Vísir - 06.01.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 06.01.1918, Blaðsíða 3
VÍMH Sprengingin í Halifax. Sprengingin sem varö í Halifax 6. þ. m. stafaöi af því, að norskt skip „Imo“, sem var í förum fyrir kjálparnefnd Belga, rakst á her- Sagnaskip. Var hergagnaskipið á ^tsiglingu en „Imo“ á innsiglingu til Halifax. 1 enskum blööum frá 8. f. m. er sagt frá þvi, aö grunur hafi falliö á mann þann, sem var viö stýriö á „Imo“, um að hann hafi af ásettu ráöi verið valdur að á- Tekstrinum. Öll skipshöfnin af „Imo“, eöa þeir skipverjar, sem lífs komust af og lítt meiddir voru þegar sett- ir í gæsluvarðhald. Þeir sem slas- ast höföu voru fluttir á spítala, og meðal þeirra var þessi maður, John Johansen aö nafni. Er svo sagt, aö læknarnir hafi sagt hann aiheilann og hann hafi gert sjer upp veiki, enda hafi hann reynt aö' laumast í burtu úr spítalanum áður en hann var skoðaður. Annars var álitiö að áreksturinn lieföi stafaö af því aö merki heföu veriö misskilin, en sjógangur var mikill og hvassviðri, svo að ilt Var að stjórna skipunum. í blaöi þessu, sem þetta er haft eftir er sagt, að við áreksturinn hafi orðið sprenging í benzíni, sem var á þilfarinu á hergagnaskipinu og komið upp eldur í því, er síðan hafi læst sig niður í framfarrýmið, sem var fult af ýmsum sprengi- efnum. Sprenging þessi er einhver hin ægilegasta, sem sögur fara af, og varð hennar vart í 75 enskra mílna fjarlægö og menn biðu bana ai áhrifum hennar i fjögra mílna fjarlægð fyrir utan borgina. Þaö voru tveir menn, sem voru að festa upp símaþræði á staura, þeir fjellu tifiíjarðar og biðu bana af. Á tveggja fermílna svæði segir blaðið að borgin Halifax sje eins og fellibylur hafi geisað þar um og sópað öllu í burtu. Skip, sem lágu á höfninni köstuðust á land upp, járnbrautarlestir hentust langar leiðir af teinum o. s. frv. — Um 2500 manns mistu lífið, en mörg þúsund manna meiddust meira og minna. Úr skotgröfunum. Franskur hermaður segir svo frá, aö Frakkar séu nú orðnir svo vanir ófriðnum, að þeir séu við því búnir að halda honum á- fram ár eftir ár. Hermennirnir segir hann að gangi að verk isinu Ji vígvellinum eins og hverju öðru starfi, sem þeim beri að vinna og þeirn sje nú orðið ekkert ógeðfeld- ara hermenskustarfið en þau frið- arstörf, sem þeir hafi áður unnið. Ýmislegt hafa hermennirnir í skotgröfunum og annarstaðar á vígstöðvunum sér til dægrastytt- ingar. Oft koma t. d. margir bestu leikarar og söngvarar Frakka til vígvallarins og skemta hermönn- unum. Og meðal hermannanna sjálfra eru margir slikir menn og skemta oft félögum sínum niðri í sjálfum skotgröfunum. Einu ■ sinni bar svo við þegar einn besti söngmaðurinn úr söng- leikhúsinu x París, sem var í her- þjónustu i einni fremstu skotgi'öf- inni hjá Frökkum, ,var að skenxta félögum sínum, að þegar laginu var lokið, laust upp fagnaðatópi og lófaklappi í skotgröfum Þjóð- verja. En svo skamt var á milli grafanna, að vel mátti kallast á. Smávægileg skothríð hafði verið milli grafanna, en eftir að söngui'- inn hófst, dróg úr henni smátt og j srnátt, þar til hún þagnaði alveg. En Frakkar tóku fagnaðarlát* um Þjóðverja nijög illa. Hrópuðu þeir til þeirra, að söngmaðurinn hefði ekki verið að syngja fyrir þá, og væri þeirn því best að halda sér sarnan og létu síðan hvorir um sig ókvæðisorðin dynja á hinum, þangað til þeir gripu aftur byssun sínar og hófu hina áköfustu skot- hríð. Saga þessi er sögð í dönsku blaði og er ólík sögunni frá um- sátrinni um París á jólanóttina 1870, er franskir og þýskir söng- menn meðal hermannanna sungu á víxl jólasálma og hersveitir beggja hlustuðu á í bróðerni. Erlesö raytit. Kb. Vx Bfciak. Póffltb Síefl.pd. 15,43 15,70 16,00 Frc. 57 50 59,00 60,00 Doil. 3.27 8,50 8,60 Vísir er eísta op besta dagblaö landsins. Rausnarlegt. Þegar jþað fréttist norður í lxaust, aö skólalxald í gagnfræða- skólanum á Akureyri ætti að leggj- ast niður vegna kolaskorts, bauð Þorsteinn Jónsson kaupmaður frá Seyðisfirði skólastjói'a að gefa skólanum 30 smálestir af kolum úr námu þeirri á Tjörnesi, sem hann hefir náð eignarrétti á, e£ skólahald þyrfti þá ekki að leggj- ast niður. í fyrstu var til þess, ætlast, að skólinn annaðist flutn- inginn á kolunum, en síðar bauðst Þorsteinn einnig til þess að skfla þeim á bryggju á Akureyri. Svo fór nú samt, að skólahaldi var frestað, þangað til síðari hluta vetrar, en engu að siður ætlar Þor- steinn að standa við tilboð sitt, þannig að nemendur skólans njóti þá kolanna, því að ekki myndu þeir síður vera þurfandi fyrir hjálpina en landssjóður. —- Var þetta fallega hugsað og vel þess vert, að þvi sé haldið á lofti. Þorsteinn er gamall Möðruvell- ingur, og sýnir með þessu rækt sína við skólann. En fáir skólar munu njóta eins mikillar ræktar- semi af hálfu nemenda sinna og garnli ' Möði'uvallaskólinn, sem fluttur var til Akureyrai*. - 161 - Hann hneigöi höfði. en svaraði engu og eg gekk hægt að hvílu hans. „Eg er ekki hrædd við dauðann,“ svai'aði eg og horfði á hann. „Eg vil gjarnan verða þér samferða i kirkjugarðinn.“ Hann tók mig í faðm sér og var allur brenn- andi heitur of sóttveikinni. Eg man að hann sagði hvað eftir annað: „Á eg þá að skilja hana eina eftir!“ Því næst rann á hann svefnhöfgi, en ekki slepti hann mér úr faðmi sínum. Fólkið ætlaði að taka mig frá honum, en þorði það samt ekki og eg hugsaði með sjálfri mér: „Ef hann skyldi deyja, þá verð eg látin fara með honum.“ Hann vaknaði aftur eftir nokki'a tíma og var þá rennandi sveittur. „Nú er eg úr allri hættu,“ sagði hann og horfði á mig. „Þú hefir bjargað lífi mínu, blessaður litli engillinn rninn!“ -----Eg hafði aldrei virt hann verulega vel fyrir mér. En einn daginti varð ntér það ljóst, hvað hann var fríður og gervilegur og þann veg hefir mér litist á hann æ síðan. Við tókum okkur nú upp úr þessum stað °8 héldunx lengra upp í landsbygöina, en vin- Ur minn vann fyrir okkur eins og hver annar óbreyttur daglaunamaður. Komst eg að því seinna, að hann hafði ekki önnur ráð til að Paul Feval: Kroppinbakur. - 135 — afla okkur viðurværis. Einnig seldi hann smyglunum vín. Hann hafði lagt svo fyrir nxig, að eg mætti aldrei fara út úr garðholunni, sem var bak við húsiö og aldrei fara inn í veitingastofuna. En einn daginn komu þangað ferðamenn frá Frakklandi. Eg var að leika mér í garðinum með öðrum börnum og varð þeim samferða inn. Sátu þar tveir fyrirmenn við borð og út frá þeim þjónar og skjaldsveinar. Voru þeir alls sjö að tölu. Fyrirliðinn benti förunaut sín- um og horfðu þeir báðir á mig. Kallaði for- inginn mig til sín og klappaði mér, en hinn niaðurinn talaði hljóðlega við húsráðanda á rneðan. Þegar hann kom til okkar aftur, heyröi eg hann segja: „Það hlýtur að vei'a hún!“ „Á hestbak undir eins!“ kallaði fyrirliðinn og fleygði nokkrum gullpeningum í húsráð- anda. „Eigum við ekki að koma til hans pabba þín, dúfan mín?“ sagði hann. Eg vildi gjarnan komast til hans sem fyrst og fór örugg á bak hjá einum manninum. Ekki vissi eg hvar faðir minn var að vinnu sinni, en eg hló og söng og þótti undur- garnan að vera á hestbaki. Var eg alveg í sjöunda himni, en spurði þó loksins: „Erum við nú ekki bráðum komin?“ „Jú. rétt að kalla,“ svaraði sá, sein hjá mér - 138 - sat og þeystum við svo áfram. Eg vildi kom- ast af baki, en fyrirliðinn skipaði að ríða alt hvað af tæki. Maðurinn, sem eg reið hjá, tók fyrir munn- inn á mér og vamaði mér að hljóða upp. En þá konx skyndilega maður riðandi í loft- inu á eftir okkur á berbökuðum og beislis- lausum púlshesti, bei'höfðaður og hárið flaks- andi. Þar sem við nú vorum stödd var lykkja á leiðinni, en hann tók af sér krókinn og reið beint af augum og kom því næst á móti okk- ur, en eg ætlaði varla að þekkja föður minn aftur. Hann var blíður og hæglátur að jafn- aði, en nú var hann ferlegur álitum. Hestur hans hnaut, en hann kom standandi niður og hélt á plógjárni í hendinni. Reiddi hann það til höggs og feldi þegar tvo þjónanna til jarðar, svo að þeir byltust í blóði sínu, en við hvert högg kallaöi hann hástöfum: „Hér er eg! Hér er eg!“ Maðurinn, sem hélt mér, ætlaði að leggja á flótta, en faðír rhinn hafði komið auga á hann og náði til hans með plógjárninu. Ekkx íéll eg í óvit, móðir mín, en ekki er víst, að eg hefði verið jafn huguð síðar. Eg starðí á þennan lii'oðalega aðgang opnunx augum, rétti hendumar að föður mínúm og kallaði: „Vertu óhi'æddur, Hinrik!“ Eg held að þessi viðureign lxafi ekki staðið nema nokkrar mínútur. Hann tök einn af

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.