 4
V I S I R Simskeyti frá fréttarjtara Vísis Khöfn 6. ágúst í Rússar eru komnir yfir Sereto-fljótið. | Tyrkir hafa gert áhluup á Port Said, en verið brotnir á bak aftur t; \ ------------------------------------------------- Seret-fljót er austarlega í Ga'icíu, þve á í Dnjester, og er nú orð- ið all-langt síðan frétt kom hingað um að Rússar væru komnir yfir þaö og að eða yfir Lipafljótið, sem er einum 60 kílóraetrum vestar. Annað Sereth-fljót er í Bukowinu, skanit fyrir vestan Czernowitz, en Rússar hafa fyrir löngu lagt undir sig alla Bukowinu. Póstbílarnir eru hættir ferðum og verður póstur fluttur austur á hestvagni hér eftir. Hefir bíllinn altaf ver- ið að bila og póstgöngur því í megnasta ólagi; var mikil óánægja orðin út af þessu eystra og um kvartanir komnar til Stjórnar- ráðsins. Hans, Breiðafjaröarbáturinn, á að koma hingað í dag eða á morgun. Gullfoss kom í ga&r til Khafnar. Fer það- an aftur n. k. föstd. áleiöis hingað. Dómur féll í rnorgun í yfirrétti í máli Ben. S. Þórarinssonar gegn lands- stjórninni, er hann höföaði út af því að hann var sviftur vínsölu- leyfinu er bannlögin gengu í gildi Undirdómurinn hafði sýknað lands- stjórnina og þann dóm staöfesti yfirdómurinn ; málskostnaður fellur niöur. Landskosningin. í Vestmannaeyjum kusu 115 kjós- endur alls (13 konur) af 412. Kopar ti! Svíþjóðar Svíar hafa ált í ýmsum samn- ingutn við Bieta nú um hríð. Voru Bretar að slöðva ýnisa flutninga til þeirra og höfðu lagt hald á mörg flutningaskip þeirra, sem komu frá Ameríku, þar á meðal »StockhoIm« með koparfarm og »Ligurgiu« mcð feitmetisfarm. Nú er sagt að Bretar hafi samþykt aö sleppa báðum þessum förmum. Koparfarnturinn er 750 smál., en auk þess flutti skipiö töluvert af skinnvörum og er falið líklegt að þeim verði einnig slept. — Hvaða »fríðindi« skyldu Bretar fá í staðinn? Eoiiungsliallarbruninn f Grikklatidi. Um miöjan júlímánuð kom sú frétt hingað í símskeyti til Vísis, aö »höll Grikkjakonungs í Aþen aborg« væri að brenna. — Frá bruna þessum er sagt á þessa leiö í ensk- um blööum: Um kvöldiö, 13. júlí, varð þess vart, í Aþenuborg, að skógareldur mikill hafði kviknað í nánd við konungshöllina 'í*Tatoi, sem er sumarbústaður konungs-fjölskyld- unnar. Skeyti voru þegar send til Aþenu og Chalkis og voru her- menn úr land- og sjóher þegar sendir til að reyna að vinna bug á eídinum. Konungur og drottning voru í höllinni þegar eldurinn brauzt út. Reynt var að fella svo mörg tré í skógarjaðrinum næst höllinni, að eldurinn gæti ekki borist þangað, en vindurinn stóð af báliuu og kom brátt í Ijós að ekki var unt að verja höllina, og flýðtt allir úr henni á síöustu stundu. — Auk sumarhallarinnar, btann einnig höll ríkiserfiugjans og móður drottu- ingarinnar en fyrir ötula fram- göngu Konstantíns konungs sjálfs tókst að bjarga minnismerki Georgs konungs. Mörg hundruð her- j manna unnu að því undir stjórn konungsins að fella skóginn um- hverfis minnismerkið, og björguöu því á þantt hátt. -- Eittnig var það vasklegri framgöngu og forsjá konungsins sjálfs og þeirra sent með honum uniiu,= aö þakka, að mestöllu varð bjargað úr konungs- hölliuni. Eldurinn náöi yfir sjö mílna svæði. í brunanum fórust um 30 her- menn og 3 yfirforingjar. Konung- ur sjálfur meiddist allmikiö á fæti. — Jarðarför þeirra sem fórust, fór fram með mikilli sorgarathöfn á öðrum degi eftir brunann. Kex og Kökur fleiri teg. nýkomið í verzlun Guðm. Olsen. TAPAfl FUNDIfi 25 krónur i lausum seðlum töp- uðust á langardagskvöldið. Finn- andi geri svo vel og skili á afgr. Vísis. [37 Pakkarávarp. INNILEGT hjartans |aakklæti vottum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hluttekningu á einn eður annan hátt, við fráfall og jarðarför okkar sártsaknaða, elskaða sonar og bróður, Einars Guðjónssonar. Við biðjum guð að launa öllum þessum vinum hina mikiu hjálp og httggun í hinni djúpu sorg okkar. Guðrún Einarsdóttir. Guðríður Guðjónsdóttir. Þorgeir Guðjónsson. Bandaríkin fá .ekki að senda hjúkrunargögn ti! Þýzkalands. Hjúkrunarfélög í Bandaríkjun- um hafa farið þess á leit, við Breta, aö þeir leyfðu flutning á meðulum, sárumbúðum o. þ. h. til Þýzkalands, en Bretar hafa neitað. Segja þeir að Þjóðverjar hafi nóg af slíku heima fyrir, og þurfi engin ekla að vera þar af þeim efnum, ef þau séu ekki notuð í öðru augnamiði. Þessir flutningar myndu því verða til þess eins, að Þjóðverjar gœtu notað ýms þau efni meira til annara hernaðar þarfa. Herbergi til leigu fyrir ferðafólk i Lækjargötu 12 B. [305 Herbergi með húsgögnum til leigu f Bárunni. [14 2—3 herbergi og eldhús óskast til leigu frá 1. október. G. Nielsen, afgreiðsla Gufu- skipafélagsins sameinaða. [262 Gott hús með stóni lóö í Aust- urbænum fæst til kaups. Upplýs- ingar hjá Einari Markússyni f Laugarnesi. [25 Erfðaskiá Kitclieners Deiluefni, sem iit er að skera úr. —o— Kitchener lávarður gerði erfðaskrá sína þrem mánuöum eftir að ófrið- urinn hófst. Mörg merkileg ákvæði eru í henni, að sögn, en vandalítið viö þau að fást, öll nema eitt. Það er ákvæði um 200 sterlingspunda árgjald, sem Kitchener hefir arfleitt Oswald Fitz Gerald, ofursta að Gerald þessi var ciiitt af nánustu vinum Kitcheners og uppáhalds- ráðunautur haus. Hann var í för með Kitchener á Hampshire og drukttaði um lcið og hann. Lík Kitcheuers fanst ekki, en lík Ger- alds fanst og var jarðað á Englandi. Vandinn er að skera úr því, hvor þeirra hafi dáiö fyr, Kitchener eða Gerald. Ef Gerald hefir dáið á I undan, þá gat hann ekki erft Kitch- i ener, þó ekki hafi munað nema | fáeinum mínútum. En hafi Kitch- ' ener dáið á undan, þá hafa aðrir erfingjar hans engau rétt til arfa- j þess að þetta verði nokkurntíma ■ upplýst, en í Englandi bíöa menn ! rneð ntikilli forvitni eftir úrskurði skiflaréttarins. | kaTpTkaTuT Langsjöl og þríhyrnur fást alt af í Garðarsstræti 4 (gengiö upp frá Mjóstræti 4). [43 Saumaskapur á morgunkjólum, barnafölum o. fl. er tekinn á Vesturgötu 15 (vestur- endanum), [217 Morgunkjólar vænstir og ódýrast- ir á Nýlendugötu 11 B. áður á Vesturgötu 38. [447 Morgunkjólar fást beztir í Garða- str. 4. [299 Bókabúðin á Laugavegi 4 selur brúkaðar bækur. Lágt verð. [3 Morgunkjólar fást og verða saum- aöir í Lækjargötu 12 A. [30 Óskemt rúmstæði með járnvírs- netsbotni, helzt lausum frá rúm- sfæðinu, óskast keypt handa sjúk- lingi. Afgreiðsla vísar á kaupanda. __________ I33 Mikið af nótum fyrir píanó og harmoníum (þar á meöal átta hefti eftir St. Heller fyrir hálfvirði) til sölu á Laugavegi 43 milli 5 og 7 í dag. [34 Fótbolti og myndavél til sölu. A. v. á. [36 Kaupakona óskast. Uppl, Vita- stí- 8. [35

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.