Vísir - 22.07.1917, Blaðsíða 3

Vísir - 22.07.1917, Blaðsíða 3
VlSIR leiðir til að afla landlan kola, því alkannagt er hve mjög eitt stjórn- arblaðið vítti fyrv. etjórn fyrir a5 reyaa ekki þær leiðir áðar en aamið var við Breta. En nú ern flntningar frá Ameriku litln eða engu dýrari en frá Bnglandi. Og vitsnlega er íilendingnm frjálBt að sækja kol til Ameríku fyrir „bresku samningnnam". — En rétt virðist að minna stjórnina á þess- ar leiðir, éf svo óliklega skyldi vilja til, að hún hefði gleymt þeim. Elsass-Lothrmgen. „Friðnr án landvlnninga og skaðabóta“ er sú lausn sem Rúss- ar hafa stungið upp á til að fá ófriðinu á enda kljáðan. Bretar ihafa reynt að skýra þessa „Iaasn“ þeirra á þá leið, að þeireigi auð- vitað ekki við það, að Frakkar eigi ekki að sjálfsögðu að fá Elsass-Lothringen. Frakkar sjálfir skilja það aftur á móti þannig, að lausnin eigi að vera algild, og þeir hafa þess vegna, að minita kosti tvívegis, gefið þá yfirlýsingu, að þeir baldi fast við kröfuna um að fá aftur EIsass-Lothringen. öeir taka fjarri þeirri miðlan- artillögu að þjóðaratkvæði í E.-L. verði látið skera úr þessari deiln. Þjóðverjar tóku EIsass-Lothrlngon með hervaldi 1871, segja þeir. t»á mótmæltu ibúarnir því tví- vegis að sameinast Þýskalandi. Með þvi hafa íbúar E.-L. þegar greitt atkvæði, einmitt þegar við átti að sú atkvæðagroiðila færi fram. Síðan hafa Þjóðverjar beitt öllum brögðum til að gera E.-L. þýskt, Ef nú ætti að tara fram þjóðaratkvæði, sem mark væri á takandi, yrði ekki að eins að vísa innfluttum mönnum úr landi og kalla þá heim sem brott hafa flatst, heldir að „vekja upp þá dauðu“. Og sndir hverra umsjá ætti slik atkvæðagreiðsla að fara fram, eftir þriggja ára heiftar- fullan ófrið? Ef hún færi fram undir umsjón Þjóðverja, myndu Frakkar telja hana raarkleysu, Ef hún færi fram undir umsjón Frakka, myndu Þjóðverjar gera það. Ef hlutleysingjar ættu að hafa umsjðn með atkvæðagreiðsl- unni mynd® báðir tortryggja úr- slitin. — Og Ioks, ef líkur væru til að samkomulag yrði uro að þessi atkvæðagreiðsla yrði látin fara fram, þá væri freistingiu raikil fyrir Þjóðverja, til að láta sem flesta franska íbúa í Elsass- Lothringen falla í ófriðnum áður en atkvæðágreiðslan færi fram. Annars segja frönsk blöð að Frakkar megi ekbi einblína svo á bandalagið við Rússa og þá hjálp, sem frá þeim sé að vænta, að þeir fari eingöngu eftir því sem Rússar vilji. Engu óveruíegri og ef til vill skjótari hjálpar sé að vænta bandan um hafið, trá Banda- rikjunum, en þ»ð muni eingöngu verða til að draga úr áhuga Bandarikjanna, ef Frakkar færu nú að slá af kröfum sínum. Dýrtiðaruppbót. „Deutfche Banb“ í Berlin hefir síðastliðið ár greitt starfsmöunum slnnm samtals 15.312.443 mörk í uppbót á launum. Brutto-tekjur bankans hafa verið 87.558.745 mörk en netto 49.951.780 mörk. Allur kostnaður hefir þannig numið 37.606.965 mörkum að þessari dýrtíðaruppbót meðtalinui. Það man þannig láta nærri að laun starfsmanna haö verið tvöfölduð þétta ár, ef ekki meira. Þatta cr hér haft eftir danska blaðinu „Börsen“ frá 4. apríl s. I ísiir og miliönip eftir fgharles fpamca, 228 — Frh. 40. kapituli. Geðsmunir ída voru allæstir á heimleiðinni frá þessu æfintýri. Fyrst fanst henni, að hún mætti til að komait eitthv&ð burt frá Heronsd&l, am tíma &ö minsta kosti, því að henni fanst hún ekki mega til þess hugsa að geta átt það a hættn að hitta aftur þessa tálfríðu kvennsnift, sem hafði vél- *ð Stafford frá henni. En ivo kom sjálfsþótti hennar til sögunn- ar þegar frá leið og hún fór að verða rólegri og sá hún þá, að það var ekki snnað en ragmenska hugleysi að fara að stökkva * burt. Heronsdalurinn var henn- ar eigið heimkynni og hafði verið það langalöngu áður en þessi sumarhöll var reist og það var aKkerfc batra að flýja helmili sitt vegna þess að Maude Falconer var komin í nágrenni við hana — heldur en af hermanninum að flýja undan merkjum sínum. En ekki fór hún nckknrt fet út úr landareigninni næstu digana. Hún varð föl og Iotleg og misti matarlyst og tók frú Bannerdale eftir þessu næst þegar hún heim- sótti hana, en kærði sig ekki um að hafa orð á því. — Við höfum saknað yðar mikið, góða mín, sagði hún alúð- lega. — Satt uð segja hefir mað- irinn minn verið eirðarlaus og haft alt á hornum sér, sem ekki er þó hans siður og Játvarður hefir verið þaðan af verri. Það eru vandræðaskepnur, þessir karl- menn, ída min góð, og ætti eg þó síst að vera að kvarta undan þessum karlmönnum mínum, því að þeir eru mér báðir feðgarnir hvor öðrum betri og innilsgri. Eg get ekki sagt, &ð Játvarður hafi nokkurn. tíma gert mér á móti skapi alt frá því að hann var barn að aidri og æfcfci eg að bera um, hvað hamingjan léti mönnum bezfc í skaut falla, þá mundi eg segja, að það væri geðprýði og gjörviieiki, enda er eg verulegn hreykin af mannkostum Játvarð- ar og atgerfi. En alt um það hefir hann verið mér hálfvegls til armæðn þessa seinustu dag«, og þess vegna ætla eg nú að biðja yður, ída mín góð,:j að koma yfir um til okkar og hjálpa mér að fásfc við þá. ída brosti hálfvand- ræðalega og vék þá frú Banner- dale talinu að öðra með hægð. — Við höfum farið i heimsókn til sumarhallarinnar siðan við sáumst seinast, sagði hún, — og vorum svo heppin að hitta ungfrú Fal- coner heima. Hún er þarna alein sins liða i þessnm stóra hallar- skrokk, þvf að faðir hennar er farinn aftnr til Lundúna, en eg get ekki snnað en vorkent henni þetta, enda þótt mér hafi eigin- lega aldrei fallið hún vel i geð. — Og vegna hvers erað þér að voxfeenna henni? spurði íd» ofur hægláfclega. — Ja, hún er eitthvað bvo — svo rauneleg á svipiun, Bvaraði frú Bmnerdale. Hún var klædd sorgarbúningi og andlitið var ná- fölt, þó að það sé að öðru leyfci einstoklcga fiitt. Viðtökurnar hjá henni voru líka fremur þurlegár og er hrædd um, að hún hafi átfc í meira andstreymi, en okkur er kunnsgt ran, þvi að hún var eitt- hvað svo fálát og nfcan við sig, Mér datt í hug, að hún tæki sér fjarveru unnustans, hans herra Staffords, svona nærri — og eg ásetti mér að forðast eins og heifcan eldinn að nefna hann 4 nafn. En þér vitið líka hvað ilt er að fást við þess háttar og ait í eiuu glopp&ÖIst út úr mér einu- sinni, þegar talið fóll niður: — Hafið þé; írétt nokkuð nýlega, ungfrú Falconer, af honum herra Sfcsfford Oxme? — Þér eigið lik- lega við Highcliffö Iávarð, frú Bannerdale, sagðl hún og leifc á mig ísköldum og djépbláum a«g- unum, en eg sótroðnaði. — Hann er kominn til Astraiía og líðu þ&r vel, en eg fæ sjaldan fréttir af honum. Hann hsfir þar margt og mikið fyrir stnfni og þess vogna Iítinn tíma afgangs tii bréfaskrifía, að eg bygg. Eg hypjaði mig nú auðvitað á stað svo fljótt sem eg gat eftir þetta og býst við, eð eg bafi ekki gerfc sérlega „lukku" hjá ungfrúnni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.