Vísir - 14.07.1917, Blaðsíða 2

Vísir - 14.07.1917, Blaðsíða 2
V i Íi 1 tí Síldarverkafólk þaö, er ráöiö er hjá mér, er beðið aö koma til viðtals mánndag 16. þ. m. kl. 4—6 e. m. Th. Thorsteinsson. / Skiftafundur i dánarbúi Signrðar sál. Þórðarsonar frá Norðnrstíg 5 hér í bænum, verður haldinn hérjá bæjarþingsstofnnni mánudaginn 23. þ.m. kl. 5 e. m. Bæjarfógetinn i Reykjavík, 13. júlí 1917. s e 11 u r. Stór mótorbátur óskast til leigu eina ferö til Hjalteyrar. Th. Thorsteinsson. Til kaupmanna o. a. Pappírspoka og allskonar umbúðapappír í risum og rúllum. — Einnig blek og allskonur prent- og skrifpappír, útvega eg frá Ame- riku á sérlegu lágu verði i heildsölu. Sýnishorn með nýjaata verði fyrir hendi. Kynnist því í tima. Stefán B. Jónsson. Reykjuvik. (Sími 521). VlSIR er elsta og besta dagblað landsins. Fpú Alþingi í gær. í neðri deild voru þrjú mál á dugskrá: 1. Frumv. um skiftingu bæjar- fógetaembættisins í Reykjavik. — Mælti aðalúutnm. þess. G. Sv. með frv. og kvaðit hafa búist við því uð stjórnin flytti þetta mál á þingi, þvi áskornn um þuð lægi fyrir frá þinginu 1914 og nú stæðl ein- staklega vel á að gera þessa breytingu vegna þess að embættið væri lauat en að því 'myndi reka að farið yrði að veita það, og úr því kæmist skiftingin ekki i fram- kværod í náinni framtíð. Kvað hann emb. orðið svo viðfangsmikið að ofætlnn væri hverjum manni uð anna því. Á hinn bóginn væri emb. orðið svo Iang tekjmmesta embætti á landinu, að í sjálfu sér væri engin sunngirni i þvi, enda engin fullkomin trygging fy/ir því að vel hæfur maðmr verði ávalt í það settur. Gert væri ráð fyrir að koma á tollgæslu og gæti lands- sjóður grætt stórfé á því. Mikill hluti vara aem til landains flytjast værn settar hér á land og það mundi fara vaxandi. AUvernleg tollsvik hefði orðið uppvíst um fyrir tilviljun eina. Tekjur embættisins væru nú undir 30 þús. kr. og gerir frv. ekki ráð fyrir meiri kostnaði eftir skiftinguna, sem vel mætti þó vera. Forsætisráðh. gerði ýmsar at- hugasemdir við frv. Taldi skift- inguna alls ekki ná tilg. sínum eins og hún væri ráðgerð, tll þess yrði að létta lögregluumnjón af bæjarfógeta, en öll umboðsstörf væru unnin af fulltrúnm. Kostn- að eftir skiftinguna taldi hann alt of lágt áætlaðan. Sagði að stjórnin hefði engan tíma haft til að und- irbúa slíkt frv. undir þingið, enda væri það ekki svo mjög aðkall- andi og embættið ekki ofvaxið einum manni. G. ’Sv. svaraði aftur og var allmikill gustur á ræðumðnnnm báðum. En ekki tóku fleiri til máls og frv. var vísað til 2. umr. og allsherjarn. að öllum ráðherr- unum fjarverundi. 2. mál á dagskrá var frumv. G. Sv. um br. á bannlögunum. Talaði hann nokknr orð fyrir því og eftir það var það látið fara sömu leið. Á dagskrá n. d. í dag eru: Ullartollurinn, stýrimanDaskóla á ísafirði, erfðafestnábúðar frumv. (B. R. St.), br. á landsbankalög- unum o. fl. Bifreiðaplágan. Bifreiðarnar eru vafalust þarfa- þing. en vitanlega er því eins var- ið um þær og margt annað sem þarflegt er, að þær má misbrúka Bifreiðaferðir um bæinn eru að verða hreinasta plága. Finna menn einkum til þess nú í þurkunum þegar götnrnar eru þannig, að ef síðklædd kona gengnr um þær, þá stendur aftur af henni rykstrókur inn. Þegar bifreið fer um, má heita ólíft á götunni í hálftíma á eftir bæði vegna ryks og olíusvækju. Og þegar nú bifreiðarnar í bæn- um eru orðnar 30, þá geta menn ■agt sér það sjálfír, að það er ekki Iangur timi á degi hverjum, sem líft getur kaliast á aðalgöt- unum. Reykjavík er ekki svo stór bær að brýn þörf sé fyrir bifreiðar hér innanbæjar, hvort heldnr er á nótt eða degi. Og það er í sannleika hart, að stjórnarvöld bæjarina skuli ekki hafa sett bifreiðaakstri inn- anbæjar neinár skorður. Ef til vill má segja sem svo, að þess hafí ekki þnrft, að minsta kosti að vetrinum til, og að bifreiða- akstur hafi ekki verið svö mikill í bænum til þessa að nein vand- ræði hafi atafað af. En það er áreiðanlegt, að nú horíir til stór- vandræða; bifreiðaaksturinn fer vaxandi innanbæjarmeð degi'hverj- um, bæði vegna þess hve bifreið- arnar era orðnar margar og ekki síður vegna þess að bifreiðaæðið gríupur fleiri og fleiri. Það er voðalegt að hugsa til þeas, hvernig bifreiðarnar þeysa fram og aftar um göturnur, jafnt þar sem krökt er afkrökkum, þvf engin gata, hversu mjó sem hún er, er friðhelg fyrir þeasum ófögn- uði. Og ank óþverrans, sem bif- reiðarnar þyrla npp og þessir smælingjar fá ofan í sig, vofir sú hætta yflr þeim að þau verði und- ir bifreiðinni og slasist meira eða minna. Má það furðulegt heitu að ekki skuli fleiri slyshafa blot- ist af en raun er á orðin. Og þessi ófögnaður er svo að segja samur og jafn dag og nótt. Að eins sá munur á, að þegar líðnr að h&ttatima fylgja honnm oft og einatt org og ill læti kvenna og karla sem í bifreiðunnm eru. Kveður svo ramt að þessu í sum- um götum, að íbúar húsanna fá ekki fest svefn oft og einatt fyr en undir morgun, eða hrökkva npp við ólætin af værum blundi og verða andvaka eftir. Ef vel væri, ætti algerlega að banna bifreiðaakstur í bænum, nema þá um fáar götur. Xnnan- bæjarakstar er, eins og áður er sagt, að mestu leyti óþarfur; venjulegast eru það cinhverjir „upakettir" í buxnm eða pilsum, sem eru að „flotta“ sig með því að aka i bifreið fram og aftur og í hring á götunum og þá helst á þeim fjölförnustu. Bifreiðastöðvar fyrir utanbæjar- akstur ættu að vera utan til í bænum. Vegalengdir út úr bæn- um ekki svo miklar, að það ætti uð vera vorkun mönnum, sem ann- ars eru ferðafærir, að ganga út í útjaðrana. Og þeir sem löngun hafa til þess að „traktera" sig eða kunningja sína á og íbifreiðættu ekki siður að geta gert þaðutan- bæjar.. Mér er óhætt að segja það, uð þegar eg að endingu skora á Iög- reglnvald þessa bæjar, eSa bæjar- stjórn ef þess þarf með, að taka hér í taumana, þá t&Ia eg fyrir munn alls þorra bæjarbúa. Mér er því óhætt að skrifa mig Vox populi. Aths. Það er enginn efi á því, að háttv. greinarhöfundur er ekki að eins einn af fáum óánægðum; þær eru, ef satt skal segja, ótelj- andi, áskoranirnur, sem Vísirhefir fengið, um að krefjast þess að bifreiðaakstri um bæinn veröiein- hver takmörk sett, þó ekki væri af öðrum ástæðum en hve afar mikil óhollusta er að rykinu sem bifreiðarnaT þyrla npp. En auk þess verður hér i þessum bæ að taka alveg sérstakt tiilit til barn- anna, meðan þeim er ekki séð fyrir betri Ieikvöllum en götunum. — Og bifreiðaakstur fram og uft- ur um bæinn að nóttu til er ósið- ur, sém alveg að skaðlanan virðist mega banns, að mestu leyti að minstu kosti. Ritstj.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.