Vísir - 14.07.1917, Blaðsíða 6

Vísir - 14.07.1917, Blaðsíða 6
VISIR hvern ákveðinn verðmun, er geti verið sem vátrygging gegn þann- ig löguðum ófyrirsjáanlegum at- vikum. Eg veit að margir, og a. m. k. allir, sem hafa haft milli 30 og 40 verkam., vita hvert tjón það er, ef þeir verða að tefjast frá vinnu, eða vinna þeirra fer til ónýtis, eins og oft kemur fyrir í slæmri tíð. Þeir að m. k. geta gert sér grein fyrir, hvað það kostar að fæða og gjalda þeim hóp yfir daginn, og vita að til þess að standast það þarf mikið að koma í aðra hönd. Af þeim, sem ekki geta sett sig inn í slíkt verður einskis krafist. Þótt búin séu smærri verður hlutfallið sama og sist betra. En nú er að líta á hvort verð- hækkun á mjólk þolir samanburð við verðhækkun annarar vöru Má þá benda á að t. d. hefir maís þrefaldast í verði, sömul. sykur, grjón og hveiti. Rúgmjöl hefir nær ferfaldast. Eins hefir alt efni stigið. T. d. hefir Ce- ment fimmfaldast ogþannigmætti lengi halda áfram að telja. í fám orðum sagt, flestar vörur hafa margfaldast í verði meðan mjólkin hefir ekki enn náð að stíga um helming. Allir vita þó að hækkun sú sem orðið hefir á öllum vörum kemur ekki síður við buddu bænda en Beykvík- inga og sjávarkauptúna. Og budda bænda fær einnig engu síður en hinna að kenna á hækkun kaup- gjalds. Enda fær hún engann landssjóðsstyrk, eins og t. d. vélbátaiítgerð, sbr. steinolíusölu stjórnarinnar. En hvernig fær svo heilbrigð skynsemi skilið að sama fólkið, sem þegir meðan ein vöruteg. hækkar tvöfalt og önn- ur margfalt, skuli reka upp skað- ræðisvæl í hvert skifti sem mjólk- in stígur, þó hún sé ennþá lang ódýrasta varan. Eða halda menn að dýrtíð og ófriðarvandræði grípi ekki inn í þá framleiðslu sem aðra atvinnuvegi? Eg sleppi að minnast hér á þær greinar sem dagblöðin hafa verið að flytja öðru hvoru gegn mjólkurframleiðendum. Greinarn- ar bera það flestar með sér að höfundunúm hefði verið nákvæm- lega jafngott að verja tímanum til að rita um fjárbú norður í landi. ]?eir hefðu naumast orðið lengra utan við það efni, sem i raun og veru skifti nokkru máli. Ann- ars ættu Reykvíkingary sem dvelja sér til að skemtunar upp í sveit á sumrin að nota þann tíma til að setja sig svolítið inn í kringnm- stæður bænda; ef til vill gæti það komið í veg fyrir margann þann misskilning, sem nú siglir ir beggjá skauta byr í Reykja- vik, og lægja það vanþekking- armoldviðri, sem þyrlað hefir verið upp gegn bæði verði mjólk- urinnar og ýmsra annara sveita- afurða, af hinum og þessum skrif- og skrafberserkjum, sem ekki hafa meiri þekking á þvi, sem þeir eru að taia um, en þó einhver sveitamaður, sem aldrei hefði á sjó komið, vildi fara að taka að sér stjórn á trollara. Bændur ættu það líka skilið aí Reykvíkingum, er þeir sýna alla gestrisni og greiða og gera sér margt ómak og óþægindi fyrir, að þeir að m. k. legðu ekki orð í belg eða léðu eyrun einhverju vanþekkingarfleypri um afkomu þeirra og kringumstæður. Van- þekkingarfleypri sem kastað er fram í þeim tilgangi að gera þeim bölvun. Daglegar umkvartanir heyrast í Reykjavík yfir því hve mjólk- ursölustaðirnir séu slæmir og fullnægi illa þeim hreinlætis- kröfum sem gerðar eru. Eg skal fúslega játa að þeim er mjög á- bótavant, og mætti sennilega stíga spor í áttina. til þess betra, með því að fækka sölustöðunum og hafa þá stærri og losa sig um leið við allar hinar verstu mjólk- urskonsur. En hitt vita Reyk- víkingar líka sjálfir manna best, að það kostar verðið sitt nú á dögum að leigja eða kaupa dýr- ar búðir og áður en þeir krefj- ast betri mjólkursölubúða, verða þeir, ei þeir vilja hugsa heilbrigt, fyrst að krefast þess að mjólkin sé hækkuð svo að hún geti bor- ið dýrari mjólkurbúðir. Eins veit eg að víða í sveit- inni skortir fjósin mikið á að geta staðist kröfur timans. En hvaða maður með heilbrigða dómgreind getur búist við að nokkur bóndi geti ráðist í að byggja stórar byggingar eins og stendur, jafnhliða því að vera kúgaður til að búa sér ískaða? Kraftaverk er það, hvaðbændur með sparsemi og sjálfsafneitun hafa góða afkomu, þrátt fyrir alt. En út i slíkar öfgar sem óhugsaðar kröfur fjöldans geta kraftaverkin ekki gengið. Ymsum hefur þótt undarlegt að mjólkurverð annarstaðar, t. d. í Danmörku, skuli vera lægra en hér, og dregið af þvi þá álykt- un að hór hlyti að vera um ósanngirni að ræða. J?að er vel hægt að búast við að fólk sem ekkert þekkir til geti gert sér þær hugmyndir, að hægt só að framleiða mjólk hér tyrir sama verð og t. d. í Danmörku. En sökum þess að ég hef kynst verklega og sjeð með eigin auga um hvað kostar að framleið- mjólk hér og eins í Noregi, Dan- mörku og Svíþjóð, þá vil eg benda mönnum á að það kostar minna að sækja kraftfóðrið út á akurinn, sem liggur fast upp að fjósveggnum, eða í sykurgerð- arverksmiðjuna, sem víðaerskamt til, eins og t. d. á Skáni og siiður-Jótl., heldur en að sækja það alla leið frá Ameríku til ís- lands með þvi verði sem nú er á farmgjöldum. Og í öðru lagi kostar vinnan minna, 'þar sem alt er unnið með vélum, sem spara verkalýðinn margfalt raóti þvi, sem hér gerist, meðan alt er unnið með verkfærum, sem fyrir löngu ættu að vera komin ú forngripasafnið, Og í þriðja lagi var t. d. kaupgjald verka- manna sem unnu við landbún- aðarstörf á austurlandinu í Nor- egi í sumar ekki nema 15 kr. um vikuna alment, m. a. s. heyrð- ist talað um 12 kr., en á sama tíma fengu kaupamenn hjer 30— 40 kr. á viku. Og hver sem þekkir, hvaða kaup sumir pólskir verkamenn fá í Danm., myndi aldrei framar láta sér detta í hug að gera samanburð á fram- leiðslukostnaði þar og hér (en af pólskum verkam. er urmull i Danmörku). Eg veit vel að það er dýrt að lifa nú, og vorkun þó allir vilji fá sem ódýrasta vöru, þó ekki væri nema mjólkin. En hitt væri rétt, að gera sér grein fyrir því hvort hinar ýmsu stótt- ir, t. d. í Reykjavík eigi erfiðara með að kaupa mjólkina nú tvö- földu verði við það sem hún var fyrir stríðið. Er t. d. nokk- ur ástæða til að búast við að útgerðarmenn og kaupmen geti ekki eins goldið 40 aura nú eins og 20 aur. þá? Hafa embættis- mennirnir ekki fengið dýrtíðar- uppbót til að standast verðhækk- un og dýrtíð? Varla er hugs- anlegt að þegar sú þörf var fund- in hafi ekki verið gert ráð fyrir verðhækkun á mjólk sem öðru, svo tæpast getur það verið þeirra vegna sem mjólkin er verðlögð svo lágt. Eins er raeð verka- menu, þeir hafa tvöfalt kaup við það sem var áður, og geta því eins staðist tvötöld útgjöld. Allir vita að peningar hafa helm- ingi minna gildi nú en fyrir ófriðinn; það finna menn best ef eitthvað þarf að kaupa, en menn verða eins að muna það, að mjólk og aðrar bændaafurðir eru háðar sama lögmáli. Hinsvegar er þó víst að það eru til fátækar barna- fjölskyldur, sem ekki megna að kaupa mjólkina hærra verði, eða réttara sagt megna ekki að rísa undir dýrtíðinni; en það er ekki sjáanleg ein ástæða er geti rótt- lætt það, að neyða mjólkurfram- leiðendur, þó þeir sóu svo óheppn- ir að vera í nágrenni við Reykja- vík, til að selja mjólk sína því verði að fátæklingar bæjarins geti allir keypt hana. Það væri engu líkara en ef einhver þyrfti að segja sig til sveitar, að þá yrði nágraoni hans skyldaður til að ala önn fyrir honum svo hann þyrfti ekki að biðjahrepp- inn ásjár. Enda er mjólkin nú svo ódýr að menn hafa oftar en einusinní heyrst hælast yfir að mjólkin væri þó þrátt fyrir alt óaýrasta varan og besta, og í fám orðum sagt eina varan sem kaupandi væri, og þakkir ætti þó blessuð verðlagsnefndin skilið fyrir að sjá um að bændur hlypu þó ekki í spik af henni. Það væri nógu mörfað, Bem þeir hefðu til að lifa af fyrir því. Rað skal tekið fram, að þó ekki hafi verið auglýst hámarks- verð á mjólkinni, þá varmjólk- urverðið ekki sett hærra sökum Vísir er bezta auölýsingablaðið. þess að verðlagsnefnd leyfðiþað ekki. Annars hlýtur það að vera ó- frávíkjanleg krafa bænda að í verðlagsnefndina verði settur maður, helst bóndi, sem hafi þekking á hvað framleiðsla sveita- afurða kostar, svo hann geti bent á það verðlag sem réttlátt væri. Þessi maður þyrfti að standa í nánu sambandi við forkplfa bændastéttarinnar út um landið, svo hann gæti frá þeim aflað sér upplýsinga um alt viðvíkj- andi framleiðslukostnaðinum, sem hann kynni að skorta. Nauð- synlegt væri að fynr valinu yrði járnduglegur maður, sem trúandi væri til að bera hagsmuni bænda- • stóttarinnar fyrir brjósti sem sína eigin. Frá sjónarmiði mjólkurfram- leiðenda verður það ástand, sem nú er, að breytast ántafar. l?eir geta ekki aðgerðalaust þolað að grafnar verði ræturnar undan efnalegri velferð þeirra. Mjólkin verður að hækka nú þegar svo viðunandi verði, að öðrum kosti má gera ráð fyrir að annaðhvort verði steinhætt að framleiða hana þegar á næsta kausti, og mór er kunnugt um að það er þegar orðið afráðið hjá mörgum, eða hinsvegar að bændur reyni að útvega markað fyrir mjólk sína annarsstaðar. Má benda á að liægt myndi fyr- ir þá að komast í samband við stóiar fiskniðursuðuverksmiðjur er keypt gætu alla mjólk þeirra. Og náist ekki eitthvert samkomu- lag bráólega, þarf hvorki verð- lagsnefnd eða Reykvíkingar að efast um það eina mínútu, að mjólkurframleiðendur muni taka til - sinna ráða og annaðhvort steinhætta við mjólkurframleiðsl- una eða útvega sér annan mark- að. Og hvort sem verður ofan á hefur þær afleiðingar, að það verður ekki að eins hætt við mjólkursölu til Reykjavikurnokk- ra daga, eins og í haust, Jieldur verður sú breyting gerð með því augnamiði að hún vari í fleiri ár, Fulltrúar og forráðamenn Reykjavíkur bera ábyrgðina á því hvort bærinn verður settur í fleiri ára rr.jólkursveltu eða ekki. — Sé svo, að Reykvíkingar á- lltist ekki færir um að kaupa mjólkina hærra verði, verður stjórnin að taka að sór sölu henn- ar. Vilji hún selja hana þessu verði, þá er hún um það, en hún verður að greiða mjólkur- framleiðendum að fullu það sem kostar að framleiða hana. Fafi, að fá vöru sína borgaða þvi verði er framleiðsla hennar kostar, er síðasta sanngirniskrafa mjólkurframleiðenda, og þeirri kröfu munu þeir halda til streitu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.