Vísir - 03.01.1917, Page 2
ViSÍR
£ ±
VI
Afgreiðsla blaðsini&Hótel
íiland er opin fr& ki. 8—8 &
hverjum degi.
Inngangnr fr& Vallaritræti.
Skrifstofa á lama etað, inng.
frá Aðalstr. — Ritstjórinn til
viðtali fr& kl. 8—4.
Sími 400. P.O. Box 867.
Prentsmiðjan & Lauga-
veg 4. Simi 133.
Anglýsingnm veitt móttaka j;
i Landsstjörnunni eftir kl. 8
& kvöldin.
— ^ umjLiuuiliJU. ».atj uiiuuuutAi .
*
Landssjóðs-
verslunin.
Hvert þingið eítir annað hefir
heimilað landsstjórninni að verja
fé til nanðsynjavðrukaupa frá út-
löndam, til t r y g g i n g a r land-
inu gegn vöruskorti ef svo kynni
að fara, að aflutningar teptust af
einhvcrjum ástæðum. — Eu þó
nndarlegt megi virðast, þá virðist
|)ingið alls ekki gera sér það Ijóst
hvað það meinar með þessu.
Fyrir aukaþinginu, sem nú
situr á rökstólum liggur nú frum-
varp til laga um heimild handa
landsstjórninni til slíkra innkaupa,
o g þingsályktunartillaga, sem
skorar á stjórnina að gera þessi
kaup þegar í stað til t r y g g-
ingar landinu, en um leið
er það fyrirskipað í tillögunni að
selja vörurnar laudsmönnum til
neyslu.
Ef þetta tvent ættí að geta
farið saman, þá yrði landsstjórnin
að flytja til landsins svo mikið
vörumagn, að það nægði til þess
að birgja allan þorra landsmanna
upp um lengri tíma og halda svo
áfram aðflutningunum svo að altaf
væri til nokkur forði, fylla jafn-
óðum upp í skörðum. — En til
þess myndi þurfa meira fé í veltu
en allar tekjur landsjóðs á heilu
fjárhagstímabili. — Og „skipa-
kostu miklu meiri en mér er kunn-
ugt um að við eigum völ á.
Eg fullyrðí það ekki, að þetta
cé ókleift. En eg ei huæddur um
að þessum tilgangi verði ekki
náð í framkvæmáinni. Eg er
hræddur um að innkaupin yrðu
ekki meiri en svo, að aðeins svar-
aði til eftirepurnarinnar, eða varla
það. — Að minsta kosti er nauð-
synlegt að gera sér ákveðna grein
fyrir því, hvort sé nauðsy.’.lfegra:
a3 landstjórnin hafi altaf umráð
yflr einhverjum taliverðun forða
af nauðsynjavöru, eða að hún
selji vörurnar, þeim sem vilja,
jafnóðum og hún fær þær flattar
til landsias. — f»ví að sú hætta
hlýtur altaf að vofa yfir, ef skyld-
ugt er að selja vörurnar, að
birgðirnar verði engar, einmitt
þegar á þeim þarf að halda.
Það væri auðvitað mikið í það
varið að geta fengið landssjóðs-
vörurnar keyptar vægara verði en
fáanlegt er hjá kaupmönnum. En
með því fyrirkomulagi sem verið
heíir á landssjóðsversluninni og
fyrir er hugað, þá verða það ein-
göngu efnaðri eða betnr stæðn
mennirnir, sem geta no.tið góðs af
þeirri verslun; fátæklingarnir geta
ekki keypt allar nauðsynjar sinar
í stórkaupum. Og ef aðflatningur
varanna yrði tregur, má óhætt
gera ráð fyrir því, að megnið af
vörunum fari til efnuðnstu mann-
anna. Þeir yrðu fljótastir til að
kaupa og gætu birgt sig mest
upp. — Það má mikið vera, ef
þeir, sem kunnugir eru landssjóðs-
versluninni 1914 og síðar, hafa
ekki tekið eftir þessu.
Það er nú Iangt frá mér, að
amast við því, að efnamenn geti
fengið nanðsynjavörur sínar svo
ódýrt sem frekast er unt. En ef
landssjóður ætlar að taka að
sér nauðaynjavöruverslunina, þá
verður að heimtaað fyrir-
komulagið verði þannig, að það
komi ekki síður að notum fátæk-
um en^ríkum.
En á hvern hátt er það mögu-
legt?
Með því að láta kaupmenn
selja vörnrnar með ákveðnu verði.
—" Heildsalan til félaga gæti átt
sér stað jafnframt.
En er þessi landssjóðsverslun
ekki óþörf? Er ekki mögulegt að
hafa það eftirlit með vöruverði
hjá kaupmönnum, að verðmunur-
inu verði í raun og veru hverf-
andi? Hver er verðmunurinn ? —
Eg veit það nú ekki, en ef hann
er mikill: hvers vegna er ekki
tekið þar í taumana?
Það er enginn efi á því, að
það er miklu brotaminna að
ákveða verðlag á vörum kaup-
manna, en alt þetta verslunar-
brask landssjóðs. — Ea auðvitað
yrði að ganga að því í fullri al-
vöru. Það er hægðarleikur að
ákveða hæíilegt útsöluverð hverr-
ar vörutegundar eftir markaðs-
verði á hverjum tíma sem ar; og
þá aðferð á verðlagsuefndin vænt-
anlðgá að hafa, er hún. tekur til
starfa, en ekki að láta sér nægja
að spyrja kaupmenn um hvaða
verð þeir áliti hæíilegt.
Þsð er enginn efi á því að all-
ur þorri kaupmanna stórgræðir á
þessum tímum. Og ástæðan til
þess er sú, að útsöluverð þeirra
er óhæfilega hátt. — En þá er
aö taka þar í taumana — og hætta
ekki þegar komið er að umboðs-
eölunum.
Ef þingið vildi í alvöru beina
athygli sinni í þessa átt, í stað
þess að hugsa á þá lejð, að það
„geti engtt spilt“, þó að verðlags-
nefnd sé skipuð og ákveðnar sekt-
ir viðbrotumgegn ákvæðnmhenn-
ar, þá er eg viss nm að því gæti
auðnast að veita öllum almenningi
gagnlegri hjálp, en þó það skipi
stjórninni að fá*t við þetta verzl-
unarkák.
Nei, landsstjórnin á als ekki
að fást við inakaup á vörum í
öðrumtilgaugion þeim, að tryggja
landinu forða. — Sú hætta,
að nauðsynjavörur þrjóti eða að-
fiutningar teppist, vofir altaf
yfir okkur. Framleiðslan fermink-
andi eftir því sem ófriðarinn stend-
ur lengur og framleiðslulöndin
kippa meira og meira að sér hönd
inni. — Við þe8sari hættu verð-
ur að sjá, ekki aðeins til þess að
koma í veg fyrir matarskort meðal
lands m a n n a heldur einnig vegua
búpenings landsmanna.
Vörubirgðir landssjóðs björguðu
heilum sveitum frá horfelli i fyrra,
og horfellirinn vofir altaf yfir. —
Vörubirgðir landssjóðs geta því
aðeins komið að haidi að vori, að
þær verði þá ekki allar útseldar
og uppetnar.
Þá fyrst á að fara að selja
vörubirgðirnar, er full trygging
er fengin fyrir þvi, að unt verði
að endurnýja þær — nema ef neyð
kallar að.
Jón Jónsson.
Til minnis-
Baðhúsið opið kl. 8—8, ld.kv. til 10l/«-
Borgarstjóraskrifstofan kl. 10—18 og
1—8.
B® jarfóge taskrifstofan kl. 10—J12 ogl—S
Bæjargjaldkeraskrifstofan kl. 10—18 og
1—6.
íslandsbanki kí. 10—4.
K. F. U.“M. Alm. samk sannnd. 8*/«
síðd.
Landakotsspít. Heimsóknartími kl. ll—1.
Landsbankinn kL 10—8.
Landsbókasafn 12—3 og 5—8. Útl&u
1—8.
Landssjóðnr, afgr. 10—2 og 6—8.
Landsiiminn, v.d. 8—10. Helga daga
10—12 og 4—7.
Náttúrngripasafn l1/,—21/,.
Pósthúsið 9—7, sunnad. 9—1.
Samábyrgðin 1—5.
Stjórnarráðsskrífstofnrnar opnar 10—4.
Vífils8taðahælið : heimsóknir 12—1.
Þjóðmenjasafnið, sd., þd., fimtd. 12—8.
Bæjarfréttir.
h
E-
Frá Alþiogi
Áfmæli á morgun:
Pétur Sigurðsson trésm.
Jóna Bjarnadóttir húsfrú.
Leopoldina Halldórsdóttir húsfrú
Þar sem nú stjórnarskiftin eru
fullráðin og afgreidd frá þinginu,
má búast við því, að etarf þings-
ins fari að ganga greiðlegar. Og
útlit er fyrir að samkomulagmuni
verða fremur gott í þinginu, þrátt
fyrir ólætin fyrir kosningarnar.
Að minsta kosti bólar litið á lands-
dómsákærunni á fráfarandi ráð-
herra, sem allmíkið var talað um
um eitt skeið í eiuu blaðinu.
Neðri deild
hafði átta mál til meðferðar á
fuudi sínum í gær, þar á meðal
frv. um heimild handa landsstj.til
ráðst. til trygginga aðfl. til lands-
ins og varð því orðalaust vísað til
þriðju umræðu. Frumvarpi Bjarna
frá Vogi um sölu lands*jóðsvara
undir verði, sem birt var hér í
blaðinu í gær var orðalítið vísað
til 2. umr. og fjárhagsnefndar.
Fundinum var lokið á klukkutíma
Efri deild
hafði aðeins tvö mál á dagskrá:
Niðarlagning Njarðvíkurkirkju o.
s. frv. og heimild handa stjórninni
til ákvörðunar *érstaks tímareikn-
ings. Það mál var til annarar
nmræðu. Hefir alsherjarnefndin
fjallað nm það og lagt til að það
yrði samþykt breytingalaust og
gerir ráð fyrir því að klukkunni
verði framvegis fiýtt á Iíkan hátt
og gert var í haust,
Erlend myut.
Kbh. */x Bank. Pósth.
Sterl. pd. 17,38 17,65 17,70
Frc. 62,75 63,50 63,00
Doll. 3,68 3,75 3,90
Hjónaefni:
Ungfrú Elinborg Kristjánsdóttir
Borgarnesi og Ólafar Sveinsson
prentari.
5 krónnr
færði E. S. Vísi að giöf tilVíf-
ilstaðahælis fyrir [nýárið sem
gleymst hefir að geta um.
Leikhúsið.
Galdra-Loftur var leikinn í síð-
asta sinn á nýársdag, fyrir fullu
húsi. Um næstu helgi á að leika
Syndir annara eftir Einar Hjör-
leifason.
Gfarðar Gfíslason
er nú einn orðinn eigandi að versl-
unnm og fasteignum G. Gísiason-
ar & Hay hér á landi.
Ingólfur
fór upp í Borgarnes í morgun
með nornan- og vestan-póst.
Símahilunin
hefir ekki aukist neitt enn sið-
an hennar varð fyrsfc vart.
Flóra
á að fara héðan í kvöld eða á
morgun, norður um land.
Sjóferðaprófið
út af vöruskemdunum í Bisp,
sem haldið var í gær, var stutt
og upplýstist ekki aunað en að
skipið hafði hrept aftakaveður í
marga daga, svo a8 sjór gekk yfir
það offc og einatt. Lestahlerar
féllu allir vel, er hingað kom og
engiu bilun sjáanleg á þilfarinu;
en það virðist hafa valdið lekan-
um, að samskeyti séu ebki svo
transt, að þau þoli vinding þann,
sem verður á skipinn i miklnm
sjógangi án þess að gliðna. Er
því efasamt hvort sbipið er hæft
til matvælaflutninga. Búíst er við
að um 1000 sekkir af kornmat
séu meira og minua skemdir. —
Skemdirnar verða metnar í dag.