Vísir - 30.09.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 30.09.1916, Blaðsíða 3
VlSIR sig í hlé fanst honum hann hafa mist eitthvað og einhver tilfinning gerði vart við sig, sem hann hafö' aldrei þekt fyr og skildi ekki til Hið almenna fuls. Hann saknaði einhvers, einhvers sem var honum hugfólgiö. Það komu fyrir stundir sem hann var eins og á nálum. Hann hafði aldrei fyr orðið var við slíka tilfinningu, sem helst geröi vart við sig ef hann sá Yvonn skemta sér vel meö öðrum karlmönnum en hon- um. Tinker tók eftir skiftunum á skapi húsbónda síns, og þó ungur væri fór hann nærri um hvið olli þess- um skapskiftum hans. Það voru áhrif konunnar sem voru að byrja að gera vart við sig. | Þótt Bleik ætti hægt með að j ráða fram úr leyndarmálum annara | manna og væri slyngur að finna hvar óvinirnir voru veikastir fyrir, þá var honum merkilega ósýnt um að ráða fram úr sínum eigin til- finningum. Það var eitthvað sem mæddi hann sem hann gat ekki gert sér grein fyrir. F.inhver til- finning sem var aö brjótast til valda. Yvonn var að hugsa um liðna daga og manninn sem hún unni á meðan hún gekk í dimmunni, heim að húsinu sem hann var nú í, ef til vill nauðulega staddur. Frh. brunabótafélag kaupstaðanna. Fulltrúaráð brunabótafélagsins hefir 12. júlf þ. á. samþykt að gjald það fyrir Reykjavfkurbae, sem umræðir í lögum 13. Desember 1895, 3. gr. b, verði frá I. október þ. á. og fyrst um sinn reiknað þannig: I. Fyrir byggingar með ytri veggi úr steini eða múr og binding og með »hörðu« (óeldfimu) þaki — en þar með telst þak úr málmi, skífu, þaksteini, cement-þaksteini, »asfalteruðum« þakpappa eða öðru jafngóðu — greiðist 8 aurar af hverjum 100 krónum vátryggingarverðsins. II. Fyrir byggingar með ytri veggjum úr tré eða samskonar efni og sem klæddar eru á öllum veggjum með bárujárni, skífu eða svipuðu óeldfimu efni og sem hafa »hart« (óeldfimt) þak — greiöist 16 aurar af hverjum 100 krónum vátryggingarverösins. III. Fyrir byggingár með ylri veggi úr tré eða samskonar efni en sem ekki eru klæddar með óeldfimu efni (sbr. II. lið) eða meö þaki úr timbri eða öðru efni, sem ekki er »hart« (óeldfimt) — greiöast 24 aurar af hverjum 100 krónum vátryggingarverðsins. Hinsvegar fellur burtu, að því er Reykjavíkurbæ snertir, hið sérstaka aukagjald, sem reiknað hefir verið af timburhúsum, vátrygðum, yfir 500 kr., samkvæmt gjaldskrá (Tarif) 6. ágúst 1914, Vegna útreiknings á brunabótagjöldunum, sem leiðir af þessum breytingum verður eigi í þetta sinni hægt að taka við gjöldum, sem falla í gjalddaga 1. október þ. á., fyr eu mánudag þ. 16. oktðber þ. á. á venjulegum stað og iíma. Brunamála&tjórinn í Reykjavík. H. Thorsteinson. Tilkynning. Þeim, sem framvegis kynnu að vilja skifta við mig und- irskrifaðan, kunngerist hér með að eg opna nýja skó- smíðavinnustofu á Laugavegi 24 laugardaginn 30, september* Virðíngarfyisf r Jlpist ‘Jv. £uBmuwdss°x\ skósmlður. Nathan & Olsen kaupa vel verkaðan SUNDMAGA Heilsuhælisfél.deild Reykiavíkur, Samkvæmt hinni nýju samþykt deildarinnar frá í fyrra liggur nú fyrir að veita í fyrsta sinn styrk úr sjóði deildarinnar, en honum skal varið til að styrkja til Iækninga fátækt fólk, er þjáist af lungna- tæringu og á heimili í iögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Skulu þeir hafa forgangsrétt öðrum framar, sem eru fé- lagar deildarlnnar þegar þeir sækja um styrk og hafa verið féiaginu þrjú ár undanfarin og greitt féiagsgjöld sín skilvíslega. — Umsóknir um styrk sendist meðundirrituðum próf. SÆMUNDI BJARNHÉÐINSSYNI, Laugavegi 11, fyrir 18. október næstkomandi. Umsóknununum fylgi iœknisvottorð. Reykjavík 28. sept. 1916. í stjórn Heilsuhælisfélagsdeildar Reykjavíkur Sæm, Bjarnhéðinsson. Eggert Claessen* Magnús Sigurðsson. °a stúlka sem kann matarlagningu óskast á gott heimili. Hátt kaup. A, v. á. KENSLU í útsaumi og dönsku geta nokkrar stúlkur fengið á Laugvegi 42, hjá Elínborgu þ. Lárusdótíur, heima kl. 6—8 e. h. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. 1916.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.