Vísir - 06.09.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 06.09.1916, Blaðsíða 3
Jafnrétti kvenna í Englandi. Þaö hefir veriö talið nokkurn veginn víst, að Eugland myndi verða einna síðast allra landa til að veita konum jafnrétti viö karlmenn. — En ófriðurinn breytir mörgu. Ensku konurnar »blásokkur« og aðrar hafa unniö Iandi sínu svo mikiö og margvíslegt gagn, að Bretar þykjast nú ekki geta neitað þeim um að njóta réttindanna, er þær hafa tekið á sig skyldurnar til jafns við karla. — Hafði Asquith forsætisráðherra nýlega Iýst því yfir á þingi, að hann væri fylgjandi því að konum yrði veitt fult jafn- rétti við karla, að ófriðnum lokn- um og er búist viö því, að þaö muni þá ná fram að ganga. Bretar Og síldveiðar Hollendinga. Bretar höfðu tekið 120—150 hollenzk síldvelðaskip og flutt þau il skozkra hafna, Flest skipin voru eign eins og sama félags, aðeins um 30 annara eign. Nú eru komn- ir á samningar milli brezku stjórn- arinnar og nefnds félags, ogskuld- bindur félagiö sig til að selja Þjóð- verjum ekki meira en Yb hluta afl- ans. V« hluta aíians á að selja í HoIIandi, en 3/s *'• hlutlausra þjóða. En Bretar skuldbinda sig til aö borga félaginu 30 shillings í upp- bót fyrir hverja síldartunnu sem seld er hlutlausum þjóðum. Ef t. d. hlutlaus kaupandi býöur 40 sh. í tunnuna og Þjóöverjar 65 þá fær hlutlausi kaupandinn hana þvf með uppbótinni frá Bretum verður verð- ið 70 sh. Félag þetta á að sögn enskra blaða 850 skip og meðalveiði áætl- uð 1 þús. tunnur á skip. Almenn varnarskylda f Astralíu. Sagt er aö forsætisráöherrann í Astralíu, mr. Hughes, ætli að berjast fyrir því, að almenn varnarskylda verði lögleidd þar í landi. Hefir hann haldið margar ræður á flokks- fundum og eins opinberlega til að vinna málinu fylgi. VISIR —o— Mikið kveður orðið aö nýjum sjúkdómi, sem upp hefir komið í sambandi við stríðið, Veit enginn hvers eðlis hann er né hver sé or- sökin, en svo segja herlæknar að hann muni koma frá rottum sem séu í skotgröfunum og valköstun- um. Veiki þessi er ekki ósvipuð barnaveiki; munnur og kverkar bóigna og gráhvít skóf safnast á slímhimnuna. Veikin er orðin all- útbreidd bæði í liöi Þjóðverja og bandamanna. Dr. Lidney McCallin frá Chicago sem nú er í herlæknaiiöi Breta, hefir hafið rannsókn á veiki þessari. Telur hann víst að hún stafi af gerlum og er aðallega verið að rannsaka þaö við efnafræðisstofn- anir í Chicago. Veikinni hefir en ekkerf vísindalegt nafn verið gefið, en sín á milli kalla hermenn hana »Skotgrafamunn«. Lb. Grrísku kosningarnai. —o--- í enskum blöðum, sem hingað komu með íslandi, er sagt að óvíst sé að nokkrar kosningar fari fram í Grikklandi, en það er mál sem bandamenn skera úr, því kosning- arnar voru ákveðnar samkvæmt kröfu þeirra. Eru bandamenn hræddir um aö kosningarnar falli ekki þeim í vil, vegna þess aö mikili hluti Makedoníu er á valdi Búlgara, en þar er fylgi Venizelosar mest. — Venizelos álítur óhjá- kvæmilegt að kosningarnar verði Iátnar fara tram og telur sér vísan 50—60 atkvæða meirihluta þrátt fyrir Iandtöku Búlgara. Yeizlun Bandaríkjanna við útlönd Samkvæmt nýkomnum skýrslum í Bandaríkjunum hefir verzlunar- magnið þar við önnur lönd verið ótrúlegt árið sem leið. Alls hefir sú verzlun numiö 6.525,000.000 doll. (sex biljónum, fimm hundruð tuttugu og fimm miljónum). Ut- fluttar vörur námu 4,345,000,000 (fjórum biljónum, þrjú hundruö fjörutíu og fimm miljónum). Járn og stál var flutt út fyrir 618,000,- 000 doll., sprengiefni fyrir 493,000- 000 doll., baömull fyrir 37(),000,- 000 doll., hveiti og mjöl fyrir 428,- 000,000 doll., kjöt fyrir 270,000,- 000 doll., koparvörur fyrir 170,- Nú með s/s »Island« höfum vér fengið nýjar birgðir af Snrnrningsolín. HIÐ ÍSLENSKA STEINOLÍUHLUTAFÉLAO. 000,000 doll,,5 jarðolía fyrir doll. 165,000,000, málmblendingur og vörur úr honum fyrir 126,000,000 doll„ bifreiðar fyrir 123,000,000 doll., meðul fyrir 123,000,000 doll., unnin baömull fyrir 112,000,000. Gula dýrið. Leynilögreglusaga. ---- Frh. Bleik opnaöi dyrnar og þeir gengu út á ganginn. Þeir gengu hljóðlega niður stigann til þess að vekja ekki á sér athygli. Þeir kom- ust út á götu, án þess að nokkur tæki eftir þeim. Þegar þeir voru komnir svo sem 100 stikur frá hús- inu kvaddi Tinker húsbónda sinn hljóðlega og Iaumaðist í burtu, en Bleik hélt áfram ferð sinni. Daufleitur Kínverji stóð í dyrun- um í búð nokkurri skamt frá gisti- ! á götuna. Honum þótti undarlegt að sjá Kínverja á gangi með hvít- um manni, og gekk því á eftir honum. Dauðadómur Wu Ling yfir Sexton Bleik hafði flogið sem «> eldur í sinu milli allra kínverskra manna í borginni, og voru þeir því nú alsstaöar á gægjum. Kínverjinn gekk niöur götuna með hálflokuð augu og leit út fyrir að hann gæfi engan gaum að því sem í kring um hann var. En undan augnalokunum horfði hann stöðugt gaumgæfilega á Bleik, sem ekki ugði að sér. Þetta var ekki í fyrsta sinni sem Bléik dulbjó sig sem Kínverja. Hann hafði oft þurft þess áöur og meö sinni ágætu þekkingu á kínverskri tungu og hinum mörgu mállýzkum sem talaðar eru í Kína, hafði hon- um ætíð tekist að komast heilu og höldnu úr glæfraferöum sínum með- al Kínverja. Hann hafði einu sinni komist svo langt að tala viö Wu Ling sjálfan, sem Kínverji og prinsinn hafði ekki grunað neitt. Sá maður sem þannig gal Ieikið á Wu Ling, gat hæglega glapið hvern mann í öllu Kínaveldi. Þegar hann kom að götu þeirri sem húsið var viö, er hann ætlaði að fara til, þá stanzaði hann stund- arkorn og horfði stundarkorn í kringum sig, eins og allir Kínverjar mundu hafa gert. Síðan sneri hann sér við, og hélt rakleiöis til húss- ins. Þegar hann kom aö húsiiui, n LOGMENN Oddur Gfslason yfirréitármáiaflutníngsmaOur Laufásvegl 22. Venjulega heima ki. 11-12 og 4-5 Simi 26 Pétur Magnússon, yfirdómslögmaður, Hverfísgötú 30. Simi 533 — Heima kl 5—6 . Bogi Bryrcjéifsson yflrréttarmálafiutningsmaður, Skrifstofa i Aðalstræti 6 (ujjpi). Skrifstofutimi frákl. 12—1 og 4—6 e.m. — Talsími 250 — Det kgi. ocir, Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og 2-8. Austurstræti 1. N. B. Nlelsen. Brunatryggingar, sœ- og strfðsvátryggingar A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími-254 Hið öfluga og velþekta brunabótafél. omr WOLGA (Stofnað 1871) tekur aO sér alskonar brunatrygglngar Aðalumboðsmaður fyrir fsland Halldór Eirfksson (Bókari Eimskipafélagsins) gerði fiann enga tilraun til að kom- ast inn í það þeim megin sem al- menningur gekk inn — þar sem drykkjustofan var, heldur gekk hann að baki hússins og inn í stofu, er nokkrir Kínverjar og sjómenn sátu við drykkju f. Bleik gekk letilega að veitinga- borðinu og bað Kínverjann, sem bar fram vínið, að láta sig hafa eina vínkrús. Svo lagðist hann fram á borðið og beið eftir víninu. Þegar hann hafði staðið þar nokkra stund, kom einn af Kín- verjunum tll hans. »Þú ert útlendingur ?« sagði hann lágt á kínversku. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.