Vísir - 06.09.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 06.09.1916, Blaðsíða 2
VlSIR Grrikkir og Búlgarar berjast. 1 t —o— { Alllangt er nú síðan Búlgarar ! óðu inn í Grikkland, tóku Rupel- i vígið á landamærum Austur-Make- j doniu og Búlgaríu og héldu í átt- j ina til Kavalla; Grikkjastjórn lét j þaö afskiftalaust. Nú hafa þeir j )f nýlega tekið Kavalla og stjórnin . einnig látið það afskiftalaust. — En þessi innrás Búlgara hefir vakið miklar æsingar í landinu, og lítur út fyrir aö æsingar þær sem talaö hefir verið um í síðusiu símfregn- um stafi af þessum yfirgangi Búlg- ara. Sumstaðar hefir grískt setulið gripið til vopna á móti Búlgurum, t. d. í borginni Seres, þar sem grískur her undir stjórn Christo- doulos ofursta vainaði Búlgurum inngöngu. í Kavalla munu Grikkir einnig hafa varist. Eru fréttir það- an óglöggar, en sagt er t. d. frá því í enskum blööum aö loftför bandamanna hafi varpaö sprengi- kúlum á Kavalla eftir að Búlg- arar höfðu sest aö í borginni og tekið þar öll vígin nema eitt. Segir Christodoulos að íbúar í Seres og Kavalla hafi tekið 16. og 17. her- fylkingunum með mikium fögnuði þegar þau komu til borganna, og hafi fjöldi sjálíboöaliða gefið sig fram. — í borginni Phea Petra veittu Grikkir viðnátn af hinni mestu hreysti og er þess getið ti! að setu- Iið borgarlnnar hafi alt fallið. Grikkjastjórn lét sem hún vissi ekkert um þessa atburði og i and- stæðingablöðum Venizelosar var ekki á þá rninst. En er fregnir bárust af þeim til Aþenu og Salo- niki urðu uppþot víða í borgun- um. í Aþenu safnaðist múgurinn saman um bústað Vetiizelosar og fyrir utan aðsetur utanríkisráðuneyt- isins. Venizelos réði til þess aö kall- aður yrði samau fundur meöal íbúa Aþenu og Piræus til þess aö taka ákvöröun um hvað gera skyldi til þess að vekja stjórnina til meövit- undar um þaö, hvílík þjóöaróham- ingja stafaöi af tiltektum Búlgara. >Á fundum þessum verður hjartaslag þjóðarinnar að heyrast, svo að þeir, sem ábyrgð bera á þessari þjóöar- ógæfu skilji það, aö Grikkir eru ekki dánir sem þjóö, en sameinaðir til að deyja. Þetta er fyrsta skrefið sem eg ræð til að géra«. - Ein- um eða tvéim dögum síöar var fandur sá haldinn, sem skýrt var frá nýlega í Vísi, þar sem 70000 manns lýsti sig fylgjandi banda- mönnum. Bandamenn hafa aldrei haft neinn her á því svæði, sem hér ræöir um og Búlgarar hafa vað- iö yfir, hvorki í Kavalla né annars- staðar. Pýzk skip feigð Bretum. P orlúgalsmtnn hafa teigt Brelum öll þýzku skipin sem þeir lögöu hald á í höfnum sínum, svo sem fyr hefir verið frá skýrt. Leigan er áKveðin 14 sh. 6 pence fyrir smá- lestina um mánuðinn. — Þegar skýrt var frá þessu í enska þinginu TIL MiNNIS; Baöhúsiö opiö v. d. 8-8, Jd.kv. ti) 1! Borgar8t.8brifat. f brunastðft opin v. d 11-3 Bsejarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl, 12-3 og 5-7 v.d Istandsbanki oplnn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkraviíj.timi kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til vlð- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssimtnn optnn v. d. daglangt (8-0) Heiga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugrtpasafníð opið P/,-21/, síöd Pósthúsið opið v. d. 0-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d, Vífilsstaðahælið. Hdmsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið oplð sd. þd, fmd. 12-2 Ökeypls læknlng háskólans Kirkjustrætl 12 i Alm. lækningar á þríðjud. og fösiud, U. 12-1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlæknlngar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækníngar i Lækjargötu 2 á rr.ið- vikudi kl, 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. spurði einn þingmaður hvernig fara myndi ef skipin yrðu skotin tund- urskeyfum. Ráöherrann svaraöi: >Eg býst við því að þau muni sökkva!!* r Hversvegna er þessi mótoitegund víðsvegar um heim þ. á m. einnig í Ameríku, álitin standa öllum öðrum framar? Vegna þess að verksmiöja sú er smíöar þessa mótora hefir 20 áia reynslu í mótorsmíði og framleiöir einungis fyrsta flokks vélar. Hefir ein- göngu þaulvana verkamenn. Verksmiðjan býr til allskonar mótora fyrir bála og aflstöðvar og hverja aðra notkun sem er. Ennfremur hráolíumótora og flytjanlega mótora með 3 til 320 hestöflum. BoHnder’s mótorar eru ódýrasta, einfaldasta og ábyggilegasta aflsuppspretta sem til er. Verksmiðjan framkiöir einnig mótorspil og mótordælur. Bolinder’s verksmiðjurnar í Stockhoim og Kalibáll, eru stærstu verksmiðjurnar á Norðurlöndum í sinni röö. Hafa yfir 1500 starfsmenn, og er gólfílötur þeirrar deildar, er eingöngu framleiöir bátamótora 100.000 □ fef, Árleg framleiðsla 60.000 hestöfl. Yfir 10,000 Bolinder’s mótorar mtö samfals 350.000 hestöílum eiu nú notaðir um allan heim, í ýmsum löndum, allsstaðar með góðum árangri. Yfir 3000 fiskiskip nota nú Bolinder’s mótora. Stærsli skipsmótor smíöaður af Bolinder’s verksmiðjunni hefir 1,500 hestöil. 20 hestafia mótor eyöir að eins ca. 260 grömmum af hráolíu á kl.stund pr. hestafl Með hverjuni mótor fylgir nokkuð af varahlutum, og skýringar um uppsetningu og hirðingu. Fengu Grand Prix í Wien 1873 og sömu viöurkenningu í París 1900. Ennfremur hæðstu verðlaun, heiðurspening úr guili á Alþjóðamótorsýningunni í Khöfn 1912. Bolinder’s móforar hafa alls fengiö 5 Grand Prix, 140 Heiðurspeninga, og 106 Heiöurs- diplómur, sem munu veia fleiri viöurkenningar en nokkur önnur verksmiðja á Norðurlöndum í sömu grein hefir hlotið. Þau fagblöö sem um ailan heim etu í mestu áliti mótorfræðinga meðal, hafa öll lokið miklu lofsorði á Bolinder’s vélar Til sýnis hér á staðnum eru m. a. ummæli: The Motor Boat, The Motor Woild, The Sbipping World, Shipping Gazelte, The Yachfs- man, The Engineer, The Marine Engineer & Naval Architect. Auk þess hefir m. a. Prof. Nansen, sem notað hefir Bolinders’s vélar í skip sín, hrósaö þeim mjög. Einn cigandi Bolinder’s mótors skrifar verksmiöjunni: »Eg er harðánægður með vélina. Hefi látið hana ganga 4 þúsund mílur í misjöfnu veðri, én þess nokkru sinni að taka hana í sundur eða hreinsa hana.« Fjöldi annara meömæla frá vel þektum útgerö- armönnum og félögum er nola Boiinder’s vélar, eru til sýnis. Þeir hér á landi serrt þekkja Bolinder’s mótora eru sannfærðir um að það séu beztu og hentugustu mótorar sem hingað háfa fluzf. BoHnder’s mótora er hægt að afgreiða með mjög stuttum fyrirvara, og flesiar tegundir alveg um hæl. Varahlutir ávalt fyrirliggjandi hér á staðnum. Aðgengilegir borgunarskilmálar. Allar upplýsingar viðvíkjandi mótorum þessum gefur G. Eiríkss, Reykjavík Einkasali á íslandi fyrir J. & C. G. Bolindet’s Mekaniska V;erkstads A/B Stockhoim. Útibú og skrifstofur í New Yoik, London, Berlin, Wien, St. Petersburg, Kristjaníu, Helsingfors, Kaupmannahöfn etc. etc.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.