Vísir - 31.08.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 31.08.1916, Blaðsíða 4
V I S I R Kattarins níu líf. -o-- Þetta ináltæki datt mér í hug þegar eg heyrði aftur æmta í »ketl- ingnum« í Vísi um helgina, rétt eftir að eg var nýlega búinn að slá sköttinn úr tunnunni* og allir héldu að »bleyðan« væri úr sög- unni. En svo aumt virðist þetta »annað líf« hennar vera, að hver »dýravinur« ætti að vera þeim þakk- látur, sem stytti henni stundir. Nl. byrjar á því, að eg viti ekki um sig annað en það, aö hann sé «út- gerðarmaður, sem á tunnur«. Þetta er misskilningur, því að mér er alls ókunnugt um, að hann eigi eina einustu tunnu, eða hafi nokk- urn tíma átt og get jafnvel fullyrt, að hann hefir aidrei komist svo hátt. Það er alt annað að eiga tunnu eða vera látinn í tunnu, og lengra hefir Nl. ekki komist enn. Þetta er einmitt það spaugilegasta víð Nl„ að hann heldur áð hann eigi alt, sem aðrir setja hann í. Minnir það bæði á strákhnokk- ann, sem hélt að hann væri ótta- lega stór þegar hann sat á öxlum pabba síns — og á kettlinginn, sem ekki vissi fótum sínum forráð, en »mamma« hans varö að taka í hnakkadrambið á og bera lieim til sín, í hvert skifti sem hann hafði j farið of langt aö heiman þegarátti að fara að »borða«. Greindin og ráðvendnin haldast i hendur eins og áður t. d. þar sem Nl. segir, að eg iðrist eftir því, sem ritstjóri »Vísis« hefir skrifaö (!) og segir að eg kalli það »míneig- in ummæli*, sem eg er einmitt búinn að benda á að ritstjórinn hafi skrifað frá eigin brjósti. Við því getur Nl. ekki haggað, sem eg segi um tafir skipa og þó að hann þykist hafa »heyrt« eitthvað annað, þá verður »mér sagði« úr þeirri átt aldrei skoðað annað en hver önnur ómerk ómagaorð. Umsögn minni um það, að eg hefði léð, fargað eða látið af hendi tunnur til annara þegar þeir voru í vandræöum getur Nl. engan veg- inn hnekt, enda treystist ekki til að bera brigður á þau vottorð, sem eg hafði viö hendina um daginn. Eg met miklu meira hvað við- skiftamenn mínir segja um þau efni, heldur en snáðar, sem fegnirhefðu viljað okra á tunnum viö íslend- inga, en brast alt til þess nema á- girndina. Eitthvað er NI. að rengja frásögn mína um saltlánið, og kemur hon- um þar að góðu haldi «minnis- Ieysið«, sem sagt er að sumum hafi áður reynst happadrjúgur hæfi- leiki og talinn er ættgengur. Helzta hnjóðið sem Nl. ber nú á inig og hyggur auösjáanlcga þung * á melunum cr það, aö tveir þeklir dugnaðarmenn séu samvcrkamenn mínir við útgerðina, Satt að segja skammast eg mín ekkert fyrir að vera í góðum félagsskap, samvinnu- maður góðra og þektra dugnaðar- manna, eg er ekki lærðari en svo að mér finst engin minkun aö vera framkvæmdarstjóri fyrir slíka menn, vildi það jafnvel alt eins vel, eins og að vera í biljónafélagi meö landshornamönnum þótt útlendir væru. Nl. hefir misskilið það sem ann- að, þegar eg drap á »busarithátt- inn« í skrifum hans. Fer þá að tala um stúdenta sem andstæðu »bus- anna«. Þetta bendir á að Nl. hafi einhvern tíma komist í þá stöðu, sem »skólagengnir« menn kalla »busa«, en það verður að fyrir- gefa, að við, alþýöumennirnir, þekkj- uni líka '»busa« vor á meðal og eg héld að enginn efist um, að þeir séu jafnvel til meðal »útgerð- armanna« þegar hann hefir lesið rilkorn útgerðarmannsins sem lát- inn var í tunnuna. Reykjavík 30. ágúst 1916. Elías Stefánsson. Islensku kolin. Þá er útséð um það, að ekki hafa Reykvíkingar íslensk kol, 1 til að hita sér við eða elda mat- inn í vetur, að neinu ráði. Vélbáturinn »SoIveig« frá Hafn- arfirði kom heim í gær að norð- an og hafði komið við í Stálvík í leiðinni og ætlaði að taka þar kol í sig. Veður var ágætt, og ekkert vantað á að alt gengi að óskum annað en það að kol- in voru ekki til. — Eina smáiest gat »Solveig« fengið og við svo búið varð hún að fara. Og kol- in sem hún fékk voru af lakari tegundinni. I Stálvík voru til að eins um 15 smálestir af kolum upptekn- ar og þærallar seldar, Og kola- mennirnir eru í þann veginn að hætta vinnunni. Vísir átti tal við mann í Hafn- arfirði í gær, sem séð hafði kol- in og lét hann mjög vel af þeim. Sagði hann að Stykkishólmsbúar og Patreksfirðingar hefðu fengið eitthvað töluvert af kolum í Stál- vík, og fleiri þar vestra. Hefir Einar Vigfússon bakari Stykkis- hólmi notað þau til að baka við og reyndust ágætlega. En Beykvíkingum þýðir ekkert að hugsa um þau í þetta sinn. Tilkynning. Verslunin Nýhöfn biður alla viðskiftavini sem hafa kaupbætis- miða undir höndum að koma með þá dagana 30. og 31. ágúst og fá vörur út á þá, — Kaupbætismiðar sem eftir þann tíma verður framvísað, verða ekki innleystir. Miðar sem nema minni upphæð en 20 kr. samtals, verða ekki teknir til greina. 5, herlán Þjóðverja í Berliner Tageblatt er sagt að þýzka stjórnin ætli að bjóða út 5. herlánið til áskriftar í september- tnánuði. Búist er við að upphæö lánsins verði óákveðin og að ööru leyti var alt óákveðið um lánsskil- yrðin og fyrirkomulag. — En sagt er að stjórnin geri sér vonir um að fá 10 miljarða marka. r H ÚSNÆÐI 1 Húsnæði óskasf, 3—4 herhergi frá 1. okt. til vors, helzt nálægt miðbænum. R. v. á. [163 Stúdent óskar eftir herbergi með húsbúnaði 1. október. A v- á•_____________________[170 Búðin í kjallaraanum í Aðal- stræt i81 fæst til Ieigu. [161 V estu r h ei mseyja- málið danska. Afskaplegur ruglingur er á af- stöðu manna til þess máls. — Ýmsir menn sem áður hafa ver- ið með sölunni eru nú á móti og eins er snúningurinn á hinn bóginn. — Peschcke-Ködt stór- kaupmaður sem oft hefir skrifað í ýms dönsk blöð um stjórnmál, söJuvinur frá 1903 er nú kom- inn þveröfugur og tekur undir með enska skáldinu BernardShaw um að réttast væri að hengja stjórnmálamenn þegar þeir væru orðnir 52 ára. P.-K. mun vera kominn nálægt þeim aldri. Niðursoðnir f Avextir ódýrasiir í Versl. VON. D u glega kaupakonu vantar næstu viku. Uppl. á Grett- isgötu 59 B. Sími 176. Saltfiskur ágætur fæst í verslun jVmunda jVvuasonav r VINNA 1 Dugleg og þrifin stúlka óskar eftir vist, sem fyrst. A. v. á, [166 Ungur maður óskar eftir at- vinnu við verslun sem innan- búðarmaður, frá 1. sept. næstk. A. v.á. [154 Svört vatnskápa með mórauð- um vetlingum tapaðist frá Bók- hlöðustíg að Suðurgötu 10. Páll Andrésson. í kaupskapur 1 Píanó.regluiega vandað til sölu. Orgel tekið í skiftum ef óskað er- A. v. á,_________ [158 Barnavagga óskast til kaups. Uppl. á afgr. __________________ [164 Gulrófur fást keyptar á Suð- m~g. 6.____________________[171 Lítið brúkaðir ofnar fil sölu á Hverfisg. 46. Einnig nokkrar tunnur af sementi. [172 Morgunkjólar fást beztir í Garða- str- 4-____________________[299 Langsjöl og þríhyrnur fást aft af í Garðarsstræti 4 (gengið upp frá Mjóstræti 4). [43 Saumaskapur á tnorgunkjólum, barnafötum o. fl. er tekinn á Vesturgötu 15 (vestur- endanum). , [217 Bókabúðin á Laugavegi 4 selur brúkaðar bækur, Lágt verð. [3 Morgunkjólar fást og verða saum- aöir í Lækjargötu 12 A. [30 Pretsmiðja Þ. Þ. Ciemenfz. 1916; \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.